Morgunblaðið - 02.03.1972, Síða 11

Morgunblaðið - 02.03.1972, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1972 H * EHlert Schram: Sala mjólkurvara frjáls — að fullnægðum skilyrðum um sölu og meðferð Á FUNDI neðri deildar i gær kom til 1. umræðu frumvarp Ell- erts B. Schram o.fl.f sem er í því fólgið, að samsölustjórn sé skylt að heimila mjólkurvöru- verzlunum, sem um það sækja, sölu og dreifingu mjólkurvöru, enda sé þeim almennu skilyrðum fullnægt, sem samsölustjórn ákveður um aðbúnað, greiðslu- fyrirkomulag og meðferð mjólk- urvöru. Meðfiutningsnienn að til- lögunni eru Lárus Jónsson, Matt- hias Bjarnason og Ragnhildur Helgadótttir. Hannibal Valdimarsson lýsti yfir stuðningi sinum við frum- varpið. Ellert B. Schram (S) sagði, að reynslan hefði sýnt, að frjáls verzlun reyndist farsælust neyt- endum og þjóðarbúinu í heild. í þvi máli, sem hér væri til um- ræðu, liti dæmið hins vegar svo út, að almenn dagleg nauð- synjavara væri seld og henni dreift undir yfirstjórn hags- munasamtaka, sem ekki hefðu tekið tillit til þróunarinnar. Þingmaðurinn sagði, að lengi hefði verið deilt á þetta fyrir- komulag. — Ágreiningurinn stæði um það, hvort eða af hverju ekki mætti selja mjólkurvörur 1 verzlunum, sem væru reiðubún- ar til að bjóða fullkomnasta út- búnað og þjónustu við sölu vör- unnar, eða hvort áfram ætti að liðast í skjóii landslaga, að sam- sölustjórn gæti drottnað yfir eða jafnvel mismunað aðilum, og komið í veg fyrir þá auknu þjón ustu og það viðskiptalega jafn- rétti, sem farið væri fram á. Helztu rök fyrir umræddri bneytingu saigði þingmaðurinn vera, að bændur gætu losnað við óþarfa fjárfestingu, sem næmi tugum milljóna, ef horfið yrði frá því að reisa sérstakar mjólk- verzlanir. Neytendur ættu auð- veldara með að nálgast mjólkur- vörur, þegar þær væru seldar með öðrum matvörum, og aukn- ir möguleikar myndu skapast til heimsendingar mjólkur, en hvort tveggja gæti vafalaust leitt til aukinnar sölu og neyzlu mjólkurvara. Heildardreifingar- kostnaður á mjólk myndi að öll- um líkindum lækka, og væri þá höfð hliðsjón af þróun slikra mála i Danmörku. Eytt yrði því viðskiptalega misrétti, sem þró- azt hefði í skjóli núgildandi fyr- irkomulags og stjórnunar, og myndi það forða óþarfa tor- tryggni og árekstrum. Loks sagði þingmaðurinn, að það væri skoðua sin, að með framgangi þessa rnáls væri veiið að gæta jafnt haigsmuna fram- leiðenda og neytenda. Lagði hann áherzlu á, að samkvæmt frumvarpinu væri gert ráð fyrir að yfirstjóm sölu og dreifingar mjólkur yrði áfram í höndum samsölustjóma. Ágúst Þorvalðsson (F), sem sæti á i stjórn Mjólkursamsöl- unnar, sagði m.a., að engin vissa væri fyrir því, að við sölu á mjólkurbúðunum fengu framleið endur rétt verðgildi þeirra. Enn- fremur fylgdi slíkum ráðstöfun- um uppsögn fjölda starfsfóiks. Þá sagði Ágúst, að nú færi fram athugun á því hvort búðir, sem nú hefðu mjólkursöluleyfi, fullnægðu þeim skilyrðum, sem sett hefðu verið. Nú þegar væri búið að athuga 139 búðir, og af þeim fjölda væru 43 sem ekki fullnægðu settum skilyrðum. Benti hann á, að iiklega yrði erf itt að hafa svo gott eftirlit með mjólkursölu, ef meirihluti mat- vöruverzlana í borginni fengi m j ólkursöluleyf i. Þingmaðurinn sagði, að fyrir nokkru hefðu fulltrúar þeirra verzlana, sem nú hefðu mjólkur- söluleyfi, krafizt hærri sölu- launa, en þeim verið synjað. Gætu allir séð, hvernig það mál hefði staðið ef matvörukaup- menn hefðu mjólkursölu, og væru einir um hituna. Þá benti þingmaðurinn á að Mjólkursamsalan hefði alltaf reynt að sinna hagsmunum neyt- enda, m.a. með þvi að fylgjast vel með að nýjungum í tækni og að vanda pakkningu vörunnar. Gylfi Þ. Gíslason (A) sagði, að löggjöfin um framleiðsluráð landbúnaðarins væri meingölluð frá upphafi og brýn þörf á að taka hana til endurskoðunar. Þá gerði hann það að umtalsefni, að ýmsir stæðu i þeirri trú, að hækkun á land- búnaðarvörum nú kæmi öll inn í kaupgjaldið 1. júni n.k. Þetta væri mikill mis- skilningur. Hækkunin á landbúriaðarvörun- um nú svaraði til 2,14 vísitölu- stiga. Samkvæmt gi.dandi land- búnaðarlögum ættu neytend- ur ekki að fá 1,8 stig af þessari hækkun bætt, heldur yrðu þeir að bera þann hluta hækkunarinn ar bótalaust. Alþingismaðurinn gerði aíðan sámanburð á verðlagi .nú og 4. des. við undirskrift kjarasamn- inganna og tók sem dæmi, að þá kostaði 1 kg af súpukjöti 124.50 kr., nú 165.50 kr. Skyr kostaði þá 24.50 kr., nú 41 kr. Ostur, 45%, þá 142.50, nú 185.80 kr. Siðan sagði alþingismaður- inn: Þessar verðhækkanir hafa verið bættar með 1% kauphækk un og verða bættar með annarri 1% kauphækkun eftir þrjá mán- uði. Getur hver sagt sér sjálfur, hvort kjör launþega eru nú að versna eða batna. Ragnhildur Heigadóttir (S) sagði, að frumvarpið fjallaði um afnám á einkaaðstöðu Mjó’kur- samsölunnar á dreifingu mjólkur vara, sem væri með torskildari fyrirbærum i viðskiptalifinu, eins og nú væri komið, enda skorti talsvert á, að mjólkurdreif ingin hefði fylgt því lögmáli að gera neytendum til hæfis. Alþingismaðurinn gerði eink- um að umtalsefni, að með skipu lagi mjólkurdreifingarinnar kæmi fram algjört skilningsleysi á tima og fyrirhöfn húsmæðra. Dró hún upp mynd af þeim erfiðleikum, sem ung húsmóðir með fimm í heimili, ætti við að stríða í dagleg- um aðdrætti á nauðsynjum og þeim mikla tima sem það tæki hana að fara i og búa börn sin til slikra verzl- unarferða. Sagði hún, að ekki væri úr vegi, að gerð yrði á þvl rann- sókn, hve langan tíma það tæki húsmóðurina að fara i slíka leiðangra. Það gegndi furðu, hvernig húsmæðurnar hefðu lát- ið fara með tima sinn í þessu efni. Ragnhildur Helgadóttir taldi, að það væru mjög haldlitil rök, að starfsstúlkur i mjólkurbúðum misstu atvinnu siína þótt mjólk- urbúðimar legðust niður. Sin kynni af þeim væru slik, að eng- ar likur væru á, að þær ættu í erfiðleikum með að fá atvinnu annars staðar, svo góða þjálíun sem þær hefðu fengið. Að lokum sagði alþingismað- uirinm, að það hefði lengi verið óisk neytenda á íslandi að geta feingið mjólikina senda heim, en ekki komið til framkvæmda. Hins vegar hefðu ýmisir kaup- merm sent vörur heim og þanmig sýnt skilning á önnum húsmæðr- anraa. Sjóntanmið kaupmainina og neytenda hlyti að fara saman, ef vel.væri, og bezt væri komið til móts við neytendur með sam- þykkt frumvarpsins. Hannibal Valdimarsson lýstl yfir stuðningi við frumvarpið. Benti hanin á, að með fullkom)- imni kælingu og lokuðum umbúð um hefðu við- horfin breytzt og sagði að nú væri ekki nokk- ur ástæða til að amast við því, að mjólk væri seld í matvöru- verzluinum, ef skilyrðum um hollustuhætti og heilbrigðiskröfum um meðferðog sölu mjól'kurafurða væri full- nægt. Hann taldi, að óþarft væri að standa undir 40 til 50 mjólk- urbúðum við hliðinia á fultkomin- um matvörubúðum og sagði, að kostniaðurinn af þeim hvDdi á neytendum. Loks undirstrikaði ráðherra, að frumvarpið gengi ekki lengra en svo, að sarnsölu.stjómin gæti vel við unað. Ellert B. Schram lýsti ánægju sinni yfir undirtektum ráðherra og sagði jafnframt, að viðskipta- ráðherra hefði á fundi með Verzlunarráði gefið sanns konar yfirlýsingu. Þingmiaðurinn undirstrikaði, að með frumvarpinu ætti ekki að gefa mjólkursöluna frjálsa, held- ur yrðu viðkomandi verzlanir að fullnægja settum skilyrðum, sem saimsöluistjómiin setti. Hann lagði áherzlu á, að allur almenniinigur væri einróma þeirrar skoðunar, að þjómustuna yrði að bæta að þessu leyti. ^Bætt úr brýnni þórf. <zNýir salir fyrir stórarog smáar samkomuíi Höfum 10-150 manna sali fyrir ráðstefnur, fundi, árshátíðir, spilakvöld,jólatrésskemmtanir, þorrablót, veizlur, blaðamannafundi og fleira. Sjáum um veitingar, mat og drykk. Dansgólf - Bar. UPPLÝSINGAR f SÍMA 82200

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.