Morgunblaðið - 25.02.1972, Blaðsíða 20
20
MGRGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. KKHRÚAR 1972
Líður að lokum Reykjavíkurmótsins
Erlendu þátttakendurnir hrósa
skipulagningu og aðbúnaði
NÚ líður að lokum Reykja-
víkurskákmótsins. Það er
vafalaust eitt athyglisverð-
asta og sterkasta skákmót,
sem hér hefur verið haldið.
Um árangur og taflmennsku
þótttakenda í hinum einstöku
umferðum hefur verið fjallað
á öðrum vettvangi hér í blað-
inu og því gerð ítarleg skil.
Gildi skákmóts sem þessa hér
á landi er í senn mikið og
margvíslegt. Það á örugglega
mikinn þátt í því að vekja
og efla skákáhuga hjá fólki,
en það hefur líka gildi út á
við. Með Reykjavíkurskák-
mótinu, sem haldið hefur
verið annað hvert ár, hafa
íslendingar ekki sízt vakið
athygli á sér sem skákþjóð
erlendis og þetta mót á vafa-
Jítið verulegan þátt í því, að
ísland er nú hugsanlegur
vettvangur heimsmeistara-
einvígisins í skák. Morgun-
blaðið sneri sér til nokkurra
af þátttakendunum í Reykja-
víkurskákmótinu og spurði
þá álits á mótinu og fleiru.
TJlf Ander.sson frá Svíþjóð var
rétt að ljúka símaviðtali við skák
fréttaritara i heimalandi sinu,
þegar fréttamaður Morgunblaðs-
ins barði að dyrum hjá honum.
Hann kvaðst vera nokkurn veg-
inn ánægður með frammistöðu
sína í mótinu. Skipulagning á
mótinu og allur aðbúnaður hefði
verið til fyrirmyndar og sagðist
Andersson vona, að hann ætti eft
ir að koma aftur til fslands og
tefla hér. — Mér þykir gaman
að hafa komið hingað. Það er
synd, að mótinu skuli ijúka
svona snemma, sagði Andersson.
Þetta er í fyrsta sinn, sem
hann hefur komið til íslands, en
annars hefur hann farið viða í
sambandi við taflmennsku sína.
Andersson kvaðst vera atvinnu-
skákmaður að meira eða minna
leyti og sagðist vonast tiJ þess
að geta haldið áfram að tefla
með svipuðum hætti næstu árin.
Hann er tuttugu ára og býr hjá
foreldrum sinum í Arboga, sem
er nokkuð fyrir vestan Stokk-
hólm.
Þegar hann var spurður að
þvi, hvort foreldrar hans hefðu
nokkuð á móti þvi, að hann beitti
sér í svona rikum mæli að skák-
inni, kvað hann nei við. Auk þess
væri það hans að ráða sínu eigin
lífí og það skild-u foreldrar hans
mjög vel.
— Ég álít, að skákáhugi hér
sé meiri og almennari en í Sví-
þjóð, sagði Andersson ennfremur.
— Reykjavík er lika þægileg
borg. Mér finnst einhvern veg-
inn minni streita hér en í Sví-
þjóð. íslendingar eru og mjög
vingjarnlegir.
Andersson vildi engu spá um
úrslit Reykjavíkurmótsins, þeg-
ar hann var spurður. -— Hort hef
ur að visu mesta möguleikana,
en maður veit aidrei, hvað getur
gerzt í skák.
Síðan sneri þessi smávaxni,
glaðlegi Svíi sér aftur að skák-
borðinu, sem var i miðju herberg
inu. Á því var framahdi staða,
toiðskák við Harvey Georgsson,
»em Andersson var búinn að
rekja nokkra leiki fram í tim-
»nn. Á andiiti Svíans mátti sjá,
nð þarna var um fiókna og vanda
sama stöðu að ræða, þótt ekki
væru nema örfáir menn á borð-
inu.
★
— Skipulaigning mótsins er
með ágætum og aliur aðbúnaður
hinn bezti, sagði Vlastimil Hort
frá Tékkóslóvaki'U, þegar við tók
um hann tali, þar sem hann var
að spila á spil við Rússann Tuk-
makov. — Við erum að hvila
okkiur frá skákinni, bætti Hort
við. Hann vildi engu ákveðnu spá
uim úrsiit mótsins, enda þótt
hann væri sjáifur sigurstrangieg-
astur, heldur sagði aðspurður:
Sigurvegari verður annaðhvort
ég eða Georghiu, en bezt er að
spá engu ákveðnu. Al'lt getur
gerzt í skák. Ég hef oft tapað i
síðustu umferð, þegar ég átti
mikia möguleika á að verða sig-
urvegari í móti.
Hort kvaðst vera frá Prag og
hafa lagt stund á hagfræði við
háskólann þar, en nú starfaði
hann hjá útgáfufyrirtæki þess í
milli, þegar hann væri ekki að
tefla. Hort sagði, að hjá sér væru
kaflaskipti í skákinni. Stundum
kæmu nokkrir mánuðir, sem
hann gerði ekkert nema að tefia.
Raymond Keene.
Þannig ætti hann bráðlega að
taka þátt í iandskeppni í skák
milli TékkóslóvaWu og Vestur-
Þýzkalands og siðan myndi hann
fara á skákmót í Sarajevo í Júgó
slaviu. En inn á miili kæmu allt-
af öðru hvoru löng tíma-
bil, þar sem hann hvíldi sig fná
skák og gegndi starfi sinu heima
í Prag.
Hort sagði, að Reykjavik félii
sér vel í geð og loftslagið væri
alls ekki svo frábrugðið því sem
hann væri vanur heima fyrir. Á
báðum stöðunum rigndi talsvert.
Það, sem hér væri frábrugðnast,
væri sjórinn, sem hann væri að
sjálfsögðu allsendis óvanur að
hafa fyrir augunum.
Hort sagði ennfremur, að skák-
listin væri vinsæl i heimalandi
sínu og skipuiagning skákmála
þar væri góð. En sem iþrótt væri
skákin þar ekki í neinu öndvegi.
Aðrar íþróttir væru þar einnig
mjög vinsælar. Sjálfur kvaðst
hann hafa stundað knattspyrnu
áður fyrr og körfubolta, en nú
væri uppáhaldsiþrótt sín tennis.
Hort var spurður að því, hvort
hann vildi nok'kru spá um fyrir-
hugað einvigi þeirra Fischers og
Spasskys um heimsmeistaratitil-
inn í skák. — Um það vil ég engu
spá, sagði Hort þá, — en ég óska
Spassky sigurs.
★
— Nei, ég er ekki ánægður
með írammistöðu mína, sagði
Friðrik ólafsson, þegar Morgun-
biaðið hafði ta! af honum. — En
hún er kannski ekki svo slæm
miðað við taflmennskuna.
Ulf Andersson.
Sá, sem hetfur komið mér heizt
á óvart með tafimennsku sinni'á
mótinu er Timman. Hann er otfar
en ég hafði almennt reiknað með.
Timman er vafaiaust mikið skák
mannsefni.
Sennilega er þetta sterkasta
Reykjavíkurskákmótið tii þessa.
1 þvi tefla 9 manns, sem hafa
annaðhvort stórmeistaratitil eða
alþjóðameistaratitii.
Friðrik var ekki ánægður með
skák sina á móti Andersson og
sagði: — Ég er hræddur um, að
Frlðrik Ólafs6on.
ég hafi sprengt mig i skákinni
gegn honum, gengið sem sagt ein
um of langt.
— Ég er ekki óánægður með
Glæsibæ sem keppandi, sagði
Friðrik ennfremur, —- en ég er
ekki viss um, að staðurinn sé
svo heppilegur fyrir áhorfend-
urna. Það er dálítið iágt undir
loft og svo er iýsingin ekki góð
með tilliti tii sýningarborðanna.
— Ég tel annars, að mótið
hafi tekizt ágætlega og er ánægð
ur með framkvæmd þess. Ég tel,
að þessi mót eigi mikinn rétt á
sér og að minnsta kosti hefur
aðsóknin að mótinu sýnt, að á-
horfendur kunna að meta það.
★
Ég tel, að skákiistin hafi
mikið gildi í þá átt að vekja og
efla sköpunargáfu fólks, sagði
Englendingurinn Raymond
Keene, þegar við hittum hann að
máli. — Svo margir hafast lítið
eða ekkert að, sem kemur frá
þeim sjálfum. Þeir fara til vinnu
sinnar, horfa á sjónvarp, hlusta
á poptónlist o.s.frv. og eru alltaf
þiggjendur. Þegar fóiki er kennt
að tefla, finnur það verkefni,
sem hefur takmark í sjálfu sér.
Ég tel hikiaust, að það ætti að
kenna skák í skólum í öllum
löndum. Það er ekki nóg, að skák
meistarar ferðist um og tefii f jöl
tefli, þvi að þar er verið að sinna
fóiki, sem þegar hefur lært að
tefla. Það, sem meira máli skipt-
ir, er að hjálpa þeim atf stað, sem
kunna aiis ekki að tefia.
Leonid Stein.
Keene kvaðst ebki vera alls
kostar ánasgður með frammi-
stöðu sína í Reykjavikurskákmót
inu. — Ég hef teflt sumar skák-
irnar vei, sagði hann, — en svo
eru aðrar, sem ég er ekki eins
ánægður með. Ég var að vona,
að mér tagkist að ná 10 vinning-
um í mótinu, en þá fyrst væri
um stórmeistaraárangur að ræða,
sem ég stefni að að verða.
Keene sagði, að skákhreyfing-
in í Englandi væri vel skipulögð.
Fé til hennar fengist einkum
Jón Torfason.
með frjálsum framiögum skák-
unnenda. Til þessa hefði ekki ver
ið haldið nema eitt alþjóðlegt
skákmót þar á ári, sem væri
Hastingsmótið, en nú væri ætlun
in að bæta öðru við.
— Reykjavik er mjög viðfelld-
in borg, sagði Keene ennfrem-
ur, — en býsna ólík London, það-
an sem ég kem. Mér finnst fóik
hér opnara en heima og mér
fellur það vel i geð.
Keene var að iokum spurður,
hvað honum fyndist um skipu-
lagningu Reykjavíkurmótsins og
svaraði þá: — Hún er mjög góð
og aðbúnaður hér einhver sá
bezti, sem ég hef búið við á
nokkru skákmóti. Þá er Glæsi-
bær einhver bezti mótsstaður,
sem ég hef tefit í.
★
— Skipuiagning þessa skák-
móts er ekki siðri því, sem ég á
að venjast í heimalandi minu,
Sovétrikjunum, sagði Leonid
Stein, þegar hann var spurður
álits. — Eini munurinn er kanns'ki
sá, að skáikmót í Sovétníkjunum
eru sterkari, enda eru skákmót
af þvi tagi, sem hér er haldið,
gjaman mjög sterk i heimaiandi
mínu. Skákáhugi hér virðist vera
TOikill og almennur, ef marka má
þann áhorfendafjölda, sem kem-
ur á hverju kvöldi til þess að
fylgjast æeð mótinu. Þá hef ég
einnig teflt fjöltetfli hér og kom-
izt að raun um, að styrkleiki þétt
takenda var þar umtalsverður.
Kvaðst Stein hafa haft ánægju af
fjöiteflinu.
Stein sagðist vera. undrandi
sem aðrir yfir þvi, hve það hefði
Vlastimil Hort.
dregizt á ianginn að ákveða
keppnisstað fyrir heimsmeistara
einvígið, en hann taldi, að einu
aðilamir, sem gætu leyst þann
vanda, væru Spassky og Fisdheir
sjálfir.
Stein sagði, að það, sem hefði
k»mið sér mest á óvart hér, væri
veðrið. Það hefði verið hlýtt og
fallegt, eins og að vori, þegar
hann kom hángað. En það væri
þó ekki einhldtt, því að undan-
fama daga hefði það verið allt
armað en skemmtilegt. Hins veg-
ar væri það miður að geta eflrki
séð aiit ísland, en vera bundinn
við Reylkjavíik. Við því væri þó
ekkert að gera, þvd að hann
þyrfti að snúa heim stirax að mót
inu loknu.
Af öðrum íþróttum sagði Stein,
að sér þætti gjarnan gaman að
synda, en því miður hefði hann
verið slæmur af kvefi og þvd elkltí
getað notíært sér það að fara í
sundlaugarnar héir.
Stein var að lokum spurður að
því, hvort hann væri féiagi i
kommúnistaflokknum og svaraði
hann þvi játandi. Þá var hann
spurður að þvi, hvort góð tengsl
væru milli fiokksins og skáksam-
bandsins og svaraði hann þá:
---- Það þarf alls ekki að fara
saman, að sérhver góður skák-
meistari i Sovétrikjunum sé fé-
lagi í flokknum. En skákhreyfing
in fær aðstoð frá rilkinu við að
skipuleggja skákmót og skákiíi-
ið í landinu yfirleitt.
Leonid Stein kvaðst viija i-
treka þakkir sinar til þeirra,
sem stæðu að Reykjavíkurskák-
mótínu fyrir að hafa verið boðið
tii þátttöku i þvd.
★
— Ég er bœrilega ánægður
með frammistöðu mína, sagði
Jón Toríason, þegar Morgunbiað
ið spurði hann álits. — Það þarf
ekki að sþá um sigurvegarann
annairs, það verður Hort. Hann
á það ldka skiiið með tafi-
menmsku sinni.
Af erlendiu skákmönnunum hef
ur Hollendingurinn Timman kom>
ið mér mest á óvart. Hann var
liika tiltölulega óþekktur hér fyr-
ir þetta mót.
Ég er mjög ánægður með
skipulagningiu og framkvæmd
mótsins. Ég tel, að hún geti
naumast hafa betri verið. Það
er ágætt að tefla i Giæsibæ, en
mér skilst, að aðstaða áhorfenda
sé tæpiega eins góð. Að minnsta
kosti hef ég heyrt það frá fólltí
og finnst það sjálfum.
Þetta er sennilega sterkasta
skáikmótið, sem ég hef tekið þátt
í, en ég held ekki, að það sé það
erfiðasta. Það hefur verið tiitöflu-
lega litið atf biðskákum í þessu
móti.
Af skákum minum er ég hvað
óánægðastur með skákina við
Timman, en ég tefldi illa á móti
Stein og Georghiu.
Ég vil að iokum vekja athygJi
á þeirri miklu vinnu, sem iögð
hefur verið í framkvæmd og
stjóm þessa móts og þeir eiga
þakkir skildar, sem þar hafa lagt
bönd á plóginn.