Morgunblaðið - 02.03.1972, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 02.03.1972, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1972 Indverskir hermenn frá Bangladesh 12. marz Indira Gandhi ítrekar tilboð um friðarsamninga við Pakistan Nýju Delhi, 1. marz. AP. TALSMAÐUR landvarnarráðu- neytis Indlands skýrði svo frá í dag, að allir indverskir hermenn yrðu koninir lieim frá Bangla- desh 12. mar/. n. k. eða 13 dög- um fyrr en upphaflega var áætl- að. Forsastisráðherrar landanna, Indira Gandhi og Mujibur Rah- man höfðu samið um, að her- mennimir yrðu allir farnir þann 25. marz. Að sögn talsmannsiins verður Mujibur viðstaddur hátíð- lega kveðjuathöfin i Dacca þegar síðustu hermennirnir fara. Nú eru sagðir í Bangladesh um 15.000 indverskir hermenn eða tíundi hluti þeirra manna, sem réðust gegn hersveitum Pak istans á sínum tima. Indira Gandhi ítrekaði i dag tilboð sitt frá 15. ágúst sl. um friðarsamning við Pakistan. — Zulfikar Ali Bhutto, forseti Pak- istans, hefur enn ekki svarað til- boði hennar en vestrænir frétta- menn i nýju Delhi segja, að þar sé uppi sterkur orðrómur — en óstaðfastur — um að Bhutto muni koma þangað til viðræðna við Indiru Gandhi, þegar allir ind versku hermennirnir séu á brott frá Bangladesh. Mujibur í Moskvu Leitar eftir efnahagsaðstoð So vétrí k j anna Moskvu, 1. marz — AP MUJIBUR Rahman, forsætis- ráðherra Bangladesh, ræddi í dag í þrjár klukkustundir við Alexei Kosygin, forsætis- ráðherra Sovétríkjanna, og er talið víst, að viðræðurnar hafi fyrst og fremst snúizt um efnahagsástandið í Bangla desh og hvað Sovétmenn vilji leggja af mörkum til úr- bóta. Ekkert var um viðræðurnar sagt opinberlega annað en að samskipti þeirra Mujiburs og Kosygins hefðu verið hlýleg og vinsamleg, og þeir hefðu rætt „alþjóðleg vandamál, sem báðir hefðu áhuga á“. Meðal sovézku fundarmannanna voru Vladimir S. Novikov, sem sérstaklega fjallar um efnahagsmál og Semy- on A. Skacmzov, sem fjallar um utanríkisviðskipti. Ennfremur var þar Andrei A. Grechko, land- varnaráðherra Sovétríkjanna. í kvöld hélt Kosygin veizlu til heiðurs Mujibur og voru þar einnig þeir Leonid Brezhnev, flokksleiðtogi og Nikolai Pod- gomy, forseti. Sovétríkin eru fyrsta landið ut- an Indlandsskaga, sem Mujibur Rahman heimsækir frá því hann komst til valda í Bangladesh. Á Moskvuflugvelli tóku á móti honum þeir Kosygin, Andrei Gromyko, utanrikisráðherra, og Dmitry S. Polyanski, varaforsæt- isráðherra. Þar voru einnig 200 sovézkir verkamenn, sem veifuðu Pakistan: Bhutto takmarkar jarðeignir manna Nýju Delhi, 1. marz — AP ZULFIKAR AIi Bhutto, for- seti Pakistans, sem er erfingi einnar mestu jarðeignaf jöl- skyldu landsins, hefur til- kynnt, að jarðcignir manna verði gerðar upptækar að vissu marki. Ekki fylgir fregninni, hvort uppteknu landsvæðunum verði skipt á milli smábænda eða þau þjóðnýtt. Bhutto skýrði frá þessum ráð- stöfunum sinum í útvarpsræðu í gærkvöldi. Harrn sagði, að hér eftir mætti enginn eiga meira en 4 hektara af ræktuðu landi og 8 hektara óræktaðs lands. Ár- ið 1959 hafði Ayub Khan, fyrrum forseti landsins, sett mörkin við 12,5 hektara ræktaðs lands og 25 hektara óræktaðs lands. Bhutto sagði, að þessar nýju ráðstafanir miðuðu að afnámi lénsskipulags í landinu. Þær mundu koma niður á öllum land- eigendum, einnig opinberum starfsmönnum og hermönnum. Hinum fyrrnefndu yrði einungis leyft að halda 2,5 hekturum af jarðeignum, sem þeir hefðu eignazt á starfsferli sínum í þjónustu hins opinbera og gerð- ar yrðu upptækar allar jarð- eignir, sem herforingjar hefðu komizt yfir með ólöglegum hætti, meðal annars með ólöglegu braski með landsvæði, er lægju að indversku landamærunum. Hins vegar kvaðst hann ekki gera upptækar landeignir, sem mönnum innan hersins hefðu ver ið gefnar i viðurkenningarskyni fyrir veitta þjónustu — þau land- svæði hefðu þeir fengið fyrir að verja land sitt og þjóð. fána Bangladesh og hrópuðu: „Vinátta, vinátta — Bangladesh og Sovétríkin!" MU.IIBUR ÞAKKLÁTUR Sovétrikin voru, sem kunnugt er, fyrsta stórveldið, sem viður- kenndi tilvist Bangladesh sem sjálfstæðs ríkis og hafa sovézk blöð og TASS-fréttastofan lagt mikla áherzlu á það, hve þakk- látur Mujibur Rahman sé Sovét- mönnum fyrir stuðning þeirra i sjálfstæðisbaráttu Bangladesh. Segja Sovétmenn að Mujibur þakki Sovétstjórninni einnig, að hann skyldi látinn laus úr fang- elsi í Pakistan. Mujibur hefur látið sér mjög tíðrætt um það frá þvi hann tók við stjómartaumunum hversu þörf Bangladesh fyrir efnahags- aðstoð erlendra ríkja sé nú brýn — nauðsynlegt sé að gera ýms- ar ráðstafanir í efnahagsmálum til þess að koma í veg fyrir sundrungu og óeirðir í landinu. Hefur sovézk sendinefnd, aðal- lega skipuð sérfræðingum í efnahagsmálum, dvalizt um hrið i Dacca til þess að kynna sér hvers land og þjóð þarfnast, en þegar hafa verið sendar þangað gjafir frá Rauða krossinum í Sovétríkjunum og ýmsum öðr- um samtökum þar. Búizt er við, að Mujibur verði í Moskvu til föstudags, en fari siðan í heimsókn til Leningrad og Tashkent. Verkfall kolanámiunanna í Bretlandi leystist í fyrri viku þegar tilboð kolanámustjórnarinnar um bætt kjör námiimanna var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Verkfaliið hafði þá staðið í 47 daga og valdið gífurlegu fjárhagstjóni. — Verkfallið náði til 282 þúsund námumanna, en um 217 þúsund þeirra tóku þátt í atkvæðagreiðslunni um nýja kjarasamninga, og greiddu aðeins 7.500 þeirra atkvæði gegn tiiboðinu. Sam- kværnt nýju samningiinum fá námumennimir 20% launahækk- un, og gildir sú hækkun aftur l'yrir sig, eða frá 1. nóvember í fyrra. — Mynd þessi var tekin þegar námumenn voru að greiða atkvæði um samningana. Afstaða íslendinga „hlutdræg66 og „ósveigjanleg - segir framkvæmdastjóri sam- taka brezkra togaraeigenda « FRÉTTARITARI Times i Hull hefur eftir Austen Laing, framkvæmdastjóra samtaka brezkra togaraeigenda, að af- staða íslendinga varðandi fyr- irhugaða útfærsln fiskveiðilög sögu landsins í 50 sjómílur sé „hlutdræg“ og „ósveigjanleg“. Hanrn segir, að í viðræðum við Jónas Árnason, sérlegan sendimann sjávarútvegsráðu- neytisins, sem fram fóru í Hull í gær, hafi Laing svarað af Breta hálfu þeim röksemd- um íslendinga, að_ þeir óttist, að fiskimiðin við fsland verði tæmd, ef þeir láti sitja við 12 mílna fiskveiðilögsögu. Laing segir, að engar vís- bendingar séu fyrir hendi, sem styðji þá staðhæfingu ís- lendinga að fiskiðnaði þeirra sé hætta búin. Hanin segir, að Bretar hafi alltaf skilið á- hyggjur íslendinga af vaxandi veiðigetu þjóða heims og hin- um hreyfamlegu fiskiskipaflot- um, sem væru líkastir ryk- sugum á miðunum, en þeir teldu á hinn bóginn, að bezta lausnin væri að setjast niður og ákveða veiðikvóta í sam- ráði við vísindamenn. Þegar fyrir liggi upplýsingar um hvað fiakistofnamir þoli, ætti að vera hægt að ökipta veið- inini milli þjóðanna og veita fslandi forréttindi sem strand- ríki. Laing sagði, að íslendingar vildu ekki einu sinni reyna slíkt samkomulag. Þeir ætli að færa út fiskveiðitakmörk- in i 50 sjómílur frá 1. sept- ember, en leyfa Bretlandi og V-Þjóðverjum að veiða innan markanna í tiltekinn tíma gegn því, að Bretar samþykki rétt íslendinga yfir umræddu svæði. „Við staðhæfum segir Laing, að íslendingar geti ekki gefið það, sem þeir eiga Kafbáturinn dreginn til Murmansk ? Washington, 1. marz. AP. I hilaður um 1000 kílómetra norð- TVÆR sovézkar herflugvélar, austur af Nýfundnaiandi síðast- hafa varpað niður vistum til liðinn föstudag. Sovézkur drátt- kjarnorkukafbátsins, sem fannst | arbátur er nú kominn á vettvang ____________________ og dregur kafbátinn i norðaustur- átt, sem bendir til að verið sé að fara með hann til Murmansk. Hann fer þá að öllum likindum gegnum sundið milli íslands og Færeyja. Nokkur öninur sovézk skip eru á þessum slóðum, og fylgja þau kafbátnum og drátt- arbátnum eftir fyrst í stað a.m.k. Flugvélar frá bandarisku NATO-stöðinni i Keflavík, hafa fylgzt með ferðum kafbátsins og hinna sovézku skipanna, en einn- ig er bandariskt straindgæzluskip á þessum slóðum. Það kom á vett vang strax síð&stliðinn laugar- dag, og bauð kafbátsforingjan- um alla þá aðstoð sem það mætti veita. Sovétmenn hafa ekki þeg- ið það boð. ekki — og teljum að málið hafi siglt í strand.“ Bretar eru þeirrar skoðun- ar að þvi er Laing segir, að íslendingar eigi að vísa mál- inu til Alþjóöadómstólsins, „sem hafi verið settur til þess að verja litlar fiskveiðiþjóðir", en þeir neiti því á þeirri for- sendu, að það mundi taka of langan tíma. Loks segir, að sjónarmið Is- lendinga séu þau, samkvæmt upplýsingum Jónasar Árna- sonar, að skoðanir opinberra aðila í Bandaríkjunum hafi hneigzt til útfærslu fiskimiða og næf sjónarmiðum Islend- inga. Þetta muni koma i ljós á Hafréttarráðstefnu Samein- uðu þjóðanna. Þessu kveðst Laing vilja svara með því, að þá sé bezt að bíða eftir ráðstefnunni en þangað til hún verði haldin, sé hægt að setja þjóðum veiði kvóta á íslandsmiðum. Þetta vilji Islendingar held- ur ekki fallast á. Nær 5000 frá Suður-Víetnam Saigon, 1. marz — NTB YFIRSTJÓRN bandaríska her- liðsins í Suðiir-Víetnani tiikynnti í dag, að innan skamms yrðu 4.960 bandarískir hermenn flutt- ir frá liardaKasvæðnm ogr flestir jieirra sendir heim. Verða þá eft- ir í landinu 125.000 bandariskir hermenn, niu fótgöngidiðssveitir ng tvær stórskotaliðssveitir. Gert er ráð fyrir, að s-víet- namska hernnm verði afhentar nm 100 þyrlur, þegar hersveitir þessar fara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.