Morgunblaðið - 25.02.1972, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 25.02.1972, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1072 i WÁ mt wi wí t>M 8® DAGBOK BARMMA.. BANGSIMON og vinir hans Skömmu seinna börðu þeir að dyrum hjá Grisl- ingnum. „Góðan daginn,“ sagði Grislingurinn. „Góðan daginn, Grisling- ur. Þetta er Tígrisdýrið.“ „Jæja . . . einmitt," sagði Grislingurinn og þokaði sér inn fyrir borðið. „Ég hélt að Tígrisdýr væru minni.“ „Nei, ekki þau, sem eru stór,“ sagði Tígrisdýrið. „Þeim þykir góð akörn,“ sagði Bangsímon, „og þess vegna erum við komnir hingað til þín. Vesalings Tígrisdýrið hefur nefnilega ekki fengið neinn morgun- mat ennþá.“ Grislingurinn ýtti fullri skál af akörnum til Tígris- dýrsins og sagði: „Gjörðu svo vel,“ og svo flýtti hann sér til Bangsímonar og stóð við hliðina á honum og þá varð hann hugrakkari um leið. „Einmitt,“ sagði hann. „Þú ert Tígrisdýrið . . . einmitt.“ En Tígrisdýrið svaraði ekki, því það var með fullan munninn af akömum. Þegar það hafði tuggið lengi, sagði það: „Föregöf- eð . . .“ og brá sér út fyrir. Þegar það kom inn aft- ur, sagði það ákveðinni röddu: „Tígrisdýr borða ekki aköm.“ „En þú sagðir, að þeim þætti allt gott nema hun- ang,“ sagði Bangsímon. „Allt nema hunang og akörn,“ sagði Tígrisdýrið. Þegar Bangsímon heyrði það, sagði hann: „Jæja,“ og Grislingurinn, sem var ósköp feginn því, að Tígr- isdýr vildu ekki akörn, sagði: „Finnst þér kannski góðir þistlar?“ „Það er einmitt það, sem Tígrisdýrum finnst lang bezt,“ sagði Tígrisdýrið. „Við skulum þá fara til Asnans,“ sagði Grislingur- inn og svo var lagt af stað til Asnans. Þegar þeir höfðu gengið lengi, komu þeir þangað, sem Asninn átti heima. „Góðan daginn, Asni,“ sagði Bangsímon. „Þetta er Tígrisdýrið.“ „Hvaða dýr,“ spurði Asn- inn. „Þetta hérna,“ sögðu Bangsímon og Grislingur- inn samtímis og Tígrisdýr- ið brosti sínu blíðasta brosi og sagði ekkert. Asninn gekk hringinn í kringum Tígrisdýrið og virti það fyrir sér. „Hvað sagðirðu að þetta væri?“ spurði hann. „Tígrisdýr.“ „Jæja,“ sagði Asninn. Hann hugsaði sig lengi um og sagði svo: „Hvenær fer það?“ Bangsímon sagði Asnan- um, að Tígrisdýrið væri góður vinur Jakobs og væri komið til að eiga heima í skóginum. Grisling urinn reyndi að útskýra það fyrir Tígrisdýrinu, að það mætti ekki taka það nærri sér, þótt Asninn segði þetta. Hann væri alltaf frekar bölsýnn. En Asninn sagði Grislingnum, að það lægi einmitt sér- lega vel á honum núna og Tígrisdýrið minnti á, að það hefði ekki fengið neinn morgunmat ennþá. „Nú man ég, hvers vegna við komum,“ sagði Bangsí- mon. „Tígrisdýr borða helzt eingöngu þistla, og þess vegna erum við komn- ir í heimsókn til þín, Asni.“ FRflMHflLÐS Sfl&fl BflRNflNNfl FERDINAND Finnboga saga ramma — Teikningar eftir Ragnar Lár. 17. Um vorið ráðast Finnbogi og Urðarköttur sam- an að heiman til að heimta skuldir, og með þeim Hrafn hinn litli, frændi Ásbjamar. Þeir koma að Ljósavatni til Þorgeirs, og er vel fagnað. Þaðan ríða þeir að Felli, en þar bjó Drauma-Finni, sonur Þorgeirs, og gistu þeir þar. 18. Síðan riðu þeir út frá Felli, og er þeir hafa skammt farið, mælti Finnbogi: „Mér gerir næsta kynlegt.“ Urðarköttur segir: „Stígum af baki, ég sé að þú ert fölur mjög.“ Þeir gerðu svo. Aftur stíga þeir á bak og ríða út á fellið og að steini miklum. BROTAMÁLMUR Kaupi allan brotamálm hæsta verði, staðgreiðsla. Nóatún 27, sími 2-58-91. IÐNAÐAR- og skrifstofmhúisinæði óskasit. THtooð teggist in.n á afgr. Mbl. ■merkt: 1440 fyrir 1. marz. RITVÉL með 60—90 tm breiðum valsi óskast. Símii 16577. VERKFRÆÐISTOFUR Ungu r byggi ngatækmfræð- ingur óskar eftir starfi á verk fræðistofu. Tilb. sendiist afgr. Mibl. merkt 1443. FJeírfr. fjoðrobföð, hljóðkútar. púströr og fMri varahtutlr f morgar getðtr bffrofðe Bdavðrabúðfn FJÖÐRIN Lsugevegí 168 - Sfmi 24180 HÖRÐUR ÓLAFSSON hæstaréttarfögmoður skjateþýðandi — ensku Austurstrætí 14 sfmar 10332 og 35673 Fasteigna- ng skipasalan hf. Strandgötu 46, Hafnarfirði. Opið alla virka daga kl. 1—5. Sirrti 52040. DAGENITE rofgeymor 6 og 12 volta. ROLLS-ROYCE Carilar Gíslason hf. bifreiðaverzlun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.