Morgunblaðið - 09.05.1972, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MAl 1972
3
Skagamenn
sigurvegarar
Haukarnir frískir og ákveðnir
Barátta við llatikamarkið. Stefán .lónsson, markvörður, er kominn út og tekst að bjarga.
ÍBK sótti ekki gtill í greipar
Hafnf'irðinga (Hauka) er liðin
mættust í Litlu liikarkeppninni
á laugardaginn. Hvorugu liðinu
tókst að skora löglegt ntark, og
þar með fórtt mögttleikar ÍBK
til sigurs i keppninni í ár. ÍBK
virðist nú eiga við töluverð
vandamál 'að etja, og munar þar j
mestu um að þeir tveir leikmenn
sem voru einna beztir í liðinu í
fyrra, þeir Vilh.jálmur Ketilsson
og Gísli Torfason leika ekki með
því. Vilhjálmur á enn í meiðsl-
uin sem hann varð fyrir í fyrri
leik ÍBK og Tottenham í fyrra-
haust og Gisli hefur átt við veik-
indi að stríða. Munu þeir ekki
verða með Keflavíkurliðinu fyrr
en á miðju sumri.
Leikurinn i Hafnarfirði hófst
ekki fyrr en 10 mínútum eftir
augiýstan tima, sökum þess að
dómaranum seinkaði. Þegar á
heildina er litið verður það að
segjast að leikurinn haft verið
fremur sáakur, en hins vegar
l áttu bæði liðin þokkaiega leik-
kafla. Haukaliðið kom á óvart í
þessum leik með miklum dugn-
aði og krafti, sem kynni að geta
fleytt liðinu alllangt í sumar ef
hann helzt. Keflvikingarnir áttu
þó til muna meira i leiknum,
einkum i síðari háifleik og voru
þá öheppnir að skora ekki.
Reyndar gerðu þeir eitt mark
sem dæmt var af vegna rang-
stöðu. Kom það eftir að dæmd
hafði veriö aukaspyrna á Hafn-
^ arfjarðarliðið, og var þá einn
j Keflvikingur rangstæður og veif
aði línuvörður á rangstöðuna.
Boltinn barst svo fram á völl-
inn og þar átti Ástráður Gunn-
arsson þrumuskot að marki
Haukanna, sem Stefán Jónsson
réð ekki við. Linuvörðurinn
hafði hins vegar haldið veifu
sinni á lofti allan tímann og dóm
arinn dæmdi mark'ð af.
Haukarnir áttu einnig sin
tækifærí i leiknum og tvö þeirra
voru mjög opin, sitt í hvorum
hálfleik, en þeir höfðu ekki
heppnina með sér að þessu
sinni.
— í Litlu-bikarkeppninni
Akurnesingar hafa nú tryggt
sér sigur í Litlu bikarkeppninni
þótt enn séu tveir leikir óleikn-
ir, því á laugardaginn unnn þeir
Kópavog í leik á Akranesi, en
á sama tínia gerðu Hafnfirðing-
ar og Keflvíkingar jafntefli í
Hafnarfirði.
Akurnesingar hafa hlotið 8
stig, tapað tveim og eiga eftir
leik við Keflvíkinga í Keflavík.
Kefiavík er með 5 stig og hefur
tapað 5 stigum. I>ótt þeir vinni
Akurnesinga um næstu helgi
dugar það ekki nema til að fá
7 stig út úr keppninni. Kópa-
vogur er með 4 stig, hefur tap-
að 6 stigum og á eftir leik við
Hafnfirðinga í Hafnarfirði.
Hafnfirðimgar eru með 3 stig,
hafa tapað 7 stigum og eiga eftir
leik á heimavelli við Kópavog.
Leikurinn á Akranesi á laug-
ardag var i he:Id slakur og lit-
ið sást þar af skemmti’legum til-
þrifum hjá leikmönnum. Ekki
er þó við veður og völl að sak-
ast í þetta skiptið, þvi allar að-
stæður til keppni voru eins og
bezt verður á kosið.
Pátt bar til tíðinda framan af
leiknum, þar sem leikmenn börð
ust aft meira af kappi en forsjá
og vildi það oft verða tilviljun
hvort knötturinn hafnaði hjá
samiherja eða mótherja. Á 28.
min. var Matthías með knött-
inn út á hægTa kanti og gaf
hann góða sendingu til Eyleifs,
sem sendi knöttinn með góðu
vinstri fótar skoti í netið.
Á 41. mín einlék Matthías lag-
iega í gegnum vörn Kópavogs
en slakt skot hans hafnaði fram
hjá markinu. Min. síðar munaði
minnstu að Kópavogi tækist að
j-afna, er Guðmundur Þórðarson
komst í gott færi, en Einar Guð
leifsson markvörður kom út á
móti honum og tókst að verja í
hom.
Rétt fyrir lok hálfleiksinis á
svo Eyleifur hörkuskot að
marki, en Ólafur Hákonarson
varði vel.
Kópavogur jafnaði á 67. mín,
er Guðjón Finnbogason dæmdi
vítaspyrnu á Akurnesinga. Þór
Hreiðarsson var með knöttinn
innan vitateigs og átti í höggi
vð Björn Lárusson, sem að
þessti sinni lék stöðu hægri bak
varðar. Björn brá I>ór illilega
og var umsvifalaust dæmd víta
spyrna, sem Haraldur Erlends-
son skoraði örugglega úr.
Og áfram hélt leikurinn, en
hvorki gekk né rak fyrir liðin
að skapa sér tækifæri til að
skora. Á 73. mín kom löng send
ing frá Akumesingum fram á
vöi'inn og tókst Eyleifi fyrir
mikið harðfylgi að komast fram-
hjá Einari Þórhallssyni og
skora án þess að Ólafur Hákon
arson hefði nokkur tök á að
verja.
Eins og ég sagði, vaf þessi
lsikur fremur slakur og bauð
ekki upp á skemmtilega knatt-
spyrnu. Þrátt fyrir það er auð-
séð, að liðin eru í góðri æfingu.
Kópavogur átti heldur meira i
leiknuni án þess þó að skapa
sér tækifæri til að skora. Erf-
itt er að gera upp á milli ein-
stakra leikmanna, þar sem lið-
ið er skipað jöfnum leikmönn-
um. Ólafur Hákonarson var ör-
uggur í markinu cvg verður ekki
sakaður um mörkin. Einar Þór-
halissoin átti einn'g góðan leik
og sömuleiðis Haraldur Erlends
son og Þór Hreiðarsson.
Akurnesingar voru með sitt
sterkasta lið og hafa nú heimt
Matthías heim í góðri æfingu
frá Englandi. Að vísu sýndi
hann ekki mikið í þessum leik,
en þó er það auðséð, að hann
hefur að mestu lagt einleikinn á
hilluna, en leggur meira upp
úr samleik. Eyleifur var bezti
maður liðsins og barðist allan
tímann. >á var Teitur einnig
ágaetur, ein samt daufari en í
undanförnum leikjum. Jón Al-
Ólafur Hákonarsson, markvörður I BK, grípur fallega inn í leikinn.
freðsson stóð fyrir sinu að
vanda og sömuleiðis Þröstur og
Jón Gunnlaugsson. >á var Ein-
ar Guðleifsson ágætur í mark-
inu.
Akurnesingar hafa sjaldnast
átti góða leik: á möiinni á vorln
og verður því gaman að fylgj-
ast með þeim í deildinni, þegar
lei'kið verður á grasi. En liðið
er i góðri æfingu og verður ör-
ugglega í baráttunni um efstu
sætin í sumar.
Guðjón Finnbogason dæmdi
leikinn og gerði það vel. í leik
varaliðanna sigurðu Akumesing
ar Kópavog með 5-0.
Hdan.
Staóan i Litlu bikarkeppn-
inni er nú þessi:
Akranes 5 4 0 1 10-4 8
Keflavik 5 2 1 2 8 6 5
Kópavogur 5 2 0 3 8-10 4
Hafnarfjörður 5 113 5-9 3
Þessir leikmenn bafa skorað
Fram vann Þrótt 6-2
í Reykjavíkurmótinu
FBAM og Þróttur léku I Reykja-
víknrniótinu i knattspyrnu á
laugardaginn og mátti segja að
það væri leikur kattarins að
niúsinni. Framarar höfðu leik-
inn í hendi sér nær allan tím-
ann og unnu stórsignr 6:2. Var
leiknr Fram að þessu sinni ein-
hver sá skemmtilegasti sem sézt
hefur til íslenzks knattspyrnu-
liðs í sumar, og virðast Framar-
ar frískir og í góðri þjálfun, og
það seni meira er — þeir hafa
átt menn til þess að fylla í þau
skörð sem þeir Arnar Guðlaugs-
son og Jóhannes Atlason skildu
eftir. Má mikið vera ef þeir
verða ekki í haráttunni um Is-
landsmeistaratitilinn í ár, ef svo
lieldur fram sem horfir.
Framarar tóku leikinn við
Þrótt þegar í sinar hendur, og
liðið náó. þegar í upphafí mjög
skemmtilegum samleiksköflum,
þar sem boltinn gekk frá sam-
herja til samherja timunum
saman. Það verður náttúrlega að
segjast að Þróttarar voru frem-
ur óákveðnir og óöruggir í þess-
um leik, og eftir að mörkin tóku
að koma virtist baráttuandinn
minnka.
í hálfleik var staðan 3:1, og
hafði Kristinn Jörundsson skor-
að tvö markanna fyrir Fram, en
sem kunnugt er þá varð Krist-
inn Islandsmeistari í körfuknatt-
leik á fimmtudagskvöidið með
ÍR og er einn af okkar allra
snjöllustu íþróttamömnum í
þeirri grein. 1 síðari hálfVeik
Framh. á bls. 6
flest mörk:
Teitur Þórðarson ÍA 4 mörk
Ey’.e'fur Hafste nsson ÍA 4 mörk
Þór Hreiðarsson UBK 4 mörk
Steinar Jóihannsson ÍBK 3 mörk
Jafntefli í
Hafnarfirði