Morgunblaðið - 16.04.1972, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDA.GUR 16. APRÍL 1972
Fa
«/U/./.7f, I >
lAFiit;
14444 g 25555
miWifí
BILALEICA-HVÉFISGOTUIOÍ
14444 3 25555
BILALEIGA
* CAR RENTAL
ir 21190 21188
LEIGUFLUG
FLUGKENNSLA
SENDUM
enwooti GHEF
RAGNARJÓNSSON.
hæstaréttarlögmaður.
GÚSTAF Þ. TRYGGVASON,
lögfræðingur.
Hverfisgötu 14 - Sími 17752.
Lögfræðistörf og eignaumsýsla.
MÁIASKOLINN
IVIÍIVIIR
r
L
Upplýsiogar um vandaða
skóla í Englandi daglega
3—4.
ða J
ga I
BRAUTARHOLT 4 S.10004
Sr. Þórir Stephensen:
HUGVEKJA
FERMINGIN
MYNDIN, sem guðspjall þessa sunnu-
dags sýnir okkur, er af Góða hirðin-
um. Hún varð snemma vinsæl meðal
kristinna manna. Við sjáum hana í
Katakombunum í Róm, og við sjáum
hana enn í kirkjulegri list okkar tima.
Okkur íslendingum er þessi mynd
auðskilin, um hið mikla gildi hirðisins
fyrir hjörðina. í>ó var það jafnvel enn
mikilvægara suður á Gyðingalandi,
þar sem erfitt var um haga og enn
erfiðara að ná til vatns. Þar lærði
hjörðin að treysta algjörlega á forsjá
hirðisins og fylgja honum eftir. Hún
hlustaði á raust hans, er hann söng
hjarðljóð sín, og hún fór smám sam-
an að elska þennan mann, sem sá fyr-
ir öllum hennar þörfum.
Jesús líkir sjálfum sér við hinn góða
hirði, sem jafnvel leggur lífið í söl-
urnar fyrir hjörð sina. Við höfum ný-
lega rifjað upp, hvernig það gerðist
og einnig sönnun þess, að heinn, sem
dó á krossi, er jafnframt upprisinn og
heldur áfram hirðisstarfi sínu meðal
okkar mannanna, sem nú byggjum
jörðina.
Um þessar mundir er timi ferming-
anna í kaupstöðum hér á landi. Þús-
undir unglinga ganga upp að ölturum
kirkna sinna til þess að heita Kristi
fylgd, kjósa sér Góða hirðinn að leið-
toga.
Þessi athöfn hefur orðið fyrir all-
mikilli gagnrýni að undanförnu. Um
það hefur verið rætt, að kirkjan end-
urskoðaði afstöðu sína til hennar.
Ýmsir vilja, að allt sé tekið til endur-
mats, innihald hennar, ytri búningur
og ekki sízt aldur fermingarbarn-
anna. Ef viö reynum að ihuga þessa
hluti hér, að þvi leyti, sem rúmið
leyfir, þá komum við fyrst að spurn-
ingunni: Hvað er fermingin? — Hún
er staðfesting barnsins sjálfs á gjörð
og vilja foreldra þess, er það var skírt
til kristinnar trúar. Eigi að leggja
ferminguna niður eða hrófla við inni-
haldi hennar, þá verðum við að end-
urskoða afstöðu okkar til skimarinn-
ar, og þar hygg ég, að margur verði
viðkvæmur fyrir.
Meðal erlendra þjóða hafa verið
uppi stefnur, sem hafa viljað leggja
hina kirkjulegu fermingu niður. En
þar, sem þetta hefur tekizt, hefur alls
staðar, þar sem ég þekki til, verið
horfið að því ráði að taka upp eitt-
hvað annað í staðinn. Ég þekki bæði
til „borgaralegrar fermingar", sem
fram fer fyrir veraldleguim valdsmanni,
sem minnir hinn unga mann á hans
borgaralegu dvggðir, og einnig „æsku-
lýðsvigslunnar“ au«turþýzku, sem er
nánast stjómmálalegs eðlis.
Vígslur hafa lengi ftdgt mannkyn-
inu eða athafnir, sem framkvæmdar
hafa verið á þessu árabili, þegar ungl-
ingurinn er að ná þroska hins full-
orðna manns. Þær hafa átt að tákna
inngöngu unglingsins í samfélag hinna
fullorðnu. Á þessu tímabili verða mjög
greinileg þáttaskil í lífi hvers einstakl-
ings, og ekki sízt þess vegna hygg ég,
að þörfin hafi komið í ljós fyrir eitt-
hvað annað, þar sem fermingin hefur
verið lögð niður.
En ég hef ekki trú á þvi, að neitt
það, sem við mundum fá í stað ferm-
ingarinnar, yrði ungum manni heilla-
rikara en fylgd hans við hinn góða
hirði. Og ef fermingin hyrfi með öilu,
þá væri það undansláttur í siðgæðis-
kröfum þjóðfélagsins til einstaklings-
ins. Slíkt mundi smám saman leiða
af sér veikbyggðara þjóðfélag. Og
hverjum dettur í hug, að við höfum
efni á slíku?
Kirkjan hefur að undanförnu unnið
að endurskoðun og eflingu fermingar-
undirbúningsins. Þvi starfi er engan
veginn lokið. En undirbúningurinn
þarf að fara fram bæði á heimilunum
og í kirkjunni. Heimilin hafa alltaf
lykilaðstöðuna gagnvart bömunum.
Sum heimili hafa kvartað undan því,
að þau skorti stuðning kirkjunnar til
að r-æða við börnin um ferminguna og
gi’ldi hennar. Kirkjan þarf þvi að géfa
út iitið fræðslurit handa heimilunvim,
svipað því, sem gefið hefur verið út
um bænalíf barna og er afhent við
skírnir. Það mundi auðvelda mjög
hlut heimilanna að þessu máli.
Jesús Kristur er viðurkenndur sem
höfundur æðstu siðgæðishugsjóna lífs
okkar. Það viðurkenna jafnvel þeir,
sem þó hafna trú á hann. Ég hef eng-
an mann hitt, sem hefur staðhæft, að
kristin trú spilli manninum og líft
hans. Hitt er aftur öllum ljóst, og ekki
sizt þeim, sem játa trú á Krist, hve
mikið skortir á fylgd okkar allra við
hann og boðskap hans. Þess vegna ’er
lífið ekki betra en það er. Við vitum
fyrir vist, að öflugri fylgd við Krist,
kenningar hans og hugsjónir, skapar
fegurra og betra mannlíf. Bróður-
kærleikur hans er það eina, sem get-
ur læknað meinsemdir manniífsins.
Hvi skyldu menn þá amast við
fermingunni? Hún er ein af leiðun-
um að langþráðu marki mannkynsins.
Þvi er hitt miklu nær að nýta hana
betur.
Spumingin um aldurinn er erfið við-
fangs. Næstu árin eftir ferminguna
eru erfitt mótþróaskeið i ævi unglings-
ins, en siðan koma þau ár, er maka-
val hefst og því ekki heppUeg tU ferm-
ingar.
Ég hef þá trú, að ef æskilegt sam-
starf tekst miUi foreldra og fermingar-
föður, þá sé hægt að gera börnum um
14 ára aldur vel ljóst um hvað er að
ræða. Þau eru að lofa að vinna að
þvi eftir megni, að fegurstu hugsjónir
lífsins nái fram að ganga. Þau eru að
heita þvi að reyna að skapa bræðra-
lag, vináttu og frið meðal einstakl-
inga og þjóða. Þau eru með þessu að
skapa eilíf verðmæti, sem ná út yfir
gröf og dauða. Svo mikils virði er
kenning hins góða hirðis.
Og það að þekkja hann, að þekkja
kærleika hans, það skapar smám sam-
an kærlei’kann til hans, trúna á hann
sem frelsara, vissuna um það, að hann
er vegurinn, sannleikurinn og lífið —
hinn góði hirðir mannkynsins alls.
ORÐ I EYRA
Grunnskólinn
Og þá eru það nú sfcóla- og
cppeldismálin, mál mála, eins
og alilir vita og þeir bezt, siem
aldrei hafa setið amnars staðar
en öðrum megin við kennara-
borðið.
Grunnskólinn eir örugglega
það, sem koma sfcal. Það hef-
ur Jakob margbölvað sér upp
á. Grumnsfcól'i er ákaflega fínt
orð, þótt það sé enn bara í
frumvarpi. Það sýwir víðsýni
og mennimgarvizku og háan
memmtumarstandarð að nota
orðið grunnskóli, að ógleymdu
einimga>kerfmu, í hvert sirnn,
sem skólamál ber á góma eða
í ritvél. Grurmsikóli er and-
hverfa djúpsfcóla, sem bæði
getur þýtt sjómannasikóli og
skóli, þar sem djúpt er kafað.
1 grunnskóla á hins vagar að
fleyta sér á hundasundi og
kafa helzt sem minnst. Þó má
hneigja höfuð í djúpið öðru
hverju, eins og fyrir er sagt
í væntamdegum skólasöng:
Litíu andairungarnir ....
ALlir sannir menningarvitar
að Jakobi ekki undamsfciildum
eru tel'árir á því, að grumn-
Skólafrumvarpið er merkilegt
menningarplagg, j)ó Þórgnýr
á Sandí sé á móti því, enda
bróðir Hermóðs. Samkvæmt
grunnskólafrumvarpi er rétt-
ur nemenda rétbur, en hann
hefur lemgst af verið órétbur.
Þá kemur sál fræðiþjónusta
nokkuð við sögu, en það er
einmitt sú þjónusta, sem nú
er nauðsymleguisf, enda í tízfcu
með Svenskum fyrir áratug
eða svo.
Auðvitað er gert ráð fyrir
svokölluðum kennurum í pró-
gramminu. Enda er sjáiifsagt
að hleypa þeim inn 1 keninislu-
stofur, ef niemendur leyfa. Og
þeir ættu jafnvel að fá að
segja sína meiningu, ef sá'l-
fræðinigur grunnskólans teiur
það vogandi.
Jakob og fleiri hugsandi og
velimeinandi foreldrar eru
humdraðprósent sjúrir á því,
að það eitt vaintar í grunn-
skólafrumvarpið, að sálifræð-
inigar verði lögskipað innvent-
ar í hverri kenmslluts'tofu táil
vemdar saklausum eniglabösB-
onum otokar gegn spilltum og
aftu'rhaldssömum kennaralýð.
— Jakob.
meö DC-8
LOFTLEIDIR
PARPOOTUn
bcin líno í Íor/Króideild
asroo:
^KdupmðnnahöPn ^Osló ^ Stokkhólmur ^Glasgow
sunnudaga/ sunnudaga/ manudaga/ laugardaga
mánudaga/ [oriöjudaga/ (oriöjudaga/ föstudaga.
London
laugardaga
fimmtudaga og föstudaga. fimmtudaga