Alþýðublaðið - 06.08.1930, Side 4

Alþýðublaðið - 06.08.1930, Side 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ BerMaveikimeðal Bók um það eftir svissaesk- an lœkni. Eftir Kr. Linnet. (Nl.) Það er nú liðið meira en hálft annað ár síðan ég aflaði mér upplýsinga um meðal þetta og keypti nokkuð af því. Ég hefi síð- an reynt það bæði á heimili minu og utan heimilisins á nokkrum sjúklingum. Reynsla mín er auð- vitað lítil og ekkert á henni að byggja fyrir aðra. En hún er góð það sem hún er. Ég tek þetta fram til skýringar, þvi að ég tel mér frekar skylt en ella að geta meðalsins og bókar dr. Seche- haye, úr því aðrir virðast eigi' ætla að verða til þess. Sjálfur er ég sannfærður um að meðalið getur komið að gagni. Tilgangur minn með grein þessari er aðallega sá að hvetja til þess, ad meoalid oerdi rœki- lega prófað á nokkuð mörgum sjúklingum, og með pví sem allra fyrst skorið úr um glidi pess. Þegar litið er til þess, að á ijárlögunum fyrir árið sem kem- ur eru veittar 800,000 — átta hundruð púsund — krónur sern styrkur til berklaveikra sjúklinga í eitt ár, og þegar litið er ti! alls þess nrikla tjóns og allrar þeirrar stórkostlegu eymdar og sorgar, sem af veiki þessari leið- ir og hefir leitt fyrir þjóð vora, virðist fyrirgefanlegt þó að leik- maður, sem hefir von um að þekkja nokkurt ráð við þessu, «r að gagni megi koma, taki til máls þegar aðrir þegja. Það virð- .ist eftir því, sem að frarnan hefir verið frá skýrt, eigi vera ástæðu- laust að krefjast þess af lækna- stétt landsins og hlutaðeigandi stjórnarvöldum, að þeir kynni sér þetta mál og sinni þvi síðan. Það er hverfandi lítil upphæð af 800 000 krónu fúlgunni að verja svo sem 5000 krónum til kaupa á meðali þessu og með því sann- prófa gildi þess. Vér eigum ekki víst hvenær aðrir gera það. Fyr- ir þessa upphæð má fá nægilega mikið af meðalinu til þess að nota við 50 sjúklinga í þrjá mán- uði. Ef vel tekst mun það gefa þúsundfaldan ávöxt og gera bjart á hundruöum heimiia. Ef það misheppnast slokknar að eins einn vonameistinn í viðbót. Er unt að efast um hvað rétt sé að gera? Hvað ep að frétta? Skoðun bifreiða. Á morgun verða skoðuð bifreiðar og bif- hjól nr. 226—300. Skátafélagið „Ernir“ biður fé- laga sína að fjölmenna á fundi í barnaskólanum annað kvöld kl. 81/2. Fundur þessi er mjög áríð- andi fyrir alla félagana. Knattspyrnan. Jafnleiki varð í gæp i’ knattleiknum milli „K. R.“ og „Fram“. Skomðu 3 mörk hvort. Togararnir. „Geir“ kom í gær af ísfiskveiðum með 1500 körfur ísfiskjar og fór til Englands með aflann. „Gyllir“ fór í gærkveldi á saltfiskveiðar. —. I morgun kom þýzkur togari hingað lítið eitt bilaður . Skipafréttir. „ísland“ fór í gær vestur um land í Akuieyrarför. „Esja“ var í morgun á ísafirði. „Súðin“ fór í moigun frá Sauðár- lcróki; hafði beðið þar í sólarhring eftir afgreiðslu vegna veðurs. — Oliuskip, sem kom: í fyrra dag til Olíuverzlunar islands, fór aftur í gær. Þakkarávarp. Ég er nú komin á sjötugs- aldur. Foreldrar mínir voru af góðum og vönduðum ættum, en fátæk. Varð ég fljótt að fara Trá þeim og i vist til vandalausra og vinna eftir megni — eða meira—. Síðan hefi ég verið vinnukona, þar til mig þraut heilsu fyrir nokkrum árum, fyrst fyrir ekkert kaup nema nauðsynlegustu spjarir á kroppinn — og þær voru ekki úr silki í þá daga — og síðar fyrir svp lítið kaup fyrir árið auk fatanna, að nú þættu lítil eins dags laun — 7—12 krón- ur —. Nú er ég útslitin af erfiði og ofþreytu og þar að auki þjáð af langvinnum sjúkdómi, mitt litla, samanspara.ða kaup gersam- lega þrotið og ég algerlega um- komulaus einstæðingur, sem svíð- ur sárt, ef ég neyðist til að þiggja sveitarstyrk, enda þótt á það kunni nú að vera litið öðr- um augum en gert var í ungdæmi mínu; þá var það talin nærri þvj' eins mikil hneisa að þiggja af sveit eins og að éta hrossakjöt. Nú — i þrengingu minni — sendi almáttugur guð mér svo marga sanna vini, sem hafa styrkt mig og glatt með gjöfum, hug- hreystandi orðum, samhygð og góðu atlæti á allan hátt. Vil ég þar fyrst til nefna núverandi hús- bændur mína, sæmdarhjónin Sig- urþór oddvita Ölafsson og konu hans, Sigríði Tómasdóttur í Kollabæ í Fljótshlíð, þá kvenfé- lag Fljótshlíðar og marga aðra Fljótshlíðinga og fleiri fjær og nær. Enn fremur frú Mörtu Jóns- dóttur í Baldurshaga í Vest- mannaeyjum, Ingibjörgu dóttur hennar og sérstaklega son henn- ar, ísleif Högnason, sem hefir gefið mér stórgjafir. Öllu þessu fólki færi ég nú mitt innilegasta hjartans þakklæti og bið þessum velgerðamönnum minum allrar blessunar nú og að eilífu. Og ég veit að guð bænheyrir mig, því hann getur ekki látið kærleiksverk ólaunuð. Halldóra Magnúsdóttir. SJm dagiran og vegirara. Hjarta-ás smjarlíkið er bezt STÚKAN 1930 fer skemtiför sunnu- daginn 10. ágúst. Nánari upplýs- ingar á fundi á föstudag, Fjöl- menniðl Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Laugavegi 49, sími 2234. Dansleik halda íþróttamenn næstkomandi föstudagskvöld kl, 9 L/a í K. K- húsinu, til að fagna Færeyjaför- unum. Þar verða einnig afhent verðlaunin frá alþingishátíðar- mótinu. Öllum þátttakendum og starfsmönnum alþingishátíðarmóts- ins er fijáls aðgangur ókeypis. Einnig geta aðrir íþróttamenn og konur fengið aðgang meðan^hús- rúm leyfir, gegn lágum aðgangs- eyri. „Varðeldar", skátablað, sem gefið er út á ísafirði, verður selt á götunum á morgun. Blaðið er laglegt útlits og skemtiiegt fyrir alla, unga og gamla, sem unna útilífi og fjall- göngum. Blaðið verður selt frá afgreiðslu Fálkans í Bankastræti. Daði Daðason, dyravörður Templara í Bröttu- götu, slasaðist á föstudaginn var. Hann var að vinna að múrverki við hús Jóns Björnssonar á Þórs- götu 10, en þá biluðu trönurnar, sem hann stóð á, og féll hann til jarðar. Viðbe.nsbrotnaði hann, og að líkindum hefir líka brotn- áð í honum rif. Daði er nú 68 ára. Maður meiddist í gær niður við höfn á þann hátt, að hann ætlaði að stökkva upp á bifreið, en hrökk af henni aftur 0g varð þá fyrir annari bifreið. Talið er, að hann hafi þó ekki meiðst hættulega. Bifreiðarslysið á mánudagsnóttina hafa nú fengist nánari upplýsingar urn. Eins og áður var sagt, var of hröðum akstri um að kenna sam- kvæmt því, sem upplýst hefir verið. Þetta var kl. að ganga 3 urn nóttina og því ljós á bif- reiðum. Önnur bifreið ókáundan og var mikið ryk á veginum. Það er staðfest af mörgum vitnum, að bifreiðarstjórinn var ekki ölv- aður. — Bifreiðin rann út af veg- inum, þar sem hann er að eins lítið eitt upphækkaður. Var hún komin fram hjá bugðu, sem þar verður, en fram undan var veg- urinn nærri beinn. Þegar bifreiðin rann út af veginum misti bifreiðastjórinn alveg stjórn á henni, svo að þegar hann ætlaði að neyta hemilsins, steig hann í ógáti á benzíngjafann í Asgarður. StoppsslS iu&siffjSfjBi. Smiðnní: ullap œýjnstn f§©rliip ai: BÉOppaðKBKI. — L©B®fe©&iEÍr p} úvalt SypÍpBfgBlaitðÍ, hús* Boyn ácklffi tll wlð wiðíjperð- asr. witmæ. Saiisss* gjarnt verðt, flsksw & Mjalti, BræðrafetftrífiWgfi^ 4, sími 1733. Gott herbergi óskast nú þegar i mið- eða austur-bænum, handa einhlevpum reglumanni. Simi 988. Miíisið, að Ilðlbreyttasta úr- valið af veggmyndum og spoi> öskjurömmum er á Freyjugötu 11, sími 2105. Sok&tnp. Sfiikfeni?. Sokfesr frá prjónastofunni Malin eru ís- Ienzkir, endingarbeztir, hlýjastir. hans stað. Við það hentist bif- reiðin áfram og rann um 60 metra utan við veginn. Sleit hún tvær girðingar á þeirri leið og kastaði um 12 metra úr stað öðr- um endanum á 800 kg. þungri stálpípu, sem lá á stöplum við veginn og er ein af pípum þeim, sem ætlaðar eru til sundhallar- leiðslunnar. Síðan valt bifreiðin um og brotnaði svo, að hún er ónýt að mestu, en meiðsli urðu þó ekki önnur en þau, sem áður var sagt frá, á einum farþegj- anna. Flugið. Ekki flugfært. Of hvast til þess. TILKINNING. Ég æfði og sýndi kónginum á Bolabási reiðskap og turniment, þótt það væri hvorki í samræmi né samráði við grað- hestaatið. Nú eru laun mín og viðurkenning komin frá Danmörku. Er það ekkert dinglumdangl svo sem þingmenn fengu. Það er medalía eins stór og undirskál. Verð með hana um helgina. Oddur Sigurgeirsson hinn sterki af Skaganum Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Haraldur Guðmundsson. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.