Morgunblaðið - 27.09.1972, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.09.1972, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1972 Stærri Toyota Corona Kemur um mánaðamót Toyota Corona 2000 Mkll, 4ra dyra, 113 hestöfl (SAE) Umboð: Toyota umboðið, Höfðatúni 2. Verð um kr. 490 þúsund. Um næstii mánaðamót kem- ur hér á markaðinn nýr Toy- ota bíll, Toyota 2000, i stað 1900. Sprengirúm vélarinnar hefur verið aukið um 100 rúm sentimetra. Billinn er allur sportlegri í útliti en áður. Án þess að missa sitt jap anska útlit minnir bíllinn bæði á Opel Commodere og Vauxhall. Minni Toyota bílar, sem hér fást eru Corolla, Carina og út frá Carina, er sportgerð in Celica byggð. Allur undir- vagninn er nú byggður eins og á Carina/Celica. í stað blað fjaðra eru nú gormar og bíll inn þvi stöðugri en áður. Stýrisútbúnaður er endur- bættur þannig að nú er bíll- inn bæði léttari í stýri og ná- kvæmari. Til að byrja með verður að eins hægt að fá hér fjögurra dyra bílinn, en tveggja dyra kemur væntanlega hingað í nóvember eða desember n.k. og station-bíllinn um ára- mót. Vélin er fjögurra strokka eins og áður en sprengirúmið hefur verið auk ið úr 1864 í 1968 rúmsenti- metra. Hestaflatalan er óbreytt en sprengihlutfallið hefur verið lækkað og er nú 8,5:1. Vélin á því að ganga bet ur á okkar bensíni og lítil hætta er á glóðarþráðar- kveikingu (þ.e. að bíllinn taki kipp eftir að drepið hef- ur verið á honum). Bíllinn fullnægir amerisk- um öryggiskröfum eins og þær eru nú og er þvi m.a. með tvöfalt bremsukerfi og tvö- falt öryggisgler í framglugga. Diskabremsur eru að fram- an og borðar að aftan. Barna læsingar eru á hurðum. Nýja Coronan er lengri, lægri og breiðari en eldri gerðin — 4325 sm löng, 1625 sm breið og 139 sm há. Bill- inn vegur 1100 kg óhlaðinn. Tilfinningastríð COMMAND Decision, miðvikudags- mynd sjónvarpsins, er á ýmsan hátt athyglisverð mynd. 1 uppsláttarbókum um gamlar myndir í sjónvarpi fær hún ýmist þrjár eða fjórar stjörnur, og þau orð fylgja myndinni, að hún veiti áhugaverða innsýn í tiifinninga- strlð yfirmanna hersins, sem þurfa stundum að senda menn í opinn dauð- ann á styrjaldartímum. Kvifemynda- handritið er sniðið eftir Broadwayleik riti, sem sýnt var við metaðsókn á sínum tíma, og leikur þremenning- anna — Gables, Pidgeons og John- son — sagður frábær. Leikstjóri myndarinnar, Sam heit- inn Wood, gerði ýmsar frægar mynd ir á löngum ferli sínum. Hann kom til Hollywood fljótlega upp úr alda- mótunum, og í kringum 1915 varð hann aðstoðarmaður C. B. De Mille, þess annálaða kvikmyndajöfurs. — Wood leikstýrði sinni fyrstu mynd ár ið 1920, en þekktustu myndir hans eru sennilega Madame X, Goodbye Mr. Chips og For Whom the Bell Tolls, sem gerð var eftir samnefndri sögu Hemingsways. Það er orðið æði langt siðan Clark Gable hefur sézt hér á sjón- varpsskerminum, og enn á hann vafa- laust stóran hóp aðdáenda hérlendis, þó að 12 ár séu liðin frá láti hans. Gable fæddist árið 1901 og átti að baki fjölmörg hlutverk á leiksviði og nokkur smáhlutverk í kvikmyndum áður en hann réðst til Metro-Goldwyn Meyer árið 1930. Ári síðar hafði hann lagt kvikmyndaborgina miklu að fót um sér með leik sínum í A free soul og í kjölfarið fylgdi „Susan Lenox — her fall and rise“, þar sem hann lék á móti Grétu Garbo. Flestar myndir Gables til ársins 1954 voru gerðar fyrir MGM og allan þann tima bar hann höfuð og herðar yfir aðrar karlstjömur kvikmyndafyrirtækis þessa. Kvikmyndalisti Gables gegn um árin er bæði langur og f jölskrúð ugur, já og misjafn að gæðum, en i þá daga tryggði nafn hans eitt þokka lega fjárhagsafkomu myndarinnar, hvort sem hún var góð eða slök. En í myndinni i kvöld sýnir Gable flestar sínar beztu hliðar, og varla er það lakara að þar nýtur hann dyggr ar aðstoðar annálaðra skapgerðarleik- ara — Pidgeons og Johnsons. íbúðar- og verzlunarhúsnœði nálægt miðbænum á eignarlóð, hentugt fyrir þann er vildi skapa sér sjálfstæða atvinnu. Einnig fyrir þá aðila er vildu byggja nýtt húsnæði. Góð bíla- srtæði. — Nánari upplýsingar í FASTEIGNASÖLUNNI Eiríksgötu 19, sími 16260. NÁMSFLOKK- ARNIR í KÓPAVOGI — aó hefja starf sitt NÁMSFLOKKARNIR í Kópa- vogi hefja annað starfsár 25. september. Kennslan fer að mestu fram í vesturálmu Víg- hólaskóla frá kl. 8—10 á kvöld- in. Nú gefst einnig kostur á síð- degisnámskeiðum í ensku, bæði fyrir böra og fullorðna, að því er segir í tilkyuningu frá for- stöðumanni flokkanna. Síðdegis- námskeiðin eru einkum ætluð byrjendum og fara fram að Þinghólsbraut 34 milli kl. 1.30 og 3.30 fyrir fullorðna og frá 3.30— 4.10 fyrir börn, 7—12 ára, sem skipt verður í tvo flokka. Á si. sikólaári var aðsókn mest að ens k uiná mskei ðun ium, emda störfuðu þá 4 enskir kenmarar við flokkana. Við kenmluina eiru rnotuð seguibönd með textum, sem eru í keninislubókuim. Er- lendir kenmarar eru ráðmir í spænaku og frömsku, svo og verður kenind sæmslka og þýzlkia. Auk tunguimiálamina er niú völ á tveimur vimisæluim tómisitumda- greimum — skálk og mymdlist Þá er nýjunig við starf niáims- flofckanma, að tilsögm verðuir veitt í nýjum aðferðum við stærðfræðikennslu (mienigi) og er húin einkuim ættuð foreldrum. Enmfremur munu rnáimisELokk- amir í Kópavogi bjóða upp á fönduirkeminislu fyrir böm, ef nægileg þátttaka fæst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.