Morgunblaðið - 16.04.1972, Blaðsíða 14
14
MORGU3STOLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. APRÍL 1972
Gagnrýni
byr j endur
Garðurinn við bakaríið.
„Of seint, of seint, of seint,“
tautar Pési kanína fyrir xnunni
sér, þegar hann á eilífum þön-
fim, skýzt framhjá Lísu og hverf
ur henni sjónum inn í Undra-
landið.
„Of seint, of seint,“ er svarað
í hvert skipti, sem reynt er að
hreyfa mótbárum við einhverj-
tm opinberum framkvæmdum,
eins og greinilega hefur komið í
Ijós upp á síðkastið. Kerfið rétt
lætir sjálft sig, engin endurskoð
un möguleg, ekki hægt að
„stöðva þróunina", og enn berst
ómurinn úr Undralandi. Nú er
það drottningin sjálf, sem talar:
„Fyrst dóminn, síðan vitnaleiðsl
una,“ eða með öðrum orðum
Við getum rætt um réttmæti
verknaðarins, þegar búið er að
framkvæma haren.
Nú er röðin komin að Bern-
höftstorfunni, Bakarabrekkunni
eða Ingólfsbrekku eins og hún
einnig var nefnd.
Á baksíðu Moggans 17. marz
endurtók forsætisráðherra heit
sín frá haustinu, þ.e. fengi hann
að ráða, risi Stjómairráðshtisið
við Lækjargötu, sunnan Banka
strætLs, eins fljótt og uwnt væri.
„Sín stefna væri skýr“ . . o.s.
frv. Húsnæðisþörf stjómarráðs-
ins væri brýn og byggja yrði yf
ir hana sem skjótast.
Teikningar væru fyrir hendi.
Fjárveiting væri fyrir hendi.
Ekki eftir neinu að bíða. Eitt-
hvað slíkt var haft eftir ráð-
herra siðastliðið haust og verð-
ur þvi enn að teljast höfuðrök-
færsla fyrir áætlun þessari.
Húsnæðisþörfina þarf varla
að efast um. Hún er án efa
brýn og hefur farið vaxandi um
árabil. Bætt hefur verið úr með
því t.d. að skilja ráðuneytin í
sundur og færa í annað hús-
næði, ýmist ríkisins eða leigu-
húsnæði, sem fyrir hendi var í
bænum. Hversu heppilegur eða
óheppilegur slíkur aðskilruaður
er skal ósagt látið. Það hefur
heldur ekki komið fram, að hve
miklu leyti fyrirhuguð nýbygg-
ing geti fullhnægt húsnæðisþörf
inini. Brýnná þörf nægir húin alla-
vega ekki, þar eð a.rn.k. 2—3 ár
liða, áður en af notkun verður.
En þörfin getur einnig verið fyr-
irsjáanleg þörf; sé svo, væri
fróðlegt að heyra hvernig hún
er reiknuð, hversu hratt hún
vex og hversu lengi þessi bygg-
ing fullnægir henni. Henni er
varla hugsað það hlutverk að
hýsa öll ráðuneyti, og jafnvel
þó að gólfflötur á Bernhöftstorfu
megi fimmfaldast miðað við nú-
verandi, er spurningin, hversu
lengi þessu viðbótarhúsnæði,
sem það í raunimni er, tekst
að fullnægja þörfinni. — Aðal-
fyrir
*
A.
skipulag kveður einnig svo á, að
hverri nýbyggingu í miðbænum
sé skylt að sjá fyrir bílastæð-
um í hlutfalli við gólfflöt (1
stæði 50 fenm. atv.húsn.) eða
greiða til bæjansjóðs ednhveirs
konar skaðabætur, sem mota á til
nýsköpunar bílastæða í miðbæn-
um. Hvor hátturinn verður á
hafður hér?
Um miðbæinn milli Læfcjar-
götu og Suðurgötu segir einnig
í aðalskipulagi, að þar skuli í
lok tímabilsins (1983) gólfflötur
til íbúðar vera 0, og flatanrými
verzlana aðeins aukast um u.þ.b.
Vz. Meira sé varla hugsanlegt
vegna vandkvæða á bilastæðum.
Áætlað er að um 75% verði
skrifstofur, opinberar og aðrar
stofnanir, þegar lýkur skipulags-
tímabili þessu.
Erfitt er að segja, hvernig
áætlunum þessum er framfylgt,
þar eð lítið sem ekkert virðdst
hafa verið unnið að heildar-
skipulagi miðbæjarins eftir út-
komu aðalskipulagisi'nis. Bókin
sjálf (Aðalskipulag Reykjavík-
ur) er varla nema girófur rammi
um hugsanlega þróun á grund-
velli gagnasöfnunar 1960—64.
Flest annað, er prýðir bókina,
verður að teljast pólitísk ósk-
hyggja, a.m.k. á meðan ekki hef-
ur birzt nein áætlun um fram-
kvæmdir innan svæðisins, eða
þær látnar lúta lögum hins
frjálsa framtaks.
>ó er það þessi bók, sem hlýt-
ur að liggja til grundvallar, þeg
ar skipulagsnefnd bæjarins kem
ur saman og „afgreiðir" málin.
Nýrra markmiða eða stefnu-
breytinga er varla að vænta úr
þeirri átt, enda nefndin ekki
skipuð i þvi skyni. Sé vottur
af slíku getur það einungis kom
ið fram við afgreiðslu einstakra
mála, og er slíkt handahóf jafn-
vel verra en ekkert.
Sem dæmi um, hvernig ein-
stakar framkvæmdir verða, þeg
ar unnið er á grundvelli grófra
ákvarðana innan ramrna aðal-
skipulagsins, má nefna Iðnaðar-
mannahúsið, sem risið hefur við
Hallveigarstíg að undaniförnu.
ÆSKULÝÐSSAMBAND íslands
gengst fyrir ráðstefnu um vernd-
un sjávar og fiskveiðilögsögu á
Hótel Loftleiðum dagana 13. til
16. april n.k. Þátttakendur á
ráðstefnunni verða fulltrúar frá
aðildiarsamböndum æskulýðs-
sambandsins og ennfremur frá
æskulýðssamböndum Danmerk-
ur, Noregs, Svíþjóðar og æsku-
lýðssambandi Evrópu.
Staðsetning þess byggist á
þeirri forsendu, að Amtmanns-
stígur tengist Grettisgötu, sem
hins vegar felur í sér niðurrif
húsa við Amtmannssttg og Ing-
ólfsstræti, flutning eða niðurrif
tugthússins við Skólavörðustig
og niðurrif annarrar húsaraðar
Grettisgötu alla leið að Snorra-
braut.
Iðnaðarmannahúsið er sett nið
ur án þess, að gerð hafi verið
grein fyrir endanlegum afleið-
ingum fyrrnefndrar forsendu,
og án þess, að skipulagning og
nauðsynlegar framkvæmdaáætl
anir liggi fyrir eða þær hafi ver
ið samþykktar frá t.d. fjárhags
legum, framkvæmdalegum,
menningarlegum sjónarmiðum.
Á hinn bóginn má svo benda
á dæmi sem t.d. Fríkirkjuveg 11,
þar seim horfið var frá mjög um
deildu niðurrifi og nýbyggingu
m.a. vegna þess, að „erfitt
mundi reynast að uppfylla þau
ábvæði. . . að sérkenni umhverf
is Tjarnarinnar skyldu varð-
veitt." Er hér urn að ræða und-
antekninguna frægu, voru fleiri
bílastæði möguleg við Sölvhóls-
götu, — eða báru oœótmælin
raunverulega árangur?
Þróunarnefnd þeirri, sem nú
verður skipuð, er væntanlega
hugsað að vinna að endurskoð-
un forsenda aðalskipulagsins
m.a. og/eða nýrri gagnasöfnun.
Hvort henni er jafnframt ætlað
að marka nýjar stefnur eða ann
að markmið skipulagningarinn-
ar, er spurning.
Árið 1970 sendi félagsfundur
Arkitektafélagsins áskorun til
þáv. menntamálaráðherra um
friðun húsanna, sem nú standa
á torfunni, vegna hlutverks
þeirra í þróunarsögu bæjarins,
heildarsvips götulinunnar, sam-
Erlendir fyrirtesarar á ráð-
stefnunni verða Fatrick Wall,
þinigimaður brezka íhaldsflokks-
ins, Thor Heyerdahl yngri og
Francis T. Christy frá Bandaríkj
unum. íslenzkir fyrirlesarar eru
Hans G. Andersen og Eysteinn
Jónsson. Gert er ráð fyrir, að
þátttabendur verði alls um 40
tailsins.
hengis við aðrar byggingar o.s.
frv. Sama erindi átti áskorun
rúmlega sextíu myndlistar-
manna til sama ráðuneytis.
Engin svör, frekar en við til-
lögum Þjóðminjasafns og hús-
friðunarnefndar um friðlýsingu
Menntaskólans og Stjórnarráðs-
hússins. Sumarið 1970 voru hús
in á torfunni og torf*n öll mæld
upp, og studdu Reykjavikurbær
Þjóðminjasafn og Arkitektafé-
lag þá vinnu. Uppmæling þessi
varð svo snemma á árinu “71
grundvöllur að almennri hug-
myndasamkeppni á vegum A.I.
um „endurlífgun torfunnar", þ.e
tækifæri til að sýna almenningi
og ráðamönnum, hvað átt væri
við með friðun, varðveizlu,
nýrri notkun eða „endurlifg-
un.“
Samkeppni þessari lauk í júlí
‘71, og var þá þegar haldin sýn-
ing á þeim 18 tillögum, sem bár-
ust af ýmsum gerðum og ýmsu
tagi. Flestar fólu í sér varð-
veizlu og endurbætur núver-
andi húsa á lóðinni og jafn-
framt leiðir til að gera Svæðið
„virkc“ á ný i bæjarlifinu.
Þá var boðið á sýninguna nú-
verandi ríkisstjórn og forráða-
mönnum bæjarins, auk þess sem
sýningin var opin almenningi í
tvær vikur.
Sl. vetur valdi dómnefnd
nokkrar tillögur til viðurkenn-
ingár, sem ætla má, að bendi á
raunhæfa varðveizlumöguleika.
Sömu aðitum og áður, var boðið
að skoða og kynna sér þessar
tillögur, auk þess sem fyrir ligg
ur tillaga húsfriðunarnefndar
um friðun þessara sömu húsa.
Hvaða afstaða hefur verið
tekin til þessara tillagna og með
hvaða rökum ?
Það er að vísu engin hefð, að
riki eða bær geri opinberlega
grein fyrir ráðstöfunum sinum,
fyrr en skurðgrafa er komin á
staðinn, né heldu-r, að almennt
sé verið að skipta sér af því,
sem gert er, þó slíkt verði að
teljast heilbrigðari vinnubrögð,
eða a.m.k. skyldari lýðræði en
þau, sem við eigum að venjast.
1 þessu tilviki hefur farið þann-
ig, að fram hafa komið aðrar
hugmyndir, önnur sjónarmið og
sýnt verið fram á aðrar leiðir,
og þess óskað, að i stað þess að
vera kallaðir hæstvirtir kjósend
ur . á f jögurra ára fresti gefist
almenningi kostur á virkri þátt-
töku i mótun umhverfis síns.
Það er því eðlilegast, að ráða
menn ríkis og bæjar svari þess
um sjónarmiðum og spurningum
opinberlega og geri það á þeim
grundvelli, sem nú hefur skap-
azt.
Það er aldrei of seint, Pésl.
Kaupmannahöfn, 24. 3. 1972.
13 íslenzkir nemendur við
Listaháskólann i Kaupmanna-
höfn.
Árni Þórólfsson
Björn H. Jóhannesson
Dagný Helgadóttir
Kinar E. Sæmundsen
Finnur Björgvinsson
Guðbjörg Zakariasdóttir
Guðni Fálsson
Halldór Guðmundsson
Helgi Arnlaugsson
Hilmar Þór Björnsson
Sigurður Örlygsson
Stefán Örn Stefánsson
Stefán Thors
(Nemendur í Listaliáskólaniim
i Kaupmannahöfn).
Stóraukin vamhluta-
þjónusta fyrir
Vauxhall &
Bedford
SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
@ Varahlutaverzlun
BÍLDSHÖFÐA 8,RVÍK.
SÍMI 86750
--r-r--------------------------
BÍLOSHÓFDI
::Vý
Bakarabrekkan.
Ráöstefna ÆSÍ:
Verndun sjávar
og fiskveiðilögsaga
— brezki þingmaðurinn Patrick
Wall á meðal fyrirlesara