Morgunblaðið - 09.05.1972, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1972
\
Þess vegna grét Gordon Banks
EINS og skýrt hefur verið frá í
Mbi. var Gordon Banks, hinn
kunni markvörðnr Stoke-liðsins
o" enska landsliðsins, valinn
„knattspyrniiniaður ársins'* i
Engrlandi. Má segrja, að Banks
hafi verið vel að þeini titli kom-
inn þar sem sact er, að aðrir
enskir markverðir hafi ekki kom-
izt með ta-rnar þar sem hann
hafði hælana í vetur, og engfum
öðrum manni gat Stoke-liðið
þakkað fremur sigur sinn í
deildabikarkeppninni, þar sem
Banks varði hvað eftir annað
stórglæsilega.
En skjótt skipast veður
í lofti. Banks þótti sjálf-
sagður í enska landsliðið,
setn mætti V-Þjóðverjum á
Wembley í Evrópukeppni lands-
liða. Þar fékk hann hins vegar
þrjú mörk á sig og eftir leikinn
fóru að heyrétst þær raddir, að
Banks væri orðinn of gamall og
það þyrfti yngri mann í markið
framvegis. Sennilegt er þó, að
Banks haldi stöðu sinni i lands-
Kðinu fyrst um sinn, a.m.k. með-
an Sir Alf Ramsey ræður þar
ríkjum, en hann hefur haldið
mikið uppá Banks.
Gordon Banks er annar leik-
maður Stoke sem hlýtur titil-
inn „Knattspyrnumaður ársins".
Hinn Stoke-leikmaðurinn var
hinn frægi Stanley Matthews, er
hlaut tilnefninguna árið 1963.
Banks er einnig annar markvörð-
urinn, sem þennan titil hlýtur.
Hinn var leikmaður Manchester
City, Bert Trautmann, sem hlaut
útnefnmguna árið 1956. Traut-
mann var hins vegar ekkert um
þá dýrð' sem um hann skapaðist
eftir þetta, gefið og dró sig til
baka úr knattspymunni.
Eftir að valið hafði verið kunn-
gert, sagði Gordon Ban ks:
— Ég átti von á þvi að það
yrði félagi minn úr Stoke,
George Eastham, sem yrði valinn
og varð þvi mjög undrandi, er
mér var til'kynnt þetta. Ég hef
verið bæði mikið og lengi í knatt-
spyrnunni, en þetta er sennilega
bezta árið hjá mér.
Gordon Banks, sem er 30 ára,
lítur út fyrir að vera nokkuð
þungur á sér og jafnvel feitur.
Svo er þó alls ekki. Hann er
mjög vöðvastæltur og hefur fá-
dæma snöggar hreyfingar, og
einnig mun sjón hans vera með
afbrigðum góð. Hann er kvænt-
ur og á tvö börn, dreng, sem
heitir Robert, og telpu, sem heit-
ir Wendy.
Þegar Gordon Banks var að
því spurður, hversu lengi hann
ætlaði sér að vera í knattspyrn-
únni, sagði hann:
— Ég ætla að vera svo lengi
sem mér finnst sjálfum að ég
standi mig. Ég held, að ég end-
ist örugglega út næsta leiktíma-
bil og ég neita þvi ekki, að innst
inni el ég með mér þann draum,
að taka þátt í einni heimsmeist-
arakeppni í viðbót.
Banks hefur leikið með enska
landsliðinu alls 70 sinnum og
verið með í þremur heimsmeist-
arakeppnum. Hann var í enska
liðinu, sem vann heimsmeistara-
titilinn á Wembley 1966, eftir
æsispennandi úrslitaleik við V-
Þjóðverja. Talið var, að Gordon
Banks hefði átt mikinn þátt í
þeim sigri, ekki einungis með
frábærri markvörzlu í leikjunum,
Framh. á Ms. 6
Slysasaga markvarðar
I BI.AÐINli Sunday Times hefur
teiknarinn Paul Trevillion rakið
slysasögu Gordons Banks og get-
ur einnig um þau atvik, þar sem
talið er að Banks hafi gert hvað
bezt sem markvörður.
1. Litli fingur hægri handar
brotnaði fyrir þremur árum.
2. I.itli fingur hægri handar
brotnaði fyrir tveimur árum
í 1. deildar Ieik.
3. Baugfingur hægri handar úr
liði, eftir að Banks hafði lent
í árekstri við einn samherja
sinna.
4. I^uigatöng hægri handar úr
liði, eftir að knötturinn kom
fremst á fingurgóminn.
5. Þumalfingur brotnaði i leik
í Suður-Afríku í fyrrasum-
ar.
C. Úlnliðurinn Inákaðist meðan
Banks var markiörður Lei-
cester fyrir nokkrum árum.
7. Þiimalfingur vinstri handar
hefur farið úr liði.
8. Baugfingur vinstri handar
brotnaði, er sóknarleikmað-
ur sótti að Banks, þegar
hann var að sparka út.
9. I.itlifingur vinstri handar
skaddaðist alvarlega í leik,
og er nú tilfinningalaus.
•
A. Pele: Frægasta vörn Gord-
ons Banks. Það var í heimsmeist-
arakeppninni í Mexíkó að Pele
komst inn fyrir vörn Englend-
inga og skaut. Pele fagnaði
marki, en skjótur sem elding
kastaði Banks sér niður og tókst
að slá boltann frá með lófa hægri
handar.
B. George Best: I leik í 1. deild
núlli Manchester Etd. og Stoke
19«9 komst Best einn inn fyrir
vörnina. Banks kom á móti og
tókst að slá knöttinn frá með
lófa hægri handar.
C. Francis Lee: í leik í 1. deild
milli Stoke og Manchester City
sl. vetur fékk M. City auka-
spyrnu við vítateigslínu. Lee
skaut sannkölliiðu þrumuskoti
að marki, en Banks tókst að slá
knöttinn yfir með fingiirgómun-
um.
D. Wyn Davies: I leik milli
Stoke og Newcastle var Wyn
Davies aðeins fáeina metra frá
marki er hann fékk knöttinn og
skaut, en Banks sló yfir með
fingiirgómunum.
E. Martin Peters: í leik Stoke
og Tottenham í fyrra átti Peters
skalla að marki Stoke af mjög
stuttu færi, en Banks koni blá-
fingurgómuni á knöttinn og sló
hann yfir.
F. Bobby Charlton: 1 leik milli
Manchester Ctd. og Stoke átti
Charlton þrumiiskot frá víta-
punkti á niark Stoke og stefndi
það í hornið niðri. Banks kast-
aði sér og sló frá.
Brot á velsæminu ,
Knattspyrnukappi sektaður
JAMES Dunne, leikmaður
enska knattspyrnuliðsins Ful-
ham varð að koma fyrir rétt
í Sunderland fyrir skömmu,
og þar var hann dæmdur í
sekt, sem nemur um 7 þús. isl.
kr. Afbrot hans var að of-
bjóða velsæmi áhorfenda með
an á knattspyrnukappleik
stóð.
Forsaga málsins er sú, að
lið Dunne, Fulham, var að
keppa í Sunderland í desem-
ber sl., og var þá óspart baul-
að á liðið af heimamönnum
og þá sérstaklega á Dunne,
sem er irskur landsliðsmaður
og einn bezti leikmaður Ful-
ham-liðsins. Fóru læti áhorf-
enda svo í taugarnar á knatt-
sþyrnukappanum að hann
sneri sér skyndilega að áhorf
endastúkunni, tók niður um
sig buxurnar og veifaði jarli
sinum nokkrum sinnum.
Tvær konur í áhorfenda-
hópnum tóku þetta óstinnt
upp og kærðu Dunne, og fékk
hann sekt, eins og fyrr grein-
ir. Taldi dómarinn í málinu,
Alan Olson, að knattspyrnu-
maðurinn hefði ofboðið vel-
sæminu með þessu atferli
sinu.
En Dunne var reyndar ekki
á sama máli. — Ég var í liti-
um buxum innanundir knatt-
spyrnubuxnum og engum átti
að ofbjóða þetta sagði hann!
Dýrkeyptir leikmenn
EINS og Mbl. hefur áður skýrt frá hafa óvenju margir leikmetwi
skipt um félög í enska knattspyrnuheiminum að undanförnu og
þegar kaupæðið stóð sem hæst nú í vetur, var erfitt að hen-ia
reiður á öllum félagaskiptunum. Nú hafa reikningsskilin verið gerð
og í ljós kemur, að 172 leikmenn hafa skipt um félög á þessu kepþn
istímabili og fjárfestingin nemur 5% milljón punda, sem er algjört
einsdæmi. — Dýrkeyptustu leikmennimir eru þessir:
Leikmaður: Frá: Til: Verð í *:
Alan Ball Everton Arsenal 220.000
Ian Moore Nott. Forest Man. Utd. 200.000
Rodney Marsh Q. P. R. Man. City 200.000
Ralp Coates Burnley Tottenham 190.000
Malc. MacDonald Luton Newcastle 180.000
Steve Kember Cr. Palace Chelsea 170.000
Tony Green Blackpool Newcastie 150.000
Martin Buchan Aberdeen Man. Utd. 130.000
Chris Garland Bristol City Chelsea 108.000
John Sammels Arsenal Leicester 100.000
Alan Birchenall Cr. Palace Leicester 100.000
Keith Weller Chelsea Leicester 100.000
Chris Chilton Hull Coventry 92.000
Bob Hatton Carlisle Birmingham 80.000
Chris Nicholl Luton Aston Villa 75.000
Bobby Graham Liverpool Coventry 75.000
Alan Hunter Blackburn Ipswich 70.000
John O’Rourke Coventry Q. P. R. 65.000
Ian Ross Liverpool Aston Villa 60.000
Alistair Brown Leicester W. B. A. 60.000
Bobby Gould Wolves W. B. A. 60.000
Keith Dyson Newcastle Blackpool 60.000
John Craggs Newcastle Middlesbrough 60.000
Hér má síðan bæta við, að kaupverð Chris Nicholls hækkar í 90.000
pund, ef Aston Villa vinnur sig upp í 2. deild, sem þykir nú næsta
öruggt
— R. L.
Úr landsleik Englands og V-Þý zkalands á dögunum. Hinn frægi
markakóngur siðustii hcimsme istarakeppni Gert Muller sækir
þarna, en íordon Banks hefur rétt einu sinni verið réttur maðiir
á réttiim stað og kemur út og gómar boltann af tám skyttiinnar.
f þessura leik fengu Þjóðverjarnir dæmda vítaspyrmi á Eng-
leudinga og var Banks við það að verja hana.