Morgunblaðið - 19.08.1972, Page 19
MUKIjUIN'ti'i-íAt> 11), KAUUAKUAUUK ±i*. ÁGÚSi ±Vi2
JL&
— Læknanám
Framhald af bls. 15.
bennslu. Þær hafa ekki verið
boðnar fram og ekki verið eftir
þeim leitað.
Það er rétt að einasta starf-
andi augndeild landsins er í
La n d ako tss pí tal a og hefir verið
svo í raun lengst af, þó ekki
haifi verið á henni fast form fyrr
en nú síðustu ár. Yfirlæknir
hennar er Guðmundur Björns-
son dr. med., einn af fremstu
augnlæknum landsins og sá eini
með doctorsgráðu frá Háskóla
íslands. Hann tók við 1. janúar
1972, af Bergsveini Ólafssyni,
sem hefir starfað við spítalann
alla sína læknisævi.
Kennari Háskólans í augn-
læknisfræðum náði hámarks-
aldri embættismanna á önd-
verðu ári 1970. Ekki hefir það
embætti verið skipað enn
og ekki auglýst mér vitanlega.
Ekki er það af þvi að ekki sé
hægt að skipa það svo allir
væru fullsæmdir af, og sýnist þá
— Klín
Minning
Framhald af bls. 18
Um tvítugsaildur gifltist Elln
Sveini Ásmundssyni. Þau reistu
bú að Eyrarbakka en fluttust
til Reykjavikur eftir eitt eða
tvö ár, þar sem Sveinn lærði
prentiðn. Sambúð þeirra varð
ekki löng. Þau slitu samvistum
eftir nolckur ár. Höfðu þau þá
elgnazt tvö böm, dó annað
þeirra á fyrsta ári, en sonurinn
Sigurður nú yfirverkstjóri í Öl-
gerð Egils SkaJlagrímssonar og
fylgdi móður sinni þar til hann
kvæntist. Oft mun lífsbaráttan
hafa verið hörð, unnið í fiski og
öðru, sem tii féll og hvergi slak-
að á.
Nokkru síðar giftist Elín Guð-
mundi Valdimarssyni, málara.
Kreppuárin voru þá í algleym-
ingi og oft Mtið um vininu, en
Elin lagði krafta sina fram
óskerta, þvi maður hennar var
heilsutæpur. Með ráðdeild og
sparnaði tókst þeim að eignast
íbúð við Nýbýlaveig í Kópavogi.
Fyrir fáum árum seldu þau þá
ibúð og keyptu litla og snotra
íbúð á Njálsgötu 34, sem þau
munu hafa áttt skuldiausa, og
sést á því að ekki mun hafa
verið sóað í óþarfa. Þó munu
þau hjón hafa verið gestrisin
og veitul eftir því sem efni
leyfðu.
Með Guðmundi eignaðist Elín
tvö böm, Ernu, sem gift er
Stefáni Péturssyni, Snorrabraut
35 og Valdimiar, sem kvæntur
er Sigurbjörgu Jósúadóttur.
Sigurður var, sem fyrr segir,
hjá móður sinni, þar til hann
kvæntist Þuríði Stefánsdóttur.
Síðustu ár Guðmundar var
hann mjög þrotinn að heilsu og
gat Mtið sem ekkert unnið. Hann
amdaðist 1969. Síðustu æviár
EMnar hrakaði henni mjög en
þó hélt hún uppi heimili sinu að
Njálsgötu 34. Sjálfsagt hefur
hún notið aðstoðar barna sinna
að einihverju leyti og að ég hygg
sérstakiega Sigurðar, sem var
móður sinni ætíð mjög góður
sonur. Fyrir ári síðan var heils-
an svo farin að ekki var viðlit
að halda lengur heimili. Flutttst
hún þá á EMiheiimilið Grund þar
sem hún undi hag sinum vel.
Hún fékk heiiablæðinigu fáum
dögum fyrir andlát sitt og
komst aldrei til meðvitundar
eftir það. Má því segja að dauð-
inn færi um hana milduim hönd-
um. Búast má við að dauðinn
hafi ekki verið henni óvelkom-
inn ges'tur. Lifskraftamir voru
þrotnir og margir af gömlu vin-
unum famir á undan. Þykir mér
ekki óMklegt að hún hafi stund-
um hugsað einis og skáldlð:
„Af liði þegar lögð er fremsta
röð
um leikvöll breitt og orðin
hvílustofa.
Mér stundum finnst þó vakan
væri glðð
oig vorið bjart sé gott að fá að
sofa.“
einhver brotalöm vera á kerf-
inu. Má geta þess, að kennar-
inn í augnsjúkdómafræði, lagði
sjúklinga sína i Landakots-
spítala frá þvi hann hóf störf
hér i bæ, og þar til hann varð
sjötugur og hætti að stunda
sjúklinga í spítalanum í sam-
ræmi við reglur spítalans um
starfsaldur lækna.
Ég hefi lengi haft þá hug-
mynd, að ekki veitti af að nýta
'aGtta spitala bongajrinnair til
kennslu læknanema, oft haft orð
á því i samtölum og raunar kom-
ið því á prent fyrir nokkrum
árum. Mér er það óneitanlega
dálitið undrunarefni, að maður
utan læknaskólans skuli fyrstur
taka undir þessar hugmynd-
ir opinberlega, en gleðst yfir
því eigi að síður, eins og yfir
öllu, sem má verða Háskólanum
til vegsauka.
Ég vík aftur að því, sem ég
nefndi í upphafi og varð kveikja
þessara hugrenninga, en það er
framtíð læknánáms á Islandi. Ef
haldið er áfram á sömu braut, er
fyrirsjáanlegt að við menntum
fleiri lækna en starfsskilyrði
eru fyrir hér á landi og það
myndi „óhjákvæmilega leiða til
útfiutnings á læknum," eins og
rector segir. Þessi útflutningur
er þegar hafinn.
1 læknaskrá 1. janúar 1972,
sem gefin er út af skrifstofu
landlæknis, er getið allra
islenzkra lækna og búsetu
þeirra. 1971 luku 24 candidatar
námi, en meðaltal síðustu 10 ára
er 19 candidatar á ári. 1 árslok
höfðu 430 læknar lækningaleyfi
á íslandi, þar af voru 315 bú-
siettir hér á landi. 115 voru við
bráðabirgðastörf eða framhalds-
nám, eða búsettir erlendis.
Nokkur hluti þessa fólks kem-
ur aftur að framhaldsnámi
loknu, en veru'legur hluti þess
hefir tekið sér bólfestu ytra og
hyggur ekki á heimkomu. Þá er
81 candidat, sem á ófengið lækn-
ingaleyfi og er við bráðabirgða-
störf eða framhaldsnám, fáir hér
heima, flestir ytra. Gegnir sama
máli um þetta fólk, sumir koma
heiim, en margir eiga ekki aftur-
kvæmt. Af 511 læknislærð-
um mönnum, eru 315 með fasta
búsetu hér á landi, þar i taldir
þeir, sem hættir eru störfum sak
ir aldurs eða sjúkleika, en 196
eru við fra,Mhalds:nám eða satzt-
ir að erlendis, þ.e. nærri 2 af
hverjum 5 læknum eru ytra. Þó
helmingur þeirra kæmi aftur
he:m, oig kannsfci er það of há
tala miðað við reynslu undan-
farinna ára, þá yrði samt fimmti
hver íslenzkur læknir að vinna
ævistarf sitt í framandi löndum.
Meðalfjöldi læknacandidata var
19 á ári s.l. 10 ár. Hvað verður
þegar fjöldinn er orðinn 40, 50,
60 eða fleiri á ári? Það þýðir að
þá kemur von bráðar að því, að
meirihluti íslenzkra lækna verð-
ur að starfa fjarri fósturjörðu,
það þýðir að verulegur hluti
þess unga fólks, sem byrjar nám
i læknadeild Háskólans dæmir
sig til útlegðar ævilangt.
Það toann að vera að oss finn-
ist vér hafa efni á því nú í góð-
ærinu að standa undir langri og
dýrri menntun margra Islend-
inga fyrir erlend riki, en hitt
leikur ekki á tveim tungum að
vér höfum ekki efni á að missa
stóra hópa af duglegu efnis-
fólki úr landi. Hitt væri nær að
beina þvi inn á brautir, þar sem
það gæti notað hæfileika sína og
dugnað til þess að byggja upp
land, sem i sumum greinum er
vanþróað. Þætti mér þvi rétt að
rikisvald og forráðamenn Há-
skó'la Islands hyigðu að því,
hvort þeir eru á réttri leið með
læknadeild Háskóla íslands og
hugsuðu jafnframt um framtíðar
verkefni skólans í öðrum grein-
um.
- Fiskifræði
Framhalcl af bls. 15.
stefnu, sem Sjálfstæðisflokkur-
inn fylgir er tillitið til einstakl-
ingsins í þjóðfélaginu og
því markmiði er unnt að ná eft-
ir mörgum leiðum. Núverandi að
ferðir eða ríkjandi ástand
er auðvitað ekki algilt né end-
anlegt.
En hvernig getur Sjálfstæðis-
flofckuininn þá kOæðzt sinum bið-
ilsbuxum?
Eitt helzta baráttumál lýðræð-
isiegs stjórnmálaafls er raun-
hæft og virkt lýðræði.
Forsenda þess er almennur
jöfnuður og afnám misréttis,
efnahagslegs eða pólitísks. AU-
ir flokkar hafa beitt sér fyrir fé
lagslegum úrbótum og auknu
jafnrétti og umtalsverður árang
ur hefur náðst i útrýmingu fá-
tæktar og efnaleysis. Velferðar-
þjöðfélagið er viðurkennt.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
lagt áherzlu á efnalegt sjálf-
stæði borgaranna, og hefur bar-
izt fyriir aðsitiæðum, sem ýttu
undir sjálfsbjargarviðleitni ein-
staklinganna. Þetta sjónarmið
hefur ekki eitt ráðið úrslitum,
en hefur tvimælalaust átt drjúg-
an þátit i efnahaigisQiegri velferð
hér á landi.
Sjálfstæðisflokkurinn má hins
vegar ekki vera svo afdráttar-
laus í afstöðu sinni til frjáls-
ræðisins, að í skjóM þess skap-
ist misrétti eða misskipting, með
þvi að óeðlilegur auður safnist
á fárra hendur, hvorki hjá ein-
staklingum, félögum eða rikis-
valdi. Því hlýtur athyglin í aukn
um mæli að beinast að því að
koma i veg fyrir óeðlilega auð-
söfnun, einokunaraðstöðu eða
fjármálavöld.
Efnahagslegt sjálfstæði, heil-
brigð samkeppni og réttlát-
ur jöfnuður þarfnast verndun-
ar og frjálsræðið verður að eiga
sín takmörk, svo það verði ekki
misnotað eða því misþyrmt. 1
þvi sambandi verður að tak-
marka atvinnurekstur rikissjóðs,
setja lög gegn hringamyndunum,
efla atvinnulýðræði og skapa öll
um almenningi möguleika til þátt
töku í atvinnurekstri og eigna-
myndun.
Virka þátttöku fjöldans og
ábyrgð hans á ákvörðunartöku
í samfélaginu verður að tryggja
með dreifingu valds, stærri og
öflugri sveitarfélögum, breyttri
kjördæmaskipan og einfaldara
stjórnkerfi.
Gera verður ítarlega úttekt á
þeim sjónarmiðum, sem fram
hafa komið varðandi hágvöxt
versus mengun, og láta þar
ráða ferðinni það grundvallar-
sjónarmið að einstaklingurinn sé
ekki vélrænt tæki i höndum hag
fræðiformúlunnar, heldur mann
eskja, sem á að njóta umhverfis
I og lifsgæða.
I því sambaridi verður Sjálf-
stæðisflokkurinn að vera reiðu-
búinn til að endurskoða afstððu
sína til neyzluþjóðifélagsins og
hinna félagslegu þarfa. Lifsgæð
in rru ekki að öllu leyti fölgin
i þættum efnahag og gildismat-
ið fer ekki eftir gildi krónunn-
ar heldur velferð sálarinnar.
Menntun þjóðarinnar verður
að miða við aukinn andlegan
þroska og iðju sem fullnægir
þörfum einstaklingá en ekki
heildar. Rótleysi æskunnar er
eitt stærsta vandamál þjóðfélags
ins og það er stórkostlega háska
legt ef lýðræðisvitund og sjálfs
virðing er borin ofurliði af anar
kisma og upplausn. Það er bjarg
föst sannfæríng mín, að mennta-
kerfið verði að móta markvisst,
heilbrigðar þjóðfélagshug-
myndir, siðgæði og kristin fræði.
Ekki rneð því að troða í unglinga
ákveðnum stefnum eða trúar-
skoðunum, heldur með því að
innræta lýðræðislega hugsun og
kenna þeim að trúa.
—O—
Það sem hér að framan er upp
alið, eru aðeins nokkur dæmi af
handahófi. Sjálfstæðisflokkur-
inn á ekki að eltast við vinsæl
tJíZkufyrirbi’iigð'i þeirra sjálfra
vegna, en hann á að bregðast
skjótt við ef upp koma hreyí-
ingar meðal þjóðfélagshópa og
gera sér grein fyrir hvort þær
samrýmist grundvallarskoðun-
um hans, einstaklingshyggjunni.
Hann á jafnvel að hafa frum-
kvæði í slíkum málum.
Ég hef marg oft bent á, að
einstaklingshyggjustefnan eigi
erindi til núttmaiþjóðifélaigs-
ins, þar sem véimenninigin, hóp-
sáiMn og tillitslaus áætlainagierð
ræður ríkjum. Ekki til þess að
draga úr nauðsynlegri yfir-
stjórn eða skipulegum vinnu-
brögðum, heldur til að tryggja
hlut einstaklingsins sem mann-
eskju í samfélaginu. Slíkar
stjórnmálaskoðanir byggjast ef
til vill á íhaldssömum og gamal-
grónúm lífsskoðunum, en hljóta
að teljast byltingarkenndar
frammi fyrir þeirri sósíölsku
hugmyndafræði, sem nú virðist
ríða húsum hér sem annars stað-
ar.
HEiMSÆKIÐ GRÖÐURHUSIÐ
Stór - Rýmingarsala
Seljum um helgina mikið magn af mjög ódýr-
um og góðum pottaplöntum, allt frá 50 kr.
stykkið. Notið þetta einstæða tækifæri og fáið
plantað í kerin.
Einnig er á ÚTSÖLU mikið af gjafavöru,
blómapottum, pottahlífum og sitthvað fleiru.
Heimsækið GRÓÐURHÚSIÐ
Gróðurhúsinu Sigtúni, sími 36770.
Pétur Björnsson.