Alþýðublaðið - 01.08.1930, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.08.1930, Blaðsíða 2
ar ALÞÝÐU.BLAÐIÐ Hirth ætlar að fljúga til íslands i dag I morgun fékk FlugfélagiÖ skeyíi þess efnis, að Hirth hefði flogið af stað hingað til lands toi kl. 8 og 45 min. í morgun «ftir ísl. tíma. Biður hann Flug- Fyrir aklarfjórðungi var Reykjavík fámenn samanborið við pað, sem nú er. Það þóttu þvi þeim mun meiri tíðindi, er hingað kom á þriðja hundrað kjósenda úr öðrum kjördæmum, flest bændur, tií þess að láta stjómmálin til sín taka — og það á miðjum slætti. Dagana fyrir mánaðamótin júlí —ágúst 1905 streymdu menn hingað til bæjarins úr Rangár- vallasýslu, Árnessýslu, Gu.ll- bringu- og Kjósar-sýslu, Borgar- fjarðarsýsju og Mýrasýslu. „Fjall- konan“ telur aðkomumenn upp með nöfnum 230 og „Þjóðvilj- inn“ nefnir sömu tölu. „Ingólfur“ segir 230—240 bændur utan Reykjavikur hafa greitt atkvæði á Bændafundinum, eins og hann hefir verið nefndur, en „ísafold“ kveður aðkomumennina hafa ver- ið mikið á þriðja hundrað. And- stöðublöð fundarmanna töldu þá færri. Blaðið „Reykjavík" kveður verið hafa „nokkuð talsvert á annað hundrað" aðkomumanna á að gizka, og „Þjóðólfi" telst svo til, að þeir væri um það bil 170 —180. Er frásögn „Fjallkonunn- ar" bezt staðfest með nöfnum 'hð- komumanna. í þann tíma stóð alþing yfir, þvi að þá vora enn haldin sum- arþing. Var þá mjög deilt um simamálið og undirskriftamálið, er svo var nefnt, þ. e. hvort for- sætisráðherra Dana skyldi und- irrita skipunarbréf ráðherra ís- lands, og þessi tvö mál lét Bændafundurinn til sín taka. Kl. 11 árdegis 1. ágúst (Var fundur settur í Bárubúð. Reyk- víkingar tóku ekki þátt i at- kvæðagreiðslum, þar eð fundur- inn var sérstaklega talinn bænda- fundur. Á fundinum vora sam- þykt mótmæli gegn því, að for- sætisráðherra Dana undirskrifi skipunarbréf ráöherra íslands. f annan stað var því mótmælt, að samið væri við Mikla norræna ritsímafélagið um símasamband. Hins vegar lýstu fundarmenn sig fylgajndi því, aö komiö væri a loftskeytasambandi. Vora þessar kröfur hinar sömu og aðrir and- stæðingar Heimastjórnarflokksins héldu fram, en hann hafði þá mikinn meiri hluta á alþingi. Að lokum var samþykt að krefjast þess, að svo fremi þing og stjórn færi ekki að óskum fundarmanna í ritsímamálinu, þá yrði þingið félagið að gera flugeldamerki til leiðbeiningar sér. Búist er viði, að hann komi um kl. 4, og ætlar hann að lenda við Kaldaðarnes hjá Ölfusá. rofið og færa fram nýjar kosn- ingar. Vora rnenn gerðir á fund ráðherrans, Hannesar Hafsteins, m að flytja honum samþyktir fundarins, en auk þess var valin tylft kjósenda úr hverri sýslu, Rangárvalla, Árness og Borgarfjarðar, til þess að flytja þingmönnum þeirra kjör- dæma kröfur fundarins, og skyldi kjósendur úr hverri sýslunni um sig flytja þingmönnum hennar kröfurnar, þeim, er fylgdu Heima- stjómarflokltnum að málum (en 2. þingmaður Árnesinga var sam- mála fundarmönnum, og vora því ekki gerðir sendimenn á 'fund hans né þingmanna Gulltringu- og Kjósar-sýslu. Um þing- mann . Mýramanna era ekki skýrar frásagnir, hvort sendi- nefnd kom á fund hans eða ekki). Var skorað á þingmenn þessa að gera annaðhvort, fylgja fram kröfum fundarmanna eða segja af sér þingmensku að öðr- um kosti. Nokkra siðar héldu fundarmenn fylktu liði upp imdir stjórnar- ráðshús, en sendinefnd gekk þangað á fund ráðherra. Voru margir bæjarmenn með í göng- unni. Telur „Ingólfur“, að vart muni hafa skort á fjórar þús- undir í fylkingu. Eftir nokkra stund kom sendi- nefndin aftur með þær fréttir, að engu yrði um þokað við stjórn- ina. Var þá hrópað: „Niður með ráðherrann! Niður með þá stjórn, sem ekki vill lúta þjóðarviljan- um!“ Sumir telja, að þá væri einnig hrópað: „Niður með danska valdið!“ — „ísafold nefnir þó jafnan rádgjafi, en ekki ráð- herra, og kveður hún að hrópað hafi verið: „Niður með ráðgjaf- ann!“ — Eftir þetta var haldið á Austurvöll, og fóru þar fram ræðuhöld. Var sunginn íslend- ingabragur: „En þeir fólar, sem frelsi vort svikja.“ Þann brag orkti Jón ólafsson á yngri árum sínum, svo sem kunnugt er. Nú var hann í flokki Heimastjómar- þingmanna, andstæðinga fundar- manna. Lúðrasveit lék undir sönginn. Þeir, sem stofnuðu til Bænda- fundarins, töldust til Framsóknar- flokksins gamla. Nokkrum vik- um síðar, 29. sama mánaðar (þingslitadag) var Þjóðræðis- flokkurinn stofnaður upp úr hon- um. Þá var Björn Jónsson rit- stjóri „fsafoldar", Skúli Thorodd- sen ritstjóri „Þjóðviljans" og Einar Hjörleifsson, siðar Kvaran, ritstjóri „Fjallkommnar", og fylgd- ust þau blöð að málum. Land- varnarmenn voru taldir í öðrum flokki, en erfitt er að greina á milli stefnu hans og Framsóknar- flokksins gamla eða Þjóðræðis- flokksins. Landvarnarflokkurinn átti þá að eins einn mann á þingi, og sá þingmaður gekk inn í Þjóðræðisflokkinn þegar hann hljóp af stokkunum. „Ingólfur" var blað Landvarnarmanna og var Benedikt Sveinsson ritstjóri1 hans. Flokksblöð Heimastjórnar- manna vora hér i Reykjavík „Reykjavik“, sem Jón Ólafsson var ritstjóri að, og „Þjóðólfur". Ritstjóri hans var Hannes Þor- steinsson. Árið eftir hóf „Lög- rétta“ göngu sína. Mjög eru frásagnir þessara blaða á tvennan veg um Bænda- fundinn, eins og vænta mátti. Þó er sá mikli munur á frásögn Heimastjórnarblaðanna, að „Þjóð- ólfur" segir frá aðaldráttum fund- arins, deilir á fundarmenn og heldur fram sínum rökum, ekki verulega fjörlega þó, en „Reykja- vík“ uppnefnir annan hvern and- stæðinga sinna, þeirra, er hún nafngreinir, og segir m. a. svo um einn fundarmanna, að hann „svitnaði 16 pottum af lýsi og kreysti hnefana svo að hnúarnir hvítnuðu, og hafði hann þó ekki þvegið sér um hendurnar þann morgun." Heitir greinin: „Fjöllin tóku 'léttasótt." Era þar margir dálkar prentaðir með skáletri. Meiri hluti þingsins lét sam- þyktir Bændafundarins ekki á sig fá. Þá lá fyrir þinginu þings- ályktunartillaga i undirskrifta- málinu. Fluttu hana 7 þingmenn, og var Skúli Thoraddsen aðal- flutningsmaður. Var það efni hennar, að neðri deild alþingis álykti að lýsa yfir því, að hún áliti það eitt rétt og í samræmi við stjómarskipun vora, að ís- landsráðherra sé skipaður með undirskrift sjálfs hans eða frá- farandi íslandsráðherra, en ekki með undirskrift forsætisráðherra Dana, og að deildin skori á ráð- herrann að gera sitt til að svo verði eftirleiðis. — Rúmum þrem- ur vikum eftir Bændafundinn (22. ág.) var tillaga þessi afgreidd — vísað frá — með dagskrársam- þykt. Flutti Láras H. Bjarnason dagskrártillöguna. • ' • Sá varð samt endir þess máls, að það var upp tekiö, að frá- farandi Íslandsráðherra undir- skrifaði skipunarbréf eftirmanns síns. Hófst það með þvi, að Hannes Hafstein undirritaði skip- unarbréf Björns Jónssonar. Síminn kom, og hvarf brátt ó- ánægjan yfir því, að horfið var að því ráði að taka símasam- band fram yfir loftskeyti. Þess má og geta í þessu sambandi,, að samþykt var gerð á Húsa- vík 17. ág. 1905 í simamálinu gagnstæð Bændafundarsamþykt- inni. Stóðu að henni 33 kjósendur, en einnig voru flestir bændur. Var hún svar þeirra við sam- þyktum Bændafundarins 1. ágúst. — Hitt mun þjóðin þó ekki harma, þótt Mikla norræna hætti starf- rækslu sæsímans, eins og ályktun var gerð um á síðasta alþingi. Snndrann. í gær leysti Magnús Magnús- son frá Kirkjubóli þá þrekraun af höndum að synda frá Viðey til Reykjavikur. Sjávarhiti var 12 stig. Hann hafði í hyggju að synda hliðsund á leiðinni, en vegna óheppilegra strauma varð hann að synda bringusund. Hann, var 2 klst. og 6 mín. á leiðinni og lenti við Steinbryggjuna, ÍMagnús er að eins 18 ára að- aldri, en hefir iðkað sund frá bamæsku. Hann hefir áður getið sér frægðarorð fyrir sundkunn- áttu sína, er t. d. methafi í 1000 stikna sundi. Meðal þeirra, sem fylgdu í vélbáti hinum unga sundlrappa, vora: Jón Pálsson sundkennari, Sveinn Gunnarsson: læknir og Kristján Gestsson, hinn ötuli formaður „K. R.“ Þetta er í fjórða skiftið, sem synt er frá Viðey til Reykjavik- ur. Fyrstur synti Ben. G. Waage (1914), þá Erlingur Pálsson (1925) og Ásta Jóhannesdóttir (1928). Töluvert af fólki hafði safnast á Steinbryggjuna þegar sund- kappinn kom að landi, og var honum fagnað með húrrahróp- um. Grænmetissalan, sem Bjarni á Reykjum hafði aug- lýst að færiframídag sunnanvið Iðnó, hófst á tilteknum tíma kh 9 og varð undir eins fjörag verzl- un. Til sölu voru hreðkur, spínat, salat, kjörvel, rauðaldin, gúrkur,, næpur, gulrófur og blómkál. Sumar tegundirnar gengu undir eins upp. Tveir menn voru við afgreiðslu. Verðið var 1/10 til 1/5 lægra en selt er í búðunum. Torgdagur verður aftur hald- inn eftir helgina. Ræningjar í Kína. Lundúnum (UP.), 31. júlí, FB. Frá Peiping (öðru nafni Peking) er símað: Bófaflokkar hafa tekið 18 þorp herskildi í vesturhluta Honan-fylkis. Drápu þeir menu 1 hundruðum saman, en særðu aðra svo þúsundum skifti. Þá, sem auð- ugir eru, tóku bófarnir með sér og heimta stórar fjárhæðir til að láta þá lausa. — Útlendinga létu bóf- arnir í friði. Fyrlr aldarVJórðungl. Bænd&fmsdnrinii 1. ágdst 1905.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.