Alþýðublaðið - 06.08.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.08.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Afgreiðsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Síml 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða i Gutenberg í síðasta lagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að koma f blaðið. Jlokkur orð um jajnaðarmensku. Eftir M. Hallsson. ' ------------ .(Nl.) Manngreinarálitið er eitt af mót- pörtum jafnaðarins, það birtist í ýmsum myndum, er ýmist kvelj- andi' eða hlægilegt; kveljandi er það á öllum sviðum misréttisins og á þar víða afnotadrjúg ítök; hlægilegt er það þegar það veitir klæðaburðinum alia virðinguna, en ekki persónunni, umbúðunum en ekki innihaidinu. Eg kom einu sinni úr margra dægra illviðri á fiskiskipi inn á Reykjavíkurhöfn, og var illa til reika, í blautum og sjálfsagt óhrein- um utanyfirgörmum órifnum samt, með gamla og ljóta niðurbretta húfu á höfði, því kuldi var. Þannig útlítandi varð eg að fara I land ásamt fleirum aí skipverj- um til að fá eitthvað sem okkur og skipið vanhagaði um. Eg gekk einn inn í verzlunarbúð nokkra; fyrir innan borðið var verziunar- þjónn og verzlunarmær sem mér virtist að ekki hefðu mikið að starfa, en viti mennl hér kom nokkuð þeim til dægrastyttingar, og það var einmitt eg. Þau fóru að benda á þessa ímynd sjálfs ræfilsskaparins og flissa út um nefið og samanklemdar varirnar, pískrandi um það hvef þessi leppa- iúði mundi vera. Eg, sem er að eðlisfari upp- stökkur, var kominn á fremsta lilunn með að segja þessum upp- sköfnu ,apparötum‘ menningarleys- isins alvarlega til syndanna, en til allrar lukku kom annað fyrir, svo mér gafst ráðrúm til að stilla geðs- munina, það var einhver frú, öll marrandi í silki, sem þar kom inn. Búðarmaðurinn tók álíka viðbragð og köttur sem skotið er á, og var i sömu svipan búinn að opna búð- ardiskinn með annari hendi, en i hinni var hatturinn í háalofti. Búðarhjúin hjálpuðu nú frúnni til að rífa niður úr hillunum á borðið mikia hauga af álnavöru- pökkum, og veittu henni óspart af öllum þeim fjálgleik kurteisinn- ar sem þau áttu til í forðabúri höfðingjasleikjuskaparins; en svo fór þó um síðir að frúnni geðjað- ist ekki að neinu af öllum þessum meistaraverkum vefnaðarlistarinn- ar, hún gekk út án þess að kveðja, og setti upp dálítinn þóttasvip um leið og hún kipti lítið eitt upp silkikjólnum í búðardyrunum; eg fór lfka út í hálfgildings gremju, án þess þó að hneykslast á virðingu þeirri er frúnni var veitt, hún hefir máske verðskuldað það, en eg þóttist ekki hafa verðskuldað ó- virðinguna sem mér var í té látin. Slfkt manngreinarálit á sér stað aðallega hjá því fólki sem veiklað er af fmyndunarmentun, og er mér sagt að veiklun sú sé algeng hjá símameyjum. Það er sjálfsögð skylda að veita fyrirfólki tilhlýðilega virðingu og kurteisi, en engum sannmentuðum og hrokalausum heldri mönnum er nein þægð í hégómlegum skrið- dýrshætti frá hinna hálfu er standa eitthvað neðar f mannfélagsstig- anum. Það eykur lfka kala og virðing- arleysi hjá hinum smáu til verzl- ana- og símafólks, þegar það tek- ur þeim með tómlæti, stríðni eða ónotum; sem betur fer á þetta sér ekki víða stað, hitt er aftur hægt að sanna, að það er tii hér í Hafnarfirði, álít eg það siðferðis- Iega skyldu yfirboðara þeirra sem svo eru gerðir, að gera þeim á- minningu, ef þeir annars standa sjálfir feti framar á menningar- brautinni, Þegar farið er að hugsa, tala eða skrifa um rétt og mis- rétti, jöfnuð og ójöfnuð, finst mér þar vera ótæmandi efnisuppspretta fyrir hendi, sem mun þó, eftir eðli sínu, verða fremur en margt annað undirorpið misjöfnum dóm- um og mjög deildum skoðunum manna, Öll hin drottnunargjörnu og stjórnþyrstu öfl í tilverunni, bæði í rfki náttúrunnar hið ytra, og hið j innra í mannsandanum, hvort sem j þau eru andlegs eða veraldlegs eðlis, hafa frá upphafi átt við gagnstæð öfl að stríða, og hefirj þar ýmsum betur veitt, og á því mun óslitið framhald verða með- an þessi stríðs- og syndaheimur verður ekki fyrir einhverri ger- breytingu. Þessi gagnstæðú öfl, sem eru hið bliða og hið stríða, hið góða og vonda, rétta og ranga, vilja hvort annað afmá og hvors annars tilverurétt fyrir borð bera, og þar sem þetta stríð á sér stað í hverri einstakri mannpersónu. hvað mun þá ske á hinum rúm- beztu og víðáttumiklu sviðum heimsins og mannkynsheildarinn- arf Slæ eg svo botninn f grein- arstúfinn, gerandi ráð fyrir að sumum þyki nóg komið, og fall- ist ekki mjög vel á slíkt góðgæti, hvorki hvað orðfæri, efni né mein- ingu snertir, en það var nú einu sinni svo um hnútana búið, að hver verður að syngja með sínu nefi og fljúga svo sem hann er fiðraður. Eg vildi eg gæti iátið þann kraft fylgja greinarstúf þessum, að hánn yrði nothæfur sjónauki handa athugaiausri skammsýni og hálf-blindum einstrengingsskap, í gegnum hvern þau heiðurshjú gætu rekið augun í það, hvort jafnaðarhugtakið hafi ekki við full- an tilverurétt og gildandi rök að styðjast, svo þau hægðu á sér við akkorðsvinnu þá, að gera allart upphugsanlegan jöfnuð að hræði- legustu ófreskju. Hafnarfirði, í júlí 1920 Nýjar steínur. Hér er um þessar mundir stadd- ur danskur maður að nafni Vett„ Hann er stórefnamaður, sem séð hefir hvert núverandi fyrirkomu- lag á þjóðfélaginu steínir. í Þýzka- landi hefir þjóðhagsfræðingurinn Rudolph Steiner fyrir skömmu gefið út rit er ræðir nýjar stefnur í þjóðfélagsmálum. Hann viður- kennir fullkomlega galiana sem nú eru á þjóðfélagsskipulaginu og bendir því á leiðir, er hann hygg- ur að lækna muni meinin. Þessar stefnur eða stefna sem á íslenzku hefir hlotið nafnið: þrfskifting, hefir hlotíð allmikinn byr meðal gáfaðra borgara víðsvegar, og hefir Vett meðal annara tekið ástfóstri við þær. Er ferð hans hingað gerð til þess aðallega, að koma hér af stað þessari hreyfingu. Stofnaði hann i þessu augnamiði til fundar 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.