Alþýðublaðið - 20.07.1958, Blaðsíða 5
Sunnudagur 20. júlí 1958
Alþýðulilaðið
8
Sjöíugur á morgun -
ÓLAFUR HELGASON kaup
maður og hreppstjóri í Tún-
foerg, á Eyrarbakka verður sjö-
tugur á morgun. Er.da þótt
margir, og þá einkum austan-
menn, þekki hann af langri cg
góðri kynningu, ætia ég að
geta hans með nokkrum orðum
i tilefni af þessu xnerkisafrr.æli
®g vona, að hann virðj rnér það
á betra veg, þótt af vanefnum
sé gert.
Olafur er Árnesingur í búð
og hár, og verða ættir hans
naumast raktar út úr héráðinu
á nálægum tímum. Hann er
fæddur á Tóftum í Stokkseyr-
hreppi 21. júlí 1888, og voru
foreldrar hans Helgi Pálsson og
Anna Diðriksdóttir, bæði gáf-
uð vel, en efnalítil sem flestir
aðrir í þá daga. Foreldrar Helga
Voru Páll bóndi á Hæringsst.öð
um, síðast í Simbakotj á Eyrar-
foakka, Guðnason í Háholti á
Skeiðum Hafliðasonar í Hró-
arsholti Nikulássonar og Ást-
ríður Eiríksdóttir frá Arakotj á
Skeiðum Guðmundssonar. En
foreldrar Önnu voru Diðrik
feóndi í Votmúlakoti Jónsson
hreppstjóra í Kolsholti Bjarna-
sonar og Sigríður Egilsdóttir frá
Hrútsstaðahjáleigu Jónssonar
s. st. Þórarinssonar hreppstjóra
á Hæringsstöðum Sigurðsson-
ar. Sigríður Egilsdóttir var
gáfukona og skáldmælt. Móðir
‘íiennar var dóttur dóttir Eyj-
ólfs sterka á Litla-Hrau.ni, þess
er glímdi við blámanninn. En
feona Eyjólfs á Litla-Hrauni,
Margrét Guðmundsdóttir, var
feróðurdóttir Bergs hreppstjóra
í Brattsholti. Eru í þessum ætt
um margir traustir þegnar og
svo vel ættaðir sem allir þeir,
sem komnir eru frá Vopna-
Teiti.
Ólafur Helgason ólsí upp
með foreldrum sínum í Vestra-
Stokkseyrarseli og á Helgastöð
um í Stokkseyrarhverf. ásamt
systrum sínum fjórum. Voru
þau systkin snemma mannvæn
Jeg, dugleg og vel gefin. Stund
aði Ólafur alla vinnu, sem fyr-
ir kom, jafnskjótt sem hann
liafði aldur til, í sveit á sumr-
um, en við sjó á vetrum, beitn-
ingar og síðan róðra bæðj á
opnum skipum og vélbátum.
Eftir að hann komst upp, var
liann í mörg ár til sjós á skút-
um og var afbragðs fiskimað-
ur. Það hefur sagt mér kunn-
ugur maður, að hann jafnan
íiafi haft þann sið að leggja til
bús með foreldrum sínum mest
an hluta þess fjár, sem hann
kom með heim á haustin að
lckinni skútuvertíðinni.
i 'Heima á Stokkseyr; var
venjulega lítið að ffera framan
af vetri eða þar til er vetrar-
vertíð byrjaði. En Ólafur sat
ekkj auðum höndum. Þann
tíma notaði hann til lestrar og
skrifta, söngæfinga og kennslu.
Hann skrifaði t. d. j nokkur ár
upp öll hlutverk í leikrtium,
sem leikin voru á Stokkseyri,
en þar var þá mikil leikstarf-
semi. Gerðist hann prýðilegur
skrifari og allur frágangur eft-
ir því. í nokkra vetur hélt
liann einnig smáb\rnaskóla
heima á Helgastöðum, og minn
• ast ýmsir kennslu hans enn
með þakklæti. Menn, sem
; kunna þannig að hota tóm-
‘stundir sínar til nytsamrar
áðju, eru og hafa ævinlega ver.
5ð salt jarðar.
Árið 1913 réosf Ólafur verzl-
unarmaður til Jóhanns V. Dan-
íelssonar kaupmanns á Eyrar-
bakka os fluttist þangað a'-far-
inn árið eftir. Hinn 3. okt. 1.914
Ólafur Helgason
kvæntist Ólafur Lovísu dóttur
Jóhanns kaupmanns og Sigrið-
ar Grímsdóttur, konu hans, og
reistu þau bú í Túnbergi, sem
hefur verið heimilj þeirra síð-
an. Vann Ólafur við verzlun
tengdaföður síns í nokkur ár,
en 1920 setti hann upp eigin
verzlun, sem hann hefur rekið
alla tíð síðan með forsjálni,
sem staðizt hefur allar krepp-
ur. Hann var með þeim fyrstu,
sem eignuðust bíl eystra og
annaðist í mörg ár fólksflutn-
inga mflli Eyrarbakka og Rvík-
ur, mest sem hjáverkavinnu.
Hann hefur verið lengi útsölu-
maðUr fyrir Olíuverzlun ís-
lands og mun nú vera elzti út-
sölumaður félagsins.
Eins og vænta má, hefur Ól-
afur tekið mikinn þátt ? félags
málurn sveitar sinnar, ekki
komizt Undan því, enda þótt
hann sé maður fremur hlé-
drægur að eðlisfari. Sat hann í
hreppsnefnd Eyrarbakkahrepps
í 20- ár og var oddviti h'ennar
1942—46. Hreppstjóri hefur
hann verið síðan 1947. Þótti
Ólafur löngum tillögugóður og
hollráður í þeim málum. er til
hans komu. Hann hefur jafnan
haft ákveðnar skoðamr í stjórn
málum, en réttsýni metur hann
þó meira, ef á greinir.
Ólafur og Lovísa, kona hans,
hafa skapað sér gott og frið-
sælt heimili. Þau eiga einn son,
Jóhann framkvæmdastjóra í
Reykjavík, og tvo fóstursonu,
Baldur Guðjónsson verzlunar-
mann á Akranesi og Ólaf son-
arson þeirra, sem er heima hjá
þeim á fermingaraldri.
í grein, sem Bragi Ólafsson
læknir ritaði um Ólaf í tilefni
af 65 ára afmæli hans (Suður-
;land, 22. ágúst 1953), kemst
hann m. a. svo að orði: „Það,
sem sérstaklega einkennir alla
starfsem; Ólafs og umgengni,
er frábær snyrtimennska og
það, hversu öll störf hans, bæðj
andleg og líkamleg, ern unnin
af mikilli alúð og vandvirkni,
að þar verður ekkj um bætt,
og eigj hann verk að vinna, er
hann ekki í rónni fyrr en það
er unnið Og vel unnið. ekkert
lagt í salt eða gevmt næsta
degi.“ í þessu er fólgin mikil
mannlýsing. Eljusemin er ein-
kenní kynslóðar Ólafs, en
snyrtimennskan er hans, Hún
er sýnilegur vitnisburður um
sáma snið hið irsnra.
Ég flyt Ólafi og ástvinum
hans hugheilar kveðjur á af-
mælisdegi hans og árna honum
heilsu og velfarnaðar á kom-
andi árum.
Guðni Jónsson.
Hann gleymdi að fá sér
POIiR-rafgeymi
áður en hann fór í sumarleyfið
FRIMERKJAPÁTTUR
AFBRIGÐI
HIÐ ágæta afbrigði af 5/35
aurar Hekla, með yfirprentun á
hvolfj hefur verið mikið um-
rætt meðal safnara og það ekki
að ástæðulausu. Fyrst í stað
voru aðeins tvær arkir þekktar
af þessum merkjum og gaf þá
auga leið að þarna var um afar
sjaldgæft afbrigði að ræða, sem
verðlagt var á 1500 til tvö þús-
und krónur, en Danir álitu að
þar yrði það ekki ofmetið á 500
danskar krónur. Svo fannst
þriðja örkin og dró það vitan-
iega nokkuð úr verðmætinu. Úr
þessari örk hefur eitthvað verio
selt, en hinar tvær eru enn varð-
veittar óhreyfðar, auk þess sem
teknar hafa verið af þeim ná-
kvæmar myndir til þess að hve-
nær sem er megi ákvarða, hvort
merki af þessu tagi, sem til sölu
er, sé úr þeim og þá um leið
hvort það sé ekta eða falsað.
Þannig er nefnilega mál með
vexti með þessa yfirprentun. að
vel er hægt að staðsetja einstök
merkj í örkinni, sölum ýmissa
smáafbrigða á hverju merki.
Nú hafa slík merki komið á
markaðinn í Þýzkalandi og verð-
ur af því að álykta að þarna sé
fjórða örkin komin til sögunn-
ar. Eru merkin þar seld á 115
þýzk mörk stykkið. Hef ég í
gegnum erlent samband reynt
að komast eftir uppruna þess-
ara merkja og því hvort liér sé
raunverulega svona mikið af
þessu afbrigði á ferðinni. Hef
ég fengið mynd eða „photostat-
us“ af einu merkjanna og verð
að telja mjög vafasamt að þar
sé um ekta merki ið ræða. Að
vísu myndi ég ekkx vilja halda
því fram að þarna sé örugglega
um fölsun að ræða, en mundi
heldur aldrei skrifa unöir að
merkið værj ekta nema við nán-
ari athugun á merkinu sjáifu.
Svo að ekki veiCi álitiö að ég
sé hér að varpa stóryröum út í
loftið, vil ég rökstyðja þetta
nánar.
Eins og ég hef áður sagt, er
hvert einasta merki arkarinnar
af þessari yfirprentun með ein-
hverju sérkenni. Það, sem strax
sló mig er ég sá myndina af
merkinu, er ég fékk senda, var
að þar var alls enga misfellu að
finna. Þó skal það tekið fram
að slíkt kemur ekki jafn ná-
kvæmlega fram á mynd og ef
maður getur skoðað merkiö
sjálft.
Merkin eru yfirprentuð með
algengri stafagerð, senx fá má í
flestum prentsmiðjum og því til
tölulega lítill vandi að setja
hana upp og prenta. Það mundi
auk þess borga sig vel, þegar
um svona dýrt merki er að
ræða. Þá er bara „gallinn á gjöf
Njarðar" sá, að undanteknixigar
laust mun reynast ómögulegt að
fá út nákvæmlega sömu afbrigð
in og eru í merkjunum sjálfum.
Hafi t. d. útlending'ar, sem
kannske ekki þekkja mikið til
hinna íslenzku frímerkia, freist
ast til þessa, er ekki að undra
þótt þeir hrösuðu um þétta.
Næst er þá hið gamla bragð
Sperati, að gera myndamót af
merkjunum og nota þau við
fölsunina, en það er enrx hættu-
legra, því að hér er ekki um það
að ræða að prenta allt merkið,
heldur aðeins yfírprentunina, Á
því að ná nákvæmri gerð lienn-
ar á myndamót er varla að ræða
af tæknilegum ástæðum, hvorki
nákvæmlega réttri stærð, þann-
ig að ekki verði eftirmyndin að
eins stærrj en fyrirmyndin, né
héldur að ekki valdi neinni
truflun í gerð myndamótsins að
merkið sjálft er prentað í rauð-
um lit og því kemur það fram á
myndamóti sem svart. Verður
því að telja þennan möguleika
því sem næst útilokaðan. Að
vísu má nota litfilmu við gerð
myndamótsins, en þrátt fyrir
það mun rauðj liturinn alltaf
valda truflun á ferð myndamóts
ins, Það þarf jafnmikinn ■ sér>
fræðing á báðum sviðum til ao
gera slíka fölsun og Spei'ati sál-
ugi var, en sem betur fer er
ekki vitað um að hann sé uppi
nú til dags.
Þetta eru tvær helztu leiðírn
ar til að falsa yfirprentun, og
verður sú fyrri að teijast i öll-
um tilfellum líklegri.
Nú skyldi enginn halda að ég
ætli að fara að staðhæfa, að
þarna séu örugglega falsanir á
ferðinni. Hitt vjí ég bara bendla
söfnurum á, að kaupa aldrei
merki sem þetta án þess að því
fylgi vottorð frá exnhverjum
þekktum frímerkjafræðing um,
að þarna sé um ófaxsað merkj að
ræða.
Démar
Framhald af 8. síðn.
ingu, sátt í tæplega 7% mála,
en dómur hefur verið uppkveð-
inn tæplega 78% mála.
Langsamlega flest einkamai
á þessu tímabili eru skulda-
mál eða 2007 talsins. Næst
koma víxilmál 1.798 og þá kaup
gjaldsmál 1.225. Fæst voru
tékkamál og firma- og vöru-
merkjamál eða 7 í Rvorum
flokki. Meiðyrðamál voi'u 100.
í flestum einkamálum er
gerð krafa um, að stefndi sé
dæmdur til að greiða tiltekna
fjárupphæð. í skýrslu Hagstof- '
unnar eru þessi mál flokkuð
eftir upphæð dómkröfu og kem
'ur í ljós að í langfiestum tilfell
um, eða 2.836, var upphæðin
1000—5000 krónur. Næst a’l-
gengastar eru upphæðir á bÚ-
inu 5000—20.000 krónur. Að-
eins 11 sinnum hefur upphæð
dómkröfu farið yfir 500.000
krónur.
í 7T,8% af tilfellum var dæmt
samkvæmt kröfu hansufitleil
samkvæmt kröfu stefnanda a®
öllu leyti, en í 14,7% tilfelía
samkvæmt kröfu hans að nokk-
ru leyti.— i 84,1% tilfella var
málskostnaður lagður á síefnda,
í 1,9% tilfella á stefnanda, exa
niður felldur í 14%.
Þinglýsingar á veðbréfum
voru á árunum 1946—1952 sam
tals 30.675 að tölu að heildar-
fjárhæð 2.317 milljónir króna.
Voru um tveir þriðju hlutar
veðbréfanna í fasteignum ea
þriðjungur í lausafé. Aflýst veð
bréf voru á tímabilinu. 18.050
að tölu og heildarfjárhæðin
rúmlega 386 milljónir króna.
Afsöl á fasteignum voru saro-
tals 11.063 að fjárhæð alls 569
milljónir króna.
Gjaidþrot voi’u á tímabilinu
samtals 84, þar af 54 í Reykja-
vík. Flest voru þau árj.5 1952
eða 19 taisins.
HÆSTARÉTTARMÁL
A . tímabilinu 1946—-1952
kvað Hæstiréttur upp 927 dóma
alls eða 132 á ári til jafnaðar.
Dómar í opinberum málurn
voi’u 270 en 657 í einkamálum.
Tala ákærði’a í opinberum má’i-
um var 405.
Dómsniðurstaða í opinberum
málum, samanborið við undir-
dóm var sú, að í 92 málum var
undirdómur staðfestur, þyngd-
ur í 100 málum, mildaður í 63
málum en vísað heim í 15.
Niðurstöður einkamála, sem
skotið 'var til Hæstaréttar,
voru þær, að undirdómur var
látinn standa óraskaður í ' 294
málum, honum breytt í 154 mál
um, hann ómerktur í 54 mál-
um, honum vísað frá í 25 mál-
um og útivistardómur var í 130
málum.
Þess má að lokum géta, að
af einkamálum voru 118 kæru-
mál.