Morgunblaðið - 02.03.1972, Qupperneq 10
10
MOR.GUNBLA ÐCÐ, FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1972
Nákvæmari flugleið-
saga nauðsyn næstu ár
Spjallað við Leif Magnússon, sem
flytur fyrirlestur um OMEGA
radiostaðsetningarkerfi í kvöid
LEIFUR Magnússon, fra.mkv.stj.
Flug-öryggisþjónustunnar, flytur
fyrirlestnr um OMEGAradio-
staSsetningarkerfi, á vegum Flug
mátafélags íslands kl. 20,30 i
kvöld, i Kristalssal Hótel Loft-
leiða. Morgunblaðið hafði sam-
band við Leif og bað hann að
skýra í stuttu máli frá þessum
fyrirlestri sinum.
— Flugmálafélagið gengst fyr-
ir þessu til að kynna nýjan tækja
búnað til staðarákvarðana. Það
er ekki verið að mæla með neiin
um tækjum umfram önnur, held
ur er þetta aðeins fræðileg kynn
inig og hún er ekki bundin við
OMEGA tækin ein, eins og sjá
má á þvi að i janúar sl. hélt dr.
Þorgeir Pálsson, flugverkfræðing
ur, sams konar kynningarfyrir-
lestur um tregðuleiðsögutæki —
(Inertial Navigation System).
— Ég sótti fund 1 Washington
í nóvember si., þar sem rætt var
um OMEGA kerfið, raun.ar voru
ftuttir þar 33 fyrirlestrar um ým
islag tæknileg og rekstrarleg at-
riði þess svo það er af nógu að
fcaka. Þróunarsaga þess er i
stuttu máli á þá leið að 1958 byrj
aði bandaríski sjóherinn að gera
tilraunir með það, en hugmyndin
er þó eldri. Það var prófessor
Leifur Magfnússon
(Ljósm. Mbl. Sv.
Þ.).
Pierce við Harward háskóla sem
á mestan heiðurinn af fullkomn
un OMEGA en hann er líka einn
af feðrum LORAN (Long Range
Navigation by Radio) kerfisins.
— Eitt af þvi fyrsta sem vekur
athygli við OMEGA er grlðarleg
langdrægni þess. Það þarf aðeins
átta stöðvar til að spanna allan
heiminn, en til samanburðar má
geta þess að þær 30 LORAN
stöðvar sem eru i notkun í heim
inum, ná ekki nema til um 4%
af yfirborði jarðar.
— Er OMEGA kerfið þá i fullri
notkun nú þegar?
— Nei, opinberlega er það enn
á tilraunastigi, en það hefur ver-
ið notað í reynd i mörg ár.
Bandaríski sjóherinn hóf tilraun-
ir með kerfið 1958 og stöðvamar
fjórar, sem nú eru til hafa verið
starfræktar um árabil. Mjög um-
fangsmiklar tilraunir hafa farið
fram á undanfömum árum til að
þaulprófa alla þætti kerfisins, og
það er óhætt að fullyrða, að ekk-
ert radiostaðsetningar'kerfi hef-
ur hefur verið jafn vel prófað
áður en ákvörðun var tekin um
endanlega uppbyggingu.
— Það er gert ráð fyrir að kerf
ið verði tilbúið til alheimsnotk-
unar árið 1974, en það verður
hægt að hafa fullt gagn af þvl á
íslands-leiðum í nóvember á
næsta ári.
— Hvaða kosti hefur OMEGA
fram yfir önnur radiostaðsetn-
ingarkerfi?
— Ég vil nú helzt ekki fara út
í neinn samanburð en það er aug
ljós kostur að geta notað það
hvar sem er i heiminum, með
aðeins átta stöðvum. Kerfið er
óháð truflunum, nákvæmt og
heildarkostnaður við það er liít-
ill. Fyrir þá sem kaupa tækin
fyrir áætlunarflugvélar er það
lika sjálfsagt töluvert atriði, að
þau kosta ekki nema um þriðj-
ung af þvi sem tregðuleiðsögu-
tæki kosta.
— Það er almennt talað um að
nákvæmni OMEGA-kerfisins sé
1 sjómlla að degi til og tvær að
nóttu og sú skekkja er óháð tíma
og vegalengd. Hvað tregðuleið-
sögutæki snertir er talið að í
flugvél aukÍ3t skekkjan um eina
sjómiiu á klukkustund, þannig að
eftir langflug getur hún orðið
6-8-10 sjómítur, eftir því hve
lengi er fiogið. Þetta er auðvitað
hægt að leiðrétta með aukastöðv
um, en það er lika hægt með
OMEGA-kerfinu og með „differ-
ential-OMEGA“, sem við getum
kallað leiðréttingarstöð, er hægt
að koma skekkjunni niður i 300
metra eða svo.
— Er þetta þá alveg gallalaus
gripur?
— Ekki er það nú svo gott
Helzti gatlinn er sá að það verð-
ur daglega sveifla í nákvæmni,
sem þarf að leiðrétta. En þessi
sveifla er vel þekkt, og leiðrétt-
ingartöflur eru fyrir hendi. í
dýrari viðtækjum, t.d. fyr-
ir áætlunarþotur eru þessar leið-
réttingar í minni tölvunnar sem
vinnur úr OMEGA-upplýsingun-
um, þannig að tölvan reiknar
með þeim og upplýsingarnar eru
alltaf réttar, en þær koma fram
sem tölur á stjómtæki kerfisins.
— Nú virðist vélunum okkar
ganga ágætlega að rata yfir haf-
ið, hvaða bót er að þessu fram
yfir núverandi tækni?
— Flugumferð, fram og aftur
yfir Atlantshafið er orðin svo
mikil að það þarf innan skamms
aðskilnað flugtvéia. Hliðarað-
skilnaðurinn er núna 120 sjómll-
ur, og aukin umferð gerir að
verkum að erfiðara er að koma
flugvélunum fyrir á þeim leið-
um, sem þær vilja fljúga. Það
verður að breiða úr umferðinni
yfir stærra svæði, og það þýðir
i mörgum tilvikum mun lervgri
flugleið. Með nákvæmari tækj-
um, er hægt að hafa vélarnar
þéttar saman. Þar að auki er allt
af visst öryggi i sem nákvæm-
astri staðarákvörðun.
— Geta skip og bátar haft
gagn af þessu?
— Já, mikil ósköp. OMEGA
var í upphafi einkum ætlað fyr-
ir henskip. Fyrir skipstjóra sem
eru i langsiglingum, er ekki um
annað að ræða en draga fram
sextantinn, þegar hann er kom-
inn út fyrir svið þeirra staðar-
ákvörðunarkerfa, sem til eru í
dag. Með OMEGA-kerfi væri
sama hvert hann sigldi, hann
væri alltaf í sambandi. Ódýrustu
OMEGA-viðtækin kosta i daig
ekki nema um 4000 dollara, og
það má búast við mikilli verð-
lækkun þegar fjöldaframleiðsla
hefst, þannig að verðið ætti
ekki að vera ofviða islenzkum.
fiskibátaeigendurn.
— Hafa íslenzkir aðilar sýnt
þessum kerfum áhuga?
— Vissulega. Bæði Landhelgifl-
gæzlan og Hafrannsóknastofn-
unin eru með OMEGA viðtæki
til reynslu, og Loftleiðir eru
þessa dagana að prófa tregðu-
leiðsögukerfi, þannig að það er
engin hætta á að við fylgjumst
ekki með timanum.
Óli Tynes.
Sjálfvirkt OMEGA-viðtæki fyrir flugvélar. Efst er viðtæki/tölva, litla tækið hægra
hana er fortnagnari. Neðst til hægri er loftnetsspóla og neðst til vinstri stjórntækið.
megin við
Jóhann Möller:
Feluleikurinn með
Kef lav íkur s j ón varpið
Tilefni þessarar greinar eru
fregnir þær, sem nú berast, um
væntanlegar og endurteknar að
gerðir yfirvalda, þ.e.a.s. útvarps
ráðs, til að hindra í annað sinn
afnot sjónvarpsnotenda af sjón
varpi vamarliðsins í Keflavík,
við hlið þess íslenzka.
— Það skal strax tekið fram
að efni greinarinnar er byggt á
þeirri grundvallarskoðun, að út-
varpsráð og önnur yfirvöld, sem
fara með s; ánvarpsmál á Islandi
séu til orðin vegna sjónvarps-
notenda en ekki öfugt. Beri glík
um yfirvöldum því ávallt að
kappkosta að kynna sér sem
bezt vilja og óskir þeirra, sem
þau eru sett til að þjóna, það
er að segja í þessu tilviki sjón-
varpsnotenda. ----- Greinarhöf-
undur leyfir sér því að ætla að
áUar nauðsynlegar kannanir til
að tryggja sem bezta fram-
kvæmd þessa þjónustuhlutverks
hljóti að hafa verið gerðar, og
vill því í upphafi varpa fram tll
útvarpsráðs eftirfarandi spum-
ingum varðandi þetta málefni:
1. Hversu mörg sjónvarpstæki
eru skráð á þvi svæði hér
vestanlands, þar sem hægt er
að ná útsendmgu Keflavíkur-
stöðvarinnar?’
2. Hversu margir af eigendum
þessara tækja hafa lagt í þá
fyrirhöfn og þann kostnað,
að láta breyta tækjum >ín-
um og koma sér upp sérstök-
um loftnetsútbúnaði til að ná
útsendingu Keflavikursjón-
varpsins auk útsendingar
Reykjavlkurstöðvarinnar?
3. Hversu háan má áætla þann
kostnað, sem fylgir breytingu
hvers sjónvarpstækis ásamt
uppsetningu loftnetsbúnaðar
af framangreindri gerð?
4. Hver mundi þá verða áætlað-
ur núverandi heildarkostnað
ur sjónvarpsnotenda í þessu
efni?
5. Getur útvarpsráð fallizt á, að
hafi sjónvarpsnotandi lagt í
þennan kostnað og fyrirhöfn,
þá megi skoða siíkt sem
viljayfirlýsingu hans um
mögulei'ka til afnota Kefla
víkursjónvarpsins.
6. Getur útvarpsráð fallizt á, að
könnun verði látin fara fram
á vilja allra sjónvarpsnotenda
á sendisvæði Keflavíkur-
stöðvarinnar, — einnig
þeirra, sem ekki hafa breytt
tækjuim sínum>, svo fást megi
enn írekari staðfesting á
vilja sjónvarpsnotenda í
þessu málefni?
7. Telur útvarpsráð að fara
ætti að vilja meirihlutans í
þessu efni, hvernig sem hann
kynni að reynast?
Spurningar þessar til útvarps
ráðs skulu ekki hafðar fleiri að
sinni, en fari svo að ráðið telji
það ekki hlutverk sitt, heldur
einhvers annars, að svara þeim,
þá er ráðið beðið að nefna hvers
hlutverk það muni vera, og er
þá þessum spumingum hér með
komið á framfæri við þá stofn-
un, ráð eða nefnd, sem til yrði
vísað.
Skal nú vikið að þessiuim mál-
efnum á breiðari grundvelli.
UPPHAF SJÓNVARPS A
fSLANDI
Saga sjónvarpsstarfsemi hér á
landi er ekki löng, en sumir
þættir hennar verða að teljast
hinir fróðlegustu. Fyrstu kynni
almennings af sjónvarpi á ís-
landi urðu þau, að varnarliðið á
Keflavíkurflugvelli kom sér
upp lítiUi sjónvarpsstöð, sem
ætluð var til afþreyingar fyrir
varnarliðsmenn og fjölskyldur
þeirra. En fljótlega varð þess
vart að með notkun fullkomn-
asta fáanlegs loftnetsútbúnaðar,
mátti ná sæmilega nothæfri sjón
varpsmynd á tæki, utan varnar-
liðsstöðvarinnar. Leið ekki á
löngu, þar til loftnetsútbúnað-
ur af þessu tagi fór að sjást á
húsi og húsi á Faxaflóasvæðinu
og jafnvel einnig sunnanfjalls
allt til Vestmannaeyja. Innan
tíðar varð svo reyndin sú að
mestur hluti íbúðarhúsa á
þessu svæði skartaði með þess-
um dýra útbúnaði. — Er svo
enn i dag.
En þetta var fyrir daga ís-
lenzka sjónvarpsins, og eru ýms
ir þeirrar skoðunar að fátt -íafi
orðið meiri lyftistöng og hvatn-
ing tll dáða um stofnsetningu is-
lenzks sjónvarps en augljós
áih'Ugi almennings á þvi sjón-
varpi, sem til náðist frá varnar-
liðsstöðinni. Þess ber svo að
geta að á meðan sjónvarp
vamarliðsins var eitt um sjón-
varpsefni hér á landi, voru
margir þeirrar skoðunar að það
yrði að teljast óæskilegt að er-
lendur aðili hefði einn aðstöðu
til sjónvarps á Islandi, og bæri
því að flýta stofnsetningu ís-
lenzks sjónvarps sem mest. — Á
þetta sjónarmið geta vonandi
allir fallizt, enda hefiur þessum
óskum verið fullnægt af mikl-
um myndanskap með starfsemi
íslenzka sjónvarpsins, sem hef-
ur að flesfcu leyti reynzt með
ágætum. En þó virðist sú skoð-
un nokkuð almenn, að eftir að
rekstur íslenzka sjónvarpsins
hafði staðið um hríð og fól'k
fengið tækifæri til að átta sig á
efni stöðvarinnar, reyndist mun-
urinn á sjónvarpsefni stöðv-
anna tveggja minni en við hafði
verið búizt, og það svo, að ráðí
öfgasjónarmið ekki skoðunum
manna, verði nú vart fundtn
Fratnhald á bU. 23.