Morgunblaðið - 16.04.1972, Page 11
MORGUTSIBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. APRÍL 1972
11
Seinagangur í
kjaramálum iðnnema
— frá formannaráðstefnu
Iðnnemasambandsins
IÐNNEMASAMBAND íslands
efndi til formannaráðstefnu í
Reykjavík 8. apríl sl., þar sem
komu saman formenn og stjórn-
armenn allflestra iðnnemafélaga
á landinu, alls um 50 manns. Á
ráðstefnunni voru tekin fyrir þau
þrjú mál, sem iðnnemar fjalia um
á þessum ráðstefnum, sem eru
haldnar árlega, þ. e. kjaramál
iðnnema, félagsmál iðnnema og
iðnfræðslan. Voru gerðar ýmsar
ályktanir um þessi mál.
Töluverðar breytingar urðu á
stjórn Iðrmemasambandsiins, og
er hún nú skipuð þessum möirm-
um: Formaður Tryggvi Þór Aðal
steinsson, varaformaður Jón
Ragnarsson, aðrir stjómarmenin
Rúnar Bachmann, Guðmundur
Hilmarsson, Gísli Eiríksson, Þór-
unn Birgisdóttir, Ólafur BLrgis
son, Torfi Geirmundsson, Jónas
H. Jónsson, Dan-íel Engilbertsson,
Eyþór Ámason, Guðbrandur Þor-
valdsson og Óli J. Pálmason.
f ályktun formaininairáðstefn-
unn-ar um kjaramál segir m. a.:
„Formannaráðstefna Iðnnema-
sambands fslands lýsir yfir furðu
sinmi á þeim seinagangi, sem átt
hefur sér stað í viðræðum iðn-
sveina og iðnmeisitara um kaup
og kjör iðnnema inn-an þeirra
þriggja iðnaðarmanmasamþanda,
sem sömdu um kjör viðkomandi
iðnnema árið 1970 og sagt var
upp um síðastliðin áramót. Ráð-
stefnan leyfir sér að efast um,
hvað varðar viðræður um kjör
iðnnema, að málum hafi verið
fylgt nógu fast eftrr, einis og eðli-
legt mátti teljast. Ráðstefnan
bendir á að ekki hefði verið ó-
eðlilegt að semja um kaup iðn-
nema um leið og samið var um
kaup þeirra „lægstlaunuðu" í des-
ember sl. Ennfremur vill ráð-
stefnan benda á að nú hafa sveina
félögin yfirleitt lokið sérkröfu-
sammingum sínum án þess að
samið hafi verið um kjör iðn-
nemia.“
„Ráðstefnan ályktar að stjórn
INSÍ eigi að sækja fast eftir því
við Alþýðusamband íslands að
semja við Vinm u vei tend asam-
band fslands um kjör allra þeinra
iðnnema, sem ekki hafa öðlazt
fasta samninga enn sem komið
er, á grundvelli þess samkomu-
lags, sem væntanlega næst í um-
ræddum samningum."
s „Ráðstefnan skorar á Alþingi,
að afgreiða frumvarp til laga um
jöfnun námsaðstöðu, sem nú ligg-
ur fyrir þinginu, án þess að fella
áður úr ákvæði um að þeir, sem
laun hafi á meðan skólaseta varir,
skuli ekki hafa rétt til fjárstyrks
vegna skólasetu fjarri heimilum
sinum.“
„Ráðstefnan harmar þau mis-
tök, sem urðu við afgreiðslu
breytinga á lögum um tekju- og
eignaskatt, að leiðrétta ekki þá
kjaraskerðingu, sem iðnmemar
hafa beint orðið fyrir við afnám
„nefskatta“. Iðnimeistairar hafa
hingað til verið lögum sam-
kvæmt skyldugir að greiða sjúkra
samlagsgjald og almennt trygg-
ingasjóðsgjald fyrir nema sína,
en losma nú að sjálfsögðu við
það, en iðnneminn situr hins veg-
ar eftir með aukið tekjuútsvar.
Þess vegna vonar ráðstefnian fast-
lega að leiðrétting fáist á þessu
strax á næsta þingi, t. d. í formi
verulegs frádráttair vegna iðn-
skólanáms"
A FIMMTUDAGSKVÖLD var í
Tón-abæ sikemmtun, þar sem sýnd
voru nokkur skemmtiatriði frá
árshátíðum gagnfræðaskólanna í
Reyltjavík. Húsfyllir var, og
margir urðu frá að hverfa. Því
hefur verið ákveðið að endurtaka
skemmtuni.na á mánudagskvöldið
í Tónabæ. Þessa mynd tók Ijós
myndari Morgunbl aðsims, SveLnm
Þormóðsson, af einu vinsælasta
skemmtiatriðinu: Boston-tríóinu,
sem flutti nokkur gömul lög í
gamalkunnum stíl með tilheyr
andi látbragði.
Mannræningjar
dæmdir í Rió
Rio die Janeiro, 15. apríS AP.
HERDÓMSTÓLL S Rio de Jan-
eiro kvað i dag upp dóm yfir 9
manns, sem fundnir voru sekir
um ránið á v-þýzka sendiherran-
um Ehrenfried von Holleben í
júní 1970.
Voiru sakbomingar aHir daamd
ir í ilífstíðarfangelsi. Saksófcnari
hafði krafizt da'uðadóans. Aðeins
þrir hinna dæmdu voru viðstadd-
ir, hinir eru í feluim.
IKIÐ
DflCLECH
Hikið ekki—hringið strax, sími 17700
m
símtalog
Verkföll
Stokkhólmi, 13. apríl — NTB
YFIR þúsund verkamenn við við-
gerðaverkstæði sænsku jám-
brautanna í Luleb, Örebro og
Gævle gerðu verkfall í dag til
þess að mótmæla launafyrir-
komulagi. í morgun höfðu verka-
menn í sömu starfsgrein í Öster-
sund og Tillberg komið aftur til
vinnu, en 78 verkamenn í Gævle
lögðu þá niður vinnu í staðinn.
Óánaegja verkaimanna á rót
sína að rekja til vitneskjunnar
um, að atvinnurekendur og verka
menn annars staðar höfðu gert
með sér grundvaliarsamning,
sem þýðir að starfsmenn við
verkstæði járnibrautanna fá frá
1. júlí nk. 80—89% af kaupi sinu
sem föst laun og afgangurinn
verður laun fyrir ákvæðisvinnu.
Til þessa hafa launin fyrir
ákvæðisvinnu verið hlutfallslega
meiri þáttur i kaupgreiðslunum,
en það er ósk verkamanna, að
launip verði algjörlega föst mán-
aðarlaun.
ÖRYGGI ER FENGIÐ
Trygging borgar sig,
heimilistrygging — slysa-
trygging — líftrygging.
Öryggi fyrir þig og
fjölskyldu þína.
— Lægri skattar.
Tryggið hjá öflugu
tryggingafélagi.
Hikið ekki — hringið strax.
ALMENNAR
TRYGGINGARg
Pósthússtræti 9, sími 17700