Morgunblaðið - 08.07.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.07.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNRLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚLl 1972 MORGUNBLAÐK), LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1972 17 Oitgafwidi hf Árwekvt, R'éyklavík Fwrr>kva9»nda»tiÓTÍ HaíaWor Sv«5nsaon. Ritetiórar Matiihfas Johanwcsson, Eyfólfur Konráð Jónason. Aðatoðarrit8ffón Styrm'w Gutvnarsson. R+t*»jörr»arfciWtn6i Þottíöm Guðrmmdason Fréttastióri Björn JóhanttMon Augiýairvgostjörí Ámi Garðor Krlatinsson Ritstjórn 09 aígreiðsla ASaistreati 6, sfmi 10-100. Ausflfoingar Aðabtrceti 0, sftní 22-4-60 Ásikriftargjald 226,00 kr á márhuði innanland* l laiusasöTu 16,00 Ikr eirrtakið að má glöggt sjá af ýmsum stjórnarathöfnum Magn- úsar Kjartanssonar ,að vald ráðherra er mikið, þegar því er beitt af óbilgirni. Síðast í gær sendi hann frá sér frétta- tilkynningu, þar sem skýrt var frá því, að iðnaðarráðu- neytið hefði hafizt handa um framkvæmd þingsályktunar- tillögu, sem ráðherranum tókst ekki að fá samþykki Alþings fyrir, þótt hann færl hamförum í viðleitni sinnT til þess. Það er því alveg tví- mælalaust, að ráðherra hyggst í þessum efnum virða vilja Alþingis að vettugi, Annað dæmi um óbilgirni ráðherrans er sú ákvörðun hans að láta hefja fram- kvæmdir við lagningu há- spennulínu milli Akureyrar og Varmahlíðar, áður en mál- ið hefur verið afgreitt endan- lega af ríkisstjórninni. Er þetta þó framkvæmd upp á 60 millj. kr. Þetta kom fram á aðalfundi Sambands ís- lenzkra rafveitna fyrir skömmu og hefur ekki verið mótmælt af iðnaðarráðuneyt- inu, þótt það hafi sent frá sér fréttatilkynningu um málið. En auk þess er lagning há- spennulínunnar ákveðin án alls samráðs við raforkumála- nefnd Norðurlands vestra og Fjórðungssamband Norð- lendinga, þótt iðnaðarráð- herra hafi bréflega hinn 14. febrúar sl. skuldbundið sig til þess. — „Þetta kom eins og hnefahögg í andlitið á okk- ur,“ eru ummæli rafveitu- stjórans á Sauðárkróki um lagningu háspennulínunnar. En nú má út af fyrir sig segja, að aðalatriðið sé þó, hvort þessi samtenging Norð- urlands vestra við Laxár- svæðið komi að tilætluðum notum. En svo er ekki. Eins og rafveitustjórinn á Sauðár- króki benti á, er verið að tengja saman tvö svæði, sem bæði eru í sömu þörfinni fyr- ir orku. Orkusölusamningur- inn er einungis gerður til tveggja ára og þó með því fororði, að Laxársvæðið þurfi ekki á orkunni að halda. Það er m.ö.o. algjör afgangsorka, sem ætluð er Norðurlandi vestra, og vitaskuld gjörsam- lega út í hött að framleiða rafmagn með díselvélum á Akureyri til þess að flytja það til Skagafjarðar. En þó er sérstaklega um það sam- ið, að fjórðungur orkunnar skuli framleiddur með dísel- vélum. Það kom því engum á óvart, þegar raforkumála- nefnd Norðurlands vestra sendi frá sér einróma álykt- un, þar sem þessi fram- kvæmd er talin „ótímabær“, „hér sé um óhæf vinnubrögð að ræða“, og sú krafa er sett fram, „að þegar í stað verði birtar aðgerðarrannsóknir og hagkvæmnisútreikningar, sem sýni hagsýni lagningar nefndrar háspennulínu." Þá er í ályktuninni vakin athygli á aðgerðarrannsókn- um um samrekstur vatns- orkuvera á Norð-Vesturlandi, þar sem gert er ráð fyrir sam- tengingu Skeiðsfossvirkjun- ar við Skagafjarðarveitur og byggingu raforkuvers í Fljótaá. Síðan segir: „í sam- anburði eru þessir valkostir líkir í fjárfestingu, en annar er framkvæmd í héraði og fellur að hugmyndum heima- manna, en hinn byggir á vafa- samri orkuöflun, sem aðeins er til rammasamningur um til tveggja ára og þar af er fjórði hluti orkunnar dísel- orka. í þeirri lausn er jafn- framt gert ráð fyrir því, að síðari hluti 3. áfanga Laxár- virkjunar verði heimilaður, þrátt fyrir yfirlýsingu iðnað- arráðherra um, að ekki verði leyfðar frekari virkjanir þar.“ Við þetta má svo bæta því, að um verulega umframorku er að ræða hjá Skeiðsfoss- virkjun, sem hefði sparað rafveitunum 5,7 millj. kr. á ári, ef verðgildi framleiddrar kílówattstundar í díselorku er reiknað á 2,50 kr., sem þýð- ir í raun, að lína frá Skeiðs- fossvirkjun hefði borgað sig á örfáum árum, þar sem þar er ekki um ýkja fjárfreka framkvæmd að ræða, fyrir utan það öryggi, sem því fylgir, að tengja Skeiðsfoss- virkjun Norð-Vesturlandi. En um þetta sá iðnaðarráðherra ekki ástæðu til þess að leita álits raforkumálanefndar Norðurlands vestra fremur en annað. Ástæða er ennfremur til að vekja athygli á því, að í frétta tilkynningu iðnaðarráðuneyt- isins 5. júlí sl. er frá því skýrt, að ríkisstjórnin hafi ákveðið það sl. haust að leggja línu frá Búrfellssvæðinu til Norð- urlands. Ekki er þess getið, á hvaða fundi ríkisstjórnarinn- ar þessi ákvörðun var tekin, sem kannski er ekki nema von. Eins og fyrr segir hefur iðnaðarráðherra ákveðið að hefjast handa um fram- kvæmd þingsályktunartil- lögu, sem Alþingi hafnaði sl. vor. Hvort hann gerir það í krafti Alþingis götunnar skal ósagt látið. En hitt er eftir- tektarvert, að iðnaðarráð- herra skuli velja þennan tíma til þess að skýra frá ákvörð- un sinni, rétt nokkrum dög- um eftir að mjög hörð gagn- rýni kom fram á þá stefnu, sem í þingsályktunartillög- unni felst, á aðalfundi Sam- bands íslenzkra rafveitna. Leit aðalfundurinn málið svo alvarlegum augum, að fyrir- hugað er að efna til auka- fundar í haust til þess að fjalla enn frekar um það. Boðskapur iðnaðarráðherra nú, að stefnunni skuli fylgt fram, hvað sem raular og tautar, verður ekki skilinn öðru vísi en sem hrein ögr- un við hinar sjálfstæðu raf- veitur, sem eru í eigu sveitar- félaganna og byggðarlag- anna. „EINS OG HNEFAHÖGG í ANDLITIÐ Á 0KKUR“ /T \ \ l \ \ * t + V s) 0 0 0 / forum worldfeatures Tvö umdeild mál geta orðið McGovern að falli Eftir Cecil Epside ENN benda líkur til að George Mc Govern hljóti útnefning-u sem for- setaefni Demókrataflokksins á flokks þinginu þann 10. júlí, en jafnvel þótt hann hljóti hana ekki þá er, alls ekki víst að McGovern-öldurnar lægi við það. Hann gæti fengið áskorun um að bjóða sig fram utan flokka. Eftir sigur McGoverns í forkosn- ingunum í New York, þar sem hann hafði þúsund kjörmenn fram yfir næsta keppinaut sinn, voru enn gerðar tilraunir til að koma í veg fyrir gengi hans, og þetta sýnir vel hve djúpur ágreiningur er innah Demókrataflokksins. Þá sýna vel- heppnaðar aðgerðir andstæðinga hans í Kaliforníu þann 29. júní gegn honum hið sama. Þegar slikt getur gerzt, þá getur allt skeð. Ekki er ljóst nú rétt fyrir flokksþingið, sem allar iíkur benda til að verði storma- samt, hve mörg áhrifaöfl innan flokksins, sem himgað til hafa verið honum andsnúin, muni fyl'kja sér um hann með velferð flokkseiningarinn- ar fyrir augum. Hins vegar virðast repúblikanar standa nokkurn veginn sem einn maður um Nixon forseta. Áköfustu stuðningsmenn McGov- erns eru þó hinir öruggustu. Þeir líta á frambjóðanda sinn sem helzta merkisbera herferðarinnar fyrir „nýrri og betri“ Ameríku. Án þess að draga að nokkru leyti úr árangri hinnar stórsnjöllu skipu- lagningar McGovemista, sem tekizt hefur að skipa honum í raðir fremstu stjórnmálamanna Bandarikjanna, þá er það engan veginn fullsannað að McGovern hafi heppnazt að fá fleiri kjósendur á sitt band en meirihiuta þeirra demókrata, sem kusu í for- kosningunum. Þar eð mun færri greiða atkvæði í forkosningunum en forsetakosningunum sjálfum þýðir það minna en 25% af væntanlegum kjósendum í nóvember. TVÖ UMDEILD MÁL Hvernig gengur McGovern í augun á þjóðinn;? Ekki ætti að gera of mikið úr þeirri útbreiddu skoðun, að McGovern sé ekki maður til að halda áhrifum >ínum og vinsældum til frambúðar. Vel má vera að hann eigi ævintýralega velgengni sína að þakka frábærri og þaulhugsaðri skipulagningu, en það breytir því ekki að honum hefur tekizt á hóf- stilltan hátt að vinna sér fylgi mikils fjölda fólks, ekki sízt ungs fólks. Þau tvö mál, sem hann leggur mesta áherzlu á i kosningabaráttu sinni, gætu einnig orðið honum að falli, en þau eru í fyrsta lagi varn- armál og í öðru lagi efnahagsmál. Tillögum McGoverns um að skera niður fjárlög til varnarmála er ætlað að höfða til friðartilfinninga þjöðar- innar. En Nixon forseti hefur þegar stigið stórt spor til að leiða Banda- rikin og heiminn allan í átt til friðar. SALT-samkomulagið, sem var árang- ur heimsókna tii Moskvu og Peking, er merkt framlag til þessa. Rök eru færð fyrir því, að forsetinn sé að draga úr vígbúnaðarkapphlaupinu án þess að veikja varnir landsins, en hins vegar gæti niðurskurður McGov- erns leitt til erfiðrar aðstöðu í ör- yggismálum. Þetta eru grundvallar- rök þrátt fyrir það, að þau kunni að einfalda hlutina einum of, en gildi beggja sjónarmiða verða aðeins met- in með nákvæmari samanburði sér- fræðinga. Varðandi Víetnam hefur McGovern lofað skilyrðislausum brottflutningi Bandaríkjamanna. En Víetnammálið er í stöðugri þróun. Og ef Nixon for- seti hefur flutt allt landherlið á brott George McGovern í nóvember, eins og allar likur benda til, og skriður verður kominn á til- boð hans um algeran brottflutning gegn þvi að bandariskum stríðsföng- um verði sleppt úr haldi og Hanoi samþykki vopnahlé, þá gætu tillögur McGoverns um að hætta öllum stríðs- rekstrinum snemma árs 1973 virzt óþarfar. Áætlanir McGoverns um jafnari skiptingu þjóðarauðsins má ekki van- meta. Spurt hefur verið hve sann- gjörn efnahagsstjórn McGoverns yrði í raun og veru. Hugh Scott, leiðtogi repúblikana i öldungadeildinni, hefur sakað hann um að „leika Hróa hött á risaimælihvarða“ i skattatillögum sínum, þegar „ekki eru nógu margir auðkýfingar í iandinu til þess að þær beri árangur“. Sagt er, að þær séu svo „róttækar", að þær muni ekki að- eins kæfa allt framtak í fæðingu, heldur og þrúga hina langþjáðu „miðstétt“. Þetta þýðir þó ekki að efnahags- áætlun McGoverns hafi verið flýtis- smið eða innihaldi ekki bitastæðar hugmyndir. En Bandaríkjamenn al- mennt velta vöngum yfir því, hvort þær séu á nokkurn hátt framkvæm- anlegar. Kæmust þær í gegnum þing- ið og hefur þjóðin efni á þeim? Eru útreikningarnir réttir? En ailar umræðurnar að undan- förnu um stjómarfar landsins eru að líkindum fremur til góðs en ills og verið getur að Nixon og stjórn hans beri mest úr býtum i því sam- bandi. Nixon hefur þegar sýnt sveigj- anleika sinn í utanrlkismálum og ekkert bendir til þess að hann geti Framhald á bls. 21. „Rödd íslands hefur verið skýr og laus við yfirborðskennd“ — segir Dean Rusk í einkasamtali við Mbl Eftir í*ór Whitehead „ÞAÐ kynni að reynast ykk- ur erfitt að leita hjálpar okkar á neyðarstundu, ef þið ætlið nú að reka okkur heám.“ Þannig komst Dean Rusk, fyrrverandi utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, . að orði í samtali við tíðinda- mann Mbl. Margt bar á góma í þessu samtali, en það, sem er e.t.v. eftirtektarverð- ast fyrir lesendur, eru þau orð, sem Rusk lét falla um öryggismál Islands. Hann leggur áherzlu á, að NATO- stöðin í Keflavík hafi póli- tískt og hernaðarlegt mikil- vægi á heimsmælikvarða. Vitaskuld hljóti íslendingar fyrst og fremst að taka mið af eigin öryggi. Ákvarðanir okkar í sambandi við varnar- stöðina hafi hins vegar áhrif langt út fyrir eigin landa- mörk. „Ef Island dregur til haka eina framlag sitt til varna Vesturlanda, getur slík ráðstöfun orðið til þess að valda hættulegum mis- skilningi, og að af henni verði dregnar rangar álykt- anir í Moskvu.“ Vesturlönd hafi bundizt í félagsskap, þar sem hver leggi sitt fram til varnar sameiginlegum hags- munum. Island hafi áhrif á þann félagsanda, sem þar ríki. Rusk ráðleggur Islend- ingum að gleyma ekki banda- rísku almenningsáliti. Nafnið Dcan Rusk hljóm- ar enn kunniig-lega. í átta ár var hann utanríkisráðherra Banda- ríkjanna og nafn hans var stöð- ugt í heimsfréttiinum. Þegar John F. Kennedy tók við stjórn artaiimuniim og valdi Rusk sem utanríkisráðherra, átti hann að baki áratuga starf í utanríkis- þjónustunni. í aldarfjórðung tók þessi hægláti ogr yfirlætislausi maður þátt í því að móta utan- ríkisstefnu Bandaríkjanna. Við valdatöku Nixons lauk ferli Rusks í alþjóðamálum. Hann dró sig til baka úr erlin- um í Washington og gerðist pró- fessor í alþjóðalögum við Georgíu-háskóla, þar sem þetta samtal fór fram. Rusk hefur lýst því sem köllun að eyða því sem eftir er starfsævi sinnar, til þess að miðla ungu kynslóðinni af reynslu sinni. Hann er eftirsótt ur fyrirlesari um alþjóðamál, og þegar blikur eru á lofti í heims- málnnum, keppast blöð og frétta stofur við að fá hann til að segja álit sitt. í upphafi samtalsins minntist Dean Rusk með ánægju heim- sóknar sinnar til Islands fyrir nokkrum árum. Á Hótel Sögu væri að finna fallegustu kven- barþjóna í heimi. Þar hefði far- ið vel um sig. Hann rifjaði einn- ig upp, að í lokahófi ráðstefn- unnar, sem hann sat í Reykja- vík, hefði hann lagt til að skál- að yrði fyrir „íslenzkum land- vinningum“. H“fði hann þar átt við Surtsey, sem þá var að skjóta upp kollinum. Rusk vék síðan að kynnum sínum af Thor Thors. „Með jafn stórbrot- inn fulltrúa og Thor var, gat ekki farið hjá því, að eftir rödd íslands yrði tekið.“ Að þessu mæltu dró Rusk fram bók eftir frægan brezkan utanríkisþjón- ustumann, Harold Nicolson, og las úr henni lýsingu á „full- komna diplómatanum“. Að lestr- inum loknum sagði Rusk: „Þessi lýsing á við Thor Thors. Hann var í fremstu röð þeirra er- lendra sendimanna, sem ég kynntist á ferli minum. Island hefur í rauninni haft miklu meiri áhrif á alþjóðavett- vangi en við mætti búast og höfð er í huga íbúatala lands- ins. Rödd fslands hefur verið skýr og laus við yfirborðs- kennd. Landið hefur notið trausts annarra þjöða, sem vita eins og er, að ísland hefur ekki brögð í tafli, né reynir að þvinga aðra til að láta að vilja sínum. Afstaða íslands í kalda stríðinu hefur verið gætin og landið viljað halda sig við al- þjóðalög. fslendingar hafa því verið í sterkri aðstöðu til að hafa áhrif á gang mála hjá Sameinuðu þjóðunum. Þar hefur ísland gegnt jákvæðu og upp byggjandi hlutverki. Það hefur verið ánægjulegt að verða vitni að þátttöku landsins í heimssam tökunum svo og í Atlantshafs- bandalaginu.“ VIETNAM OG SAMEIGINLEGT ÖRYGGI Eftir þessi ummæli Rusks um ísland barst samtalið fljótlega austur í Asíu. Það var sem kunnugt er á forsetaferli Kenn- edys, sem Bandaríkin hófu veru leg afskipti af átökunum í Viet- nam. Allt frá þeim tíma gegndi Rusk öðru aðalhlutverkinu í þeim harmleik. Gagnstaétt mörg- um ráðherrum og valdamönnum í stjórnum Kennedys og John- sons gerir Rusk enga tilraun til að hvítþvo sig né skjóta sér undan ábyrgð. í svari við þeirri spurningu, hvað liggi til grund- vallar styrjaldarþátttöku Banda ríkjanna í Vietnam, kom fram, að Rusk hefur ekki snúizt hug- ur i því máli. — Eftir síðari heimsstyrjöldina voru Bandaríkin einráðin í því, að gera hvað þau máttu til að koma í veg fyrir þriðju heims- styrjöldina. Mörgum okkar fannst sem síðari heimsstyrjöld- in hefði verið háð að nauðsynja- lausu. Ríkisstjórnir fjórða ára- tugarins hefðu vanrækt að kæfa árásarstefnu í fæðingu. Af leiðingin hefði orðið sú, að stríð brauzt út. Trúin á, að sameig- inlegt öryggi (collective secur- ity) væri bezta ráðið gegn heims styrjöld, var grundvöllur fyrstu greinar stofnskrár Samein- uðu þjóðanna. Þessi grein var síðan styrkt með gagnkvæmu öryggissáttmálunum, svo sem Atlantshafs- og Suðaustur-Asíu sáttmálunum. Aðalorsökina fyrir átökunum í Suðaustur Asíu er að finna í hernaðarárás kommúnista inn í lönd annarra, ekki einungis í Suður-Vietnam held'ur einn- ig Laos, Kambodíu og Thailand. í veði er staðfesta Bandaríkj- anna við að halda gjörða ör- yggissáttmála. Málið er því alls ekki takmarkað við Vietnam. í Moskvu hljóta viðbrögð okkar í Asíu óhjákvæmilega að verða höfð til marks um það, hvernig við brygðumst við, ef leitað yrði aðstoðar okkar samkvæmt skuld bindingum Atlantshafssáttmál- ans eða annarra öryggissátt mála. Sumir Evrópubúar skilja mikilvægi þessa; aðrir láta sér fátt um árásarstefnu finnast, meðan hún ógnar ekki eigin bæj ardyrum. Bandarísku þjóðinni hefur nú snúizt hugur um Vietnam, og við erum að draga til baka herlið okkar. Þessi hufdivörí eru auð- skiljanleg. Síðan síðari heims- styrjöld lauk, hafa Bandaríkin orðið fyrir þvi að missa sex hundruð þúsund manns. fallna og særða, af völdum ófriðar. Þetta er það ógnvænlega verð, sem Randaríkin hafa þurft að greiða í þágu sameiginlegs örygg- is. Bandaríska þjóðin er að eðli friðsöm en óþolinmóð. Það hefur reynzt ómögulegt að segia fyrir lim með fullri vissu, hvenær hægt yrði að leiða Vietmam sitríðið til lvkta. Þjóðin er því ófús til að axla ófyrirsjáaniegar byrðar, til að ná takmarkinu, sem Kenn- edy forseti hafði í huga, þegar hann kom til liðs við banda- menn okkar í Suðausituir-Asíu- bandalaginu. NÝ EINANGRUN? — Er það hugsanlegt, að sú ólga og vonbrigði, sem Vietnam- stríðið hefur valdið, kunni að leiða til þess að Bandarík- in hmeigiS't á ný til einhvems kon- ar einangrunarstefnu? — Það kann að vera, að vegna reynsiunnar af Vietnam sé að hefjast tímabil óvissu um hlutverk Bandaríkjanna í al- þjóðamálum. Meðan á þessari óvissu stendur, er sá möguleiki fyrir hendi, að ákveðin ríki mis- reikni viðbrögð Bandaríkjanna undir vissum kringumstæðum. Ég álít, að þessi óvissa skapi hættu. Ég vona, að bandaríska þjóðin muni senn ákveða fram- tíðarhlutverk sitt og eyða hætt- Dean Rusk. unni. Vegna reynslunnar af Viet namstríðinu kann þessi stefnu- mörkun samt sem áður að taka nokkurn tíma. Annað atriði, sem knýr okk- ur til endurskoðunar, er, að flest ríki Frjálsa heimsins svo- nefnda hafa reynzt ófús til að taka virkan þátt í viðhaldi sam- eiginlegs öryggis. Ein afleiðing- in er sú, að það er orðið stjórn- málalegt vandamál að halda úti bandarískum her á meginlandi Evrópu. Það er alkunna, að Evrópa hefur náð stríðsbata og hefur bæði efnahagslegan styrk og mannafla til að við- halda fremstu varnarlínunni. Það getur því varla komið á óvart, þótt æ fleiri Bandaríkja- menn spyrji þessarar spurning- ar: Hvers vegna skyldum við halda úti þrjú hundruð þúsund hermönnum í Vestur-Evrópu? Nýju tilhneigingarinnar til einangrunarstefnu gætir einnig í samdrætti í aðstoð við erlend ríki svo og í innflutningshöml- um. Það er ekki séð fyrir endann á því, hvaða afleiðing- ar Vietnam-reynslan kemur til með að hafa. Haft skyldi hug- fast, að það er að miklu leyti undir bandarísku almennings- áliti komið, hvort hægt er að reiða sig á Bandaríkin á hættu- stundu. HERFÆKKUN OG ÍSLAND — Eiga ummælin um banda- rísilcan her í Vestur-Evrópu e.t.v. að einhverju leyti við um ís- land ? Þvi hef ur verið haldið fram á Islandi, að fækkunin í heraflanum, sem þingmennirnir Mansfield og Fulbright beita sér fyrir, taki einnig til íslands. — Nei, um varnarstöðina á Is- landi gegnir öðru máli. Það er augljós staðreynd, að varnir Is- lands krefjast flota og flugliðs. Á meginla'ndinu snýst málið urn brottflutning á fjölmennum bandarískum landher. Hann yrði annað hvort leystur af hólmi með aukinni varnarþátttöku Vestur-Evrópuríkjanna eða að til kæmi gagnkvæm fækkun í herjum austurs og vesturs. — En er ekki tilgangurinn með öllum þessum hefðbundna hern- aðarviðbúnaði orðinn harlá vafa samur? Hefur heiminum ekki verið skipt upp í áhrifasvæði milli risaveldanna, sem umbera hvort annað í skugga kjarn- orkusprengj unnar ? — Ég gef ákaflega lítið fyr- ir kenningar um áhrifasvæði. Þegar ég heyri þeirra getið, vil ég draga fram hnattlíkan og fá að sjá hvar mörk slikra svæða liggja. Enginn gæti haldið því fram með réttu, að við réðum fyrir Vestur-Ewópu, Asiu eða jafnvel Rómönsku Ameríku. Við getum ekki skipað neinni ríkis- stjórn fyrir verkum. Ef áhrifa- svæði viðgangast, á hvaða svæði er þá Island? Island vill vera sjálfs sín herra. Hvers vegna ekki? Við viljum þar enga breyt ingu á. Sovétmenn hafa aðrar hug- myndir en við. Þegar litið er yf- ir sögu Rússlands, verður við- leitni þess til að tryggja sér öryggi að mörgu leyti skilj- anleg. Innrásirnar í Rússland, sú siðasta fyrir þremur áratug- um, skapa sterka sjálfsvarnar- tilfinningu. Við þetta bætist hins vegar, að Sovétríkin eru enn ráðin í því að breiða út það, sem þau nefna „heimsbyltingu". Moskva er staðráðin í þvi að leyfa ekki neinu ríki Austur- Evrópu að hverfa frá kommún- ismanum. Dæmin um Ungverja- land og Tékkóslóvakíu sanna þetta bezt, og Brezhnev-kenn- ingin gefur Sovétríkjunum rétt til íhlutunar um innanrikismál annarra þjóða. Sovétríkin ætla að halda yfirráðum sínum yfir Austuir-Evrópu, og þau stefna markvisst að því að ná undir áhrifavald sitt öðrum löndum. Hvar sem stjórnmálalegt eða hernaðarlegt tómarúm skapast á hnettinum, eru Sovétríkin reiðu búin til að færa sér og „heims- byltingunni" það í nyt. Sovétrikin leyfa engu A us't.ivir-ENrópu rík i frávik frá kommúnismanum. En myndu Band'aríkin taka því með þegj- andi þögninni, ef Vesrtuir-Evrópa gengi kommúnisma á hönd? — Ef slíkt gerðist í frjálsum kosningum og væri í samræmi við óskir viðkomandi þjóða, get ég ekki gert mér í hugarlund, að Bandaríkin gripu þar í taum- ana. Um hernaðarárás kommún- ista á Vestur-Evrópu gegindi hins vegar allt öðru máli. Heims- styrjöld myndi brjótast út, og Sovétríkin vita hvað það hef- ur í för með sér. — Viðurkenna Sovétrikin enga heimshluta sem bandarískt áhrifasvæði? — Burtséð frá áhrifasvæðum erum við tengdir öðrum þjóðum með samningum. Varnir Vestur- landa byggjast á samningum og sameiginlegum framlögum, ekki áhrifasvæðum. ÍSLAND OG FRAMLAGIÐ — Gæti smáriki eins og ísland lagt fram sitt af mörkum í frið- arátt með einhliða aðgerðum, svo sem eins og lokun NATO stöðvarinnar í Keflavik? — Ég harma sérhverja þá ráð stöfun, sem yrði til að grafa undan hugmyndinni um sameiginlegt öryggi ríkja Atl- antshafsbandalagsins. Ef Island dregur til baka eina framlag sitt til varna Vesturlanda, getur Slík ráðstöfun orðið til þess að valda hættulegum misskilningi og að af henni verði dregnar rangar ályktanir í Moskvu. Island er elcki stærsti aðil'jitnn í NATO. Það sem Island hefst að, hefur engu að síður þýðingu og vek- ur athygli víða um veröld. Ég gat þess í sambandi við Vietnam-stríðið, að upp væri komin hreyfing í Bandaríkjun- Framhald á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.