Morgunblaðið - 16.04.1972, Síða 28
28
3VIORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. APRlL 1972
TVITIJG
STULKA
OSKAST..
1 þýðingu Hulclu Valtýsdóttur.
Mér fannst ég hafa upplifað
sýningu á „La Traviata" á
hálfri annarri mínútu. Þota
flaug yfir húsinu í mi'kilJi hæð
og Loðhnoðri tdk að geita í mót
mælaskyná vegna ágan-gs á yfir-
ráðasvæði hans í loifti. Penny
stundi aftur og sneri sér undan.
Gat ég spurt hana, hivort Gil-
bert hefði sagt við hana: „Og
þegar hann kemur, farið þið
saman í rúmið. Skilurðu það?“
Og hvort hún hafði þá svarað:
„Já, Gilbert. Gott og vel, Gil-
bert." Nei, því miður. Því mið-
ur var það almennt álitið að
merkustu spurninganna þyrfti
aldrei að spyrja. Ég reyndi að
svara sjálfur í huganum. Auðvit
að hafði það verið svo. Það var
augljósara en allt annað. Lá í
auigum uppi, aldeilis bersýni-
legt. Auðvi.tað hafði það ekki
verið þanniig. Þetta gat eins ver
ið rétt. En hvernig gat það ver-
ið?
„Eigum við þá að snúa okkur
að samtalinu?" spurði Penny.
„Var það ekki líika á dag-
skránni?"
„Jú, ég átti að reyna að fá þig
til að Cytjast héðan. og i ein-
hverja íbúð.“
„Nú, var það? Bað hann þig
um það?"
„Nei, ekki hann. Gilbert bað
mig um það."
„Það skiptir svo sem ekki
máli. Ég verð hér kyrr.“
„Þú ert ekki með ölilum mjalla.
Hér er bara böl og barlómur
sem mun enn færast í aukana.
Þér verður ekki líft héma.
Farðu að ráðum Gilberts. Hann
er sá eini, sem þú getur tireyst."
„Þar skjátlast þér. Og það er
tímasóun að tala frekar um
þetta. Ég fer ekki. Ekki héma
megin við næstu jól að minnsta
kosti. Hann vill að ég fari.“
„Hann? Stundum hafa menn
rétt fyrir sér, þótt skoðunin
byggist á rön.gum grundvelli."
„Bkki hann."
„Og grundvöllurinn er ekki
alrangur. Það skaltu vita.
Hann vill hlifa þér eins og hægt
er. Þú verður að viðurkenna
það. Hann vill ekki þurfa að
reka þig.“
„Mér þætti gaman, ef hann
reyndi það.“
„Já, líklega þætti þér það.“
Hún hvessti á mig augum og
sneri síðan í mig baki.
„Penny, ég vildi óska að þú
ieyfði.r mér að . . . “
„Eins og ég sagði þér, þá tek-
ur enginn mig að sér. Talaðir þú
Við hann. . . Þú manst?"
„Já, ég reyndi . . .“
„En árangursCaust?"
„Já.“
„Ég varð þó að biðja þig að
reyna. Þú skilur það. En ég skal
sjá um mig. Hafðu engar áhyggj
ur af mér. Ég verð miklu hress-
ari þegar þú kiemur næst. Bkki
svona niðurdregin. Ég ætla að
taka mig á.“
Ég var varla komin.n niður í
húsagarðinn, þegar Gilbert birt-
ist, sennitega fyrir tilstil'li inn-
byggðu fjarskiptagtöðvarinnar
sem hann virtist gæddur. Enn
sýndist mér hann áberandi upp-
burðalitilil.
„Þér hefur ekkert gengið. Ég
geri ráð fyrir því, úr því þú
varst ekki Iiengur hjá henni."
„Rétt til getið, því miður,"
sagði ég.
„Þetta var hvort eð var von-
laust. En' maður verður að
reyna alllt, allt. Þú hlýtur að
skilja það.“
„Auðvitað". Mér fannst ég
hljóta að fara að eiga lof skilið
fyrir allt, sem fö’.ki fannst ég
hljóta að skilja.
„Mér þykir leitit, að ég gat
ekki orðið að gagni."
,Ekki álasa þér. Þetta er
greinilegt dæmi beint úr Freud.
Ofurást stúllku á föður sínum.
Roy gengur úr hlutverkinu og
er auk þesis óhæfu.r í það.
Reyndar útilokaður. í samskipt-
um við kvenfólk geta menn ekki
gegnt nema einu eða í mesta
lagi tveim hlufcverkum, eigin-
mannsins, bróðurins, vinarins o.
s.frv. Ég get bara verið e’tsk-
hugi og stundum vin.ur."
„Já, ég skil.“
Hann var næsfcum einliægur.
Við röltum sarnan yfir húisagarð
inn. Úr einu hominu sást í
úð og þann skilining, sem henni
bar frá vini. Ég ætlaði að fara
að bæta úr þessu, en sá þá, að
hlöðubygginiguna með veðurvit-
anium á burstinni, Svo var nú
komið, að þar yrði aldrei innrétt
aður æfingasalur fyrir hlljómlist
armenn. Ég velti þvi fyrir mér
hvort Kitty, Ashley, Krisitöfer,
Ruth, Penny og Gilbert gætu
átt hér samastað til iemgdar. Ég
þóttist sjá fyri.r, hvemig húsið
yrði vanrækslu, eldi eða ágamgi
iligresis að bráð. Ég vissi, að
Gilbert gat ekki einu sinni
spomað við þvi, að svo færi.
„Hvað ætlarðu þá að taka til
bragðs?"
Ráðleysi eða gremju brá fyrir
í svip hams. „Hvað get ég svo
sem gert? En ætli ég haldi ekki
áfram að reyna eitthvað? Þó
kemur að því að áhuginn dofn-
ar. Menn geta ekki fiórnað sér
endalaust."
„Nei. Ég vona bara, að þú
bragðist henni ekki næstu vik-
urnar eða á meðan þörfin er
mest.“
Hann ætíaði að svara, þegar
útidyrnar opnuðust. Kitty birt-
ist í fliöskugrænmi buxnadrakt
og gulri blússu með hanzka oig
stærðar regnhlíf sér i hönd.
andlitið hafði sömuleiðis flengið
vandaða endurnýjun'. Éig furð-
aði mig á þvi, hiv'e ftjótt þessi
sfcakkaskipti höfðu orðið. Hún
sagði Gilbert, hvenær Ashley
væri væntanllegur heim og bvað
þá bæri að gera og hvenær Loð
hnoðri ætti að fá síðdegis-
skammtinn sinn og fleira í þeim
dúr. Tónninn var vmigjamlegur
en þó röggsamur. Og þeim tón
hélt hún óbreyfctum á göngu
okkar til veitingahússins, á með
an við sátum þar að snæðingi
og sömuleiðis í bilmum á ieið-
inni um Hendon og Swiss Cott-
age til borgarinnar. Hún taldi
upp ómerkilieg afrek Krisfcófers
í Hásikólanuim, rædidi efinahaigs
bandalagið og sipurði hivenær ég
ætlaði að koraa með vinkonu
mína i heimsókn svo hún fengi
Álafoss gölfteppi & safún áklæði
Umboósmenn
um allt land
Verzl. ÐJarg h.f., Akranesl
Þórir Ormsson, Borgarnesi
Bjarni Þorsteinsson, HurSarbaki,
BorgarfirSi
Verzlunarféi. örund h.f., Grundarfirði
Verzl. Sig. Ágústssdnar h.f., Stykkishóiml
Verzl. Ara Jðnssonar, Patreksflrði
Verzl. Jéns BJarnasonar, Biltíudal
Verzl. Alda, Gunnar Proppé, Þingeyri
Allabúð, Flateyri
Suðurver h.f„ Suðureyrl
Verzlun BJarna Eirlkssonar, Bolungarvík
Húsgagnaverzlun ísafjarðar h.f., Isafirði
Karl Loftsson, kaupmaður, Hélmavik
Verzl. Sig. Pálmasonar, Hvammstanga
Zophanias Zophaniasson, Blönduósl
Björgvin Brynjólfsson, Skagaströnd
Sigurpáll Árnason, Lundi, Skagafirðl
Verzl. Hegri, Sauðárkróki
Bólsturgerðin, Siglufirðl
Verzl. Valberg h.f., Ólafsfirðl
Glerslipun Halldórs Kristjánssonar.
Akureyrl
Askja h.f., Húsavlk
Þorgrlmur Þorstelnsson, Raufarhöfn
Verzl. Gunnars Jónssonar, Vopnafirð!
Verzlunarfélag Auslurlands h.f.,
Egilsstöðum
Hörður HJartarson, Seyðlsfirðl
Gunnar HJaltason, kaupm., Reyðarfirðl
Verzl. Ellsar Guðnatonar, Eskiflrði
Höskuldur Stefánsson, Neskaupstað
Verzt. Sölva Ólasonar, Fáskrúðstirðl
Guðmundur BJörnsson, Stöðvartlrðl
Verzl. Ösp, Höfn
Marlnð GuSmundsson, húsgagnaverzlun.
Vestmannaeyjum
Kaupfélagið Þór, Hellu
Kaupfélagið Höfn, Selfossl
KJörhúsgögn, Selfossl
Franklln Benediktsson, Þorlákshöfn
Kyndlli h.f., Keflavlk
Innréttlngabúðin, Grensásvegl 3
Teppahúslð, Ármúla 3
Persia, Suðurlandsbraut 6
ALAFOSS
ÞINGHOLTSSTRÆTI 2. REYICJAVfK. SfMI 22090
velvakandi
Q Akureyrarkirkja
heitir Akureyrarkirkja
Og hér fáum við kveðju að
norðan.
„Velvakandi góður.
Enn rembast menn við syðra
að svipta Akureyrarsöfnuð
kirkju sinni með því að kalla
kirkju okkar „Matthíasar-
kirkju" og allt út af því, að
Jónas heitinn frá Hriflu gaf
nýbygginguni það gæfunafn í
blaðagrein fyrir þriðjungi ald-
ar, en enginn íslendingur mun
enn í dag hafa séð Akureyrar-
presta auglýsa messu í M,-
kirkju, né aðstandendur lát-
inna ástvina hér í sókn útfarir
þaðan.
Ég hef áður í pistlum til þín
reynt að kveða þessa firru nið-
ur, en þá færast bara aðrir í
aukana í fjörrum landshornum
og HEIMTA á kirkjuna náfn
ákveðins skálds í tilefni af
HallgTÍmskirkju-ævintýri Reyk
víkinga, að mér skilst.
Þó tók fyrst steininn úr, er
kennari var sl. sunnudag að
berja það inn í höfuð saklausra
barna í sjónvarpsþætti, að Ak-
ureyrarkirkja HEITI Matthías-
arkirkja, og vil ég hér með
óska eftir heimildum kennar-
ans, sem ég, sóknarbarn á Ak-
ureyri, hef hvergi séð. Sviður
mér og mörgum, sem ég tala
við, að sóknarprestar og sókn-
arnefnd skuli ekki gera meira
að því að kveða þetta níður en
xarun er á.
Ef koma ætti upp Matthíasar-
kirkju, gætu áhugamenn beitt
sér fyrir stofnun hennar hér,
eða jafnvel í Grímsey, þar sem
sr. Matthías Eggertsson var
nær hálfa öld prestur Gríms-
eyinga, en enga tilburði hef ég
frétt um það-an, að slíkt stæði
til. E.t.v. hefur Matthíasarhús-
ið „Sigurhæðir", sem stendur I
hvammi í nánd kirkjunnar,
ruglað einhverja ókunn.uga í
ríminu.
Þegar AKUREYRARKIRKJA
var á sínum tíma rifin og end-
urbyggð á höfðanum neðst við
Eyrarlandsveg, var ekki verið
að AFMÁ hana. Hún stendur
þar eftir sem áður, og Akur-
eyringar sækja hana í vaxandi
mæli.
Matthíasarfélagið á Akureyri
keypti hús skáldsins, Sigurhæð
ir, og bjó það öllum fáanlegum
munum, er fundust úr búi
skáldsins, en enn hefur engln
kirkja verið byggð á Akureyri
fyrir Matthíasarsöfniuð (sb.
Hallgrímssöfnuð i Rvík.), því
að hann er hér enginn til. Og
við Akureyringar höfum getað
haldið í heiðri minnin.g.u hins
ástsæla kennimanns og höfuð-
skálds, . Matthiasar Jochuma-
sonar, án þess að leggja Akur-■
eyrarkirkju niður.
Með þökk fyrir birtinguna,
10. april 1972
Jakob Ó. Pétursson."
£ Kínahrifning og
páfuglshænur
Guðný Björnsdóttir skrifar
þættinum:
„Heiðraði Velvakandi.
í dag 11. apríl flutti Vilborg
Dagbjartsdóttir síðasta erindi
sitt um ,,alþýð'ulýðveldið“ í
Kína. Hvert orð hennar og
hljómur máls, fullt ástár og inn
blásið af hrifningu, minnti
svo á áróðursræður kommún-
ista á þeim dögum er þeir töl-
uðu af sem meistrá aðdáun um
kommúnistaforingjann Stalín
og svo auðvitað um rússneska
„alþýðulýðveldið" að ég get
ekki orða bundizt. Gæti skeð að
þriðja látast-lýðveldið eigi eftir
að hrífa íslenzka kommúnista
svo að það kínverska failli í
ónáð? T.d. ef að það sannaðist
nú að vald alþýðunnar i Kína
væri í reynd frekar lítið. Vil-
borg Dagbjartsdóttir talar ekki
æviniieiga af mikilli hrifningu
um samlanda sína. Sagt er í
Staksteinum Morgunblaðsins
þ. 23. 4. sl. að hún hafi þ. 22.
s.m. skrifað grein í Þjóðviljann
um priessiubailið. í þeirri grein
fer hún háðulegum orðum um
gestina, kallar hún konurnar
„páfuglshænur" en herrana
,,hana“ og ér utanríkisráðherra
þar ekki undanskilinn. Þetta
fólk sat líka við háborð nægt-
anna og voru auk þess baxa
íslendingar! En var Vilborg
Dagbjartsdóttir annars ekki á
pressuvaliinu ? Hún hefði e.t.v.
verið „úr stil“ við „páfuglishæn-
urnar“.“