Morgunblaðið - 14.07.1972, Síða 4

Morgunblaðið - 14.07.1972, Síða 4
4 MORGUNRLAÐIÐ, FÖSTUÐAGUR 14. JÚLÍ 1972 STAKSTEINAR ® 22-0-22* RAUÐARÁRSTÍG 31 BÍLALEIGA CAR RENTAL TP 21190 21188 Hvar er útvarpsráð? „Það eru sjálfsagt allir sam mála um það, að ríkisútvarp- ið eigi ekki undir neinum kringumstæðum að vera póli- tiskt hlutdrsegrt. . . “ Þing- skörungurinn Bernhard Stef- ánsson lét þessi ummæii falla fyrir' nær 40 árum, er hann sem framsögumaður niennta- málanefndar Efri deildar fjali aði um útvarpsrekstur ríkis- útvarpsins, en hlutleysis- skylda þess var þá mjög rædd og af öllum i þá veru, að gætt yrði fyllsta hlutieys- is. En nú stjórna aðrir herrar landinti. Þess hefur og orðið vart, að smátt og smátt er ver ið að sveigja útvarpsdag- skrána tii móts við flokkspóli tiska hafsmuni rikisstjörnar- flokkanna. Hrópandi dæmi var útvarpsþátturinn á mið- vikudagskvöldið, þar sem saman voru komnir þrir ráð- herrar og einn varaþingmað- ur Alþýðuhandalagsins í grát andi kvartett. Það er kannski rétt að minna á, að fyrir nokkrum vikum komu tveir hernáms- andstæðingar fram í þættin- um „Setið fyrir svörum" í sjónvarpinu. Kkki varð sú för þeim til neinnar frægðar, Undan því var sérstaklega kvartað i l*jóðviljanum. En ráðherrarnir sáu við þeim leka, enda öruggast að sneiða fram hjá óþægilegum spumingum, eins og á stóð. Ekki þurfti að óttast, að þær kæmu frá varaþingmanninum. Ctvarpsráð tvöfaldaði fyrir skömmu þóknun sina. Gott er tii þess að vita, að það sknii ekki vanhaldið i launum. En útvarpshlustendur ætlast til þess að fá nokkuð i staðinn, — þeir ætlast til, að beirri grundvallarskyldti ríkisút- varpsins frá stofnun þess sé haldið, að það geri sig ekki sekt um að vera „pölitískt hlutdrægt" iindir neinnm kringumstæðum. Formaður út varpsráðs skýrði frá þvi í Þjóðviljanum fyrir skömmu að hann ætlaði ekki að þegja. Verður fróðlegt að fylgjast með þvi, hvort hann kýs samt sem áður að þegja yfir hneykslinu á miðvikudags- kvöldið. „Sjaldan orðið það á að vera hlutlaus“ „Frásögnin er ekki hlut- laus. Ég hygg að í tuttugu og fimm ára starfi mínu hjá út- varpinu liafi mér sjaldan orð- ið það á að vera hlutlaus um menn og málefni.“ Þannig fór ust varaþingmanni Alþýðu- bandalagsins, Stefáni Jóns- syni, orð i Þjóðviljamim 8. sept. s.I., er liann fjallaði um sjálfstæðan dagskrárlið, sem hann flutti af fundi á Norður landi, þar sem hann mætti sem sérlegur flokkslegur fuU trúi Lúðviks Jósepssonar og sem frambjóðandi. Það kom þvi mjög á övart, þegar þessum manni var fal- ið að hafa á hendi stjórn um ræðuþáttar í útvarpinu. Menn sáu það fyrir, sem nú er orðið, að þessum varaþing manni Alþýðubandalagsins yrði það sjaldan á að vera hlutlaus um menn og málefni, svo að hans orðatag sé not- að. Eftir hneykslið á miðviku- dagskvöldið hafa menn talað um það sín á milli að hætta að borga afnotagjöld útvarps og sjónvarps, ef svo heldur fram. Vonandi þarf ekki til þess að koma, að almenning- ur grípi til slíkra ráða, til þess að knýja fram, að lög og starfsreglur útvarpsins séu haldin af starfsmönnum þess og ráðlierrum, Rétt er að það korni fram, að ráðherrarnir voru Magnús Kjartansson, Hannihal Valdi- marsson og Halldór E. Sig- urðsson. Heimilið hefur goldið sundrandi afla BILALEIGAN AKBliA VT 8-23-47 sendum SKODA EYÐIR MINNA. Shodb LEIGAN AUÐBREKKU 44-46. SIMI 42600. FERÐABÍLAR HF. BHaleiga — sími 81260, Tveggja manna Citroen IViehary Fimm manna Citroen G. S. 8—22 manna Mercedes-Benz hópferðabílar (m. bílstjórum). HÖRÐUR ÓLAFSSON haætaréttarlögmaðuí skjaíaþýðandí — ensku Austuratraati 14 swnar 10332 og 35673 Biaðinu hefur borizt eftir- farandi ályktun frá Presta- stefnu Isiands: Prestastefna Islands 1972 hef- ur að þéssu sinni fjallað um efnið: Kirkjan og heimilið. Með því vill kirkjan vekja athygli þjóðarinnar á mikilvægi kristi- legs heimilislífs, þar sem heimil- ið er traustasti homsteinn hvers þjóðfélags og menningar. íslenzk heimili hafa greinilega goldið þeirra sundrandi afla, sem verkað hafa á þjóðlífið síð- ari áratugi. Því hefur aldrei verið brýnni þörf á samstarfi uppeldisaðil- anna, heimilis, skóla og kirkju. I. Prestastefnan harmar þá þróun, sem átt hefur sér stað, að hlutfallstala hjónaskilnaða á íslandi hefur nærfellt tvöfald- azt á síðustu 20 árum. Orsök þessarar óheiliaþróunar er margþætt. Má í þvi sam bandi benda á það, að hjón gift- ast mun yngri nú en áður, og er þvi undirbúningur undir hjú- skap oft af mjög skornum skammti. I mörgum tilfellum er um félagslegan vanþroska eins- staklinganna að ræða, sem ger- ir þá raunar lítt hæfa til að bindast hjúskaparböndum. Rangt verðmætamat og eftir- sókn eftir fullnægingu alls kon- ar gerfiþarfa er eitt algengasta mein nútimaþjóðfélags. Við þetta bætist ákveðið vanmat á hlut- verki konunnar sem húsfreyju og móður og skilningsleysi á skyldum foreldranna. Sívaxandi áfengisneyzla og fíkniiyfjanotk- un stuðlar mjög að þessari geig- vænlegu þróun. Má x því sambandi benda á það, að áfengisnautn hefur gripið óhugnanlega um sig í mennta- stofnunum þjóðarinnar »g færzt neðar og neðar í aldursflokk- ana og er vissulega afleiðing frá hvarfs fjöldans frá Guði og virðingar- og þekkingarleysis á siðalögmáli hans, og gætir inn í raðir heimilanna í æ rikara mæli. II. Prestastefnan vill því íegglja áherzlu á brýna þörf markvissrar fræðslu um hjú- skaparmál, maka- og foreldra- hlutverk á kristilegura grund- velli áður enn stofnað er til hjúskapar. Mjög æskilegt væri, að fræðsla um þessi efni væri felld inn í hið almenna skóla- kerfi, en einnig er þörf sér- stakrar fræðslu um þessi mál á vegum kirkjunnar. Prestar þyrftu að verja meiri tíma til viðtala við verðandi brúðhjón, og handhægir bæklingar þyrftu að vera fyrir hendi um hjóna- bandsskyldur og kristið heimil- islíf. Fjöhniðlar ættu að koma til meiri aðstoðar í þessu sambandi. III. Prestastefnan leggur áherzlu á, að settar séu ákveðn- ar reglur um það hve langur timi megi líða frá því hjón óska eftir skilnaði og þangað til prestar gefa út vottorð um sátta tilraun. Sérfræðileg hjálp um- fram það, sem prestar geta veitt þyrfti ætið að vera fyrir hendi hvenær sem prestur telur þess þörf í sambandi við hjúskapar- vandamál. Hjálpa þarf for- eldrum til að koma á skipulegu helgihaldi á heimilum og byggja upp trúarsamfélag og trúnaðar- samband við börnin, sem hald- ast myndi yfir gelgjuskeiðið. Til að aðstoða prestinn í þessum efnum, þyrfti að virkja mun meir en nú er gert félagasamtök og leikmannahreyfingar innan safnaðanna. Athuga ber, að kirkjan þarf stuðning laga við ýmsar framkvæmdir til umbóta á sviði félags- og mannúðarmála. T.d. er þörf á nýrri lagasetn- ingii, sem gera myndi kleift að ráða sérhæft starfslið til mangvís legrar þjónustu í söfnuðunum. Prestastefnan veknr etnnig sérstaka athygli á velferðarmál- um aldraðra, og leggur til að kirkjan vinni að þeim af alhug með því að: a. Að rjúfa einangrun með t.d. skipulagðri heimsóknarþjónustu á vegum félaga safnaðanna og/ eða í samstarfí við önnur félög. b. Að vinnja að þvi, að stofnaðar verði fleiri lang- legudeildir við sjúkrahús, eða hjúkrunarheimili með endur- hæfingaraðstöðu, en þó fái allir fullkomna læknisskoðun fyr- ir slika vistun. c. Að komið verði á þjónustu um að aka öldruðu fólki til og frá kirkju. d. Að ráðinn verði til starfa, af hinu opinbera, í samstarfi við kirkjuna, ellimálafulltrúi í hverju prófastsdæmi. Hlutverk hans væri m.a. að veita öldruð- um upplýsingar og margskonar fyrirgreiðslu, halda spjaldskrá og fylgjast með öldruðum, skipu leggja sjálfboðastarf. e. Að skipuleggja tómstunda- starf fyrir aldraða t.d. með betri nýtingu félagsheimila. Enda er brýn nauðsyn að hag- nýt'a félagsheimili til ým- iss konar uppbyggllegs féla-gs- starfs meir en viða er gert. Einnig mætti nýta ónotaða emb- ættisbústaði til tómstundastarfa fyrir aldraða og fleiri. Þá vill prestastefnan eindreg- ið óska eftir að 7 gr. frumvarps til laga um dvalarheimili aldr- aða orðist svo: „Nú er byggt dvalarheimili eða háfinn rekstur þess sam- kvæmt lögum þessum, og skal þá ríkissjóður gréiða Vs hluta kostnaðar við bygginguna og kaup nauðsynlegra tækja og búnaðar." Ennfremur telur prestastefn- an æskilegt að almennur kirkju fundur fjalli um málefni þetta. Vestmannaeyjar fá heimild til útsvarshækkunar VKSTMAN NAEY4YKA l’PSTAO UR fékk I gær heimlld frá félags nlálaráðuneytinu til að bækka útsvör ársins 1972 um 10%, þ.e. úr 10% í 11%. Er þetta sjöundl kaupstaðurinii, seni fær þessa heimild, en kaupstaðiniir eru 14 talsixis. Enti liggur fjöldi beiðua frá sveitarfélögum um slika hækkun hjá ráðuneytinu. Stokkhólmur mánudaga i) föstudaga laugardaga laugardaga Osló mánudaga mióvikudaga föstudaga Kaupmannahöfn ^ þriójudaga / \\ mióvikudaga /J I fimmtudaga |f I sunnudaga 1 1.maí-31.okt L0FTLEIBIR Farpantanir ísíma 25100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.