Morgunblaðið - 20.04.1972, Side 28
28
MORGUINBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRlL 1972
I þýðingu Huldu Valtýsdóttur.
íbúðinni og fram á gang-
inn. Lyftan beið.
„Ertu ómeiddur?"
„Já.“ Ég lokaði innra lyftu-
hliðinu og ýtti á hnappinn. „Það
held ég. En þú?“
„Ég veit það ekki. Hvemig er
ég útlits?" Hún talaði eins og
upp úr svefini. Fötin höfðu af-
lagazt á henni, en voru órifin.
Hárið var í mestu óreiðu og
rauðar þverrákir voru yfir enn
ið á henni með svolitlu storkn-
utki blóði. Á vinstri vamganum
var stór rauður blettur og ann-
ar minni.
Ég tók um hönd hennar, sem
hún ríghélt um regnihiífarskaft-
ið.
„Það sér á, að þú hefur lent
í smáslagsmáium. Hvað viitu að
við gerum núna? Eigum við að
fá okkur tesopa? Eða vi:ltu kom
ast einhvers staðar inn, þar sem
þú getur lagað þig til?“
„Bara í bílinn."
Þegar þangað kom, hallaði
Kitty sér aftur á bak í sætinu
og stundi við nokkruim sinnum.
Ég hélt um hönd hennar og fór
að hugleiða atburði þessa dags.
Sumir mundiu fyllilega standast
samanburð við hápunktana í
Dracula og Frankemsteimmynd-
um. Kitty fór að snyrta sig.
Hreyfingar hennar voru undar-
lega hægar eins og hreyifimgar
svefngengils. Hennar vani var
miklu fremur að rjúka til með
óðagoti, um leið og hana grun-
Ueizlumatur
Smurt bruuð
ug
Snittur
SÍLD S FJSKUR
aði að hún þyrfti að dytfta á sér
nefið.
„Þessi manneskja er geggjuð,"
sagði hún. „Alveg snargeggj-
uð.“
„Já, framkoman var vissulega
undarleg."
„Hugsaðu þér bara . . . fara
úr öllum fötunum!"
„Furðulegt uppátæki."
„Hvað átti þetta eiginlega að
þýða?“
„Ég held að ég viti það “
„Er þér ljóst, að hún hefði
drepið mig, ef þú hefðir ekki
komið til hjálpar?"
„Ætli það.“
„Ég segi þér satt, að hún
sleppti sér algerlega. Hún hefði
mölbrotið á mér höfuðið, ef hún
hefði fengið ráðrúm til þess.“
Ég sagðist draga það í efa, en
innra með mér gerði ég það efcki.
Ég ákvað líka, að ég yrði að af-
bera upprifjanir Kittyar á þvi
sem gerzt hafði, á meðan hún
var að jafna sig og lagfæra á
sér andlitið og hárið. Hendurn-
ar urðu styrkari og brátt varð
hún sú sama Kitty, sem hún
hafði verið hálftíma áður, basði
í útliti og fasi. Annars kom það
mér mjög á óvart, hvað hún var
ffijót að ná jaflnvægi aftur.
Þarna hafði hún glatað siðustu
voninni og orðið bæði fyrir
Wkamlegu og andlegu hnjaski.
Þó var tii allgóð skýring á
þessu. Loksins hafði hún tekið
til sinna ráða, farið að aðhafast
ei'ttlhvað eftir langvarandi að-
gerðarleysi, slegið frá sér, flog-
izt á við allsberan vitfirring,
fengið nýtt umhugsunarefni.
Því miður átti hún tæpast
framundan annað en ennþá
lengra og ömurlegra athafna-
leysi. Mér varð það ljtóst, að
þeir væru ekki á hverju strái,
karlmennirnir sem tækju hana á
arma sína, á meðan hún þurfti
að burðast með Ashley. Hún
mundi varla losna við hann,
fyrr en hann yrði tvitugur (ef
nokkurn tlima) og þá væri hún
orðin sextug. Það lá við, að ég
óskaði þess að Ashley mundi
farast í sársaukalitlu eða 4ausu
slysi. Slikt yrði Roy líka að
skaðlausu.
„Hvert á að aka þér,
Douglas?"
„Heim til mín, ef það er ekiki
of mikið úr leið.“
„Nei, það er í leiðinni."
„Leiðinni hvert?"
„Heim. Eða i húsið, þar sem
ég _bý.“
Áhrifin af heimsókninni til
Syiviu voru þegar tekin
að dvina, að minn.sta kosti i bili.
Það sem eftir var ökuferðarinn
ar til Maida Vale var mér bara
boðið upp á stríðsekkjusvipinn.
Síðustu orðin við mig voru:
„Elsku hjartans Douglas, ég
vildi að ég gæti þakkað þér nóg
samilega fyrir aðstoðima. Hún
var mér ómetanleg. Þú verður
að heimsækja mig aftur Rljót-
lega, þótt ég viti að það er þér
varla til ánægju. En hafðu eng-
ar áhyggjur af mér. Ég . . . ég
kemst af. Ég lofa þvi að herða
upp hugamn. Það er alveg furða
hvílikur styrfcur leynist með
manni, þegar á þarf að halda."
Ég heyrði að síminn hrinigdi
inni hjá mér þegar ég kom inn
i anddyrið. Ég hljóp við fót upp
OPIÐ ANNAÐ KVÖLD
LEIKHÚSKJALLARINN
velvakandi
0 Virðingarvert framtak
Velvakandi vill vekja at-
hygli á einkar virðingarverðu
framtaki læknanema, sem und-
ir forystu Félags læknanema
hafa gengizt fyrir þvi að
kynna skaðsemi sígarettureyk-
imga hér í skólum höfuðhorgar
innar. Fri þessu segir í frétt
hér i blaðinu í gær.
Velvakandi vill taka undir
þessa herferð læknanem-
anna og nýtur til þess stuðn-
ings Hjalta Þórarinssonar yfir-
læknis á brjóstholsaðgerða-
deild Landspítalans. Hjalti hef
ir veitt okkur alls konar upp-
lýsingar, en hann hefir sótt al-
þjóðaráðstefnur um þessi mál
og fllutt um þessi efni fyrir-
lestra, skrifað skýrslur og
greinar, sem víða eru tiltækar.
Nú er það ætlun Velvakanda
að gripa til nokkurra upplýs-
inga hans óg jafnframt að
birta bréf frá öðrum lesendum
blaðsins, sem kynnu að vilja
fjalla um þessi efni. Okkur
væri þökk á því að flá bréf frá
fyrrverandi reykimgamönnum,
sem gætu sagt frá reynslu
sinni og hvemig þeim tókst að
hætta. Einnig væri mjög fróð-
legt að fá bréf frá mönnum,
sem notið hafa lækminga á
sjúkdómi, sem talið er að rekja
megi titl reykinga, og eflaust
gæti almenningur gefið okkur
ýmsar aðrar upplýsimgar, sem
mættu koma að liði í barátt-
unni gegn sígarettureykiinigum.
0 Reykingar barna og
unglinga
En snúum okkur þá að upp-
lýsingum Hjalta Þórarinsson-
ar yfirlæknis, sem fram koma í
frásögn hans af þimgi baráttu
manna gegm reykingum, sem
haldið var í Bamdaríkjunum
fyrir nokkrum árum. Hann seg
ir svo m.a.:
„Ég starfaði í nefnd, sem
fjallaði um reykingar bama og
táninga. I þeirrl neínd áttu
sæti læknar, kennarar, uppeld
isfræðingar og heilsugæziu-
stjórar. 1 stuttu máli var það
samhljóða álit mefmdarinnar
að reykingar væru orðnar eitt
alvarlegasta, og raunar sivax-
andi heilbriigðisvandamál nú-
timans, ekki sízt meðal æsfcu-
fóiks.
Baráttan gegn þessu böli
hlýtur þvi að beinast fyrst og
fremst að því að koma í veg
fyrir, að börn og unglingar
hefji reykingar. Það er því
sjláifsagt að auka fræðsiu um
skaðsemi reykinga í öllum skól
um og sé þessi fræðsla í sam-
ráði við foreldra barnanma eða
aðstandendur.
Sjálfsagt er að gera nemend
ur sem virkasta í þessu starfi,
þannig að þeir stoifni félag inn
an hvers skóla með fræðsJu um
skaðsemi reykinga að mark-
miði og sem reyndu að stuðla
að þvi, að skapa almennings-
álit, sem fordaamdi reykimgar.
Síendurtekimi fræðsla um
Skaðsemi reykinga og áróður
gegn þeim eru nauðBymleg og
sjiálfsögð í fjölmiðlunartækj-
um.
Margar áhrifamiMar kvik-
myndir hafa verið gerðar um
skaðsemi reykinga. Reynslan
sýnir að böm og unglingar
reykja frekar ef foreldrar
þeirra, eða aðrir vandamenn á
heimiiinu hafa orðið reyking-
unum að bráð. Það væri þvi
mjög æskilegt að þeir full-
orðnu væru til fyrirmyndar á
þessu sviði og létu vera að
reykja.
í bandarísku skýrslunni frá
1964 kom fram að hvergi væri
vitað um meiri reykimgar hjá
börnum en að 5% drengja og
1% telpma innan 12 ára aldurs
reyktu.
0 Ófagrar staðreyndir
Athuganir voru gerðar hér á
landi i nokkrum barna- og
unglinigaskólum árin 1959 og
1962 á vegum borgarlæknis og
fræðslustjóra. Við þessar at-
huganir kom í ljós að 12,1%
elliefu ára drengja og 15,4%
tólí ára drengja reyktu. Af 11
ára telpum reyktu 2,5% en
5,7% þegar þær voru orðmar
12 ára. Einm af hverjum 100
tólf ára drengjum, sem reyktu
reykti einn pakka eða 20 vimdi-
imga á dag. (Velvafcandi hefiur
fyrir satt að þessar tölur hafi
hækkað frá þvi athugunin fór
fram).
Þessar tölur, ásamt ýmsum
öðrum upplýsingium héðam,
vöktu undirun fundarmanna,
emda þótt reykingar ungmenna
séu alls staðar að færast í vöxt
og menn farmir að venjast ýms
um sorglegum staðreyndum í
þeim efmum.
Þar sem kamnanir hér leiddu
í ijós að tiundi hver tíu ára
drengur reykir, þá er einhlítt
að fræðsla um óheilnæmi reyk-
inga skal hafin þegar eða
mjög fljótt eftir að börn hefja
sfcólagömgu. Fræðslan verði
svo aukin og gerð fjöibreyttari
efitir þvú sem nemendumir efl-
ast að þroska og skilningi.
Hlutverk kennara, fore'.dra
og annarra uppalenda er stórt
og efiiaust veldur framkoma
þeirra og venjur miklu um
hvernig unglingarniir mótast
og hvað þeir taka sér fyrir
hendur i þessum efmum sem
öðrum. Aukningar fræðslu er
þó þörf á þessu sviði hér á
landi fyrir komur oig karla á
öilum aldri. Þeim, sem þegar
eru orðnir háðir reykimgum,
en vi-l'ja hætta þeim, ber að
hjáipa eins og unnt er, tii þess
að þeir mimnki sem mest við sig
reykingar, eða láiti aif þeim með
öllu, ef þess er nofckur kost-
ur.“
Þetta segir Hjalti Þórarims-
son yfirlætonir i frásö'gm sinmi.
Við látum þetta nægja í þetta
sinn, en miunum birta bréf frá
fyrrverandi reykingaimanni við
fyrsta tækifiæri og síðan halda
áfram frásögu-m til stuðnings
þessu mi'Ma hei'Lsugæzlumáli.
mn miEiÐifí
BORÐPANTANIR I SÍMUM
22321 22322.
FÖSTUDAGURINN 27. APRIL