Alþýðublaðið - 17.07.1958, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.07.1958, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 17. iúlí 1958 Alþýðuíilaðið ð Sunnuclagur. . -— — —■ SÁ, sem reikar um stórborg óháður og bless- unarlega laus vð' skyldur, mektaráform og merkar fyr- irætlanir verður margs vís- ari á fiakki sínu og rángli. í London er margt að sjá og 'heyra fyrir þögulan áhorL anda, sem horfir á hringiðu mannmergðarinnar og hlust- ar á fyrirbæri dags og stund- ar í samtalsbrotum á götum úti, í vögnum og lestum, á veitingahúsum og samkomu- stööum. í dag var ég allt í einu staddur á horninu í Hyde Park, við Marmaraboga, þar sem hinir og aðrir flytiendur orðsins standa á kössum og fröppum Og hrópa sitt evan- gelium yfir meira og minna daufheyrðum lýð. Þarna stendur gamail og hrukkótt- ur írj og bóksíaílega skrækir gegn Englendingum og fram- komu þeirra gagnvart hans útvöldu þjóð, og skamrnt frá stendur Skoti og þrumar í svipuðum dúr um sína þjóð. Áheyrendahópur beggja- er heldur fámennur, og margir kasta fram fyrirspurnum og hnútum að ræðumanni, pexa við hann og hiæja; þetta er eins og hver önnur skemmt- an. Ræðumenn eru margir í dag, konur og karlar, og mér viiröist þeiir bera ailt miili himins og jarðar fyrir brjosti, mest þó gu'ðstrú og góða skikkan okkar áheyrenda. Þetta er skrýtin hljómkviða, við undirleik umferðar á göt unum fyrir utan, og mann furðar á, að ræðumenn skuli leggja þetta á sig og fá ekki betri hljómgrunn. Sjálfsagt eru sumir þeirra ofurlítið 1 „skrýtnir“, en hver er ekki „skrýtinn“, ef hann vill flytja orð, sem stingur eitt- hvað í stúf? Annars er eng- inn mælskumaður á horninu í dag, og iítið bragð að mál- flutningi. Ég hef stundum heyrt kröftugri ræður hér. Og þó, þarna fær einn álit- legan hóp áheyrenda til að knéikrjúpa í stórum hriiig á harðri stéttinni, þótt sudda- rigning sé, og maður heyrir iim] og kvak bænarinnar. Hér á „Frjálsa horninu" mega menn yfirieitt stíga í stólinn og segja þaö, s'em þá lystir, svo fremi þeir brjóti ekk; stórlega í bág við al- mennt velsæmi. Hér hafa frægir menn stundum hafið upp rausf sína, en öllu fer aftur, ef dæma má eftir flytj endum orðsins í dag, enda munu hinir fínni og merkari orðflytjendur tala í höllum og glæstum kirkjum, eða láta Ijós sitt skína í sjónvarp og útvarp. Mikil biskuparáð- stefna stendur yfir hér í landi um þessar mundir, og stór munur er á þeirri sam- kundu og þessum leikprédik- ar'ahópum hér í dag. En ver- öldin? Veltist hún ekki e'n- hornið“ er ágætis vettvangur fyrir alls konar kalkvisti til þess að létta af sér eiginn þunga og oki, þótt för þeirra í pontuna sé annars mest til gamans fyrir áhugalítinn gest og gangandi. Mánudagur. —-------]>ag er verið að leggja nýjan veg út úr Vesr- Ui-London. Þetta er risafyrir. tæki, tvær fjórbrauta ein- stefnuakstursgötur, með trjám Og grasgeirum í milli. Einc, og gefur að skilja. þarf miklu að ryðja úr vegi í gamalli borg til þess að unnt sé að koma þessu í fram- kvæmd. Heilar íbúðarhúsa- samstæður hefur orðið að kurla niður, bústað; hundruð þúsunda manna, stærðar byggingar, sem enn voru í •fullu gildí, langar götur og strætisenda. Sums staðar var nóg að taka hluta af húsasam stæðum, skera þær sund.ur í miðju eða sníða af endanum. Þegar maður fer þarna um og sér í endann á þessum sundurskornu húsum, rninna þau mann einna helzt á löng brauð, sem sneitt hefur ver- ið af. Gatnamót á þessari nýju suðvesturlandsbraut eru með nýtízku sniði, annarri götunni lyft upp yfir hina. Þetta er algengt fyrir vestan og á meginlandinu, en hér í Englandi hefur þetta lítið tíðkazt nema með járnbraut- ir. En þótt Bretinn sé fast- heldinn og fari sér hægt í nýj ungum, sjást þess mörg merk; nú,. að tækni Og alis konar nýbreytni í bvgging- um, vegarlagningu öðrum framkvæmdum ryður sér óð- fluga til rúms. En það Iiggur við að mað- ur stand; agndoía frammi fyfir þeim umturnunum, sem gera þarf í gamaili, gróinni borg, þegar nýr, fullkominn vegur leysir ævafornar, þröngar götur af hólrni. Því- lík saga, sem :hér er að ger- ast! Eða sá reginmunur á sögu, þegar þessi hverf; voru að byggjast upp os kynslóð fram af kynslóð skapaö, sér hér lífsvettvang — og nú, þeg ar þetta allt er tætt sundur með stórvirkum vélum á svo að segja augabragði. Þriðjudagur. •-------Hér í Kensington er mesti þakgarður í heimi, uppi á verzlunarhúsi Derry & Toms. Þetta er mikill merkisgarður eða garðar, og er þarna uppi prýðisútsýn yfir London. Annars er loft aldrej vel hreint yfir borg- inni, reykur blandast móðu upp af skógum, graslendi og vötnum'. Landanum' finnst loftið hvergi tært nema á ís- landi. Þessi mikli bakgarður er uppi á sjö hæða húsi, eða í um 33 m Læð yfir götu. Hann er rúmlega hálfur hektari að stærð — og skiptist raunar í garða: Spánskan hallargarð í Márastíl, enskan hallargarð frá Túdortímabili og gamlaii enskan vatnagarð. Þcrna eru lækir og fossar, tjarnir og brýr, súlnagöng og turnar, gangstígar og hellug'ólf. Veit- ingahús er þarna einnig. Garðurinn er fádærna fal- legur, vel hirtur og fjölskrúð ugur að gróðri og snoturleik. Hann er um tuttugu ára.gam all. Að sjálfsögðu hvílir geysi leg þyngd á veggjum og burð arásum hússins vegna garðs- ins, en fyrir henni var ráð , gert í byggingu. Jarðvegur í garðinum er yfirieitt um tveggja og hálfs feta djúpur, en vatnið í tjarnir og læki, svo og tip vökvunar, er dælt- úr sérstökum brunnum. og er hæðin um 130 m. Þegar ég kom í þenn.an fagra skrúðgarð á þakinu í dag, var þar fjöldi gesta, en - ferðafólk sækir hann mikið. Aðgangur er seldur að garð- inum, og er gjaldið notað til styrktar ýmsum góðgerðafé- lögum, sína vikuna eða jafn- vel sinn daginn hanaa hverju. Ekki þ'arf að draga í efa, að þetta er mikil auglýs- ing fyrir verzlunina, sem er á hæðunum sex fyrir neðan. Vitanlega gengur lýfta upp í garðinn. Miðvikudagur. — — — Krökkt. er. ,af f ólki . hér á baðströndinni í Brigh- ton í dag, enda er þetta bezti veðurdagur, sem komíð hef- ur á sumrinu i Suður-Eng- landi. Margt fólk ber þess vitni, að það er í fyrsta sinn á baðströnd í dag, að minnsía kosti þetta árið. Fáir eru mjög dökkir á hörund, flest- ir hvítir eða fagurrauðir, brúni hörundsliturinn heizt á starfsmönnum og vinnufólki. Brightoni er mi'kill baðstað- ur, enda syðst í landinu, og eiga margir borgarbúar af- komu sína undir sumargest- um. Sagt er, að baðstrandar- fyrirtæk; hér, hóte] og skemmtistaðir ýmsir, hafi tapað milljónum á veðurfar- inu í júní og júlí í saman- burði við venjulegt árferði. Það eru fleir; háðir veðrátt- unni en bóndinn. Baðströndin hér er geysi- löng. í fjörunni er ekki sand- ur, eins og á flestum bað- ströndum, heldur allstórgerð laus möl, að mestu gul á lit. Sandur er þó á botninum í sjónum. Veðrið er fádæma gott í dag, tiltölulega bjart sólskin, eftir því sem hér ger ist, og um 30° hiti. Sjórinn er þó ekki hlýr, enda fátt fólk lengi úti í; það kýs held- ur að flatmaga í iiörunni. Það er nú líka venjulegast á baðströndum. Meðfram allri strandlengjunni eru sölubúð- ir, matsalir og skemmtibásar alls konar, geymsluhús, böð og fataklefar. Geysimíklar bryggjur ganga í sjó fram, og er Hallarbryggja mest hún iríá voli. Þar eru margs konar furðuverk, sölustaðir, skrípa básar Og veitingahús. Auk þess er. á Hallarbryggju leik- hús og bíó. Brighton er ekk; ýkja stór borg, en vel byggð og snot- ur; íbúarnir álíka márgir og íslendmgar, En í dag er fólkið 1 borginni áreiðanlega miklu fleira, og svo er yfirleitt á sumrum. Klukkustundar ferð er frá London tii Brighton með járnbrautarlest, og kost- ar far.ð ellefu shillinga fram Og til baka, eða úm fimmtíu krónur á stjórnargengi. Fimmtudagur. — — — í dag á að vera garðveizla hjá drottning- unni, en hún fékk versta kvef í fyrradag á ferð sinni um norðurhéruð landsius og varð því að flýta sér heim og leggjast í rúmið. Eftir því sem blöðin segja, verður garðveizlunni þó ekkj frest- að, maður drottningarinnar, Filippus, verður að koma í hennar stað að rahba við tignargesti. Hann kemut' stundum fram fyvir konu sína ef ekki er því meira tilstand. Bretar eru feikilega kon- unghollir, hvar í flokk; sem þeir annars standa. Útlending um finnst þeir stundum barnalegir í kóngadekri sínu, en serinilega eykur krúnan á samheldn; þjóðarinnar og styrk til sameigmiegra á- taka. Hjá Bretum er konuugs fjölskyldan tákn hins eðia þegns, og því gera þeir kröf- . ur til hennar, en fyrirgefa henni þó smáyfirsjónir, af því að yfirsjónir eru mann- legar. Hins vegar verður drottningin að vera vel á verði, þjóðin þolir ekki blett á framkomu hennar eða henn ar nánustu. Eitt blaðið spyr um það í dag, hvort drottningin sé að verða veil vegna of mikillar vinnu. Þetta kemur ókunnug um allhlálega fyrir sjónir. við fyrstu sýn, en tiifellið mun þó vera, að það er ailmikið amstur að vera drottning, sí- felldar veizlur og hátíðlegar opnanir og merkissamkom- ur. Það tekur sjálfsagt á taug arnar fyrir einn kvenmann að standa í öllu því bardúsi. Sennilega er ekkj nema von hún fái kvef. öðru hverju. Föstudagur. ---------Blöðunum hér í London verður alltíðrætt urn það þessa dagana, að íhalds- flok-kurinn muni ekki vera því eins and-vígur ög áður að leggja til kosninga áður en kjörtímabilinu lýkur. Hefur gengi flokksins sýn.ilega hækkað síðustu vikurnar, en áður var stjórnarandstaðan eða Ver-kamannafiokkurinn talinn hafa mikla sigurmögu- leika ef til kosninga kærni. Blöðin í dag telja Macmilian forsætisráðherra ekki mótfall inn því að hafa kosningar í haust, ef svo skipaðist í lofti. Samt hefur Ihaldsflokkurinn yfirleitt tapað í aukakosning- um á undanförnum mánuð- um. — Eigi að síður telur hann sig hafa fengið svo góðan byr í seglin hjá al- menningi upp á síðkastið, að forustumenn hans, með for- sætisráð'herra í broddi fylk- ingar, eru harla vígreiír þessa stundina. Talið er, að verkföll þau, sem verið hafa að undan- förnu og yfir vofa, séu vatn á myllu íihaldsflokksins. Millistéttirnar og fastlauna- skari í Englandi, telur verk- föll og kauphækkanir, sem þeim fylgja, skrúfa upp verS lag og auka dýrtíð, Fastjauna menn dragast aftur úr og' telja kjör sín rýrna við kaup st.reitu verkáfólks. Þanmg teljá þessar fjölmermu sféttir baráttu verkalýðshreyfingai- innar sér óhagstæða, eins og nú er komið málum í þjóðfé- laginu, en fastlaunaiöik og millistéttir eru einmitt oft og tíðum reikular í stjórnmál- um og kasta sínu lóði á vog- ina á víxl. A?erkamannaflokk urinn sýpur því seyðið af verkföllunum, en íhaldsfloki urinn, sem er þeim andyígur og fer ekk; í launkofa meS það, græðir á þeim. Enginn vafi er á því, að í samvir-kum, menntuðum þjoo félögum þarf verkalýðshreyí- ingin að gæta sín vel. Bar- átta hennar Og sigrar á þess- ar; öld ;hefur gjörbreytt ölJ- um aðstæðum og lífsviðhorfi, öryggi er komið í stað ör- birgðar, skattar fara í þágji heildar í stað skattpíningar auðjöfra á kostnað fjöldans o. s.. frv. Hlutverk verkalýífe . hreyfingar í þroskuðu, mennt uðu þjóðfélagt er nu naeSta þýðingarmikið, ef ekkí á 'a8 siá í bakseglin. Að minnsta 'kösti virðist .reynslan vera'sú þessá stundina í Énglandi. T.augardagur. — — :— Fæðingarbær skáldjöfurins Shakespeare, Stratford on Avon, má aS langmestu leyti heita helgað- ur honum. Strax og maður kemur inn í bæinn, blasir nafn hans hvarvetna við'aug- um, Off alls konar stofnanir og fyrirtæki eru eftir honum nefndar. Að vísu er ýmis smáiðnaður í bænum, en. í- búarnir lifa mjög margir á frægðarnafni skáldsins og hafa atvinnu við þær minn- jngarstofnanir, sem stofnaðar hafa verið og varðveittar em þvf til héiðurs. . Shakespeare er vafalaust frægasta og mesta skáld veraldar, og því er Stratford on Avon geysi- mikill ferðamannabær. Þang- að fara menn pílagríms- ógi forvitnisferðir, og vitanlega leggur fordildin þar drjúga® skerf fram, eins og annai'S staðar. Margt er að sja í forna markaðsbænum við Avon- ána, þar sem Shakespeare fæddist árið 1564 og dó árið 1616. Þar er fjöldi bygginga frá Shakespearetímum, bálf- timbruð, hlaðin hús í hinum sérstæða enska stíl, sum hali andf og hrörleg að vísu, önn- ur furðu reisuleg enn. Mað- ur gengur milli hmna gömlui húsa, Og andblær fyrri aida liggur óvænt í loftmu, enda er fæðingarstaður skáldsins búinn húsgögnum frá 16. öld, bærinn, þar sem kona hans ólst upp, heíur sömuleiðis að geyma marga gamla muni, og feðrabær móður hans * er byggðasafn. Að vísu var hús- ið, þar sem hann dó, rifið 1759. Það var þá prestsetur, og presturinn gat ekki þolað þennan sífellda gestagang fólks, sem endilega vildi fá að sjá herbergið, sem skáláið dó í. Prestur gerði sér þá iíí’ó fyrir og reif húsið! Hins veg- ar er næsta hús við enn i góðu ástandi, en þar bjó dótt ir Shakespeares. í dag var mikill fjöldi ferðamanna í Stratford, sum- ir komnir vestan um haf, aðrir sunnan um mörg höf, og enn aðrir að norðan eöa Framlialð á 2. kSk. ys-rn. veginn í svipuðu fari •at't fyrir allt? En „Frjálsa þrjá sjálfstæða bloma- og trja heita1 hið fjölbreyttasta Ti. fólk, sem er geysifjölmennur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.