Morgunblaðið - 02.03.1972, Síða 7

Morgunblaðið - 02.03.1972, Síða 7
MORGUNBLAÐJÐ, FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1972 7 6db ö'í DAGBÓK BARWWA.. BANGSIMON og vinir hans Það var lítið gagn að því fyrir Bangsímon að vita það, því Kaninka átti þann aragrúa af vinum og ættingjum, af öllum stærð- um og gerðum, að hann vissi ekki, hvort hann mætti búast við að sjá Billa uppi í eikartré eða ofan í sóley. „Ég hef ekki séð neinn í dag,“ sagði Bangsímon. „Að minnsta kosti hef ég ekki sagt: Góðan daginn, Billi, við hann. Þarftu að nota hann?“ „Ég þarf ekki að nota hann,“ sagði Kaninka, „en það er betra að vita, hvar vinir manns og ættingjar eru niður komnir, hvort sem ætlunin er að nota þá eða ekki.“ „Svoleiðis," sagði Bang- símon. „Er hann týndur?“ „Ég veit það ekki,“ sagði Kaninka. „Hann hefur ekki sézt lengi svo ég býst við, að hann hafi týnzt,“ hélt hún áfram. „Ég lofaði að skipuleggja leit að hon- um, svo þú skalt koma með.“ Bangsímon kvaddi krukk urnar sínar með söknuði og vonaði að þær væru fimmtán, og svo lagði hann af stað út í skóginn með Kaninku. „Þetta,“ sagði Kaninka, „er leit, og ég hef skipu- lagt hana.“ „Iiefurðu hvað?“ spurði Bangsímon. „Skipulagt hana. Það er gert, þegar á að leita að einhverju til þess að allir leiti ekki upp aftur og aft- ur á sama stað. Þess vegna ætla ég að biðja þig, Bang- símon, að leita fyrst við Grenitrén sex og halda svo áfram í áttina að húsi Uglunnar og vita, hvort þú sérð mig ekki þar. Skil- urðu mig?“ „Nei, ekki alveg,“ sagði Bangsímon. „Hvað . . .?“ „Ég hitti þig þá við hús Uglunnar eftir klukku- tíma." „Er Grislingurinn líka skipulagður?“ „Við erum það öll,“ sagði Kaninka og hvarf. Um leið og Kaninka var horfin, mundi Bangsímon eftir því, að hann hafði gleymt að spyrja, hver Billi væri, og hvort hann væri einn af þeim vinum og ættingjum Kaninku sem settust á nefið á manni, eða einn af þeim, sem hætt var við að'mað- ur stigi ofan á af misgán- ingi. En þar sem nú var orðið of seint að spyrja að þessu, ákvað hann að byrja leitina með því að finna Grislinginn og spyrja hann, að hverju þeir væru að leita, áður en þeir byrj- uðu að leita. „Og ekki er við því að búast að Grislingurinn sé við Grenitrén-sex, því hann hefur verið „skipu- lagður“ einhvers staðar annars staðar. Og mér þætti gaman að vita, hvar það ætti helzt að vera.“ Til þess að muna þetta bet- ur skrifaði hann þetta á bak við eyrað: HVERNIG Á AÐ LEITA í RÉTTRI RÖÐ: 1. Einhver staður (til að finna Grislinginn). 2. Grislingurinn (til að fá að vita, hvar Billi er). 3. Billi (til að finna Billa). 4. Kaninka (til að segja henni að ég hafi fundið Billa). 5. Billi aftur (til að segja honum að ég hafi fund- ið Kaninku). Næstu augnablik fannst Bangsímon dagurinn ætla að verða alveg óbærileg- ur, því hann gætti þess svo vel að líta ekki niður fyrir fætur sér, að hann steig niður fætinum þar FRflMttHLBS SflGfl BflRNflNNfl FERDINAND Finnboga saga ramma — Teikningar eftir Ragnar Lár. 27. Bóndi kannaðist við Ásbjörn, föður Finnboga, því að hann var af Hálogalandi ættaður. Voru Finnboga fengin þurr klæði. Um morguninn gengu þeir til sjávar, og var þá rekinn á land mestur hlutur þess er á skipinu var. Var Finnbogi þar um veturinn í góðu haldi. 28. Þann vetur gekk björn þar og drap niður fé manna. Bárður stefnir þing og leggur fé til höf- uðs birninum. Gerist björninn illur viðureignar og drepur bæði menn og fé. Eitt kvöld talar Bárður við sína menn, að þeir skyldu búast mót birninum að morgni. BRQTAMÁLMUR Ka'upi allan brotamálm ha&sta verði, staðgreiðsla. Nóatún 27, snr»i 2-58-91. HÁSETA VANTAR á góðan 70 lesta netabét, sem er að heifja netaveiðar. Upplýsingar í síma 92-7053. Karl Njálsson. TtL SÖLU Votvo Arrozon '65. Sjál'fskiptur og góður bíll. Uppl. í síma 81279. HÁLFDAGSVINNA ÖSKAST Umg stúl'ka með starfsreynslu í skrifstofu óskar eftir hólf- dagsvinnu (fynri hluta dags.) Þeir, er vilija sinna þessu, leggi uppi. inm í afgr. Mibl. merktar 1922. HEITUR OG KALDUR MATUR Smurt brauð, brauðtertur, leiga á dúkum, diskum, hnifa- pörum, glösum og flestu sem tifheyrir veizluhöldum. Veizlustöð Kópavogs simi 41616. KEFLAVÍK Óska eftir 3ja—4ra h'erb. íbúð í Keflavik eða nágrenni sem fyrst. Uppl. gefur WilJS- am Scottow CTRI. Slmi 8442 eða 4143, Keflavíkur- flugvelli. FYRRVERANDI óreglumaður óskar eftir góðu starfi. Hefur sérstakan áhuga á sölustarfi eða öðru. Margt annað kaemi þó ti'l gr. Er á bezta aldri. Tilboð, merkt Bjartsýni 1921, sendist afgr. Mbl. PLASTEINANGRUN GLERULL BYGG ING^gUR KÓPAVOGI Sími: 40990 lil sýnis og sölu í dag Bronco '69, 8 strokka Fond Fairlane '66, 2ja dyra Opel Commandoire '70, nýinnfl. Taunus 17 M '66 Austin Mini '64 Volikswagen '64 Volkswagen '62 Volkswagen '60 Nýinnfluttir vörubílar: Mercedes-Benz 1113 '66 Mercedes-Benz 1413 '66, drif é öllum M-Benz 1418 66, sturtúleus Mercedes-Benz 1418 '66, skífu- bíll með sturtu M-Benz 2322 '66, sturtulau'S Bedford '64. BlLA-, BÁTA- og VERÐBRÉFA- SALAN við Miklatorg. simar 18677 — 18675.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.