Morgunblaðið - 14.07.1972, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚLl 1972
11
valds hafa átt sér stað. Ég
bendi á, að skipuð hefur verið
nefnd til að gera tillögur um
staðsetningu ríkisfyrirtækja
með það fyrir augum, að þeim
sé dreift víðs vegar um landið,
og í nefndinni eru menn með
allar stjórnmálaskoðanir.
— Þér sögðuð á fundi á Sauð-
árkróki fyrir kosningar, að
flytja mætti Búnaðarbankann
þangað. Hafa verið gerðar
ráðstafanir til þess?
— Nei, en það hefur verið
skipuð sérstök nefnd til að
fjalla um bankakerfið. Ég hygg,
að Búnaðarbankaútibúið á
Sauðárkróki sé glæsilegasta
útibú Búnaðarbankans, og
Búnaðarbankinn gæti vissulega
verið stoltur af að hafa sitt að-
alaðsetur á Sauðárkróki. Ann-
ars er það mín persónulega
skoðun, að athuga beri, hvort
ekki ætti að sameina banka og
reyna að hafa þá færri og
sterkari stofnanir.
— Hefur „sjálfsforræði byggð-
arlaga'1 verið aukið eins og
heitið var í málefnasamningn-
um. Miðuðu skattalagabreyt-
ingarnar að því?
— Ég veit ekki betur en
starfandi sé nefnd, sem á að
fjálla um verkefnaskiptingu
rikis og sveitarfélaga, en þetta
málefni er á vegum félagsmála-
ráðuneytisins, og ég hef það
ekki nákvæmlega í huga.
Ég held að skattalagabreyt-
ingarnar út af fyrir sig breyti
ekki neinu um sjálfstæði sveit-
arfélaga. Það er ekkert leynd-
armál, að þær koma misjafn-
lega við sveitarfélögin eft-
ir því, hvernig á stendur.
— Finnst yður vald kommún
ista yfir orkumálum, atvinnu-
og viðskiptamálum ekki
ískyggilega mikið?
— Nei, að þeim málum hefur
verið unnið í samræmi við þá
meginstefnu, sem mótuð er í
málefnasamningnum. Það geta
vérið skiptar skoðanir um ein-
stök atriði, og það er ekkert
launungarmál, að ég persónu-
lega hefði t.d. kosið aðra lausn
á raforkumálum Norðurlands
véstra en nú virðist fyrirhug-
uð.
— Hefur virkjun Laxár III
verið leyfð?
— Nei, nei, nei.
— Ráðherrar kommúnista
sögðu í bókun sinni úm flug-
brautarmálið, að við ættum
sjálfir að greiða kostnaðinn við
framkvæmdirnar. „Slík stefna
er forsenda þess að við getum
í verki framkvæmt sjálfstæða
utanrikisstefnu," sögðu þeir.
Er utanrikisstefna íslands
ekki sjálfstæð?
— Jú, að mínu mati, en þessi
bókun þeirra er í samræmi við
þá stefnu þeirra, að við eigum
ekki að vera i NATO,
—- Eru þessi orð ráðherr-
anna þá ómerk?
— Þessi orð ráðherranna hafa
auðvitað sitt gildi fyrir þá.
Þeir hafa sagt það, sem þeir
vildu segja. Ég er að sjálf-
sögðu ekki sammála þeim.
.— Þér hafið talað um, að erf-
jðleikana nú mæbti rekja til
þess, að „útgjaldafyrirætlanir
þjóðarinnar í heild hafi stefnt
fram úr aukningu þjóðar-
tekna." Er þá allt þjóðinni að
kenna, en ekkert stjórninni?
— Ætli það sé ekki bæði þjóð-
inni og stjóminni að kenna, og
okkur öllum. Bjartsýni er mik-
il. Hér vilja menn gera allt í
einu.
— Hvað reiknið þér með, að
stjórnin sitji lengi?
— Að sjálfsögðu er reiknað
með því, að stjórnin sitji út
kjörtímabilið, en bezt er að
vera ekki með neinar spár. Var
ekki einhvers staðar sagt: „Til
frægðar skal konung hafa, en
ekki langlifis." Verk stjómar-
innar skipta meira en langlíf-
ið.
Ráðsmannaskipti
í Víðinesi
HINN 1. júlí sl. urðu ráðsmanns-
og ráðskonuskipti hjá vistheim-
ili Bláa bandsins í Víðinesi. Hjón
in Pétur Sigurðsson og Guðríð-
ur Krisitjánsdóttir, sem gegnt
hafa þessum störfum i rúm níu
ár, létu af þeim að eigin ósk.
Við störfum þeirra tóku hjónin
Jón Vigfússon og Guðrún Karls-
dóttir, en þau hafa bæði starf-
að hjá ríkishælinu á Akurhóli
á Rangárvöllum um margra ára
skeið, Jón sem verkstjóri en
Guðrún sem matráðskoina.
1 smá hófi, sem haldið var að
Víðinesi í tilefni þessa atburðar,
þakkaði formaður stjórnar vist-
heimilisins, Jónas Guðmundsson
fyrrv. ráðuneytiss'tjóri, fráfar-
andi stjórnendum vistheimilisins
hin ágætu störf þeirra í þágú
stofnunarinnar, og bauð hina
nýju stjórnendur velkomma til
vandasamra og erfiðra starfa,
sem þau nú tækjust á hendur.
Einn vistmanna þakkaði einn
ig hinum fráfarandi húsbændum
af vistmanna hálfu og bauð
hina nýju húsbændur velkomna
að Víðiinesi.
Reyöarvafn
Veiði er hafin. — Veiðileyfi verða einungis
veitt hjá veiðiverði við vatnið.
Veiðivörður.
Þorgeir Jónsson, læknir
verður fjarverandi frá 17. júlí — 17. ágúst.
Staðgenglair Guðsteinn Þengilsson og Björn
Önundarson, Laugarvegi 43.
Hver
n bílinn
Bílahandbók
Reykjavikur
HÖFUM FENCIÐ HINAR HEIMS-
ÞEKKTU SNYRTIVÖRUR FRÁ
ESTELAUDER
Miss Elfíe Fielding
SÉFFRÆÐINGUR FRÁ
ESTELAUDER
verður til viðtals í dag föstudag til kl. 6 e.h.
og á morgun laugardag til Kl. 4 e.h.
VERIÐ VELKOMNAR.
Kodak ■ Kodak ■ Kodak
Litmyndir
og svart/hvítar
á 2 dögum
HANS PETERSENHf.
BANKASTRÆTI 4 SÍMI20313
ÁLFHEIMUM 74 SÍMI82590 ,
Kodak"^TKodakl^píodaI^
r
i
i
i
■
■
■
■
■
i
i
i
PEIIGEOT 404
sendiferðabifreið
Burðarþol 1000 kg.
Allar frekari upplýsingar veittar
UMBOÐ A AKUREYRI
VÍKINGIIR SF. HAFRAFELL HF.
FURUVÖLLUM 11 CjT CRETTISGÖTU 21
AKUREYRI, SlMI 21670. ▼ SlMI 23511.
I
I
I
I
I
i
I
I
1
— Aðeins úrvnls vörur —
Sólskýli
Svefnpokar
Vindsœngur
Bakpokar
Giism
Vesturgötu 1.
Útigrill
Picnic-töskur
Gassuðutœki
Ferðaprímusar
Ey. Kon.