Morgunblaðið - 25.02.1972, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐTÐ, FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1972
21
- Deilurnar á Irlandi
Framhald af bls. 17.
sem nú segist stefna að sósial
istisku þjóðskipulagi í ír-
landi — í einhverri mynd —
nær allt frá hægri sinnuðum
jafnaðarmönnum til gall-
harðra stalínista, sem s'tað-
hæfa, að kommúnisma hafi
hvergi verið fylgt eftir i
framkvæmd nema á stjórnar-
árum Stalíns í Sovétrdkjun-
um en telja jafnframt, að slík
ur kommúnismi sé ákjósanleg
asta þjóðfélagsformið. Athygl
isvert er, að því róttækari,
sem armar sósialistísku hreyf
ingarinnar eru, þeim mun fús
ari eru þeir til að gangast
inn á málamiðfun, er byggist
á áframhaldandi skiptingu lr
lands og viðhaldi heimaþings
ins á Norðup-írlandi, að þvi
tiiskildu, að á því séu gerðar
ýmsar umbætur í átt til auk-
ins lýðræðis og athafnafrels-
is fyrir stjórnmálaflokkana í
landinu. En þeir draga enga
dul á, að hið endanlega mark
mið sé sameining landsins og
sósiaiistískt eða kommúnískt
þjóðskipulag, sem sérstak-
lega sé miðað við írskar að-
stæður. Mun fjallað nánar
um þessar hreyfingar í
næstu greinum svo og skipan
stjómar og heimaþings N-lr
lands, kröfur minnihlutans
fyrr og nú og afstöðu stjórn-
arflokksints og annarra
flokka mótmælenda til
þeirra.
Grösugt land
- Geðfelld þjóð
Norður-lrland er gósen-
land, grösúgt og frjósamt yf-
ir að líta, jafnvel um miðjan
vetur — sígrænir runnar og
skógabelti, afmörkuð ræktar-
lönd, fornlegar byggingar og
rústir — og rauð og falleg
múrsteinshús, gleðja augu að
komumannsins. Hlýja og glað
lyndi einkenna tilgerðariausa
framkomu fólksins.
En þjóðin er sundruð.
Spyrji maður viðmælanda
sinn hverrar þjóðar hann
telja sig var, getiuir svarið
verið á fjóra vegu. Einn seg-
ist vera ,,íri“, annar „Eng-
lendingur“, sá þriðji „Norður-
lri“ og sá fjórði „Ulstermað-
ur“ — sem er raunar það
sama og vera Norður-lri.
Aldergrove flugvöllur ligg-
ur skammt frá stærsta stöðu-
vatni Rretlandseyja, Lough
Neagh, um það bil 25 kiló-
metra frá Belfast. Fyrir ut-
an fl'ugstöðvarbygginguna
beið áætlunarbiil tilbúinn til
brottferðar og þar voru Mka
fyrstu merki þess, að ekki
væri allt með felidu á þessum
slóðum, tvær herbifreiðar og
hópur vopnaðra hermanna,
er stóð álengdar og fylgdist
með farþegunum, sem fóru
upp í bifreiðina. Síðan óku
herbíiarnir á undan okkur
alla leið inn i Belfast.
1 borginni sjálfri var vist
brezka hersins fljótt á litið
ekki eins áberandi og ég
hafði búizt við. Öðru hverju
mátti sjá hermenn ganga um
götur, tvo og tvo saman, eða
herbifreiðar aka framhjá,
einnig tvær og tvær saman.
En þegar ég fór að skoða mig
betur um í borginni varð mér
ljóst hve mjög hún er á valdi
hersins. Varðstöðvar eru víða
en þær eru yfinleitt þaktar
netum og einhvers konar
brúnum strimlum, sem I fjar
lægð líkjast helzt haustlauf-
um. Ýrnsu öðru er hrúgað að
þessum stöðvum til þess að
minna beri á hermönnunum.
Þannig eru þeir ekki eins
gott skotmark en sjá sjálfir
allt, sem fram fer umhverf-
is þá. Fyrir framan varð-
stöðvarnar hafa verið settir
hryggir í göturnar. Neyðast
ökumenn til þess að aka mjög
hægt og rólega yfir þá til
þess að eyðileggja ekki bíla
sina og þá gefst hermönnum
gott tækifæri til að kanna
hverjir þar eru á ferð. Þessi
ráðstöfun hefur tekið fyrir
þá baráttuaðferð irska lýð-
veldishersins að láta menn
sína aka með ofsahraða fram
hjá varðstöðvunum og hievpa
af vélbyssum á hermennina í
leiðinni. Framan af átökunum
féllu allmargir hermenn með
þeim hæitti.
Bjóða
hermönnum
brimsalt te
Víða mátti sjá búkka og
gaddavírshrúgur og var mér
tjáð að herinn gæti á örfá-
um mínútum lokað af til-
tekiin hverfi, etf til átaka eða
óeirða kæmi, og var viðbún-
aður langmesur við kaþ-
ólsku hverfin við og út frá
Falls Road. Mér sögðu einnig
kunnugir, að herinn ger-
þekkti nú orðið borgina og
íbúa hennar og hefði ná-
kvæmar upplýsingar um það,
hverjir byggju í hverri húsa
samstæðu og hvað væri lik-
legt, að þeir aðhefðust. Ég
spurði lögreglumann nokk-
urn, hvort hann sæi þess
merki, að þetta færi í taug-
arnar á borgarbúum og svar
aði hann því til, að það ergði
andstæðinga hersins og
stjórnarinnar en aðrir létu
sér það lynda og teldu jafn-
vel í bví töluvert öryggi. Og
víst var, að lítið þurfi út af
að bregða til þess að hersveit
kæmi á vettvang. Algengt
var að sjá hermenn með vél-
byssur sinar mundaðar, þeir
virtust viðbúnir árásum
hvenær sem var. Ýmis ráð
var mér sagt, að íbúar kaþ-
ólsku hverfanna notuðu til
þess að sýna hermönnum
andúð sina — var tekið sem
dæmi að húsimóðir ein hefði
boðið hermönnuim tesopa, þar
sem þeir stóðu vörð hjá heim
ili hennar — en þegar þeir
ætluðu að drekka teið, var
það brimsalt.
Hvarvetna ber Belfast
merki sprenginga IRA og eru
þær nú orðnar svo snar og
langvarandi þáttur í daglegu
lífi, að menn virðast hættir
að kippa sér upp við þær. Þó
hafa þær haft þau áhrif, að
draga mjög úr öllu samkvæm
islifi í borginni. Áhorfendur
á fótboltaleikjum á laugar-
dögum eru aðeins brot af
þeim mannfjöida, sem sækir
þá undir eðlilegum kringum-
stæðum. Lestirnar, sem áður
fyrr komu troðtfullar frá ná-
grannabæjunum fyrir og um
hverja helgi, eru nú nánast
galtómar. Gistihús standa auð
og viðskipti veitingahúsa eru
sáralátil. En þeir, sem verða
að stunda vinnu sína i borg-
inni, hafa tekið þá afstöðu,
að vona það bezta en búast
við hinu versta.
Við eina spreng'iniguna sneri
sér að mér kona nokkur —
yppti öxlum og sagði: „Hvar
skyldi þetta nú hafa verið.“
Þó liggur uggur í lofti.
Maðúr gengur um göturnar
og allir virðast eðttilegir og
brosandi en vita þó, að hve-
nær sem er getur sprengja
sprungið við hlið þeirra.
Einn daginn lenti ung stúlka
tvivegis í sprengingum. I
fyrra sinnið varð sprenging í
skrifstofu við hliðina á verzl
un, þar sem hún vann og rúð
ur allar brotnuðu, í síðara
skiptið sprakk bifreið, er
hún var nýgengin framhjá
henni. Hún bættist sem
vænta má, í hóp þeirra fjöl-
mörgu, sem fluttir hafa verið
á sjúkrahús með alvarleg
taugaáföll.
1 hverri götu í miðborg-
inni, að heita má, erú nokkr-
ar verzlanir með krossviðar-
plötur eða trétexplötur í stað-
inn fyrir rúður, sem brotnað
hafa í sprengingum. Víða eru
auð svæði milli húsa, ný-
hreinsuð af rústum upp-
sprengdra bygginga — eða
rústirnar ennþá uppistand-
andi. í húsum sem hafa
skemmzt í sprengingu en
ekki hrunið brjóta hermenn
alllar rúður og taka burt hurð-
ir til þess að koma i veg fyr-
ir, að leyniskyttur hafi þar
skjói.
Eins gott
að hlýða
Mér var tjáð, að ölkrám
hefði fækkað um nær eitt
hundrað á síðustu þremur ár-
um, þær hefðu allar verið
sprengdar upp. Enn er þó
ólöskuð „Krúnan“, gömul
og skemmtileg krá, sem var
m.a. vettvangur kvikmyndar-
innar „Odd Man Out“, sem
margir af miðaildra kynslóð-
inni muna eflaust eftir. Mynd
þessa gerði Carol Reed árið
1947 og varð frægur fyrir.
Hún fjallaði um síðustu
stundir í lífi lýðveldisher-
manns •—IRA manns, sem var
á flótta undan yfir.völdunum.
Meðal leikara voru, auk Jam
es Masons, sem lék aðalhlut-
verkið, margir kunnir leikar-
ar frá Abbey leikhúsinu í
Dublin.
Sums staðar láta „byssu-
mennirnir" (en svo eru hryðju
verkamenn gjarnan kallaðir,
hvaða fylkingu sem þeir til-
heyra) — sér nægja að skipa
viðstöddum að leggjast niður
og hirða síðan peingana úr
kassanum. Þannig hafa þeir
meðal annars farið að einum
þrisvar sinnum í pressu-
kránni hjá MeGlade og haft
á brott með sér hundruð steri
ingspunda i hvert sinn. Var
ég eindregið vöruð við þvi að
streitast gegn því að fleygja
mér i góltfið ef slikir gestir
kæmu í heimsókn, meðan ég
hefði þar viðdvöl — og betra
væri að halda nefinu fast
niður við gólf, - því að þeir
hikuðu ekki við að senda
kúlu í hausinn á þeim, sem
ekki hlýddu skipunum um
svifalaust. Mér varð iitið á
gólfið og sá, að nú gæti lík-
lega lo'ksins komið sér vel að
vera ekki of pjöttuð.
Við gistihúsið Belfast Evr-
ópa höfðu verið setfar upp
grindur til að tefja för að-
komumanna. Farið var með
málmleitartæki yfir farangur
þeirra og leitað i fórum sér-
hvers manns, sem inn i hótel-
ið vildi komast, einnig gesta,
sem verðirnir þekktu orð-
ið vel og tortryggðu á eng-
an hátt. Það brást aldrei, að
þeir viðhefðu ýtrustu varúð,
þegar þeir opnuðu myndavél
ina mína. Þessar varúðarráð-
stafanir voru ekki tilefnis-
lausar, því þegar höfðu ver-
ið gerðar þarna þrjár
sprengjutilraunir.
Belfast Evrópa er alveg
nýtt gistihús og höfðu verið
við það bundnar miklar von-
ir um aukinn ferðamanna
straum, -— en meðan ástandið
er ekki betra eru gestir þess
nær eingöngu blaðamenn víðs
vegar að úr heiminum.
1 verzlunum voru einnig
viða dyraverðir, sem leituðu í
handtöskum og jafnvel i vös-
um viðskiptavina. Margar
verzlanir voru lokaðar, ann-
að hvort með öryggiskeðj'um
eingöngu eða harðlæstar, —
en skilti á hurðinni, þar sem
á stóð „Bankið ef þér þurfið
afgreiðsiu."
Um úthlutun
listamannalauna
ÚTHLUTUN listamannalauna
hefur löngum valdið deilum. Um
árabil stóð styrinn svo til ein-
göngu um rithöfunda þá, sem
eru á snærum pólitisku flokk-
anna, hvorum bæri stærri hluti
af kökunni, vinstri eða hægri
mönnum. Almennt er bókastagl
Islendinga fremur tryggð við
hefðina en lifrænn áhugi, Mynd-
iistanmenn, sem síður eru
bendlaðir við fflokkapólitíkina í
iaodinu, en gera þeim mun meiri
kröfur til listræns mats, koma
mtiii minna við sögu. Mikið
fjaðra fok hefur ekki orðið út af
vönduðum listamönnum, sést
þar bezt hvemiig sjálf listin er
sniðgengin. Hin síðari ár hefur
umræðan æ meir hneigzt í þá
átt, að sjálft listamannalauna-
kerfið hafi verið gagnrýnt. Þar
hefur að vísu verið stigið hænu-
fet í framfaraátt, en því fylgir
óneitanlega sú hætta, að nefnd-
armenn fái afsökun upp í hend-
umar og geti sagt sem svo, að
alit sé þetta nú kerfisins 'sök, en
þeir sjáltfir löglega afsakaðir.
Vissulega er þetta ekki þannig.
Að ráðast á kerfið ein'VÖrðungu,
er að gera það viðsikila við hinn
mannlega þátt. Ekkert kerfi er
nógu gott fyrir fáfróða menn,
sem láta stjórnast af fflokkspóli-
tisbum og kunninigsskaparsjón-
armiðum. Fólksfæðin á íslandi
er ekki næg afsöfcun fyrir slíkri
hegðun. Ekki verður annað séð,
en hið opinbera megi sízt af öllu
setja sig í dómarasæti gagnvart
listsköpun, þegar úrs'burður þess
reynist æ ofan i æ fánýtur og
óráðvandur, meintur styrkur
þess snýst þá upp í beina móðg-
un, ekki aðeins við listina, heldur
einnig við almenna réttlætis-
kennd. Hlutverk svokallaóra á-
bendingarmanna er meira á
huldu en nefndarmanna sjálfra.
Margt bendir samt ti'l þess, að
þeir láti einnig kunningsskapar-
sjónarmið ganga fyrir listrænu
mati. Hvers vegna koma þeir
ekki fram opinberlega og gera
grein fyrir afstöðu sinni eins og
sumir nefndarmenn hafa gert?
Hvað myndlistinni viðkemur eru
línurnar skýrar. Hún er ung
listgrein á Islandi, rétt um 100
ára. Hennl hefur vaxið ásmegin
frá kynslóð til kynslóðar. Frá
þrengimgum i upphafi til frum-
stæðs hetjutímabils Þingvalla-
mosa og trillubátasjámanna, til
abstrakt trúarbragða, tímabils
staðlaðrar tjáningar en miikillar
þátttöku, tiil nútimans: blóma-
skeiðs persónulegrar tjáningar.
En samitökin um að hetfta
framgang hennar eru víðtækari
en ai'ian almenning grunar.
SÚM, Vatnsstíg 3 b.
jA næstunní ferma skip voij
^til Islands, sem hér stgir: j
^ANTWERPEN:
Skógafoss 1. marz
Reykjafoss 9. marz
Skógafoss 20. marz
•'ROTTERDAM: j
Skógafoss 29. febrúar !
Reykjafoss 8. marz !
Skógafoss 17. marz j
jFELIXSTOWE
Dettifoss 29. febrúar
Mánafoss 7. marz
Dettifoss 14. marz
Mánafoss 21. marz
‘HAMBORG:
Dettifoss 2. marz
Mánafoss 9. marz
Dettifoss 16. marz
Mánafoss 23. marz
yWESTON POINT:
Askja 8. marz
Askja 22. marz
'NORFOLK:
Brúarfoss 8 marz
Selfoss 24. marz
Goðafoss 4, apríl
ÍHALIFAX:
Brúarfoss 15. marz
JjKAUPMANMAHÖFN:
Gullfoss 26. febrúar
Tungufoss 2. marz
Bakkafoss 9. marz*
Guflfoss 10. marz
Irafoss 15. marz
Tungufoss 21. marz
iHELSINGBORG
Bakkafoss 6. marz *
irafoss 16. marz
'GAUTABORG
Tungufoss 1. marz
Bakkafoss 8. marz*
irafoss 14 marz
Tungufoss 20. marz
’TRONDHEIM:
Múlafoss 28. febrúar
'KRISTIANSAND:
Mánafoss 26. febrúar
Bakkafoss 11. marz *
Tungufoss 22 marz
íGDYNIA:
Lagarfoss 10. marz
Hofsjökull 15. marz
Fjallifoss 23. marz
'KOTKA:
Lagarfoss 7. marz
Fjallfoss 20. marz
PVENTSPILS:
Lagarfoss 12. marz
* Skip, sem ekki eru merktá
fmeð stjörnu, losa aðeins
► Rvík.
Skipið lestar á allar aðal-j
Jhafnir, þ. e. Reykjavik, Hatn-j
farfjörð, Keflavik, Vest-
>mannaeyjar, isafjörð, Akur-^
jeyri, Húsavik og Reyðarfj.^
.Upplýsingar um ferðir skip-
anna eru lesnar i sjálfvirkums
(símsvara, 22070, allan sólar-®
1 hringinn.
Klippið auglýsinguna út
og geymið.
'týVtVjVjVjVjVj'IjVjVjVj'li
LESIÐ
—3§gs
jlhrannlitn^ij,
DHGLECR