Morgunblaðið - 06.04.1972, Page 5

Morgunblaðið - 06.04.1972, Page 5
1 MORGUÍNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 0. APRÍL 1972 k ÞORKELL SIGURBJÖRNSSON SKRIFAR UM Mattheusarpassía Á skírdag heyrðist Mattheus- arpassía Bachs í fyrsta sinn á Islandi. Flytjendur voru Póly- fónkórinn, barnakór og tvaer kammerhlijóm.sveitir ásamt níu einsöngvurum undir stjóm Ing- ólfs Guðbrandssonar. Þar með er samt ekki allt talið, þvi að segja má að tala flytjenda hafi orðið um eitt þúsund, þegar mest var, því að þá söng ekki aðeins Pólýfónkórinn, heldur og nær allir áheyrendurnir líka. Sálmalögin í Mattheusarpassí- unni eru frá hendi höfundar hugsuð sem e.k. undirtektir safnaðarins — og í löngum flutningi er fólki sérlega hollt að fá að standa upp og syngja með, þó ekki sé nema þrisvar sinnum eins og hér var gert. Mattheusarpassían var hér flutt örlítið stytt. Hiti og þungi dagsins hvildi á stjórnandanum, sem vitanlega var og ábyrgur fyrir öllum æf- ingum, að frátöldum barnakórn um, sem Þorgerður Ingólfsdóttir hafði æft. Hanin vann þarna mikið þrekvirki: Verkinu kom hann á framfæri og það er eitt sér nokkuð, kórinn fékk hann til að syngja af sömu ágætum og fyrr, alvöru pípuorgeli kom hann inn í landið í tilefni þessa flutnings. Hið síðast talda eitt sér hefur hingað til staðið í öll- um héiiendum tónleikahöldur- um. Tempi voru yfirleitt góð, en styrkleikahlu tfal'la var stund- um ekki nógu vel gætt milli hlljóimsveitar og söngvara eða innbyrðis milli atriða. Bach fer fr£im á alls konar styrldeika- breytinigar í þessu verki, sem nútímamenn mega gera enn meira úr vegna breyttra tón- gæða hljóðfæranna. Annað vakti einnig spumingu, og það var sá mikli stærðarmunur milli kóranna tveggja, samræming tónhendinga í kór og hljómsveit í dúettinum og kórnum nr. 33 eða t.d. stuttu forslögin i arí- unni „Erbarme dich“ (nr. 47). Svona má telja upp smáatriði, sem taka mætti tillit til við síð- ari uppfærslur verksins — þvi að vonandi festir Mattheusar- passían hér rætur sem annars staðar — og alltaf getur eitt- hvað farið betur. Við flutning Mattheusarpassí- unnar var engum klappað lof i lófa. Áheyrendur risu úr sæt- um, fyrst i minningu Jesú Krists og síðan, að flutningi loknum, til heiðurs höfundinum. Hér er því ekki fráleitt að lesandinn standi upp og taki ofan fyrir Ingólfi og öðrum flytjendum! Michael Goldthorp frá Eng- landi hlijóp i skarðið fyrir Sig- urð Björnssom, sem veiiktist, þeg- ax tveir dagar voru til stefnu, ag sömg hTjuitverk Guðspjallla- mannsins og tenóraríurnar. Goldthorp er léttur og þægileg- iur tenór, gerði veT, og varð litið hált á þýzkunni. Halldór Vil- helmsson söng Jesú, öruggur og alvörugefinn. Guðfinna D. Ólafs dóttir söng sópran aríur og dú- ett, og sýndi, að hún er í sí- felfJdri íram'för, með hireinum söng og skýrum framburði. Alt- ari'urnar sömg Rutih L. Maignús- son á sinn vandaða og myndar- lega hátt. Ingimar Sigurðsson söng Pétur og bassaariur 1. þáttar. Hann hefur svo góða rödd, að hann ætti að nota næstu 6—8 árin til að skóla hana á einhverjum úrvals skóla. Guðmundur Jónsson söng hlutverk Æðsta prestsins og Pílatusar. 1 bassaaríunni „Gebt mir memem Jesum wieder" var hann orðinn hálfu öðru takt slagi á eftir öllum öðrum áður en lauk. Rúnar Einarsson, Ásta Thorstensen og Elin Sigurvins- dóttir fóru með smærri einsöngs atriði. Einleikarar í einstökum atrið- um voru systurnar Rut og Unn- ur María Iin.gólifsdiæibur, sem léku á fiðlur, flautuleikararnir Jón H. Sigurbjörnsson og Jósef Magnússon og óbóleikarinn Kristján Þ. Stephensen, sem einnig brá fyrir sig enska hom- inu þegar á reyndi. Allt þetta fólk fór með hlutverk sin af fyllsta öryggi. Óska menn sér nokkurs frek- ar? Jú, að þetta góða fólk haldi svona áfram og geri sífellt fleiri þátttakendur í nýjum sigrum sínum, sitjandi eða standandi, syngjandi eða hlustandi. (,! FERMINCARCJÖFIN í ÁR ER LUXO LESLAMPI Allnr gerðir nllir litir HEIMILISTÆKI sf. Hafnarstrœti 3 — Sími 20455 m Félagsstarf Sjálfstæðisflokksins Reykjaneskjördæmi ÓLAFUR G. EINARSSON, alþm. verður til viðtals í Sjálf- stæðishúsinu Keflavík kl. 17—19 í dag. S j álf stæðisf élag Garða- og Bessastaðahrepps Sjálfstæðisfélag Garða- og Bessastaðahrepps heldur almennan fund föstudaginn 7. apríl nk. kl. 21 að Garöaholti. Fundarefni: Magnús Jónsson, fyrrverandi ráðherra, ræðir stjórn- málaviðhorfið. Frjálsar umræður. Garðhreppingar, fjölmennið! Fundur verður haldinn í trúnaðarmannaráði félagsins að Garða- holti föstudaginn 7. apríl kl. 20,30. Fundarefni: Kosning skipulagsnefndar og fleira. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.