Morgunblaðið - 27.04.1972, Blaðsíða 1
32 SIÐUR
94. tbl. 59. árg.
FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1972
Prentsmiðja Morgunblaðsins
* \
/v
IISiÍÍÍi
: :
Útför Jóhannesar S. Kjarvals, listmálara, var gerð frá Dómkirkjunni í gærmorgun að viðstöddu
fjölmenni. Hér er verið að bera kistu Kjarvals úr kirkju. Fremsit fara Ólafur Jóhannesson, for-
sætisráðherra, og Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, þá Magnús Kjartansson, heilbrigðismála-
ráðherra, og Magnús Torfi Ólafsson, menntamálaráðherra, síðan Jóhann Hafstein, fyrrv. for-
sætisráðherra, og Eggert G. Þorsteinsson, fyrrv. ráðherra, og loks Halldór Laxness og Eysteinn
Jónsson, forseti Sameinaðs þings. — Sjá frétt á bls. 3. (Ljósm. Mbl.: ÓI. K. M.)
N-Vietnamar
áfram í sókn
— en heldur hægari
— Hraktir úr Khe-skarði
eftir 2ja vikna bardaga
Saigon, 26. apríl — AP-NTB
SÓKN N-Víetnama á miðhálend-
inu í S-Víetnam hægðist heldur
er leið á daginn, að þvi er AP
hermir og tókst hermönnum frá
S-Kóreu að hrekja hermenn N-
Víetnama frá svonefndu Khe-
skarði, sem barizt hefur verið
um í tvær vikur. Þjóðbraut 19
liggur um þetta skarð.
Fótgöngulið N-Víetnama hélt
hins vegar áfram að þokast í átt
til bæjarins Kontum í samnefndu
héraði, þrátt fyrir loftárásir
bandarískra B-52 sprengjuflug-
véla. Á einum stað fyrir norðan
Kontiun tókst hersveitum N-
Víetnama að hrekja stjórnarher-
ina til stöðva, sem eru aðeins
17 km frá bæjarmörkunum.
Augljóst er talið að sókn N-
Víetnama miði að því að skera
landið í tvennt — en á þessum
slóðum er það aðeins 177 km
breitt stranda á milli.
1 dag héldu herir kommúnista
jafnframt áfram að sækja inn í
Binh Din-hérað, þar sem þeir
hafa skorið sundur þjóðbraut 1.
í suðurhluta landsins sóttu N-
Vietnamar nær Saigon en
nokkru sinni fyrr .í þessari sókn-
arhryðju þeirra, sem nú hefur
staðið í nær mánuð. Talsmenn
stjórnarherjanna í Saigon sögðu
hins vegar að þar væri einungis
um að ræða einangraðar árásir.
Framhald á bls. 12
Hjóla á
mengunar-
ráðstefnunni
Stokkhólmi, 26. apríl — NTB
SÆNSK reiðhjólaverksmiðja
hefur lagt til 200 reiðhjól til
notkunar fyrir fulltrúa á
mengunarráðstefnunni, sem
hefst í Stokkhólmi 9. maí nk.
Segir verksmiðjan að þetta
séu farartækin, sem minnstri
mengun valdi og eigi vel við
að fulltrúarnir ferðdst um á
slíkuim farartækjum.
Hvatt til útfærslu
fiskveiðilögsögu
Bandaríkjanna
New York, 26. apríl — AP
DAGBLAÐIÐ „The Washington
Daily News“ hvetur til þess í
ritstjórnargrein í dag, að Banda-
ríkjamenn geri ráðstafanir tU
þess að taka í sínar hendur
stjórn fiskveiða innan 200 milna
svæðis undan ströndum landsins.
Verði það ekki gert miuii fisld-
mið undan landinu eyðilögð af
flotum erlendra skipa, sem hafl
engan áhuga á verndun þeirra.
Deilurnar á sambandsþingi Vestur-Þýzkalands:
Pingmenn stj órnarinnar
sitja kyrrir í þingsalnum
— meðan atkvæðagreiðsla um
vantrauststillöguna fer fram
IJrslita beðið með eftirvæntingu
mieim stjóiuarfloktoanna taki
ekki þátt í atkvæðagreiðslunná
h&Mur sitji sem fastast inn;i í
þingsaJnum meðan kristilegir
ganga út til að greiða atkvæði.
Ei þanniig tryggt, að emginn þinig
mamina stjómarflokkanna geti
snúizt gegn stjórninni án þess öll
um sé það kunnugt.
NTB siegir, að meðal stjórnair-
sinnia sé talsverður uigigur um,
Framliald á bls. 12
í greininni segir, að i Vestur-
áifu séu Bandaríkin eitt af fáum
strandiikjum, sem ekki hafi gert
kröfu til 200 mdlna landhelgi eða
réttar til þess að setja regiur
um takmarkanlr fxskveiða innan
þeirra marka. „Meðan Washing-
to'n lætur reka á reiðanum með
þetta mál,“ segir blaðið, „eru
flotar nýtízkulegra fiskiskipa frá
Sovétríkjunum, Póllandi, Austur-
og Vestur-Þýzkalandi, Búlgaiiu,
Spáni, Japan, Italiu, Noregi,
Kanada, Rúmeníu og Kúbu að
starfi undan austurströnd Banda-
ríkjanna, rétt fyrir utan 12 mílna
fiskveiðimörkin."
Bonn 26. apríl. AP—NTB.
WILLY Brandt, kanslari Vestur-
Þýzkalands, hélt langa ræðu á v-
þýzka Sambandsþinginu i dag og
varffi stefnu sína með oddi og
egg, bæði í innanríkis- og utan-
ríkismálum. Sakaði hann and-
stæðinga sina, Kristilega demó-
krata, um að reyna að vekja
6kelfingu meðal íbúa landsins
með umtali um ímyndaðar hætt-
ur. Fráleita sagði hann þá stað-
hæfingu Rainers Barzels, leið-
toga Kristilegra demókrata, að
Austiirsamningarnir svonefndu
miindu leiða til þess, að öll Evr-
ópa yrði sósíalistísk áður en
langt um liði. Sagði Brandt að þá
mætti elns halda þvi frani, að all-
ir Bandarikjamenn yrðu Maoist-
ar, af því að Nixon forseti hefði
farið tU Peking.
Á eftir Brandt taiaði Barzel
og gerði þá kröfu að birt yrðu
hin leyniáleigu ákvæði, siem ta.lin
væru fylgja Austursiamnin'gun-
um.
Um hundrað þúsund verka-
menn gerðu skyndwerkfö'1 viðs
vegar í Þýztoailandi í dag til þess
að lýsa stuðminigi við Wiilly
Brandt og mótmæla vantrausts-
tillöigunni, sem Kriistifegir demó-
kratar hafa boðað.
Umræðurnar um fjárhagsáætl-
ur stjómarinnar hófust á Sam-
tandsiþinginiu í dag og voru mjög
hairðar. Þeim verður haildið
áfram á morguim, að undanteknu
smá hléi klukkan tiu í fyrramál-
ið, að staðartíma, er gengið verð
ui til atkvæðagreiðslu um van-
tr aiust stiilög’U na.
Ákveðið hefur verið að þing-
Parísarviðræðunum um
Vietnam haldið áfram
- Stefnubreyting beggja aöila
— Skýrt frá þætti Sovétmanna
i upphafi viðræðnanna
París, Washington, 26. apríl.
— AP, NTB. —
★ ÁKVEÐIÐ hefur verið, að
Parísarviðræðunum um Víet-
nam verði áfram haldið á morg-
un, fimmtudag. Hafa allir hlutað-
eigandi aðilar fallizt á að koma
til fundar í fyrramálið og er
ljóst, að stefnubreyting hefur,
orðið þar að lútandi, bæði hjá
Bandarikjastjórn og stjórn Norð-
ur-Víetnams.
★ Jafnframt hefur AP eftir
áreiðanlegum heimildum, að
senn verði teknar upp leynilegar
viðræður um málið, samtímis
hinum vikulegu hálfopinberu
fundum og muni fulltrúi stjórn-
ar N-Víetnams, Le Duc Tho,
væntanlegur til Parísar innan
skamms í því skyni. Hann átti
á sínum tíma leynilegar viðræð-
ur um Víetnam-málið við Henry
\ -v ' hl á bls. 12