Morgunblaðið - 16.04.1972, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. APRÍL 1972
23
Mánudagur kl. 20.30:
Eurovision-
söngvakeppni
EUROVISION-SÖNGVAKEPPNiN ex
árlegrur viðburður — eiirn beat heppn-
aði þátturinn í samstarfi Evrópuþjóð
anna við gerð og dreifingru sjónvarps-
efnis, bæði hvað snertir gæði og vin-
sældir. Að Jiessu sinni tóku 18 Evr-
ópuþjóðir þátt í keppninni og talið
var, að 400 niilljónir sjónvarpsáhorf-
enda i Evrópu hefðu horft á beina út-
sendingu. keppninnar frá Edinborg í
Skotlandi, auk þess sem keppninni
var sjönvarpað um gervihnött til
Brasiliu. Myndsegulbandsupptökur
voru siðan sendar til aiuiarra landa,
þ. á m. ísrael, Hong Kong, Japan og
fslands. AIIs staðar var keppninni tek
ið með fögnuði og svo er einnig hér,
því að hér er um að ræða sérlega
vandað og íburðarmikið sjónvarps-
efni, dálítið spennandi, og svo er tón-
listin auðvitað lika góð.
Keppnin fer þannig fram, að frá
hverju landanna 18 kemur eitt lag,
flytjendur og tveir dómarar að auki.
Lögin 18 eru flutt í einni runu, með
stuttum kynningum á milli, og siðan
hefst atikvæðagreiðslan. Dómaramir
fá ákveðinn fjölda atkvæða, yfirleitt
hafa þau verið níu, sem þeir mega
skipta á milh eins margra laga og
þeim sýnist, þó með þeirri undan-
tekningu, að þeir mega ekki greiða
löndum sinum atkvæði. Það land,
sem flest atkvæði hlýtur, telst sigur-
vegari oig ávinniur sér rétt til að halda
keppnina nœsta ár á eftir.
Löndin 18, sem sendu lög til keppn-
innar að þessu stnnii, voru: Þýzka-
land, Frakkland, Irland, Spánn, Bret-
land, Noregur, Portúgal, Sviss, Malta,
Finniand, Austurriki, ítaMa, Júgó-
slavía, Svíþjóð, Mónakó, Belgía, Lux-
emborg og Holland. Eins og að líkum
lætur, er popptónlist þessara landa
ólík um margt og dómararnir með
misjafnan tónlistarsmekk. Þess vegna
hefur keppnin á undanförnum árum
æ meira færzt í það form, að lögin
hafa verið einföld og auðlærð, svo að
dómararnir myndiu hrifast á svip-
stundu. Bretar hafa löngum staðið
sig vel í gerð sMkra laga, hafa reynd-
ar nær óbrigðult kerfi til að tryggja
að lögin verði einmitt þannig og ekki
öðruvísi. Þeir bjóða hverjum sem er
að senda Lag til forkeppni, en síðan
veiur dómnefnd sex lög úr. Listafólk-
ið, sem á svo að keppa fyrir Bret-
lands hönd, syngur þessi lög í sjón-
varpi, eitt lag á viku, i sex vikur og
siðan greiða áhorfendur lögunum at-
kvæði og sú atkvæðagreiðsla ræður
úrslitum um hvaða lag er sent til
keppninnar.
Önnur lönd hafa vafalaust einhverj-
ar svipaðar aðfierðir við val á lögum
sínum fyrir keppnina og þess vegna
verða lögin oft i svipuðum dúr —
haria auðlærð og einföld, en verða
fljótt leiðigjörn, og það er einn af fá-
um göllum keppninnar.
Fyrir nokkrum árum stóð mikill
styrr um keppnina vegna þess, að
sigurstranglegustu löndin gættu þess
jafnan að greiða ekki hvort öðru at-
kvæði, heldur einhverjum löndum,
sem voniaus voru talin um sigur.
Þess vegna varð atkvæðagreiðslan
oft hreinasta vitleysa, og endirinn sá,
að vonlausu löndin skákuðu þeim sig-
urstraniglegu. Hámarki náði þessi
endaleysa árið 1969, þegar þrjú „von-
laus“ lönd urðu jöfn þvi sigurstrang-
legasta, Bretlandi, í efsta sæti. Eftir
það var reglum keppninnar og fram-
kvæmd breytt til að koma i veg fyr-
ir sMkt.
Keppninni héfur tvisvar áður verið
sjónvarpað hérlendis, árin 1970 og
1971. Sigurvegari fyrra árið varð
Dana frá írlandi með lagið All Kinds
Of Everything, en síðara árið Sever-
ine frá Mónakó með lagið Un Banc,
Une Anbre, Une Rue, sem hér á landi
varð mun vinsælla i flutningi Svan-
hildar og hlijómsveitar Ólafs Gauks
undir nafntou Ég mun bíða þín. Fyr-
ir þessa keppni, sem nú verður sjón-
varpað, voru New Seekers frá Bret-
landi talin sigurstranglegust, ekki
sízt vegna þess að þau höfðu skömmu
áður heillað hálfan heiminn, ef ekki
allan, með flutninigi sínum á kók-lag-
inu fræga, „I’d like tó teaoh the
world to sing“, og einnig þar sem
framlag þeirra til söngvakeppninnar,
„Beg, steal or borrow", var komið í
þriðja sæti á vinsældalistum i heima-
landi þeirra. 1 sjónvarpinu annað
kvöld kl. 20.30 sést hvernig þeim
gekk og hver úrslitin urðu.
Fræðslurit
um fíknilyf
AFENGISVARNARAÐ og heil-
brigðis- og tryggingaráðu-
neytið hafa gefið út bækling
eftír dr. Vilhjálm G. Skúlason;
„Flöttinm frá raunveruleikanum
— alþýðlegt fræðslurit um
ávama- og fíknilyf“. I»á eru í
vininislu tveir bæklingar á veg-
nm menntamála-, dóms- og
heUbrigðiS- og trygginga-
ráðuneytLsins um ávana- og
fíkhilyf. Höfundar þeirra bækl-
Inga eru, prófessor Þorkell Jó-
hannesson og Benedikt Tómas-
soe, skólayfirlæknir.
„Flóttinin frá raunveruieikan-
u;m“ er gefinin út í 10 þúsiutnd
eintaka upplagi og verður um
sex þúscnd eiintökum dreift
ókeypis til þeirra, sem ljúka
kammiranárnii í vor, nemenda
í félagsfræðum við H.í. og
læiknanema, lögregluyfiirvalda,
tollgæzlu og æSkuilýðsfulltrúa
Form. áfehigisvarnamefinda verð-
ur falið að dreiifia bækliingnum til
skólastjóra og kennara á hverj-
™ stað. Einnig verður bækling-
vrinn til sölu í bókabúðum. —
Hinum bæMingumum tveimur,
sem væntanlegir eru, verður
dreift ti'l nemenda i gagnfræða-
og menntaskólum.
„Flóttiinn frá raunveruleikan-
um“ sMptist í þrjá meginikafla,
Uppruna lyfja og söguilega þró-
un, Huigl'eiðingar um ávana- og
filkndlyf og Flokkun ávana- og
fiknilyfja og lýsdn'g á eiginledk-
um þeirra. BæMingurinn er tæu-
ar 80 blaðsiður, umniinm í Prent-
smiðju Hafharfjarðar hf.
l)r. Vllhjálmur G. Skúlason með
bækling sinn, „Flóttinn frá raun-
verulelkanum". — (Ljósm. Mbl.
Kr. Ben.)
— Vistfræöi
Framh. af hls. 17
svæðinu í Skaiut og var höndiuð af
frumframleiðendum, berst frá einni
lífveru til annarrar frá piöntu til
dýrs óg þess, sem á þvi dýri liifir,
það er frá framleiðanda til frumneyt-
anda, og þaða-n til síðneytenda. Þann-
ig má með vistfræðirannsókn í
tjarnarhólmanum kanna feril orkunn
ar svo og ýmissa jarð- og loftefna,
sem taka þátt í og gegna hlutverM í
byggingu hinma lifandi vera. Það má
jafnvel leitast við að reikna út, hve
mikill hl'Uti sólarorkunnar, sem á
tjarnarsvæðið féll, hefur komið líf-
venunum að gagni. Hve miMð hefur
tekizt að binda í lífræna framieiðslu
í heildar lifefnamagni (biomass)
hólmans. Hve mikill hluti þeirrar
orku er falin í holdi og vef fjöl-
margna lífvera í ákveðinni einingu
lands t.d. eins rúmmetra jarðvegs
eða fermetra yfirborðs.
FRAMVINDA SAMFÉLAGS
Þá er ekki síður fróðlegt að fylgj-
ast með því, hvernig hólminn gat
breytzt frá því að vera nakin sandi-
drifin klöpp í þessa paradís iðandi
Mís. Hvernig fyrstu landnemarnir
háðu harða baráttu fyrir tilveru og
með striti símu bjuggu í haginn fyrir
innrás annarra tegunda. Hvernig I
kjölfair frumbyggja réðust inn aðnair
síðkomnari begundir jafnframt þvi
aem kjörlendi hólmans breyttist.
Stig af stigi þróaðist samfélagið þar
til ákveðnu hámarki var náð.
Samfélag hóimans verður þó
aldrei staðnað enda þótt nokkurt jafn
vægi kiunni að ríkja í hinu þróaða
samfélagi. Og útrýmimg einnar
tegundar eða offjölgun annarrar get-
ur auðveldlega raskað jafnvæginiu,
þanniig að öllu hiniu furðuskipulega
ástandi getur verið kollvarpað,, síli
og maðkur hverfi og kríu verði ekki
lengur vart í hólma tjarnarinnar.
Ýmsar náttúruhamfarir geta haft
skjót og afdrifarik áhrif á þetta sam-
spiil iífis og hins lífvana umhvenfis,
en maðurinn með sinni tæknilegu
þekkingu er að öðlast æ meira vaid
til að hafa áhrif á ríkjandi ;afn-
vægi.
Með því að nota óhóflega ýmis
náttúruaiuðæfi, getur hann til dæmiis
skert, eða fjarlægt um of, einhverjar
þær stoðir, er standa undir franv-
vindu hiuta Lífskeðjunnar. Eins get-
ur hann veitt þeim aðkomuefnum inn
í kerfið, sem oft ern þess eðlis, að
þau raska jafnvægi lífvera eða gera
jafnvel vistina (habitat) óbærilega
fyrir einn eða fleiri htekki lífskeðj-
unriar. Tilvist þessara aðkomuefna
nefnum við mengun. Oft eru áhrifin
Ljós en áhrifavaldurinn vandfundinn
eða orsakarinnar að Leita í marg-
silumgnu samspili ótaL þátta Lífs og
umhverfis. Það er verksvið vistfræð-
innar að kanna tilveru og áhrif hinna
flóknu þátta, sem viðhalda farsælum
samskiptum milli lífvera, og meta
og mæLa framvindu samfélagsins.
Húsavík;
Tónlistarlíf í blóma
HÚSAVÍK 8. apríl.
Karlakórinn Þrymur og Lúðra-
sveit Húsavíkur héldu tónleika
í Samkoniuhúsinu sl. fimmtu-
dagskvöld. Það voru fjórðu tón-
leikarnir, sem þessir aðilar liafa
haldið sameiginlega í vetur. Að-
sókn var meiri en húsið rúmaði.
Undirtektir álieyrenda voru með
ágætum, svo að endurtaka varð
meirihluta tónleikaski-árinnar. 1
kvöld leikur lúðrasveitin að
Breiðuinýri og áformað er að
liafa tónleika á Akureyri sunnu-
daginn 16. þessa mánaðar.
Efnisökráin á Holtuin'um var
fjölibreytt og vönduð og enu flest
laganna útsett af st jórnandanum,
Tékkannm Vladislav Vojta. Ein-
iei'karar með l'úðrasveit.irmi voru
Sigurður Ámaison og Steimgrím-
ur Hallgríimsson og einsöngvar-
air Eysteinn Sigurjónssoin og
Guðmundur Gunnansson. Tékk-
inn Vojta er söng- og hljóm-
sveitarsitjóri í Prag og réðst til
Húsavíkur sl. haust til ársdvalar.
Hann hefur kennt hljóðfæraleilk
við Tónlistars'kólann i vetit r, aulk
þess sem hann hefur æft Karla-
kórinn Þrym, Karlakór Reyk-
dæla og Lúðrasveit Húsavikiur
Þá hefur hann einnig æft lúðra-
sveit barna og unglinga, sem er
nýstofnuð.
Á Húsavik dvöldu á undan
Vojta í tvö ár tékknesku hjónin
Jaroslav og Vera Lauda. Árang-
ur hefur orðið mjög milkiili af
starfi þessa ágæta tónlistarfólks
og stendur tónlistarl'íf nú með
miikh’im blóma á Húsavík. 1 ráði
er að þriðji Tékkinn, þekikit-
ur tónlistarmaður, komi himgað
frá Prag naasta haust. Þetta
tékkneska fóik hefur unað hag
símum vel á Húsavík og Húis-
vikimgar og Þimgeyimigar haft
mi'kið gagn af dvöl þess hér.
— Fréttaritari.
Skipaðir f ulltrúar
í umferðarráð
NÝLEGA hafa verið skipaðir
fulltrúar í Umferðarráð til
þriggja ára frá 1. marz 1972 að
telja. Fulltrúar eru skipaðir sam
kvæmt tilnefningu, sem hér seg-
ir.
Baldvin Þ. Kristjánsson, félags
málafulltrúi, samkvæmt tilnefn-
ingu Landssamtaka klúbbanna
„Öruggur akstur".
Bruno Hjaltested, deildarstj.,
samkvæmt tilnefningu Sam-
bands islenzkra tryggingarfé-.
laga.
Einar Ögmundsson, bifreiða-
stjóri, samkvæmt tilnefningu
Landssambands vörubifreiða-
stjóra.
Guðni Karlsson, forstöðumað-
ur, samkvæmt tilnefningu Bif-
reiðaeftirlits ríkisins.
Gunnar Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri, samkvæmt til-
nefningu Slysavarnafélags Is-
lands.
Guttormur Þormar, yfirverk-
fræðingur, samkvæmt tilnefn-
ingu Reykjavíkurborgar.
Haukur ísfeld, kennari, sam-
kvæmt tilnefningu Bindindisfé-
lags ökumanna.
Jón Birgir Jónsson, deildar-
verkfræðingur, samkvæmt til-
nefningu Vegagerðar ríMsins.
Kjartan J. Jóhannsson, lækn-
ir, samkvæmt tilnefningu Félags
íslenzkra bifreiðaeigenda.
Magnús E. Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri samkvæmt tilnefn.
ingu Sambands íslenzkra sveit-
arfélaga.
Ólafur Guðmundsson, öku-
kennari, samkvæmt tilnefningu
Ökukennarafélags Islands.
Ólafur W. Stefánsson, deild-
arstjóri, samkvæmt tilnefningu
dóms- og kirkjumálaráðuneytis-
ins.
Óskar Ólason, yfirlögreglu-
þjónn, samkvæmt tilnefningu
lögreglustjórans i Reykjavík.
Stefán Ólafur Jónsson, full-
trúi, samkvæmt tilnefningu
menntamálaráðuneytisins.
Þorvaldur Þorvaldsson, bif-
reiðastjóri, samkvæmt tilnefn-
ingu Bandalags íslenzkra leigu-
bifreiðastjóra.
Auk þessa hefur dómsmálaráð
herra skipað Sigurjón Sigurðs-
son, lögreglustjóra, formann Um
ferðarráðs, en varaformaður Um
ferðarráðs hefur verið skipaður
Gunnar Friðriksson, framkv.stj.
í framkvæmdanefnd Umferð-
arráðs hafa verið skipaðir tU
eins árs Baldvin Þ. Kristjánsson,
félagsmálafulltrúi, Jón Birgir
Jónsson, deildarverkfræðmguir,
og Ólafur W. Stefánsson, deildar
stjóri, sem jafnframt var skip-
aður formaður framkvæmda-
nefndarinnar.
Dóms- og kirkj umálaráðuneyt
ið, 11. april 1972.