Morgunblaðið - 16.04.1972, Síða 17
■1 MOR<3UNBLAS>If>, SUNNUDAGUR 16. APRtL 1972
17
umhverfi manns
Dr, Sturla Friðriksson:
Vistfræði
HÉR hefst nýr þáttur í Morgun-
blaðinu, og fjallar hann um um-
hverfi manns og mengun. Blaðið
hefur leitað til nokkurra íslenzkra
visindamanna, og miunu þeir
skrifa um helztu þætti umhverfis-
mála, sem varða fsland. — Observ-
er-greinar þær, sem undanfarið
hafa birzt í Morgunblaðinu um
manninn og umhverfi hans, Geim-
farið jörð, hafa vakið mikla at-
hygli, en nú snúum við okkur að
eigin vandamálum.
Greinar íslenzku vísindamann-
anna verða allar skrifaðar und-
ir fyrirsögninni: UMHVERFI
MANNS. — Þes.si þáttur hefst
með grein dr. Sturlu Friðriksson-
ar um visfræði, sem er fræðin um
umhverfi okkar.
Ritstj.
Ein af greinum náttúrufræðinnar
heitir á erlendu máli ökólógía*, og er
einskonar átthagafræði lífveranna.
Á þeim vettvangi er ekki verið að
fjalla um greiningu tegunda eða innri
byggingu lífvera heldur samneyti
einstaklinga í samfélaigi lífveranna
og samskipti þeirra við umhverfið,
átthagana.
Þar sem fræðigreinin er mjög við-
íeðm þarf hún að samræma þekk-
ingu fjölda sérsviða og leita stuðn-
ings þeirra við rannsókn á lífverum
sem og hinu ólífræna umhverfi og fá
með því heildarsýn yfir viðfangsefn-
ið. Verksviðið er allur lífheimur
(bíósfera), eða sá hluti jarðar, sem
hýsir lífverur, það er ytza lag jarðar,
höf og lofthjúpur.
Vistfræðin fjallar einkum um safn
lífvera (pópúlasjón), sem er úrtak
einstaklinga sömu tegundar. Þegar
fleiri en eitt safn eða söfn hinna
ýmsu tegunda búa við sömu skilyrði
er það nefnt samfélag (eommunity).
Það eru þessir hópar og sam.skipti
þeirra, sem vistfræðin lætur sig
varða. Li'tið er á samfélagið og um-
hverfi þess sem samofna heild er
nefna má vistakerfi eða vistarkerfi
(ökosystem).
AFMARKAÐ VISTAKERFI
í krafti þeirrar samfélagsfræði má
grannskoða félagslíf hinn smæstu lif
vera, sem hrærast til dæmis í einni
Dr. Sturla Friðriksson
mosaþúfu i móa eða líf í vel afmörk-
uðum tjarnarhólma. Hólminn er um-
flotinn vatni og þar breytist um-
hverfið eftir árstímum, þar sem líf
vaknar af vetrardvala, gróður hólm-
ans og tjarnarinnar tekur til starfa
við framleiðslu á sykrungum og öðr-
um slungnari lífefnum plöntunnar
með afli þeirrar orku, sem sólin veit-
ir þessu afmarka umhverfi, en lifið
er hverfuJt og breytignum háð og
engin stundarstöðnun á sér stað.
Þörungar tjarnarinnar eru etnir af
smálirfum, sem aftur verða hornsíl-
um að bráð og lenda loks í maga
kriuunga hólmans, sem á hinn bóg-
inn eykur við frjósemi hreiður-
stæðisins og stuðlar að grósku hvann
arinnar, sem siðan kæfir grasið. En
leifar af rotnandi grasi verða maðka-
matur. Þannig byggir ein lífvera
tilveru sína á afkomu annarrar og
hin upprunalega orka sólar, sem féll
Franihald á bls. 23
* Orðið ökologria er myndað af gríska
orðlnu oikos, sem þýðir hús eða íverustað-
ur og er raunverulega átt við, að fræði-
greinin fjalli um lífverur í heimahögum.
Vandfundið er íslenzkt orð jafnt þjálft
hinu erlenda. Reynt hefur verið að nota
bæði umhverfisfræði, átthagafræði og
samfélagsfræði, sem er að vísu nokkuð
þrengri merking. Prófessor Halldór Hall-
dórsson hefur stungið upp á að nota orð-
ið vist, sem þýðingu á oikos. Orðið vist
fer vel I samsetningum. Eðlilegast virðist
mér samt að nota það sem þýðingu á orð-
inu habitat, en það er verustaður eða vaxt
arstaður lífverunnar. Sé orðið vist hins
vegar notað í þeirri merkingu finnst
mér ekki ástæða til þess að taka upp nýj-
an orðstofn til að þýða oikos þvi hef ég
notað orðið vistfræði, sem þýðingu á
ökólógíu og vist-í þeim samsettu orðum
í þýðingu á ökó- eða eco- á erlendum
málum, jafnframt því að vist er notað
yfir habitat.
vald frá borgurunum til mið-
stjórnar í Reykjavík. Hún
skipuleggur þessa starfsemi og
finnst raunar allt lítilvægt bor-
ið saman við það að sölsa völd
og áhrif, ekki einungis frá ein-
staklingum, heldur líka stofnun
um þjóðfélagsins og sérstaklega
frá dreifbýlinu. Valdið skal
verða á einni hendi. Skriffinsk-
an skal bltfa.
Vitleysan og
þingræðið
Einna lengst hefur vitleysan
komizt á Alþingi, þegar þing-
menn stjórnarflokkanna hafa
þráistagazit á því, að þimgisálykt-
unartillaga sjálfstæðismanna i
öryggismálum væri „óþingræðis
leg“ og „ólýðræðisleg". I þessari
tillögu er gert ráð fyrir því, að
þeir þingflokkar, sem styðja að-
ild Islands að Atlantshafsbanda
laginu, tilnefni fulltrúa til að
starfa með utanrikisráðherra að
endurskoðun varnarsamnings-
ins. Kommúnistar segja, að þetta
sé ólýðræðisleg tillaga, vegna
þess að hún útiloki þá frá þátt-
töku í þessu starfi. Hvert manns
barn veit þó, að Alþingi er stöð-
ugt að samþykkja tillögur og
frumvöirp, þar sem ákveðnum
stafnunum í þjóðfólagiiniu og sam
töik'um bor'garanina er falið að til
nefna menn í þessa nefnd eða
hina, til þessara starfanna eða
hinna. Engum hefur hingað til
dottið í hug að halda því fram,
að slíkt væri ólýðræðislegt.
Þvert á móti er einmitt sjálfsagt
að fela þeim aðilum 1 þjóðfélag-
inu að vinna hin ýmsu störf,
sem ýmist hafa á þeim sér-
þekkingu eða sérstakan áhuga.
Öllum ætti líka að vera það
Ijóst, að þeir menn, sem engar
varnir vilja hér hafa og ekki
einu sinni að við séum þátttak-
endur í Atlantshafsbandalag-
inu, geta ekkert erindi átt við
samningaborð, þar sem um það
er fjallað, hvernig vörnum skuli
háttað. Slik tilhögun væri bein-
línis sprenghlægileg.
Og enn eru fleiri hliðar á
þessu máli. Ríkisstjórnin hefur
ákveðið að setja umboðsmenn
tæps helmings þjóðarinnar til
hliðar við þessa samningagerð.
Samkvæmt þessum nýstárlegu
kenningum ætti það að vera
mjög ólýðræðislegt og þingmenn
Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu-
flokksins ættu allir að fara í
fýlu. Ráðherranefndin á að sjá
um endurskoðun varnarsamn-
ingsins, og ekki eru þó stuðn-
ingsmenn stjórnarflokkanna
nema rétt rúmur helmingur þjóð
arinnar.
En ólýðræðislegastur allra
ætti þó utanríkisráðherrann að
vera, því að hann hefur lýst því
yfir, að hann sé hættur við að
hafa ráðherrana Magnús Kjart-
ansson og Magnús Torfa Ólafs-
son með sér við samningagerð-
ina, hann ætli aleinn að annast
hana. Sá gefur ekki mikið fyrir
þingræðið og lýðræðið að mati
þeirra kommúnistaþingmanna,
sem mest hafa fjai’gviörazt út af
tillögu sjálfstæðismanna.
„Það hefur engin
ákvörðun
verið tekin...“
Snörpustu umræður yfir-
standandi þings urðu á fimmtu-
daginn í síðast liðinni viku, þeg
ar Geir Hallgrímssyni, varafor-
manni Sjálfstæðisflokksins,
tókst að fá fram þá yfirlýsingu
Ólafs Jóhannessonar, að Einar
Ágústsson, utanríkisráðherra,
færi með rétt mál varðandi end
urskoðun varnarsamningsins, en
Magnús Kjartansson og Lúðvík
Jósefsson færu með hrein ósann
indi. Upp úr forsætisráðherran-
um datt þessi setning: „Það hef-
ur engin ákvörðun verið tekin
um brottföir varnarliðsins.“
1 þéssum sömu umræðum hafði
Magnús Kjartansson margsinnis
haldið þvi fram, að full sam-
staða væri innan ríkisstjórnar-
innar um að láta varnarliðið
fara úr landi og endanleg
ákvörðun hefði verið tekin í því
efni. Porsætisráðherrann lýsti
hann hreinan ósannindamann,
enda hvarf Magnús úr þingsaln-
um að bragði og sást þar ekki
meir.
Þessi yfirlýsing forsætisráð
herra er auðvitað geysimikil-
væg, eins og Jóhann Hafstein
formaður Sjálfstæðisflokks-
ins vék að, er hann þakkaði for
sætisráðherra fyrir hana. Nú
vita það allir, að einnig það
ákvæði stjórnarsáttmálans, sem
fjallar um brottrekstur varnar-
iðsins, hefur verið brotið, og
engin áform eru um að fram-
fylgja því. Þá liggur það einn-
ig ljóst fyrir, að ráðherrar Al-
þýðubandalagsins bera stjórn-
skipulega ábyrgð á því, að hér
sé varnarlið á vegum Atlants-
hafsbandalagsins, og engu máii
skiptir, hvað þeir blaðra I þvl
efni. Herinn er hér á þeirra á-
byrgð og verður áfram.
„...og verður
aldrei tekin“
Þannig er ekki einungis um
það að ræða, sem Ólafiur
J óhannesson, forsætisráðherra,
sagði, að engin ákvörðun hefði
verið tekin um brottför varaar-
liðsins, heldur liggur líka ljóst
fyrir, að engin slík ákvörðun
verður tekin af núverandi rík-
isstjórn. Og hvernig víkur því
við? Jú, þrir af þingmönnum
stjórnarflokkanna hafa lýst yf-
ir því skýrt og skorinort,
að þeir muni ekki I!já atkvæði
sitt til að gera Island varnar-
laust, eins og nú er umhorfs I
okkar heimshluta, og utanríkis-
ráðherra hefur skýrt og skorin-
ort lofað að tillögur um endur-
skoðun varnarsamningsins verði
lagðar fyrir Alþingi.
Auk þeirra þriggja þing-
manna, sem gefið hafa skýlausa
yfirlýsingu í þessu efni, er vit-
að, að margir af stuðningsmönn
um stjórnarflokkanna eru sama
sinnis og þeir, þótt þeir hafi
ekki opinberlega skýrt frá því.
Þannig er alveg Ijóst, að varn-
arliðið verður hér áfram, enda
byggðist flugbrautarsamningur-
inn á' því, og forsætisráðherra
hefur lýst yfir, að ríkisstjórn-
in hafi fallizt á sjónarmið
Bandarikjamanna í því efni..
Sjálfsagt munu kommúnistar
halda áfram að blaðra um brott-
för varnarliðsins, en þeir vita
jafn vel og allir aðrir, að ákvörð
un um hana verður ekki tekin,
og þess vegna bera þeir ábyrgð
á dvöl varnarliðsins hér. Kom
það vel á vonda.