Morgunblaðið - 06.08.1972, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.08.1972, Blaðsíða 4
 4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. ÁGÚST 1972 14444 25555 14444 25555 22-0-22- RAUÐARÁRSTIG 31 ’ BÍLALEIGA CAR RENTAL n 21190 21188 Op/ð frá kl. 9—22 a!la virka daga nema laugardaga frá kl. 9—19. Bílasalinn við Vitatorg Simi 12500 os 12600. Einangrun Góð plasteinai qrun hefur hrta- teiðmstaðal G.02S tíl 0.03C Kcal/mh. “C. sem er verulega ininrw hitaleiðni, en flest ðnn- or einangrunarefrrí hafa. þar á meðaf gierult, auk jgess sem plasveinangrun tek jr ná ega eng- ■n rakó eðe vatn í sig. Vatns- drægni margra annarra emangr- unarefna ger»r þau, ef svo ber ondir. að mjðg lélegri einangrun Vér hófum fyrstir allra, hér á íandi, framleiðslu á einangrun úr píast. (Polystyrene) og fram- leiðum góða vixu með hag stæðu verði. REYPLAST HF. Armúla 44. — Sími 30978. Sr. ÞórirStephensen-. HUGVEKJA Umferðarreglurnar og lífið I>etta er mesta umferðarhelgi ársins. Flestir, sem þess eiga kost, taka sér ferð á hendur til að njóta útivistar, skemmt- uinar eða einhvers annars, siem hugiann dregwr. En yfir þessiu öMu hvílir dökkur skuggi. Hornum valda uimferðarsJysin, sem aidrei hafa verið eins mörg og í ár. Lítið vantar á, að þaiu séu þegar orðin eins mörg og þau urðu allt sl. ár. Menn spyrja sjáífa sig, hvað valdi. Ein af meig inorsökunum er siú, að umferðarreglum ar eru ekki virtar sem skylidi. Sérstak- lega er talað usn of hraðan akstur, ölv- un og annað ábyrgðarleysi. í langfiest- um tilvikum er verið að brjóta reglur, sem allir kunna. Fáfræði er því ekki um að kenna, mifcLu frekar hinu, sem ég nefndi: áhyrgðarleysi. Rætur hins mikla meins ná þvi dýpra en mairgur ætlar. Þær standa djúpt í uppeldi og sáliarlífi þjöðarinnar. Lífið þekkír flelri og annars konar vegi en þá, sem við ökum um landið okkar þessa helgi og endranær. Við Iíkjum Iífinu sjálfu oft við ferð og töl- um um lífsveginn. Slík Mking nær vel því, sem hún á að lýsa, og við getum haldið herini áfram og taiað um umferða regiurnar, sem gilda á lífsveiginum. Við eigum þar við boðorðin 10, sem við þekkj um öll, tvíþætta kæriieiksboðorðið um að elska bæði Guð og náungann meira en okkur sjálf, og síðast en ekki sízt Gullnu regluna: Aiit, sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Mörguim hefuir fundizt þessi boðorð vera strönig fyrirmæli og hefta verulega frelsi manna til athafna og gleðiríks lífs. Það er siagt: „Þú skalt . . . “ og „Þú skalt ekki . . .“ Þetta er að visu strangt orðaliag, en á bak við það býr kærleikur Guðs til okkar mannanna. Hann veit, að væru boðorðin þurrkuð út, mundi fara á lifsveginum líkt og á þjóðveiginuim, ef allar umferðarreglur væru afnumdair. Boðorðin eru umferðarreglur lífsins sett ar þvi af Guði. Hann veit, að röng breytni leiðir okkur til ills á einhvem hátt. EUi hann elskar okkuir og vill þess vagna að við breytum rétt og víh með boðorðunum forða frá árekstrum og slys um í samskiptum okkar mannanna. Ef við þvi bugsum hlutina til enda, finnum við, að boðorðin verða aldrei raunveru- leg hindrun fyrir okkur, heldur rauinhæf hjálp til betra lifs. Það er eins með boðorðin ag umferðar reglumar. Við vitum, hver þau eru, en samt eru þau meina og minna brotin í daglegu lífi. Þar er því ekki fáifræði um að kenna, mikiu frekar þvi, sem ég nefndi áðan: ábyrgðarieysi. Auk þess er innra með hverjum manni eiginleiki, sem oft setur sig upp á móti utan að komandi boðum og bönnum. Það er eig ingimi hans og sjálfshyggja. Maðurinn hefiur svo sterka tilhneigingu til að setja sjálfan sig í miðpunkt, í húsbónda- og dómarasæti breytni sinnar og framkomu án þess að hugsa til þesis, hver sé vilji Guðs, eða hvaða tillit honum beri að taka til annama. Mér verður oft hugsað til visunnar hans Káins: „Af langri reynslu lært ég þetta hef: að láta Drottín ráða meðan ég sef. En þagar ég vaki, þá vil ég sjálfur ráða og þykist geta ráðið fyrir báða.“ Þarna er lýst á giamansaman hátt, þvi sem okkur hættir öllium til. Mesta og erfiðasta lifsbaráttan er oftast sú, að temja sinn innra mann, fá hann til að skilja kærleika og réttsýni Guðs og þreifa á þeirri fairsæid, sem hlýðnin við hann ieiðir tH, en sjá jafnframt og skifja þær ógöngur, sem taumlaiuis sjálfshyggja leiðir út í. Enginn vafi er á þvi, að uppeldi ein- staklingsins getur haft mikil áhrif á þessa hiuti. Uppeldi útrýmir að vísu aldrei eðlisilægum eiginleikum, sem eru æði misjafnir í einstaklingunum. En alls staðar er hægt að hafa áhrif til góðs, ef tekst að beita réttum aðferðum. Við get- um minnzt hins fomkveðna máltækis: „Fjórðunigi bragður til fósturs". Það sýn ir þá reynslu kynslóðamna, að stóran hluta af framkomu og breytni má rekja til uppeildisáhrifa heimilisins, sem fóstr aði einstakSnginn. Nú á döguim er mjög kvartað undan aigaleysi í þjóðlífinu. Fólk vill ekki beygja sig undir reglur og fyrirmælii, unglíngarnir taka of lítið tillit til vilja foreildranna ,og því fer oft illa og upp korna vandamál, sem erfitt er víð að etja. Reynsla mín af unglingavandamáluim segir mér, að of rnargir uppalendur hugsa of seint um það að kenna bömunum að láta á móti sér, gera þeim skiijanlegt, að eigin vilji verður oft að lúta ýmsu öðru sem bæði er skynsamliegra einstaklingn um og hollara heildinni. Það er t.d. aJ- gengt, að meðan bömin eru lítil fá þau að fara næstum hvað sem þau vilja, ef um er að ræða skemmtanir við þeirra hæfi oig peningar eru tiii að veita þeim þær. En svo, þegar bömin komaist á þann aldur, að skemmtanirnar fara að bjóða upp á hættur, sem foreldrarnir vilja vikja írá bömuim sínuim með þvi að banna hlutina, þá er það yfirleitt orðið of seint, af því að barnið var ekki þjálf- að í því fyrr að neita sér um slíka hliuiti. — Þessi er orsökin til rnargra erflðra mália, þar sem heimilin bera því við, að þau ráði ekki yfir börmum sínum leng- ur. Ábyrgðarlaysi gagnvart eigin fram- komu og virðingarleysi fyrir umíerðar- reglum lifsins, hvort heidur er á þjóð- veginum eða lifsvaginum sjálfum, á sér svipaðar orsakir. Við förum svb oft ekki nógu vel rmeð þanrt efntvið, sem okkur er fenginn í hendur með hinni uppvax- aindi kynslóð. Þess vagna breytir hún ekki nógu skynsamlega, þegar lífið ætl- ast til ábyrgrar afstöðu. Fyrir nokkrum árum voru við vegi iandsins skilti, siem á var letrað: „Akið eins og þér viljið, að aðrir aki.“ Þairna er GuUna reiglam yfirfærð á umferðina og þetta bendir okkur á, að þær regiur, sem Guð hefur sett lífinu í heild, ei-u naiuðsynlegar á öIIutti sviðum þess, og því er það líka nauðsynlagt, að virðing og hlýðni við þær síist inn í liíf hvers ein asta einstaklings með uppeldi hans, þann ig að Ijóst sé, að þær veiti bleisisun inn í hetódarTíf einstaklimganna þó, þær boði mótlæti auigmabliksins. — Hvað ungur nemur, gamall temur. — Slíkt miun skapa traustari og ábyrgðarmeiri þegna. Þrjár nýjar kennslu bækur í íslenzku ÞKIVR kennslubækttr í íslenzkn eru komnar út hjá bóka útgáfunni Valfell, en sú hókaút- gáfa sendl frá sér fyrstu bókina i fyrra seni nefndist „íslenzka i gagnfræilaskíila, 3- og f- bekk- ur.“ Nýju bækumar eru allar eftir Gurmar Finmbogason cand. mag. og heita „Ritvör", „Listvör" og „Málið mitt“ og eru þær allar svipaðar að lerngd eða um 160 biaðsiður. „Málið er að noklkru leyti saimin upp ,úr bók þeírri sem út kom i fyrra, en er heldur léttari, og sagði höf- undur á funli með baða,mönnum að hann teldi bókina eámkum heppilega til kennslu í ýmsum sérskólum. Bókinni væri ætlað að vera leiðsögn i íslenzkri tumgu, málfarslegúm þáttum hennar og skyidum atriðum. „Listvör" er einkum ætlað að vera Ieiðsögn í skriflegum þátt- um íslenzkrar tungu og kenn- ir hún ritgerðasmíð og veitir þjálfun í stafsetningu. Væntír höfundur þess að hún komi að góðum notum á fyrsta námsári i menntaskólum, verzlunarskól- um, kennaraskólum, framhalds- deildum og annars staðar þar sem nemendur hafa þegar góða undirstöðu í islénzkri tungu. „Ritvör" er svipuð að efni og „Listvör", en heldur léttari og efni hennar einfaldara og auð- unnara. Er hún einkum ætluð sérskólum og sumum deildum framhaldsskóla. Um nöfrtin „Listvör“ og „Rit vör“, sagði höf. að það fyrra kæmi fyrrr í Sólarljóðum en hið síðara væri nýyrði. Endingin vör væri sú sama og 1 kvertmanns nöfnum saii enda þanmig, en um 30 sfik nöfn eru þekkt. Vör er kvenmyndin af vörður, þ.e. sá sem vemdar eða er vemdaður, og því mætti sikýra niöfn bókamna þaimig að „Ritvör" væri ætlað að standia vörð um ritað mái og „Listvör" einrvig, en hún væri við feðrrnari en sú fyrri og næði yfir fleiri þætti ritlista.r. Tvö vélhjólaslys í Hafnarfirði TVÖ SI.YS urðn með dags niilli- bili í umferðinni í Hafnarfirði með þeim hætti, að piltur á vél- hjóii lenti i árekstri við bifreið. Fyrra slysið varð um hádegið á mánudag með þeim hætti, að bifreið var ekið út á götuna i vag fyrir pilt ú vélhjóii, sem var á leið frá Hafnarfirði til Reykja- vikur. Slasaöist hann talsvert mikið og var fluttur í sjúkrahúis. í fyrradag um kl. 15.30 varð svo sams konar slys á Norðurbraut í Hafnarfirði, en pitturinn á véi- hjólinu slasaðist ekki alvarlega. Hann var með öryggisihjálm á höfði og kann hjálimurinn að hafa hlíft hofium við alvarlegri meiðslum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.