Alþýðublaðið - 01.08.1930, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.08.1930, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Vaxtalækknn í Belgin. Frá Brussel er símað: Belgíu- banki hefir lækkað forvexti um *A7o Í 27*°/o. Atlantshafsflng Boots. Kominn vestur uni haf. Lundúnum (UP.), 1. ágúst, FB. Frá Montreal er símað: „R—100“ flaug hægt yfir miðhiuta borgar- innar kl. 2 og 40 mín. í nótt (eftir Austur-Ameríku-tíma) og siðan til suðausturs. Flestir borg- tarbúar voru í fasta svefni, er loft- skipið flaug yfir borgina, og sáiu það þvi féjir hér. Síðar: „R—100“ flaug yfir flug- höfnina og því næst aftur inn yf- ir Montreal. Barst fregnin óðfluga um bæinn og þustu menn út hálfklæddir til þess að sjá loft- skipið. Mikill fögnuður í borg- inni. Búist er við, að loftskipið lendi í dögun. Einhver smáveg- is bilun mun hafa orðið á einum „ugga“ skipsins. Stjórnandi Lake- hurst flugstöðvarinnar hefir boð- ið alla aðstoð við viðgerð, ef þörf krefur. — Flugferðin til Montreal tók 76 klst og 45 mín. Síðar í dag: Frá Montreal er símað: „R—100“ lenti kl. 5 og 46 mín. í morgun. Shanghai lýst í hernaðar- ástandi. Lundúnum (UP.), 31. júlí, FB. Frá Shanghai í Kína er símað: Kínversk stjórnarvöld í Shang- hai hafa lýst borgina í hernaðar- ástandi, fyrst um sinn í tvo sól- arhringa, frá kl. 6 e. h. í dag að telja. Kveðast yfirvöldin óttast ó- eirðir af hálfu kommúnista. Voiiíeb brást ei. Um daginn var flugmaðurinn Hook á leið frá Englandi til Ástralíu. Komu síðast fréttir af honum frá Indlandi og hvarf hann þar, er hann flaug yfir stóra eyðiskóga. Fanst þar siðar flugvél hans. Hafði hún fallið úr lofti og eyðilagst, en til flug- mannsins sjálfs fréttist ekkert Töldu flestir hann af, nema kona hans, sem sagði að hann hefði áður komist í hann krappan. og myndi koma aftur heim til hennar og litlu dóttur þeirra. Nú er komin frétt um, að von konunnar hafi ekki brugðist. Pað hefir frézt til Hooks, að kyn- þáttur einn í eyðiskógi þessum í Burno hafi fundið hann eftir flugslysið og hjúkrað' honum, og sé hann nú á góðum batavegi eftir fallið í flugvélinni. Það hefði fieirum farið líkt og Þórarni. Engum áhugamanni, sem ver lifi sínu og kröftum fyrir list eða hugsjón, getur verið sama um það, hvern skilning menn hafa á þeim málefnum, sem þeir hafa helgað krafta sína, eða hverjar viðtökur menn þeir, er skara fram úr í slíkum greinum, fá, þegar þdr koma fram fyrir almenning. Það þarf þvi meiri skapstill- ingamann en mig til að lá Þór- arni það, þótt hann verði gram- ur, þegar maður, sem hann vel veit að er snillingur, fær mjög lélega aðsókn, en harmoniku- spilarar hafa fylt sama hús kvöld eftir kvöld. Þórarinn er íslending- ur og drengur góður og hefir ekki tamið sér þá list(H) að hálsa á því, sem hann vill segja, heldur að segja meiningu sína hreint út. Nú er það einu sinni svo, sem betur fer, að Þórarinn er góður fiðluleikari, en gefur sig lítt að harmonikum. Þvi er það honum sæmd að segja Reyk- víkingum það afdráttarlaust, að hann telur það sorglegt mentun- arleysi hjá þeim að meta meira harmonikuhristing en fagian fiðluleik, og menn þurfa ákaf- lega lítið að vita um músík til þess að vita þó það, að Þór- arinn hefir þar lög að mæla. Annars skil ég ekki þessa við- kvæmni gagnvart harmonikunum hjá þeim, er telcið hafa upp hanzkann fyrir þær. Og því síður skil ég það, að þótt mönnum þyki vænt um harmonikur, en Þórarni ekki, þá skuli þeir þurfa að fyllast svo mikilli bræði að þeir reyni að óvirða Þórariún. Hann stendur auðvitað jafnréttur eftir, en af þvi ég býzt við, að menn þeir, er hafa verið að svara honum, þekki hann lítið, þá er rétt að segja þeim, að fjöldi Reykvíkinga eiga Þ. G. margar ánægjustundir að þakka, og að Þ. G. hefir afaroft spilað án end- urgjalds fyrir fjölda félög, unga og gamla. Og að síðustu þetta: Ég sé enga ástæðu til, að Alþýðu- blaðið amist við list eða lista- mönnum, því flestir sannir lista- menn skilja verkalýðinn og al- þýðuna yfirleitt flestum betur. Hlutverk okkar jafnaðarmann- anna er það, að sjá um að alþýð- an fái notið þeirrar ununar, sem listin veitir, með því að skapa henni skilyrði til þess. Ég veit, að allir sannir listamenn munu rétta okkur hendina til hjálpar að svo megi verða. Þess vegna vil ég ekki byrja samvinnuna með þvi að misskilja þá og van- þakka þeim. Felix Gucsmundsson. Bezta Cigarettan í 20 stk. pökfeam, sem feosta 1 brönn, er: Gomiander, ^ Westminster, Cigarettur. Virginia, É Fást í ölhim verzlunum. I hverjnm pakka ep gnllfalleg fslenzk myitd, eg fær hver sá, er safnað hefir 50 myndam, elná stækkaða mynd. Esja fer héðan mánudaginn 4. ágúst, vestur um, hraðferð kringum land. > Ankahafnir: Sandur, Ólafsvík, Flateyri, Sauð- árkrötur, Húsavík, Seyðisfjörður, Norðfjörður, Fáskrúðsfjörður og Vestmannaeyjar. Farseðlar óskast sóttir fyrir kl. 3 á mánudag. Skaftfellingur hleður til Víkur og Skaftáróss eftir næstu helgi. Skipaátgerð rikisins. Landsslminn. Tilkynning til loftskeytamanna á skipum. Fyrsta flokks loftskeytaménn skili skírteinnm sín- um og fá þeir þá önnur ný (annars fiokks). Annars fiokks loftskeytamenn skili einnig skírtein- um sínum ogf fá til bráðabSrggða annars flokks skír- teini, en þeim ber að taka nýtt próf innan 1. jan. 1932. Skírteinunum skiftir forstjóri loftskeytastöðvarinnar frá 1. ágúst n. k. daglega frá kl. 14—15, loftskeyta- mönnum að kosnaðarlausu. Nýtt skírteini fæst að eins gegn afhending eldra skíiteinis. Gömlu prófskírteinin falla úr gildi 1. október n. k, Reykjavík, 31, júií 1930, Gísli J. Ólafson. Vátrmnsarhlntafélagið „Njre Danske“. Brunatryggingur Chús, innbú, vornr o. 81.) Hvergi hetri og áreiðanlegri viðskifti. Aðalumboðsmaður á íslandi SlgSás Sighwatssou, Amtmannsstig 2. Simi 171. Norshur vístndamadur, Hans Henrik Rode prófessor, og frú hans biðu bæði bana við bifreið- arslys í ítalíu u*» 4aginn. Kaupið Alþýðubókina.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.