Morgunblaðið - 27.04.1972, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. APRIL 1972
O.tgcfandi hf. Árvalcuc R'éy'kiavfk
Pnam'kvæmdastjóri Haratdur Svems.s.on.
Ritstjórar M.atthías Johannessen,
Hyj'ólfur Konráð Jónsson.
Aðstoðarritstjóri Styrmrr Gunnarsson.
Ritstj'órnarfultoúi horbljöíin Guðmundsson
Fréttastjóri Rjörn Jólhannsson.
Aug.Iýsingastjöri Ámi Garðar Kristin.sson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstraeti 6, sfmi 1Ö-100.
Augiíýsinga.r Aðalstr'æti 6, sfmi 22-4-60
Áskriftargjaid 225,00 kr á imiáinuði innanlands
I lausasöTu 15,00 kr eintakið
píkisstjórnin hyggst ber-
sýnilega hafa af launþeg-
um þau 4 vísitölustig, sem
þeir eiga inni vegna skatta-
lagabreytinganna. Eins og
menn muna lækkaði vísital-
an, þegar nefskattarnir voru
felldir niður, en þeir voru í
vísitölugrundvellinum. Hins
vegar munu aðrir skattar
stórhækka, en þeir eru ekki
í vísitölugrundvellinum og
ekki að sjá, að ríkisstjórnin
hyggist beita sér fyrir breyt-
ingum þar á. Þá kemur til
kasta Alþýðusambands Is-
lands, en forseti þess sagði í
vetur, að ASÍ mundi ekki
una þessari skerðingu vísi-
tölunnar, nema að svo miklu
leyti sem skattalækkanir
koma á móti.
Sú fyrirætlun ríkisstjórnar
„hinna vinnandi stétta“ að
ræna þær sömu stéttir 4 vísi-
tölustigum kom glögglega
fram í umræðum á Alþingi í
fyrradag. I þeim umræðum
hélt Lúðvík Jósepsson því
fram, að ríkisstjómin hefði
ekki falsað vísitöluna, svo að
ásakanir þar um beindust
að kauplagsnefnd, sem reikn-
ar út kaupgjaldsvísitöluna.
Magnús Jónsson dró hins veg-
ar stórlega í efa, að kauplags-
nefnd, sem slík, hefði nokkra
möguleika á að taka hækk-
un beinu skattana til greina,
þar sem þeir væru ekki í
vísitölugrundvellinum. Þess
vegna beindi hann þeirri fyr-
irspurn til viðskiptaráðherra,
hvort ríkisstjómin hyggðist
beita sér fyrir leiðréttingu en
ráðherrann taldi ríkisstjórn-
ina ekki mundu hafa afskipti
af störfum kauplagsnefndar.
Hér er ekki um léttvægt
mál að ræða. Á rúmlega
tveggja mánaða tímabili hef-
ur vísitala framfærslukostn-
aðar hækkað um 7,65 stig, en
á móti þeirri hækkun kemur
hækkun kaupgjaldsvísitölu
um 5,8 stig, sem kemur þó
ekki til útborgunar fyrr en
1. júní n.k. Þá má gera ráð
fyrir, að einhverjar hækkan-
ir hafi orðið frá því að þessir
útreikningar vom gerðir,
þannig að hækkun fram-
færsluvísitölu verði enn
meiri og fyrirsjáanlegt að svo
verður, þegar litið er á árið
í heild. Þessi hækkun fram-
færsluvísitölunnar ásamt vísi
töluráninu þýðir í raun, að
umtalsverð kjaraskerðing hef
ur orðið hjá launþegum frá
því að kjarasamningarnir
voru gerðir í desember. Síð-
ari hluta ársins bætast svo
stórfelldar skattahækkanir
við stöðugar verðhækkanir.
Þrátt fyrir þessa kjaraskerð-
ingu virðist ríkisstjórn
„hinna vinnandi stétta“ eng-
an áhuga hafa á að bæta
launþegum upp vísitöluránið.
En verðbólguþróunin veld-
ur verri afkomu hjá fleirum
en launþegum einum saman.
Eftir rúman mánuð verður
veruleg hækkun á launaút-
gjöldum atvinnuveganna 1
landinu. Auk þess, sem launa-
greiðendur verða að taka af-
leiðingum verðbólguþróunar
innar með því að greiða um
6 vísitölustiga hækkun á
laun, hækkar samningsbund-
ið kaup um 4%, þannig að
launaútgjöld atvinnuveganna
hækka verulega hinn 1. júní
nk. til viðbótar þeim út-
gjaldaauka, sem orðið hef-
ur í launagreiðslum frá því
í desember vegna beinna
kauphækkana þá, vinnutíma-
styttingar og orlofslenging-
ar.
Atvinnuvegirnir eru ákaf-
lega misjafnlega undir það
búnir að standa undir
þessari útgjaldaaukningu.
Greiðslugeta fiskiðnaðarins
fer mjög eftir verðlagsþró-
uninni erlendis og hún þarf
að verða mjög hagstæð áfram
til þess að fiskiðjuverin geti
staðið undir fyrirsjáanlegri
kostnaðaraukningu næstu
mánuði. Aðrar greinar at-
vinnulífsins eru á margan
hátt vanbúnari til að mæta
þessum hækkunum vegna
launaútgjalda og annars
rekstrarkostnaðar en fiskiðn-
aðurinn. Nægir þar að nefna
ýmsa þætti hins innlenda
verksmiðj uiðnaðar.
Verðlagsþróunin og vísi-
töluskrúfan, sem nú eru kom-
in í fullan gang enn á ný,
valda bæði kjaraskerðingu
hjá launþegum og versnandi
afkomu hjá atvinnuvegun-
um. Einhver vill kannski
halda því fram, að hagsmun-
ir þessara tveggja aðila rek-
ist á í þessum efnum, en svo
er ekki. Það er bæði laun-
þegum og atvinnuvegunum í
hag, að verðlag sé stöðugt og
útgjaldahækkanir ekki meiri
en góðu hófi gegnir. Enda
var reynslan sú á verðstöðv-
unartímabili Viðreisnarstjórn
arinnar, að hagur beggja,
launþega og atvinnufyrir-
tækjanna, fór síbatnandi.
Núverandi ríkisstjórn hef-
ur hins vegar misst stjórn á
verðlagsmálunum. Hún ræð-
ur ekki við verðhækkanirn-
ar í landinu. Henni hefur þeg
ar á fyrstu mánuðum valda-
tíma síns mistekizt glíman
við verðbólguna. Þessi mis-
tök ríkisstjórnarinnar hafa
alvarleg áhrif á alla efna-
hagsþróun í landinu.
RÍKISST JORNIN HEFUR MISST
TÖKIN Á VERÐHÆKKUNUM
Stokkhó um um lmsra hverJ Iðsl fisv ;ej ei í*n< rm m I
í hætt u
Framgangur hennar kominn undir samkomulagi þýzku ríkjanna
Eftir Leslie Colitt
Vestur-þýzík stjórnv&ld eru
að kanna leiðir til þess, að
Austur-Þýzkaland fái heim-
ild til fullrar þáttt&ku
i umhverfisverndunarráð
stefnu Sameinuðu þjóðanna í
júní, sem Sovétrikin og fylgi
ríki þeirra hafa að öðrum
kosti hótað að virða einskis
og gera þannig að engu.
Austur-Þjóðverjar geta
ekiki tekið þátt í þessari ráð-
stefnu, þar sem þeir, and-
stætt Vestur-Þjóðverjum, eru
ekki aðilar að neinni sérstofn
un Sameinuðu þjóðanna.
Fyrri tilboðum Vesturveld-
anna um að heimila Austur-
Þýzkalandi að senda áheym
arfulltrúa á ráðstefnuna án
atkvæðisréttar hefur verið
hafnað með fyrirlitningu af
stjómarvöldunum í Austur-
Berlín og ððrum rikjum Var-
sjárbandalagsins sem „póli-
tíisku bragði“.
Austur-Þýzkaland hefur
sótt um aðild að Alþjóða-
heilbrigðismálastofnuninni
(WHO), sem er ein af stofn-
unum Sameinuðu þjóðanna,
en til þessa hefur Vestur-
Þýzkaland með stuðningi
bandamanna sinna getað kom
ið í veg fyrir upptöku hins
hluta Þýzkalands á hinum ár
lega fundi WHO í Genf, sem
að þessu sinni á að fara fram
í Genf í næsta mánuði. Enda
þótt Willy Brandt, kanslari
Vestur-Þýzkalands hafi full-
yrt, að aðilda beggja hluta
Þýzkalands sé markmið
stjórnar sinnar, þá hefur
hann jafnframt gert það ljóst,
að samningur, sem kveður á
yrt, að aðild beggja hluta
Þýzkalands, verði að koma
fyrst.
Þessi beiting á pólitiskri
þvingun með þvl að tengja
saman mál, er gagnsvar Vest-
ur-ÞýZkalands við þeim
meintu tengslum, sem Austur
Þjóðverjar og Rússar hafa
sett milli staðtfestingar Vest-
ur-Þýzkalands á samningun
um við Pólland og Sovétrík-
in og undirritunar Sovétríkj-
anna á Berlínarsam-
komulaginu við Vesturveldin
þar eða Bretland, Frakkland
og Bandaríkin.
Vestur-þýzk stjórnvöld
hyg’gjast nú koma til móts við
þau austur-þýzku og ryðja
þannig úr vegi ábyrgð beggja
hluta Þýzkalands á þvi að
láta deilumar sín í milli
verða til þess að eyðileggja
fyrstu heimsráðlstefnuna um
u mhverf isvern darmáíl ef ni.
Embættismenn í Bonn, sem
til þekkja, hafa útsikýrt þetta
á þá leið, að Vestur-Þýzka-
land hygigist hætta andstöðu
sinni við upptöku Austur-
Þýzkalands í WHO, ef austur-
þýzka stjórnin fellst á að
byrja viðræður um „allsherj-
ar.samning" um samskipti rikj
anna beggja. Til þessa hetfur
Austur-ÞýZkaland verið
nokkuð hikandi við að
gera slíkan samning, þar sem
það telur, að hann muni fela
í sér einhvers konar „sér-
stakt samband" milli beggja
hluta Þýzkalands, er austur-
þýzk stjómarvöld neita, að
sé fyrir hendi.
Samt sem áður eiga sér nú
stað viðræður milli Egon
Bahrs ráðuneytisstjóra, sem
er helzti ráðgjafi Brandts
kanslara varð„ndi stefnuna
gagnvart Austur-Evrópu og
Miehael Kohl, ráðuneytis-
stjóra frá Austur-Þýzka-
landi.
Á meðal kunnugra embætt
ismanna í Vestur-Þýzkalandi
er talið, að málamiðlun megi
finnast, svo fra arlega sem
tveimur skilyrðum er full-
nægt. Vestur-þýzka þingið
verður að staðfesta Aoistur-
samningana í næsta mánuði
og f jórveldin að undirrita
BerMnarsamkomulagið strax
á eftir. Þetta myndi gera
Þjóðverjum kleift að
finna samkomulag nógu
snemma fyrir WHO-fundino,
sem halda á síðar í maí og
þá yrði Stokkhólmsráðstefn-
unni bjargað frá því að fara
út um þúfur.
THE OBSERVER