Morgunblaðið - 19.08.1972, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST, 1972
í frjálsu ríki eftir VS. Naipaul
Dayo. Þau litu alltaf niður á
Dayo. Þau létu hann sofa í stof-
unni og þar varð hann að búa
um sig á gólfinu á kvöldin þeg-
ar aðrir voru farnir að sofa.
llann hafði ekki herbergi þar
sem hann gæti stundað nám sitt
eins og sonur Stefans. Hann
varð að lesa bækurnar á litla
framdyrapallinum framan við
þetta litla hús frænda míns.
Hann náði næstum út á gang-
stéttina, svo Dayo sá alla sem
fram hjá fóru og allir sáu hann.
Sáu hann? Þeir gátu rétt út
höndina og flett blöðunum í bók-
inni sem hann var að lesa. En
þessi ástundun hans á pallinum
vakti athygli og hann fór
að njóta virðingar í nágrenninu.
Ég held að þessi virðingarvott-
ur, sem vesalings drengurinn
naut, hafi gert fjölskyldu Stef-
ans afbrýðisama.
Sérstaklega voru það dætur
Stefans, sem snerust gegn hon-
um, þegar eðlilegra hefði verið
að þær væru stoltar af þessum
frænda sínum. En, nei. Eins og
annað fátækt fólk, gátu þær
ekki unnt öðrum þess að rísa til
vegs. Það skyldu þær einar gera.
Þvi það eru þeir fátæku, sem
halda öðrum fátækum niðri. Þeim
fannst niðurlæging að nærveru
Dayos. Ekki hefði ég orðið hissa
þótt einn daginn hefðu komið
boð um það frá Stefani, að Dayo
væri að flangsa utan í dætrum
hans og angra þær.
Þið getið rétt imyndað ykkur
gleði þeirra, þegar Dayo fór í
prófin og féll. Þið getið ímynd-
að ykkur hve glöð þau urðu í
hjarta sínu. En það var bara
vegna þess, hve skólinn, sem
Dayo sótti, var lélegur. Hann
komst ekki í góðan skóla. 1 góð-
um skólum er alltaf spurt:
hverra manna og hvaðan? Dayo
varð að fara í einkaskóla þar
sem kennararnir sjálfir eru próf
lausir aular. En dætur Stefans
taka ekki tillit til þess.
Maður skyldi ætia að Stefan
tæki málstað Dayos eftir öH stór
yrðin um framsæknina og
að hann mundi gera eitthvað til
að hjálpa dnengnum og örva
hann. En Stefan verður sjálfur
skrítinn eftir að sonur hans er
farinn. Hann hefur ekki áhuga á
neinu. Hann er eins og maður í
sorg. Eins og maður, sem býst
við slæmum fréttum, að brot
hætti hluturinn muni brotna og
skera hann. Andlit hans verður
þrútið og hárið grátt og stritt.
En það er ég, sem fyrstur fæ
slæmu fréttirnar. Ég kem heim
dag nokkurn í miðri viku eftir
erfiðan akstur með flutninga-
vagninum og þar er Dayo. Hann
er prúðbúinn, eins og maður I
heimsókn. En hann segist vera
farinn úr húsi Stefans fyrir fulit
og allt. Hann fari þangað ekki
aftur. Hann segir: „Þau vilja
hafa mig fyrir hlaupatík." Ég sé
hvað honum líður illa og ég sé,
að hann er hræddur um, að við
munum ekki trúa honum og mun
um neyða hann til að fara aftur.
Það vill faðir minn lika gera.
Hann klórar sér í handleggjun-
um og strýkur grátt vanga-
skeggið svo skrjáfar í og hann
segir eins og hann viti allt: „Þú
verður bara að sætta þig við
það."
Svo vesalings Dayo hafði ekki
í annað hús að venda en til mín.
Og þegar ég lít framan i hann
og sé, hvað hann er hræddur,
dregur úr mér allan mátt og ég
fer að titra. Blóðið ólgar í mér
og mig verkjar í handleggina
eins og i þeim séu vírar, sem
einhver togar í.
Dayo segir: „Ég verð að kom-
ast burt. Ég verð að fara. Ef ég
fer ekki, veit ég, að þetta fóilk
gengiur af mér dauðum með af-
brýðisemi sinni."
Ég veit ekki, hvernig ég á að
svara. Ég kann ekkert á þetta.
Ég hef engin sambönd. Stefan
hefur sambönd, en nú get ég
ekki beðið Stefaai neins.
„Ég get ekkert gert hér,“
sagði Dayo.
„En við olíulindirnar?" spyr
ég.
„Olíulindirnar. Þeir hvitu
geyma sér beztu stöðurnar. Ég
gæti í mesta lagi komizt að á
efnarannsóknarstofu."
Efnarannsóknarstofu. Þetta
orð hef ég ekki heyrt áður. Mér
finnst mikið til um það. Fjöl-
skylda Stefans metur einsk-
is menntun Dayos, en ég sé,
hvað hann hlýtur að hafa lært
mikið á þessum tveimur árum og
að hann hefur tamið sér nýjan
talsmáta. Hann ber ekki óðan á.
Röddin ris ekki og hnígur, hann
patar mikið með höndunum og
hann hefur fallegan hreim, svo
stundum hljómar rödd hans eins
og konurödd, eins og hjá mennt-
uðu fólki. Mér fellur vel þessi
í þýðingu
Iluldu Valtýsdóttur.
nýi talsmáti, þó að ég verði
hálffeiminn, þegar ég horfi á
hann og hiuigisia um það, að harni,
bróðir m'inn, sé slíkur málsnill-
ingur. Og nú fer hann að tala og
ég læt hann tala og þá hverfur
ótti hans og áhyggjurnar. Svo
spyr ég hann: „Hvað ætlarðu að
læra, þegar þú ferð burt. Lækn-
isfræði, endurskoðun eða lög-
fræði?"
Móðir min grípur fram í og
segir: „Ekki veit ég, en frá því
Dayo var lítili drengur, hefur
mér alltaf fundizt hann eiga að
verða tannlæknir."
Svona er nú hennar gáfnafar
og allir vita, að hún hefur aldrei
hugsað sér Dayo í tannlækning-
um eða nokkru öðru fyrr en á
þessu augnabliki. Við látum
hana segja það, sem hún vill
segja og hún fer niður í eldhús-
ið og Dayo fer að tala á sinn
háit. Hann svairar mér ekki
beint, hann er að bræða eitt-
hvað með sér og loks kemur það.
Hann segir: „Flugvélaverk-
fræði".
Þetta orð hef ég heldur ekki
heyrt áður. Ég óttast það dálít-
ið, en Dayo segir að slikur skóli
sé í Englandi, þar sem aðeins
þurfi að borga skólagjöld. Svo
þetta verður að samkomulagi.
Hann fer burt til að stunda fram
haldsnám í flugvélaverkfræði.
Og samstundis fer Dayo að haga
sér eins og fangi á flótta, eins
og hann þurfi að ná skipi, sem
er að leggja úr höfn, einis og
honum sé ómöguiiiegt að staldira
við annan mánuð á eyjunni. Það
kemur líka á daginn, að hann
Áklœði — Aklœdi
Ensk, sænsk, hollenzk og belgísk pluss- og ýmis
önnur áklæði í miklu úrvali. ásamt snúrum og kögri.
Verzlunin Hverfisgötu 82,
sími 13655.
Geymsluhúsnœði
Óskum eftir að taka á leigu lagerhúsnæði um 300
ferm. Innkeyrzla á jarðhæð nauðsynleg.
Tilboð sendist Mbl. fyrir 23. ágúst merkt:
„Geymsluhúsnæði — 73“ .
velvakandi
0 Athugasemdir við
„Rabb“
„Fei’ðamaður skrifar:
Rvík, 13. 8. ’72.
Kæri Veivakandi!
Eftir að hafa lesið „Rabb"
Jóhönnu Kristjónsdóttur í Les-
bókinni 13. 8. '72, get ég ekki
orða bundizt, þó að ég sé sam-
mála J.K. að mestu.
X sumar hef ég ferðazt víða
um landið sem fararstjóri fyrir
erlenda ferðamenn. Þar sem
gist hefur verið í tjöldum, hef
ég kynnzt vel aðstæðúm og
einnig heyrt álit ferðamann-
anna á þessum hlutum. Ég álít
að ástandið sé víðast mjög
slæmt, og sums staðar óviðun-
óindi. Hef ég rætt þetta við sam
ferðamenn mina og vini yfir
kaffibollanum, en ætla ekki að
láta þar við siitja, eins og okk-
ar er von og vísa.
0 Það, sem þarf að vera
á tjaldstæðum
Á tjaldstæðunum ætti að
vera salerni, þvottaaðstaða og
ruslatunnur; einnig einhver,
sem hefur eftirlit með þessu
öllu. Víða hefur „spútnikum"
verið komið upp, en þeir Leysa
engan vanda. Hefði aldrei átt
að setja þá upp. Eftir að hafa
heimsótt „spútnik" einu sinni,
gerir maður það aldrei aftur
(felur sig frekar á bak við stór-
an stein). Hafa útlendingamir
'stundum tekið myndir af þess-
um annars ónothæfu hlutum.
Hefðd mátt spara þá fjármimi
til annars og betri útbúnaðar.
Það er aðeins á tveimur
tjaldstæðum, þar sem mér
finnst ástándið viðunandd, en
það er á Akureyri og Laugar-
vatni. Þó hefur húsinu á Laug-
arvatni ekki vexið valinn rétt
heppdlegur staður, þannig, að
sé tjaldað hjá húsinu, sem
stendur rétt við veginn, er um
langan veg að fara í þægindin.
Á öðrum tjaldstæðum er
ástandið mjög slæmt, að minu
áliti og hef ég verið á mörgum
tjaldstæðum sunnan- og norð-
anlands, en ekki á Vesturlandi.
Þetta mætti laga með dálitlum
tilkostnaði, sem myndá borga
sig og vera okkur til sóma.
0 Þjónusta gegn
endurgjaldi
Ég er viss um, að fólk
vill greiða peninga fyrir þjón-
ustu á tjaJdstæðum, þ. e. sal-
emi, þvottaaðstöðu og rusla-
tunnur. Eftirlitsmaður sæi síð-
an um að halda saiemunum
nóthæfum, tjaldstæðunum
hreinum og inniheimta gjöldin.
En fleira má betur fara. Ég
ætla að nefna Krisuvík, Náma-
skarð og Dimmuborgir:
1 Krisuvik og Námaskarði er
nánasit ömerkt, hvar hættum-
ar eru. Getur ókunnugt fólk
Lent þarna i ógöngum og farið
sér að voða. Er reyndar furðu-
legt að ekki skuli hafa orðið
þar fleiri slys en í’aun ber
vitni.
1 Dimmuborgum hefur leiðin
að „kirkjunni" verið merkt, en
ekki er Lengur hægt að fylgja
þeim vegvisum. Mætti setja
kort upp við hliðið til Leiðbein-
ingar fyrir ferðamenn. Með fyr-
irfram þökk fyrir birtingu.
Ferðamaður."
0 Gallaður glerungur á
matardiskum og
glösum úr leir
„Mengun og hollustu-
hættir eru oft rædd í blöðum
og tímaritU'm víða um Lönd.
Bæði vísindarit og önnur rit
leggja sitt af mörkum þar. Blý
er eitt þeirra efna, sem er oft
getið um vegna óhollustu, sem
af þvi getur stafað, og má sjá
lesmál um það efni, til dæmis
þar sem mátningarefni með
blýi er til umræðu eða gaJlaður
glerumgur á diskum eða Öðr-
um miatarílátum úr leir.
Ég hef orðið þess var, að í
Reykjavík eru dæmi til þess,
að diskar og Leirglös hafi slæm
an glei’ung. Dæmi eru til þess,
að sjáanlegir fx’amieiðslugallar
hafi verið í glerung súpudiska,
sem reyndist vera slæmur.
Dæmi er til þess, að gallar i
glerung á Leirgiasi hafi aukizt,
þegar vökvi sem böm og full-
orðnir drekka var látinn standa
i því. Slíkan leirvarning forð-
ast ég að niota, þegar matur og
drykkur eru annars vegar.
H. G."
Verktakar — ræktunariélög
DEUTZ 8005, 85 hestafla dráttarvél árg. ’65 með
vökvastýrðú ýtublaði og 100” jarðtætara til sölu.
Vél og tæki nýyfirfarin og í mjög góðu ástandi.
Til sölu og sýnis hjá
H/F HAMRI, vcladcild,
sínii 22123, Borgartúni.
Fyrirtœki vorf
verður lokað vegna sumarleyfa frá og með
19. ágúst til 28. ágúst.
MAGNÚS MAGNÚSSON HF.,
Eyrarvegi 33, Selfossi.
Grindavík
Til sölu 116 fm raðhús ásamt bílskúr við Staðar-
hraun. Húsin seljast fokheld.
Upplýsingar í símum 8066 og 8273 eftir kl. 19.
Borgnesingar — Útsala
ÚTSALA hefst á niánudag. KJÓLAR, JERSEY
BUXUR, TERYLENEBUXUR á drengi og ungl-
inga og herra og margt, margt fleira.
Verzlunin VALGARÐUR,
Borgarnesi.