Morgunblaðið - 25.02.1972, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 25.02.1972, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1972 „Einhugur um gildi norræns samstarfs“ Rætt viö Jón Skaftason um störf Noröurlandaráðsþings Jón Skaftason í forsetastóli á þinginu, Olof Palme, forsætis- ráðherra Svía, er i ræðustóli. Helsinki, 24. febr. — Frá Bimi Jóhannssyni. TUTTUGASTA þingi Norður landaráðs var slitið hér í morg un um kl. 11 af forseta ráðs- ins, finnska þingmanninum V. J. Sukselainen. Ákveðið var að halda næsta þing ráðsins í Osló. fslenzku fulltrúamir fara héðan ýmist í dag eða á morgun. Morgunblaðið hefur rætt við Jón Skaftason um störf þingsins, en hann er einn af varaforsetum Norðurlanda- ráðs. Jón sagði: „Óvenju mörg mál voru á dagskrá þessa þings. Það sem setti svip á allar umræður var hvaða áhrif fyrirætlanir Norðmanna og Dana um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu muni hafa á norræna sam- vinnu. Sumir töldu að aðild myndi eyðileggja grundvöllinn að áframhaldandi samstarfi, en hinir voru þó miklu fieiri, sérstaklega ráðherrarnir, sem töldu að svo faeri ekki. Þvort á móti myndu Norðmenn og Danir sem aðilar að EBE geta hjálpað hinum Norðurlöndun um til að ná betri samningum við bandalagið. Ráðið samþykkti tillögu þess efnis, að norræna ráð- herranefndin setti á fót nefnd til að athuga sérstaklega á- hrif þróunar markaðsmál- anna á norrænt samstarf. Sam þykkt var tillaga frá Olof Palme forsætisráðherra Sví- þjóðar um að gerð yrðu drög að samningi fyrir Norðurlönd in þar sem ákveðin væri stefna landanna á sviði atvinnumála, svæðaáætlana og umhverfis- vemdar. Danski þingmaðurinn Ib Stetter, einn af varaforsetum ráðsins hreyfði þeirri tillögu, að sérstakt aukaþing Norður- landaráðs verði kallað saman í haust, þegar fyrir liggi úr- slit þjóðairatkvæðagreiðslumn- ar í Danmörku 26. september og í Noregi líklega 24. eða 25. september um aðild að EBE og þegar einnig verði séð hvaða viðskiptatengsl hin Norðurlöndin fái við EBE. Ýmsir voru andvigir þess- ari tillögu Stetters, t.d. Trygve Bratteli forsætisráðherra Nor egs. Málið mun þvi verða í höndum forsætisnefndarráðs- ins til frekari athugunar og verður tekið upp, ef ástæða þykir til og samkomuiag næst um það. Þing Norðurlandaráðs hef- ur samþykkt margar tillögur, sumar mjög merkilegar. Má þar nefna samning Norður- landa um samgöngumál og á ráðherranefndin að sjá um framkvæmd málsins. Samþykkt var tillaga um sameiginlega löggjöf Norður- landa um umhverfisvernd. — Mjög óvænt var samþykkt að fela ríkisstjórnum Norður- landa að banna tóbaksauglýs ingar í viðkomandi löndum. Þingið samþykkti að fela ráðherranefndinni að undir- búa tillögur fyrir 1. janúar 1973 um stóraukna samvinnu Norðurlanda á sviði sjónvarps mála, ennfremur að samræma norrænia sjúkrahjálp við norr æna ferðamenn utan Norð- urlanda og að undirbúa stofn- un til að samræma norræn réttarvisindi. Af málum sem sérstaklega snerta Íslendinga, vil ég fyrst nefna samþykkt þingsins um hafréttarmál þair sem viður- kennt verði það sjónarmið, að strandríki, sem byggja lífsaf komu sína á fiskveiðum, fái sérstök réttindi. Þessi sam- þykkt ráðsins er mjög mikil væg fyrir okkur. Samþykktin er miklu hagstæðari fyrir ís- land en búizt var við fyrir- fram, því umsagnir ríkis- stjórna hinna Norðurlandanna um tillöguna höfðu miðað að því, að ráðið ætti ekki að gera samþykkt í málinu, því hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna 1973 væri hinn rétti vettvangur fyrir landhelgis- málin. Auk þess kom fram i umsögnunum mikil and- staða gegn einhliða útfærslu landhelgi og hún talin brot á alþjóðalögum. Samþykkt ráðsins nú mun sjálfsagt verða túlkuð á ýms- an hátt, en það breytir ekki mikilvægi hennar að mínu mati. Þá var samþykkt að fela ríkisstjórnum Norðurlanda að kanna bættar samgöngur milli íslands, Grænlands og Fær- eyja og hinna Norðurland- anna, svo og tillaga frá Poul Hartling fyrrum utanríkisráð herra Dana, um að níkisistjó-m imar auki kynningu á finnsku og íslenzku í hinum löndun- um. Ráðið samþykkti, að fé verði veitt til kennaraskipta milli landanna og samþykkt var áskorun til ríkisstjórna ís lands og Noregs að gerast að ilar að alþjóða náttúruvernd- arsamtökum. Það var mjög gleðilegt fyrir okkur íslendinga, að Norður landaráð samþykkti að reist verði norræn menningarmið- stöð í Færeyjum hjá frænd um okkar. Ég held, að nú séu að mestu upptalin þau mál, sem við ís- lendingar höfum sérstakan á huga á og voru tekin fyrir á þessu þingi. Ég vil svo sérstaklega lýsa ánægju minni með hversu góð samvinna var milli íslenzku fulltrúanna í ráðinu. Síðast en ekki sízt vil ég svo þakka Finnum fyrir frá- bæran undirbúning fyrir þing ið og alla framkvæmd. Ég held, að þetta hafi verið árangursríkt þinig á m-argan hátt og ég er sannfærður um það, að norræn samvinna verð ur efld, þótt blikur séu á lofti í markaðsmálunum. Það má segja að einhugur ríki um gildi norræns samstarfs. Brezkir togaraeigendur: Ekki reiðubúnir til samninga um umþóttunartíma — sem íslendingar bjóða, að sögn „Hull Daily Mail“ — Viðræðum ekki lokið — Vonir um lausn, segir utanríkisráðherra í BREZKA blaðinu „Hull Daily Mail“ var fyrir nokkr- um dögiini staðhæft, að ís- ienzka ríkisstjórnin hefði ákveðið að veita brezkum togiirum iimþóttunartíma inn- an 50 milna fiskveiðilögsögu og í samtali við blaöið full- yrðir Austen Laing, fram- kvæmdastjóri brezka togara- eigendasambandsins, að ís- lendingar vilji fegnir semja við Breta og V-Þjóðverja um slíkan iimþóttunartíma. Hins vegar kveður hann ríkis- stjórnir Bretlands og V- Þýzkalands ekki vera reiðu- búnar til slíkra samninga. Morgunblaðið hefur snúið sér til Einars Ágústssonar, utanríkisráðherra og innt hann álits á þessum ummæl- um. tltanríkisráðherra sagði: „Ég þakka Morgunblaðinu fyrir að gefa mér kost á að sjá þessa grein áður en hún birtist, en vil nú aðeins segja þetta: Af hálfu ríkisstjórnarinnar hefir verið rætt við brezk stjórnvöld um að finna hag- fellda lausn á vandamálum brezkrar togaraútgerðar vegna útfærslu fiskveiðitak- markanna við ísland. Þeim viðræðum er ekki lok- ið og vonir standa til að tak- ast megi að leysa málið með frekari viðræðum. Ég sé ekki ástæðu til að ræða ummæli þau, seni höfð eru eftir hr. Austen Eaing að svo stöddu.“ Hér fer á eftir útdráttur úr tveimur fréttagreinum „Hull Daily Mail“ um land- helgismálið frá 16. febrúar sl. og 18. febrúar: Stjórnir Bretlands og Vest- ur-Þýzkalands eru ekki reiðu- búnar að semja við íslend- inga um umþóttunartíma tog- ara sem veiða innan fyrirhug- aðrar 50 mílna landhelgi þeirra, að því er framkvæmda stjóri brezkra togaraeigenda- sambandsins, Austen Laing, segír i viðtali við blaðið Hull Daily Mail. Hann sagði að við ræður um slíkan samning mundu fela í sér viðurkenn- in-gu á rétti íslendinga til þess að færa út landhelgina. Austen Laing sagði, að ís- lendingar mundu fegnir vilja semja við Breta og Vestur- Þjóðverja um slikan umþótt- unartíma. Þó að hann segði, að hvorki Bretar né Vestur- Þjóðverjar vildu semja um umþóttunartima, bætti hann því við, að Bretar væru reiðu- búnir að semja um sann- gjarnan samning sem mundi vernda hæfilega þá hags- muni sem Islendingar hefðu af fiskveiðum á landgrunn- inu. Hull Daily Mail hafði áður staðhæft, að íslenzka ríkis- stjórnin hefði ákveðið að veita brezkum togurum um- þóttunartima þegar landhelg- in hefur verið færð út í 50 mílur. Blaðið sagði, að innan skamms mundi íslenzka rík- isstjórnin sennilega rifta samningnum við Breta og Vestur-Þjóðverja frá 1961 um útfærsluna um 12 milur. Að sögn blaðsins fagna brezkir togarasjómenn ákvörðuninni, sem fullyrt er, að Islendingar hafi tekið um umþóttunar- timann, en sagt að þeir hafi meiri áhyggjur af ákvörðun- inní um að rifta samningnum frá 1961. Austen Laing segir i viðtali við blaðið, að Bretar mundu skjóta ákvörðuninni um að rifta samningnum frá 1961 til Alþjóðadómstólsins og hún gæti leitt til nýs þorskastríðs. Blaðið segir að eftir viðræð- ur islenzku stjórnarinnar við fulltrúa dönsku stjórnarinnar verði haldnir fundir með full- trúum Færeyja. Vitnað er í talsmann brezka utanríkis- ráðuneytisins sem sagði, að þótt ekki væri víst hvaða ráðstafanir Bretar mundu gera væri mögulegt að öllu málinu yrði vísað til Alþjóða- dómstólsins. Blaðið vitnar í Austen Laing, sem kvaðst ekki furða sig á því að Islendingar hefðu ákveðið að veita Bret- um umþóttunartíma og sagði: „Við höfum vitað um þessar tillögur í nokkurn tíma og þetta er aðeins formlegt skref sem Islendingar stíga til þess að gera það sem þeir upp- haflega ætluðu sér. Það gæti haft hörmulegar afleiðingar fyrir fiskiðnaðinn ef nýju fiskveiðimörkin verða viður- kennd og Bretar hafa skoðað þá ráðstöfun ólöglega og tal- ið sig ekki geta fallizt á hana. Við munum beita öllum til- tækum ráðum til þess að verja löngu áunnin réttindi, sem hefur verið framfylgt samkvæmt alþjóðalögum. Eng ar ráðstafanir verða útilok- aðar til varnar brezkum tog- ururn." — Ráðstefna Frambald af bls. 3. hátt. Hildigunmur hefur lokið prófi í afbrotafræði, Svein- björn leggur stund á guð- fræðinám með afbrotafræði sem sérgrein og Allan hefur lokið námi í lögfræði. „Þessi ráðstefna er fyrst og fremst hugsuð til að vekja umræður um fangelsismálin á íslandi á raunhæfum grund- velli,“ sagði Hildigunnuæ, „og þarna má búast við að komi fram mörg ólík sjónartmið og ekki ætlunin að reyna að sam- eina fólk um eina álýktun eða yfirlýsingu, heldur fynst og fremst að vekja umræður." „Á þessari ráðstefnu kemur í fyrsta sinn fram sjónarmið fanganma sjálfra,“ sagði Sveinbjörn Bjarmason, „því að við erum með á segulbandi viðtöl við fanga og aðstandend ur þeirra, og verða hæingborðs- umræðurnar byggðar upp á þann hátt, að þessi segul- bandsviðtöl verða einis konar kjarni, sem síðan verður rætt um.“ Ennfremur sagði Svein- björn: „Það varðar miklu, að koma til almenmings ein- hverjum raunhæfum upplýs- ingum um ástandið í fangels- ismálunum, en það sem hingað til hefur komið fram um þau, hefur yfirleitt verið í æsifregnastil og hefur sjaldnast gefið mynd af hin- um venjulega afbrotamanni. Það er fyrst og fremst undan- tekningim, sem kemist í blöðin. Við vonum því, að þessi ráð- stefna geti gefið mönnum rétt- ari hugmyndir um þann vanda, sem við er að stríða í þessum efnum.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.