Morgunblaðið - 19.08.1972, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. ÁGÖST 1972
0#g*faíidi Nf Árvekur, Rfcytojavík
Frffmfeveemda&tjóri HareWur Svainaaon.
flhstjórar Mattihías Johonnasaan,
E/fó!ifur Konréð Jónsson.
Aðstoðarritstijóri sitynrvir Gurvrvarsson.
Rrtstjómarfui+trúi Þtorhjönn Guðmundsson
Fréttastjóri Bjöm Jöhanrv&aon
Augtýsirvga&^óri Ároi Garðar Krlatirvssqn.
Ritstjórrt og afgreiðs!a Aðalstrssti 6, 9fmi 1Ó-100.
Augíýaingar Aðabtreatí 6, sfrni 22-4-60
Áslkriftargjafd 225,00 kr á 'ménuðí irvnanlands
I tausasöifu 15,00 Ikr einta'kið
tpins og fram kom í Morgun-
•*"' blaðinu í gær hefur bæj-
arstjórn Sauðárkróks sam-
þykkt samhljóða ályktun í
tilefni af yfirstandandi fram-
kvæmdum í orkumálum, sem
sérstaklega snerta Norður-
Kjartanssyni, og hefur hann
í því efni beinlínis gengið í
berhögg við gefin fyrirheit
svo sem við Fjórðungssam-
band Norðlendinga. Enda
hefur hann lýst því yfir á Al-
þingi, að hann hugsi sér að
herra. Má og benda á, að
einkamálgagn hans, Þjóðvilj-
inn, hefur kallað það „bæjar-
lækjarsjónarmið íhaldsafl-
anna“ að vilja koma til móts
við heimamenn í sambandi
við lausn orkumála.
Ástæða er til að rifja það
upp, að ákvörðun um fram-
kvæmdir við lagningu há-
spennulínunnar frá Akureyri
til Varmahlíðar var tekin án
vitundar forsætisráðherra,
sem þó er fyrsti þingmaður
Norðurlands vestra.
Það kemur fram í ályktun
bæjarstjórnar Sauðárkróks
að lagning háspennulínunnar
leysir engan vanda og því sé
eðlilegra að verja því fé, sem
í hana fer, til virkjunarfram-
kvæmda á Norðurlandi. Það
VILJI HEIMAMANNA
VIRTUR AÐ VETTUGI
land. Þessi ályktun er í senn
harður áfellisdómur á iðnað-
arráðherra og staðfesting á
því, sem Morgunblaðið hefur
skrifað um þessi mál.
í ályktuninni er lögð á það
sérstök áherzla, að yfirvöld
orkumála taki upp samstarf
og samráð við sveitarfélögin,
samstarfsnefndir þeirra og
starfandi landshlutasamtök
um alla áætlunargerð og
framkvæmdir í sambandi við
línulagnir, byggingu orku-
vera og samninga um upp-
setningu orkufreks iðnaðar,
svo að betur verði gætt sjón-
armiða byggðajafnvægis og
byggðaþróunar. En á þetta
hefur algjörlega skort hjá
iðnaðarráðherra, Magnúsi
koma raforkumálunum í það
horf, að allt ákvörðunarvald
um staðsetningu og byggingu
nýrra orkuvera verði í hönd-
um einnar stofnunar í Reykja
vík, hvað þá hitt, er minna
skiptir. Má í því sambandi
minna á þau ummæli hans á
Alþingi í vetur, að að því sé
stefnt, „að framleiðsla raf-
orku verði hliðstætt sam-
félagsverkefni eins og til að
mynda landsíminn“. Þarf
ekki að fara mörgum orðum
um, hver sé aðstaða byggðar-
laganna úti á landi til þess að
hafa áhrif á ákvarðanir þeirr-
ar stofnunar. Þau eru engin.
Og sama máli gegnir um að-
stöðu byggðarlaganna til að
koma sjónarmiðum sínum á
framfæri við iðnaðarráð-
hefði í för með sér stóraukið
öryggi fyrir rafmagnsnotend-
ur og ótvíræðan hagnað fyr-
ir byggðarlögin. Er í því sam-
bandi lögð sérstök áherzla á
að hraða rannsóknum á virkj-
unarmöguleikum í Jökulsá
eystri og brýnt fyrir ríkis-
stjórninni að láta ekki hjá
líða að afla ótvíræðra heim-
ilda til þeirrar mannvirkja-
gerðar.
Ef nokkuð má marka um-
mæli Þjóðviljans í gær, eru
litlar vonir til þess, að iðn-
aðarráðherra, Magnús Kjart-
ansson, fari eftir þessum
ábendingum heimamanna. 1
hans augum eru slíkar ábend-
ingar „bæjarlækjarsjónar-
mið íhaldsaflanna“ og mætti
hann þó minnast þess, að á
sínum tíma barðist hann gegn
Búrfellsvirkjun en krafðist
í staðinn virkjunar Laxár í
Þingeyjarsýslu. Hins vegar
verður fróðlegt að fylgjast
með því, hvernig fyrsti þing-
maður Norðurlandskjördæm-
is vestra, Ólafur Jóhannesson
forsætisráðherra, tekur áskor
unum norðanmanna. Að
óreyndu verður öðru ekki
trúað en hann reyni að
standa betur í ístaðinu fyrir
þá eftirleiðis en hingað til.
DAPURLEGT
SINNULEYSI
F Tm miðjan dag í gær hafði
ríkisstjórnin enn ekki
fengið í hendur forsendur úr-
skurðar Alþjóðadómstólsins,
og raunar hafði utanríkis-
ráðuneytið tjáð Morgunblað-
inu, að líklegt væri, að for-
sendurnar kæmu í flugpósti
og ekki væri að vænta, að
þær yrðu handbærar hér fyrr
en á mánudag. Engu að síð-
ur sendir ríkisstjórnin frá sér
ályktun, sem hún byggir á
ófullkominni fréttatilkynn-
ingu. Ríkisstjórnin gerist þó
svo djörf, að láta að því
liggja, að úrskurðurinn sé
byggður á samkomulaginu
frá 1961, enda þótt dómurinn
taki skýrt fram, að um
það atriði verði fjallað „er sá
tími rennur upp“ að málið
verði tekið til efnislegrar
meðferðar.
Því miður verður að segja
þá sögu eins og hún er, að
ráðherrarnir virðast lítið
botna í úrskurði þeim, sem
dómstóllinn kveður upp.
Bæði blöð þeirra og raunar
líka ríkisútvarpið töluðu um
úrskurðinn sem bindandi
dóm, en ekki tilmæli eða
ábendingu til viðkomandi
þjóða. Og ráðherrarnir láta
hafa eftir sér ummæli, sem
stangast gjörsamlega á. Þann-
ig segir forsætisráðherra í
Vísi:
„Ég er furðu lostinn yfir
þessum úrskurði Haagdóm-
stólsins, sérstaklega að hann
skuli kveða upp dóm um efn-
isatriði, áður en tekin er af-
staða til þess, hvort dómstóll-
inn hefur nokkra lögsögu í
þessu máli.“
En Einar Ágústsson segir í
Tímanum: ,
„Ég undrast mjög, að Al-
þjóðadómstóllinn í Haag skuli
telja sig hafa lögsögu í þessu
máli.“
Raunar er skiljanlegt, að
ráðherrarnir eigi erfitt með
að átta sig á úrskurðinum,
þegar þeir hafa forsendur
hans ekki í höndum. En hitt
er óskiljanlegt, að ekki skuli
hafa verið gerðar ráðstafanir
til þess, að ríkisstjórn íslands
fengi þegar í stað að vita um
efni úrskurðarins, því að
vissulega var auðvelt að fá
dóminn allan hingað sendan
símleiðis eins og Morgunblað-
ið gerði þegar í fyrradag.
En af þessu sinnuleysi er
sprottinn margháttaður mis-
skilningur, og meira að segja
gekk ríkisútvarpið svo langt
að segja, að dómur hefði ver-
ið kvéðinn upp um það, að
okkur væri óheimilt að færa
landhelgina út.
Tvöfalt vandamál
LISBURN, Norður-lrlandi. —
Brezki herinn virðist hafa
komizt að þeirri sorglegu nið
urstöðu, eftir þriggja ára
baráttu á Norður-írlandi að
ógerlegt sé að „sigra“ í
baráttu við skæruliða með
því að fara eftir öllum venju
legum reglum almennra
laga.
Innan þessara marka, sem
yfirstjórnin hér virðir, vegna
þess að hún viðurkennir að
„herinn verður að gera það
setn fóíkið vill“, er talið, að
eina raunsæa markmiðið frá
hernaðarlegu sjónarm'ði sé
ekki „sigur" heldur sköpun
andrúmsV»íts, se-" -“rÍT stjórn
málamönnum kleift að ná
samkomulagi.
Núverandi erfiðleikar á
Norður-lrlandi eru slæmir,
en samt ennþá á lágu stigi.
Höfuðtilgangur hinna sautj-
án þúsund brezku hermanna,
sem hingað hafa verið send-
ir, til að aðstoða hjálparlausa
lögreglu staðarins, virðist
vera sá að koma í veg fyrir
að allt hlaupi í bál.
Að nokkru leyti á starf
hersins sér ekki fordæmi.
Herinn á í höggi við tvo hugs
anlega óvini, mótmælendatrú
armenn, sem eru í meirihluta,
og kaþólikkana, sem mynda
minnihlutann. Mótmælendurn
ir hafa nú myndað eigin liðs
sveitir en hinir eru hraktir
til vandræða af vopnuðum
félögum írska lýðveldishers-
ins, sem hafa rofið hið ó-
formlega vopnahlé, sem ríkti
um stutta hríð.
Reyni brezku sveitirnar að
hjálpa öðrum aðilanum,
lenda þær samstundis i meiri
vandræðum með hinn Brezki
hermaðurinn í Ulster þyrfti
að hafa höfuð Janusar, gríska
guðsins með andlitin tvö, en
einnig þolinmæði Jobs. Hon-
um hafa verið settar vissar
reglur um hvernig hann á
að verja sig og hefur lág-
marksfrelsi til að hleypa af.
Eins og einn yfirmannanna
í borginni sagði: „Við viljum
ekki byrja að ráðast á þetta
fólk.“
Irski lýðveldisherinn telur
sig vera úrvalslið meðal
borgarskæruliða, en Bretar
eru ekki aldeilis á sama máli.
Þeir viðurkenna, að Irski lýð-
veldisherinn er hugrakkur
og djarfur, þrátt fyrir frem-
ur frumstæðan útbúnað og
þjálifun, en hann velur stund-
um skotmörk sín heimsku-
lega. Almennt er talið, að ef
ástandið versnar og hinar
nýju einkaliðssveitir mótmæl-
enda taka líka að skjóta á
Bretana i stað þess einung-
is að fara í mótmælagöng-
ur gegn þeim, geti lýðveldis-
herinn orðið hættulegri.
Á því er enginn vafi, að
yfirmenn brezka hersins eru
óánægðir með þær hömlur,
sem þeim finnst hinir ó-
breyttu yfirmenn þeirra hafa
sett á aðgerðir þeirra. En
þeir virða skipanir þeirra og
eru í góðri von „að reyna
að skapa andrúmsloft, sem
gerir stjórnmálamönnunum
kleift að gripa til aðgerða".
En menn eru óánægðir
með að þurfa að berjast gegn
„ósiðlegum aðferðum" með
„siðlegum aðferðum“. Sum-
um finnst jafnvel mögulegt,
að sagan kunni að fordæma
aðgerðirnar hér, ekki fyrir
öfgarnar, heldur fyrir að
vera svo vægilegar, að ófrið
urihn I fi lengzt a, pörfu.
Þeir sem eru í forsvari fyr
ir brezka herinn líta köldum
augum á tæknilegar hliðar
þess að berjast við borgar-
skæruliða í hinum vestræna
heimi með aðferðum vest-
rænnar siðmenningar. Þeir
segja það augljóst, að her
sem eigi í slíkri baráttu
verði að leggja mun meiri
áherzlu á upplýsingaöflun
um andstæðinginn og skjóta
dreifingu þeirra til yfirmanna
hersveita. Herinn verði líka
að leggja sig fram um að
komast hjá ýfingum við ó-
breytta borgara, jafnvel þótt
það sé tiltölulega vonlaust
verk, þegar við tvær hliðar
er að eiga, sem hafa viðbjóð
á hvor annarri.
Sumum yfirmannanna
finnst að þau lýðræðisríki,
sem eiga í höggi við borg-
arskæruliða verði að sætta
sig við að reglur samfélags-
ins verði stundum að brjóta.
Þeir telja, að það sé heimska
ein að nota hefðbundnar rétt
arfarsreglur gagnvart mönn-
um sem allir vita að eru
ábyrgir fyrir ofbeldisverk-
um, jafnvel þótt aldrei sé
hægt að sanna það fyrir
venjulegum rétti.
Æ erfiðara verður að berj-
ast gegn aðferðum borgar-
skæruliða í sístækkandi borg
um hins vestræna heims. Og
þetta sjá þeir yfirmenn hers-
ins, sem vilja varðveita þetta
form siðmenningarinnar, sem
einmitt stendur mest i vegi
fyrir verndunaraðferðum
þeirra. Einn yfirmaður sagði:
„Kannski ekki sé til nein
lausn á skæruliðavandamál-
inu hvorki í borgum né sveit-
um. Það tók okkur 12 ára að
reka þá út úr Malaya. En samt
tókst það aldrei fullkomlega.
Þeir gætu alltaf skotið upp
kollinum á ný.“
Eftir C. L. Sulzberger