Morgunblaðið - 06.08.1972, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.08.1972, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. ÁGOST 1972 Sigríður Ásgeirsdóttir, lögfrædingur: Aðilinn, sem gleymdist peningarnir ÁFBNGISVANDAMÁL unglinga hefur veiið til umræðu í borgar- stjóm, eins og fram kom í frétt í Morgunblaðinu nýlega. Mun það vera staðreynd, að áfengis- neyzla ur.glinga fer vaxandi og er orðin mikil og al- menn, allt árið um kring. En úr hófi keyrði þó 17. júní sl., og er nú talið að hér sé alvarlegt vandamiál á ferðinni, sem ekki þolir neina bið, að reynt verði að ráða bót á. Málið hefir verið rætt mikið í borgarstjóm, sem fyrr segir, og þar kemur fram, að um sé að kjenna m. a. sinnuleysi dóms- valdsins, máttiausu almennings- áliti, leynivínsölu o. fl. I>ar kem- ur einnig fiam, að ýmsir aðilar, svo sem dómsmálaráðuneytið, heiibrigðisráðuneytið, æskulýðs- ráð og þjóðhátíðarnefnd hafa verið beðin um samvinnu við að kanna þessi mál og leita að úr- lausn þeirra. Eftirtektarvert er, að bamavemdaryfirvöld eru ekki meðal þeirra aðila, sem leitað er fll, í þessu sambandi. Eru þau þó lögum samkvæmt sá aðili, sem á að hafa eftirlit með hegðun bama og ungmenna til 18 ára aldurs, utan heimilis og á að gera tihögur um úrbætur í þeim mál- um, Hvort sem borgarstjóm hefir visvitandi gengið fram- hjá bamavemdaryfirvöidum eða hreihlega gleymt þeim, þá rennir það stoðum undir þann grun, sem læðzt hefur að mönnum undanfarið, að bamaverndaryfir- völd sofi á verðinum. En vandínn er djúpstæðari en svo, að bamavemdaryfirvöld ein geti leyst hann. Og ómaklegt er að kenna um sinnuleysi dóms- valdsins, sem vafasamt er að sé ifyrir hendi, þvi að til lítils er að dæma þung viðurlög, þegar að- staða til að framfylgja dómum er varla fyrir hendi. Vandinn verður heldur ekki leystur með því að stöðva leyni- vinsölu eða skapa nýja tízku í áfengismeðferð. Hann verður ekki leystur með vínpassa eða með neinum þeim ráðum, sem til umræðu hafa komið í borgar- stjóm, vegna þess, að orsök vandans hefir alls ekki verið rædd þar, hvort sem menn koma ekki auga á hana eða vilja ekki sjá hana, en hún er einfaldlega fjárráð unglinganna. Hvorki unglingar né aðrir geta komizt yfir áfengi að neinu ráði, nema með þvi að borga fyrir það og til þess þurfa þeir peninga. En séu þeir fyrir hendi, þá opn- ast þeim alltaf leið til að ná í áfengi, hvaða ráðstafanir sem gerðar kunna að verða. Og víst er, að peninga hafa unglingamir, en hvaðan koma þeir? Hluti þeirra eru vasapeningar, sem unglingar fá hjá foreldrum sín- um, en langstærsti hlutinn er peningar, sem unglingamir vinna sér inn í sumarfríum sínum, því að flestir unglingar eru í skóla til 16 ára alduns og miikilil fjöldi þeirra stundar menntaskólanám eftir það. Og þá emm við loks komin að kjama málsins: 4 mán- aða sumarfríi Lslenzkra skóla. Þessi löngu sumarfrí skólanna, sem eru einsdæmi meðal þeirra þjóða, sem við sækjum þekkingu okkar til og berum okkur saman við á sviði félags- og menningar- mála, eru gömul arfleifð frá þeim tíma, þegar bamavinna var nauðsyn á íslandi. En þessi blett- ur á þjóðinni, sem skipar henni á bekk með vanþróuðum þjóðum, þar sem bamavinna er enn við lýði, verður að hverfa hið bráð- asta. Augljóst er, að þörfin fyrir Sigríður Ásgeirsdóttlr barnavinnu er ekki lengur fyrir hendi, því að börnin sjálf fá að ráðstafa tekjum sinum, að mestu leyti. Það sannar hin óhóflega og almenna áfengisneyzla þeirra. Það er vafamál, að menn geri sér almennt Ijóst, hversu stór þáttur bamavinnan er I þjóðar- búskap okkar. Unglingar 14—15 ára og eldri eru eftirsóttur vinnukraftur í byggingariðnaði, við sveitastörf, verzlunarstörf, fiskiðnað og á fleiri sviðum, en börn undir 14 ára eiga ekki eins auðvelt með að korna sér í vinnu. Þó er það alltítt að þau vinni við sveitastörf og barnagæzlu. — Vandamál hefuT skapazt hér í Reykjavík vegna skólabama og hefur borgin skapað fjölda þeirra vinnu við skrúðgarða og kirkju- garða, því að ótækt er að láta stóran hóp unglinga ráfa um at- vinnulausan og án verkefna af nokkru tæi í heila fjóra mánuði á árínu. Gallar hins langa sumarleyfis skólanna eru langtum fleiri en kostir þess. I fyrsta lagi lengir það skólagönguna í heild, þannig að stúdentsaldur verður 20 ár i stað 18 ár. Aldur kandidata hækkar samkvæmt því um tvö ár, en það hefur í för með sér aufcna þörf fyrir námslán og hús- næði fyrir stúdenta, sem flestir eru kornnir með fjölskyldu, áður en þeir Ijúka háskólanámi. I öðru lagi slítur sumarfríið námið um otf í sundur og skapar los í skólastarfinu, bæði hjá memend- um og ketnnurum, sem flestir stunda aukavinnu á sumrin, og eru því á tvöföldu kaupi yfir sumarmánuðina. Og nú er svo komið, að þeir telja sig ekki komast af án þessarar aukavimnu. í þriðja lagi gefst unglingum kostur á að vinna sér inn tals- verða peninga, sem þeir ráða að mestu ieyti sjálfir og erfitt er fyrir foreldra að hafa eftirlit með i hvað þeir fara. Þessi fjár- ráð unglinganna hafa þau óheilla- vænlegu áhrif, að þau hjálpa þeim tiil að brjótast undan aga- valdi foreldranna, því að ungling- ar með næga penimga, þurfa ekki að vera upp á foreldra sína komnir og geta gert það sem þeim sýnist, andstætt því, þegar þeir þurfa að biðja um penimga fyrir þessu eða hinu. Þetta er veigamesti þátturinn í þvi aga- leysi og eftiríitsleysi, sem margir vilja kenna foreldrunum um. I fjórða lagi verða þéssi skóla- frí til þess að tefja unglingama frá máminu, með því að nýta starfskrafta þeirra í þágu at- vimmuveganna, í stað þess að nýta þá í þeirra eigin þágu, með hagnýtu, skemmtilegu námi, á meðan þau eru á þeirn aldri, sem þau eru næmust og eru raun- verulega of ung til að vera sett á vinmumarkað ful’lorðna fólks- ins. Rætur barnavinnunnar liggja dýpra en margir hyggja og það verður ekki sársaukalaust að rífa þær upp. En ef vilji er raun- verulega fyrir hendi til að kom- ast fyrir almenna áfengisneyzlu meðal unglinga, þá verður að minnka fjárráð þeirra og til þess þarf að skera djúpt. Allir verða að leggja á sig þau óþægindi, sem það kann að hafa í för með sér, a. m. k., fyrst í stað, að nýta betur skóiaárið og stytta sumar- fríið um helming, og stuðla að þvi að um raunverulegt sumar- frí verði að ræða, en ekki að- eins hlé á kennslu V3 hluta árs- iins, til þesa að láta unglingauna vinna. Oft hefur þvl verið haldið fram, sérstaklega af rosknu fólki, að það hafi þroskandi áhrif á uinglinga að kynnast atvinnu- lífimu snernma og taka þátt í því, auk þess fyllist þeir námsleiða á of langri áríegri skólavist. Þetta er mikiil misskilniingur, sem byggist á eigin lífsreynsWi þessa roskna fólks, sem er enn í fersku minni, þegar barna- vinna var nauðsyn á íslandi. Nú eru þeir tímar liðnir, en æskileg kynni umglimga við at- vimnuvegina eiga að fara fram, sem liður í námimu, lifandi, sjálf- stæðu námi, sem vonamdi á eftir að sjá dagsins ljós, hér á lamdi. Því að það er hið dauða ítroðsliu- kerfi, sem þvi miður er hér stænsti þátturinn í kennislunni, sem skapar námsleiða, en ekki lamigur áriegur skólatimi, sem byggist á lifandi kennsluaðferð- um, þar sem bömunum er kennt, að læra á lifrænan, skapandi hátt, en ekki með utanbókariær- dómi. Að lokum þetta: Unglingar á íslamdi þurfa ekki á sumarvimnu að halda, það sannar hin óhóf- lega eyðsla þeirra, ekki aðeins I áfengi, heldur í skemmtanir af ölllu tæi, föt, munaðarvörur o. fl. Ef atvinnuvegimir þurfa á unglimgum að halda í surnar- vinnu, verður að leysa það mál á anman hátt. Þess vegna er óhætt að stytta skólafríið um helming. Þá myndi einnig vandamálið, sem skapast við otf mikinn frítíma og leggst rneð miklum þunga á æskulýðsstarfið, verða auðveldara viðureignar. Æskulýðsstarfið er raumveruilega starf, sem leysa á imnan skól- anna, en ekki utan þeirra, þótt sú hafi orðið þróunin, m. a., vegna hins sundursliitna skóla- tíma. Enn sem komið er fer stór hluti af tekjum unglinganma til áfengiskaupa. En hve langt verð- ur þar til það verður ekki áfengi, heldur fíkni- og eituríyf, sem peningamir fara í? Er ekki kom- inm tími til að staldra við og endurskoða fjárráð ungliinganna og draga úr því óhófi, sem þar ríkir? Orlof húsmæðra fyrst framkvæmt í Hafnarfirði Undanfarið hefir töluvert verið ritað og rætt um orlofs- mál, nú síðast hinn mikli kvenna fundur á Hótel Sögu, sem Stein- unn Finnbogadóttir boðaði til tfyrir hönd orlofsnefndar Reykjavíkur, í þeim tilgangi að kynna orlofslögin að nýju. Ofrausn er þvi að endurtaka þetta hér, heldur mun til gagns og fróðleiks minnzt lítillega á upphaf orlofs húsmæðra í Hafn arfirði, hins fyrsta í framkvæmd á Islandi, þvi að sá veld- ur miklu sem upphafinu veldur. Er þar skemmst frá að segja, að brautryðjandi oríofs hús- mæðra í framkvæmd á íslandi er Sigurrós Sveinsdóttir í Hafnar- firði, víðkunn fyrir mikil störf að verkalýðsmálum um langan aldur. Ágætar heimildir um þetta fyrsta upphaf orlofs húsmæðra er að finna í dagbók K.F.U.M. frá Kaldárseli, sem er í vörzlu Jóels Ingvarssonar, hins mikla stuðningsmanns kristilegs starfs í Hafnarfirði um fjöida ára. Hér verða nokkur atriði tek- in orðrétt upp úr dagbókinni, en hún er sniildarlega færð af Soffíiu Sigurðardóttur. Þriðjudaginn 26. júlí 1955. Þá komu eftirtaldar konur í Kaldársel: Sigurrós Sveinsdótt- ir, Sigrún Sveinsdóttir, Soffía Sigurðardóttir og starfsfólk, Á síðastliðnum vetri samþ. bæjarstjóm Hafnarfjarðar að veita ákveðna fjárupphæð til þess að konur úr Hafnarfirði gætu notið sumardvalar og þá einkum þreyttar mæður, sem erfitt ættu með að veita sér slíkt. TU að sjá um undirbún- ing og framkvæmd á því skipuðu þeir þrjár fyrsttöldu konurnar og sneru þær sér til stjórnar Kaldársels til að biðja um húsmæði fyrir starfsemina og brugðust þeir svo drengílega við, að þeir buðust til þess að lána húsið og allt sem því fylgdi endurgjaldslaust, og fyrir þenn- an höfðingsskap erum við sem eigum að hugsa um þetta, þeim iinnilega þakkláitar. Þetta skrifar Soffía í dagbók- ina. Br nú sagt frá ýmsri fyrir- greiðslu sem hið nýbyrjaða or- Iof nýtur, því næst frá fyrsta dvalardeginum, sem er 29. júlí. Sunnudagurinn 31. júlí 1955. Þá eru þama staddar 12 dvalarkon ur og 5 börn. Þennan sunnu- dag komu 14 gestir og virðist þetta nánast hafa verið vígslu- hátíð orlofs húsmæðra. Ýmislegt merkisfólk kom þama, sem of langt yrði upp að telja. Sumir skrifa í gestabókina. Hannibal Valdimarsson, þá formaður Al- þýðusambands Islands, skrifar þannig: Mlkið fagnaðareftii. Mikið verkefni framundan. Jón- ína Guðmundsdóttir frá Reykja- vík skrifar: Gleðst yfir fram- kvæmdum Hafnarfjarðarbæjar, og þeim ágætu konum, er val- izt hafa til framkvæmdanna, Guð blessi starfið. Ragnheiður Möller skrifar: Óska bæjarstjóminni til ham- ingju mpð forstöðunefndina. Fyrstu húsmæðraorlofsnefnd á íslandi. Til hamingju með starf- ið. Dagbókin heldur áfram að segja frá öllu markverðu, sem við ber: Fimmtudaginn 4. ágúst 1955 komu nokkrir bæjarfull- trúar frá Hafnarfirði í heim- sókn. Guðmundur Gissurarson skrif ar fyrir hönd þeirra allra í dag- bókina: Stjórn dvalarheimilis kvenna í Kaldárseli sýndi okk- ur þá vinsemd að bjóða okkur til kaffidrykkju í Kaldárseli. Jafn framt því að njóta ágætra góð- gerða, skoðuðum við heimilið og ræddum við konumar um starf það sem hér er hafið. Við teljum að hér sé hafið mjög merkilegt brautryðjendastarf, sem hafn firzkar konur ættu að kunna að meta og notfæra sér í framtíð- inni. Um leið og við þökkum ágætar móttökur og lýsurn ánægju okkar yfir því hversu allt er myndarlegt hér og vel af stað farið, þá óskum við þess ari starfsemi heilla og ham- ingju. Séirstakt þakklæti færum við forstöðunefndinni og orlofsfólki öllu. Undir standa nöfn þeirra Helga Guðmundssonar, Stefáns Gunnlaujgssonar, Páls Sveins- sonar og Ólafs Jónssonar. Þessi oríofsdvöl lauk þ. 8. ágúst 1955. Næsta ár, 1956, var dvalizt í Kaldárseli, en næstu 2 ár i Straumi. Þegar það húsnæði fékkst ekki lengur, þá sýndi Loftur Bjarnason, framkvæmda- stjóri, orlofskonum Hafnarfjarð- ar þann einstæða höfðingsskap að lána þeim hinn rúmgóða og vandaða sumarbústað sinn í Lambhaga endurgjaldslaust, með an þær þurftu þess með. Árum saman dvöldu konurnar í Lambhaga, þangað til ekki var lengur við vært vegna bygging- ar Álverksmiðjunnar í Straums- vík. Nokkru síðar hófst samstarf með orlofsnefndum Hafnarfjarð- ar, Kópavogs og Reykjavíkur, sem enn stendur og reynzt hefur öllum aðilum hagkvæmt. Núna í sumar verður dvalið í Lauga- gerðisskóla við Haffjarðará í Hnappadalssýslu. Farið verður þ. 24. júlí og komið heim aftur þ. 1. ágúst. Innritun í orlofið fór fram dagana 34 júlí og verðuir einnig 10-11 júlí kl. 8-10 e.hád. I skrifstofu Verkakvennafélags- ins að Strandgötu 11, nýja Ven- usarhúsinu. Bæjaryfirvöld Hafnarfjarðar hafa allt frá upphafi sýnt orlofi húsmæðra óvenjulegan skilning og hina mestu rausn. Veit ég ekki betur en að Hafnarfjörður standi fremstur aUra landsins staða hvað þetta snertir. Vegna þessarar afstöðu bæj- aryfirvalda eru hafnfirzkar hús- mæður bæði sboltar og þakklát- ar. Þessar konur eru nú í orlofs- nefnd Hafnarfjarðar: Hulda Sigurðardóttir, gjaldkeri, Dagbjört Sigurjónsdobtir, Laufey Jakobsdóttir, Þorbjörg Ólafsdóttir, Olga Þorbjörns- dóttir. Sigurveig Guðnuindsdóttir, fomrnður. H estamót Kappreiðar Loga Biskupstungum verða haldnar á skeiðvelli félagsins við Hrísholt sunnudaginn 13. ágúst og hefjast kl. 14. Keppnisgreinar auk gæðingakeppni félagsmanna: 250 m skeið 250 m folahlaup 300 m stökk Þátttaka tilkynnist Gunnlaugi Skúlasyni Laugarási i síðasta lagi föstudaginn 11. ágúst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.