Morgunblaðið - 14.07.1972, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1972
Otgefandi Hf Árvek-ut', ftey^avfk
Fram'kvaamdastjóri Hatatd-ur Sve insson.
Riitstjórar M.atthías Johannesssn,
EyíóMW Konráð Jónsson.
ASstoðarrítstjóri Styrmir Gunrtarsson.
RitS'tjiórmrfu'l.litrúi horbijöm Guðnnundsson
Fréttastijóri Björn Jóhannsson
Auglýsirvgostjóri Átni Garðar Kristinsscm.
Ritstjórn 09 aifgreiðsla ASalstræti 6, sfmi 1Ö-100.
AugiJýsingar Aðafstræti 6, sfmi 22-4-60
Áskriftargjaíd 226,00 kr á wiánuði innanlands
I feusaaöTu 15,00 Ikr eíntakið
VTinstri ríkisstjórn Ólafs Jó-
* hannessonar hefur nú set-
ið að völdum í eitt ár. Stjórn-
in hóf starfsferil sinn við
hinar ákjósanlegustu aðstæð-
ur. Fyrir ári var mikil gróska
í atvinnulífinu og efnahags-
málin voru í góðu horfi.
Óhætt er því að fullyrða, að
almenn bjartsýni hafi verið
ríkjandi um framvindu þjóð-
málanna. Á árinu 1971 hækk-
aði framfærsluvísitalan að-
eins um tvö stig og kaupmátt-
ur launa jókst um nærfellt
20 af hundraði. Þjóðarfram-
leiðslan fór ört vaxandi og
þjóðartekjurnar hækkuðu um
12 til 13 af hundraði.
Ríkisstjórnin mátti því vel
við una, enda varð loforða-
listinn langur. í stjórnarsátt-
málanum var því m.a. lýst,
að hafa ætti hemil á verð-
bólgunni, og framlengja ætti
verðstöðvunina til áramóta,
svo að tími gæfist til að und-
irbúa varanlegar ráðstafanir
í því skyni að hamla gegn
óeðlilegri verðlagsþróun.
Auka átti kaupmátt launa
umfram það, sem gert var
ráð fyrir á fjárlögum. Stjórn-
arandstaðan gagnrýndi þessi
vinnubrögð þegar í stað og
benti réttilega á, að stjórnin
færðist of mikið í fang, þrátt
fyrir góða stöðu þjóðarbús-
ins.
Ríkisstjórnin hélt engu að
síður ótrauð áfram á sömu
braut og skellti skollaeyrum
við öllum aðvörunarorðum.
Stjórnarflokka*iir sam-
þykktu fjárlög, er fólu í sér
hækkun ríkisútgjalda um 50
af hundraði frá fyrra ári.
Fjárlagafrumvarpið og fram-
kvæmdaáætlunin, sem fyrst
var samþykkt í maí sl., leiddu
til aukinna ríkisafskipta og
ljóst nú. Ábyrgðarleysið er
fólgið í því, að ríkisstjórnin
kunni ekki að sníða sér stakk
eftir vexti; hún hugðist fram-
kvæma meira en fyrirsjáan-
lega var unnt, án þess að
efnahagslífið færi úr skorð-
um.
Afleiðingarnar af þessu
ábyrgðarleysi hafa komið
áþreifanlega fram á síðustu
mánuðum eins og raunar
hafði verið sagt fyrir um.
Efnahagsstefna ríkisstjórnar-
innar hefur leitt til gífurlegr-
ar þenslu í efnahagslífinu og
magnað verðbólguþróunina.
Alþýðusamband íslands sagði
um þessa þróun, að hún væri
hin ískyggilegasta og hefði í
ÓLAFÍA EINS ÁRS
um 20% á tveimur árum,
lækka átti vexti á stofnlán-
um atvinnuveganna, endur-
kaupalán Seðlabankans áttu
að hækka og vextir að lækka,
vátryggingarkostnaður fiski-
skipa skyldi lækkaður, lækka
átti eða fella niður gjöld á
framleiðsluatvinnuvegunum,
auka átti rekstrarlán til
framleiðsluatvinnuveganna,
hækka fiskverð og því var
ennfremur lofað að verðlag
skyldi lækkað.
í því skyni að standa við
nokkurn hluta loforðalistans
hóf stjórnin þegar í stað að
ganga á ýmsa varasjóði og
stórauka útgjöld ríkissjóðs
hlutu að hafa í för með sér
stóraukna skattabyrði á al-
menning. Stjórnarandstaðan
andmælti þessari stefnu og
fullyrti, að óðaverðbólga
myndi óhjákvæmilega fylgja
í kjölfar hennar, eins og raun-
ar hefur komið á daginn.
Talsmenn stjórnarinnar
sökuðu stjórnarandstöðuna
um ábyrgðarleysi í málflutn-
ingi, og sögðu þessa afstöðu
benda til andstöðu við fram-
faramál, sem stjórnin hygð-
ist hrinda í framkvæmd. Hafi
menn ekki gert sér grein fyr-
ir því um áramótin, hverjir
það voru, sem sýndu ábyrgð-
arleysi, er mönnum það full-
för með sér stöðugt rýrnandi
raunverulegan kaupmátt
launa.
í sumarbyrjun voru efna-
hagsmálin komin í slíkt óefni,
að við svo búið gat ekki set-
ið, ef koma átti í veg fyrir
gengisfellingu. Því hefur
ríkisstjórnin enn gripið
til bráðabirgðaráðstafana.
Stjórnin freistar þess nú að
hafa hemil á víxlhækkunum
kaupgjalds og verðlags með
því að afnema vísitöluupp-
bætur á laun fram til ára-
móta.
Þegar ríkisstjórnin tók við
völdum 14. júlí í fyrra var
ákveðið að framlengja verð-
stöðvunina til áramóta; tím-
ann átti síðan að nota til þess
að finna varanlega lausn á
verðlagsmálunum. Réttu ári
síðar er enn á ný gripið til
bráðabirgðaráðstafana og
tímann til áramóta á nú eins
og í fyrra að nota til þess að
finna varanlega lausn á verð-
lagsmálunum.
Um áramótin síðustu taldi
stjórnin það vera ábyrgðar-
laust tal, þegar bent var á,
að hún hefði færst of mikið í
fang. Nú hefur hins vegar
verið ákveðið að draga úr
framkvæmdum, sem nemur
allt að 400 millj. kr. Og for-
sætisráðherra lýsir yfir því,
að hið opinbera eigi ekki að
standa í of harðri samkeppni
við framleiðsluatvinnuveg-
ina.
í varnarmálunum fór rík-
isstjórnin einnig mjög gá-
leysislega af stað í upphafi
og svo virtist sem ráðherrar
Alþýðubandalagsins hefðu
leitt stjórnina í ógöngur í
þessum efnum. Að undan-
förnu hefur utanríkisráð-
herra þó sýnst taka þessi mál-
efni ákveðnari og sjálfstæð-
ari tökum en í fyrstu.
Megineinkenni á störfum
vinstri stjómarinnar þetta
fyrsta ár eru handahófskennd
vinnubrögð og fyrirhyggju-
leysi. Þannig hefur atvinnu-
vegunum verið stefnt í veru-
lega hættu og verðbólguskrið
an hefur komið efnahagslíf-
inu úr skorðum.
GEORGE McGOVERN
forsetaefni demókrata
EINS og við var búizt vann
George McGovern auðveldan
sigur á flokksþingi Demó-
krataflokksins og aðfararnótt
fimmtndags hlant hann út-
nefninguna sem forsetaefni
flokksins. I>að verður því
hann sem etja mun kappi við
Nixon forseta í kosningnnum
í nóvember.
Það hefur margt lagzt á
eitt tiil að tryggja útnefningu
McGoverns. Marigir telja hann
sameiana flestar beztu hliðar
hinna frambjóðendanna. Hann
var fyrstur til að tilikynna að
hann hygðist taka þátt í kapp-
hlaupinu um útnefninguna, og
síðan hediuir hann og hið harð-
snúna sjálfboðalið hamis unnið
sleituilaust að því að kynna
hann og stefnumál hans fyrir
þjóðinni. Á önskömmum tima
komst hann í raðir þekktustu
stjómmálamamna landsins, en
í upphafi töldu ýrnsir sérfræð-
ingar að möguleikar hans
væru hverfandi.
Skipulagsgáfa McGoverns
er annáluð og liíkt við Kenn-
edy-bræðuma, og eins otg þeim
hefur honum tekizt að höfða
til ungs fólks án þess þó að
fá hina eldri og íhaildssamari
verulega á móti sér. Þeir, sem
studdu Robert Kennedy og
Eugene McCarthy, gengu í lið
hans. McGovem var sjálfur
fremstur í flokki dugmestu
baráttusveitar þessarar viður-
eignar.
Kosningabarátta hans var
þrauthugisuð, og án efa hefur
hann hc.gnazt mjög á hinum
nýja skilningi, sem hann
lagði í skiptimgu áhrifaafla
innan Demókrataflokksins. —
Hann telur að þar sé um að
ræða stóran vinstri arm,
minni hægri arm og enn
minni miðarm, en hingað til
hefur það verið viðtekin skoð-
un að miðarmurinm væri
lanigöflugastur.
Stefnumál McGovems hafa
komið á hann róbtækniorði,
og jafnvel hafa ýmsir bendlað
hann við sósíalisma. Mesta
áherzlu hefur hann lagt á
Víetnamstríðið og lofar þar
skilyrðislausum brottfilutningi
bandarisks herliðs, en þetta er
aðeins einn liður í utanríkis-
miálaáætlun hans um að draga
úr afskiptum Bandarikjanna
úti í heimi, svo þeir geti snúið
sér að vandamálum heima fyr-
ir. 1 framhaldi af þessiu hefur
hann boðað allróttæka efna-
hagsstefnu, sem í felst t. d.
minnkun skattbyrða á lægri
stéttunum en auknimig hjá
auðhringum, meira fjármagn
til félagsmála og húsnæðis-
mála, en dregið skal úr her-
gagnaiðnaði.
En það er tæpast rökrétt að
nefna McGovem sósíaiista;
hann er eiinifaldlega maður
sem lætur sig mannjöfnuð
miklu varða og það svarar
varla kostnaði að draga hann
í diik. Hins vegar hafa marigir
velt því fyrir sér hvort stefnu-
imál hans séu draumörar einir,
hvort hann hafi nokkur tök á
að koma þeim í framkvæmd
og hvort þjóðin hafi efni á
þeim.
Það er þvi all't enn á huldu
urn hvort McGovern takist að
skapa nægjaniegt trausit hjá
bandarískum kjósendum tii að
sigra Nixon í nóvember. Sam-
kvæmt flestum nýjustu skoð-
anakönnunum hefur Nixon
mikið forskot — allt að 60%
fylgi sagði Gailup í júní.
Ýmsir telja McGovern tizku-
fyrirbæri.
En enginn leyfir sér að af-
skrifa þennan tæplega fimm-
tuga prestsson frá Suður-
Dakota. 1 æsku fannst mönn-
um hann reyindar svo strang-
heiðariegur að næst stappaði
sj álf bir gingshætti. Þetta orð
hefur loðað við hann til
skamims tírna, en nú er það
hins vegar farið að breytast
til jákvæðari áttar, þ. e. í ein-
beitni og sainnleiksfestu.
Eftir rómaða frammistöðu
í heimsstyrjöidinni síðari,
gerðfet hann háskölaikennari í
sagnfræði í heimciríki sínu,
þar sem honum tókst að koma
af stað svo mikilli fylgisaukn-
ingu demókrata, að hann varð
sá fyrsti í 22 ár sem komst
í fiulltrúadeildina, en Suður-
Dakóta hefur verið sterkt vígi
repúblikana.
Nú býr McGovern i
Washington ásamt koinu sinni
og þrernur börnuim sam nú
eru að verða uppikomin. Og
hanm mun þurfa á dyggum
stuðnimigi þeirra að halda
í hinni erfiðu barát'tu sem
senn miun hefjast og leidd
verður til lykta í nóvember.
Hér slappar George McGovern af í hótelíbúð sinni í Miami
eftir að ljóst var að útnefningin var honum vís sl. mánudags-
kvöld.