Morgunblaðið - 27.09.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.09.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1972 Öitgafandi hf ÁrvaTcur, Raykijavík Frsðrríkværndas-tjóri Haraldur Svemsaon. ftítstíóror Matöhías Johannass&n, Eyj'ófefur Konráð Jónsson Aðstoðarrit8tjóri Styrmir Gunnarsaon. Rrtsfjórmarfirfftrúi Þorbjðnn Guðmuncfsson Fróttastjóri Björn Jahann&son Auglýsingastjori Ártu' Garðar Kristinsson. Rítstjórn og afgreiðsia Aða'stræti 6, sfmi 1Ó-100. Aug'iýsingar Aðatstræti 6, sfmi 22-4-60 Ás'krtftargjal’d 220,00 kr á tménuði innaniands I teusasöTu 15,00 Ikr eintakið f Trslit þjóðaratkvæðagreiðsl- ^ unnar í Noregi um aðild landsins að Efnahagsbanda- lagi Evrópu virðast víða hafa komið nokkuð á óvart, þó að fyrirfram hafi verið talið tví- sýnt, hvaða sjónarmið yrðu ofan á. Þessi úrslit hafa tví- þætt áhrif fyrir okkur íslend- inga. Úr því að Noregur stendur utan EBE er ljóst, að ísland einangrast ekki með sama hætti og annars hefði orðið frá þróun mála í Evrópu og staða okkar og Norðmanna gagnvart NATO er hin sama. Ennfremur er hugsanlegt að kröfur komi fram í Noregi um útfærslu norskrar fisk- veiðilögsögu og mundi slík útfærsla að sjálfsögðu styrkja okkar stöðu. Ríki Efnahagsbandalagsins virðast hafa reiknað fastlega með því, að þau fjögur ríki, sem undirritað höfðu samn- inga um aðild að bandalag- inu, héldu áfram á þeirri braut, sem mörkuð hafði ver- ið. Viðbrögð ráðamanna hjá Efnahagsbandalagi Evrópu sýna, að úrslitin hafa vakið vonbrigði þeirra og furðu. Á þessu stigi er vitaskuld ekki unnt að sjá fyrir um, hvaða áhrif þessi breytta afstaða Norðmanna hefur á fram- vindu hins stækkaða Efna- hagsbandalags. Engum' vafa er þó undirorpið, að samvinn- an verður ekki eins víðtæk fyrir bragðið, enda hafa rík- isstjórnir forysturíkja banda- lagsins harmað þessa niður- stöðu. Svo virðist, sem andstaðan gegn aðild Norðmanna hafi fyrst og fremst verið meðal fólksins í dreifbýlinu. Einnig er talið, að verkamenn, út- vegsmenn og smábændur hafi greitt atkvæði gegn aðild. Á hinn bóginn sýnast íbúar á Oslóarsvæðinu og þeir, sem á einhvern hátt eru tengdir norska kaupskipaflotanum, hafa stutt aðild að bandalaginu. Ýmsir telja einnig, að af- staða Efnahagsbandalagsríkj- anna til víðáttu fiskveiðiland- helgi hafi haft nokkur áhrif á úrslitin; aðrir gera minna úr þessu atriði. Einsýnt er, að niðurstöð- ur þjóðaratkvæðagreiðslunn- ar munu hafa veruleg áhrif á stjórnmálaþróunina í Nor- egi á næstunni. Trygve Bratt- eli, forsætisráðherra, lýsti því yfir fyrir atkvæðagreiðsluna, að hann myndi biðjast lausn- ar fyrir sig og ráðuneyti sitt, ef þjóðin hafnaði aðild og snerist þannig gegn stefnu stjórnarinnar. Bratteli mun nú biðjast lausnar. Það mun án alls vafa hafa í för með sér mikla óvissu, þar sem ólíklegt er talið, að andstæðingar aðildar geti myndað nýja ríkisstjórn eins og nú háttar. Þó að beinni aðild hafi verið hafn- að, er enn alveg óljóst hvaða afstöðu Norðmenn munu taka til annars konar tengsla við Efnahagsbandalagið. Margir eru þeirrar skoðun- ar, að Norðmenn komist ekki hjá því að gera viðskipta- samning við bandalagið, ef þeir ætla ekki að einangrast og bjóða heim stöðnun. Fylgj- endur Efnahagsbandalagsins telja viðskiptasamning þó ekki fullnægjandi, en líklegt virðist nú, að viðræður um slíkan samning geti ekki haf- izt fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári, ef marka má fyrstu viðbrögð ráðamanna bandalagsins. Engum vafa er undirorpið, að þessi úrslit munu hafa áhrif á afstöðu Dana, sem ganga að kjörborðinu um næstu helgi til þess að taka afstöðu til aðildar að Efna- hagsbandalaginu. Ýmsir telja, að Dönum sé það þó meira kappsmál en Norðmönnum að gerast aðilar að bandalag- inu. Danska ríkisstjórnin tel- ur t.a.m., að búast megi við gengisfellingu, ef aðild verð- ur hafnað. Þó að Norðmenn hafi horf- ið frá þátttöku í hinu nýja efnahagssamstarfi Vestur- Evrópu í því formi, sem það hafði verið hugsað, geta þessi úrslit hugsanlega knúið á um efnahagssamvinnu á öðrum sviðum. Sumir stjórnmála- menn á Norðurlöndum telja líklegt, að þessi breyttu við- horf gætu leitt til þess, að á nýjan leik yrði tekið til við að ræða efnahagssamvinnu Norðurlandaþjóðanna. For- sætisráðherra Finnlands sagði m.a. í gær, að tími væri kom- inn til að hefja aftur viðræð- ur um norræna samvinnu. En eins og kunnugt er voru það Finnar, sem á sínum tíma komu í veg fyrir að Nordek yrði að veruleika. Flestir talsmenn íslenzkut stjórnmálaflokkanna telja nauðsyn á að efla samvinnu Norðurlandaþjóðanna. Af- staða Norðmanna hefur þó valdið svo miklu róti, að ógerningur er með öllu að sjá fyrir, hvernig þessi mál- efni þróast á næstu mánuð- um. Niðurstaða þjóðarat- kvæðagreiðslunnar í Dan- mörku mun óefað ráða miklu þar um. En hitt er þó greinilegt, að ekki er með öllu útilokað, áð þessar nýju aðstæður, sem skapazt hafa, géti leitt til samvinnu á öðrum sviðum eins og hugmyndirnar um efnahagssamstarf Norður- landa bera með sér. Mörg ljón eru þó sýnilega í vegin- um í þeim efnum. Ein hætt- an á einangrun hlýtur þó að hvetja menn til þess áð taka þessi viðfangsefni föstum tök- um. NY VIÐHORF I EFNAHAGS- SAMVINNU V-EVRÓPUÞJÓÐA Matthías Johannessen — Önnur grein frá Salzhurg: Mozart svíf ur alls staðar yf ir vötnunum Salzburg;, sept. — Margar borgir eru fallegar. Enga hef ég þó séð fegurri en fæðingarstað Mozarts. Hún er eins og tónverk in sem hann samdi, svo að borg- in hans yrði þekkt og eilif. Til- brigðin eru mörg, fínleg, einstök og ógleymanleg. Bonn, fæðingar- staður Beethovens, minnir á hann, þar fara átökin fram. Þar er glimt við samtíð og sögu. Þar er þung hrynjandi verka haris. Þar eru örlög ráðin. En þar er eniginn unaður. Húsið sem hainn fæddist í og enn er varð- veitt með gömilum minjuim og muTrain er ekki sízt skemmti- liegt vegna þess að það minnir okkur á næsta ótrúlega staðreynd: að eitt sinn var Beet- hoven bam, ungur drengur. Jafnvel hann. En það var aldrei nema einn Beethoven. Og einn Mozart. Hér í Salzburg er allt létt og ieikandi fagurt. Hér eru það ekki átökin, heldur unaðurinn sem ríkjum ræður. Og alls stað- ar er Mozart nólægur veruleiki. Þó að borgin sé frá dögum Róm- verja, virkiskastalinn yfir 700 ára gamall, dómkirkian komin til ára sinna og katakombur i kirkjugarðinum, þá á borgin alla sína frægð einu nafni að þakka: Wolfgang Amadeus Mozart. Hann og Salzburg eru óaðskilj- anleg. Á Mozarttorginu er gríð- arlega stór höggmynd af þessu fíngerða tónskáidi og sting- ur mjög í stúf við líf hans og verk: þama stendur hann eins og tröilkarl og manni dettur ekkert í hug annað við fyrstu sýn en þetta sé einhver keisari eða herforingi með sverð við hlið, en þá heldur þetta tröll á örlitlum skrifpenna og við nán- ari athugun er andlitið líkt myndum af tónskáldinu. Högg- myndin er eftir bæjerska mynd- höggvarann Ludwig von Sehwan thaler og var reist 1842. Mikil- menni þurfa að bíða misjafnlega lengi eftir höggmyndinni sinni. Sum þessi mikilmenni voru að- eins stórmenni um sína daga, toppfigúrur. Mozart var ekki stórmenni. Hann var millistéttar- maður, vann sigra og tapaði á víxl. En lagði þó tímann að velli. einn af örfáum. Nú heitir ein helzta gatan í Munchen eftir Schwanthaler, þar er mikið verzlað og allt í risastærð eins, og höggmyndin af Mozart. En kannski heitir þessi gata nafni myndhöggvar- ans, einungis vegria þess að hann ýtti eitthvað undir minningu Mozarts, eins og þess þvrfti. Þá má geta þess, að á sumum prógrammanna sem eru nú til sýnis i Salzburg, er ekki einu sinni sagt frá nafni Moz- arts. Töfraflautan t.a.m. auglýst höfundarlaus í sýningarskrá frá haustinu 1791. Tönn tímans vinnur ekki á öðru en því sem mölur og ryð fá grandað. Á sælgætisumbúðum eru iafn- vel myndir af Mozart. Hann svíf ur alls staðar yfir vötnunum. Lestarþjónn í Bæjern í Þýzka- landi sagði við mig og brosti (um leið og hann gat þess að þýzk æska vildi láta aðrar þióð- ir 1 friði og fyrirliti alla þjóð- ernisstefnu): „Salzburg er ekki endilega borg Mozarts, fað- ir hans var þýzkur og fæddur í Augsburg, þar sem ég á heima. Hún var gjöreyðilögð í stríðinu og í æsku þekkti ég ekkert nema rústir. En minning Mozarts hef- ur aldrei orðið að ösku i Augs- burg.“ Auðvitað er þetta allt sama þjóðin. Engan mun sá ég á fólk- inu í Bæjern og Salzburg. Þetta er ósköp gerðarlegt fólk, dug- legt, afskiptaiaust en vingjarn- legt, reiðist þó gjarna ef það er árejtt, heldur klunnalegt i út- liti. Þetta er eiginlega eldtraust bændafólk og því harla ólíkt Mozart að útliti að því er virð- ist. Það er raunar með öllu óskilianlegt að rætur nazismans skuli hafa staðið í jarðvegi þessa vingjarnlega og afskiptalausa fólks. En kannski var það ein- mitt afskiptaleysið sem úrslitum réð. Hér er margt afbragðs hand- verksmanna og listiðnaður þeirra i tré, einkum helgimynd- ir, með eindæmum fagrar og hag lega gerðar. Finleiki þessara verka gæti minnt á Mozart. Salzburg á sér djúpar rætur í sögu og menningu. Kastalinn sem Mozart litli hefur áreiðanlega dáðst að í æsku er einn sá mesti sem ég hef séð, mörg þúsund manna borg á sínum tima, kirkj- an við rætur hans einföld á yf- irborðinu en þvi meira víravirki að innan ef að er gáð. Sjálfur minnir Mozart á landslagið um- hverfis borgina. Salzburg stend ur í afar fögrum, grænum og fal- lega ræktuðum dal girtum háum tignarlegum fjöllum, skógivöxn- um og vingjarnlegum í haust- kvrrðinni. Af borgarvirkinu að sjá er sléttan Paradís líkust og vefur borgina grænum örmum úr öllum áttum. I gamla borg- arhlutanum, einnig við kastala- ræturnar, er kirkjugarðurinn, listaverki líkastur, Fegurst- ur slíkra garða sem ég hef enn séð. Þegar við göngum um garð- inn er verið að taka gröf og múra að innan eins og til þess um aldur og ævi að varðveita líkamsleifar hins dauða og af- sanna fullyrðinguna um það að við séum af jörðu komin og að henni muni líkaminn aftur verða. Ekki afsannaði Mozart þessa kenningu: kona hans, ann ars ágæt, ung og að því er virð- ist af málverkum í Mozart-safn- inu lífsfjörið og andartakið upp málað, kom ekki að gröf hans næstu átján árin eftir dauða hans, en þá lét hún verða af því og fékk verulegt áfall er sagt, þvi að gröf hans var týnd og gleymd, eins og vera ber. Nú hafa þeir gert honum einhvers konar Þingvallagröf eins og Jónasi Hallgrimssyni og kom ég ekki þangað af augljósum ástæðum. Nú er allt gert til að varð- veita minningu Mozarts hér í borg. Húsið sem hann fæddist í og stendur við Getreidegasse, rétt við gamla ráðhúsið. er nú Mozart-safn, en á efstu hæð hef- ur tónlistardeild háskólans einn ig eitthvert athvarf. Húsið er úr steini og rammgert mjög og minnir a.m.k. að utan, dálítið á húsið, þar sem Goethe fæddist í Frankfurt am Main. Faðir hans var líka borgarstjóri og sjálfur varð hann ráðherra, enda var hann homo universalis eins og skáld og listamenn eiga að vera. En stjórnmálamenn eru sjaldan. Mozart fæddist á þriðju hæð hússins við Getreidegasse. Þar sem vagga hans stóð eru nú tvær af fiðlum hans, smiðaðar á 17. öld. Með þessum bogum strauk tónskáldið fiðlustrengina. Maður gleymir stund og stað. Hér hef- ur sjálfur tíminn orðið undir, minningin er ævarandi veruleiki. 1 þessari borg hefur einn maður, snillingur að vísu, unnið bug á skemmdarstarfi forgengileikans. Sigrað gleymskuna. Þó var hann hvorki herforingi, mælskusnill- imgur né napóleon. Aðeins laga- smiður. Salzburgbúar gerðu alveg sæmilega við sinn unga snilling meðan hann lifði. Nú hefur hann endurgoldið þeim riflega: Nú lifa þeir á honum. Samt fékk hann aldrei þær stöður sem Leo- pold, faðir hans hafði vonazt til. Það minnir á umsókn Ibsens ungs um tollvarðarstöðu i Osló, en auðvitað fékk hann neitun. Sú neitun átti kannski ekki sizt þátt i því að breyta lítilsvirtu leikskáldi í snilling. Breyta Noregi í stórveldi. Mozart var að vísu af milli- stéttarfólki eins og allir íslend- ingar, en húsakynni og það sem enn er til af eigum fjölskyld- unnar sýnir að hún hefur verið fremur vel stæð og peninga- áhyggjur hafa ekki ásótt Mozart fyrr en Konstanza, þessi brún- eyga fríska kona hans, tók að sér bókhald heimilisins. Henni hefur verið flest annað betur gefið en spapsemi. Nú á dögum hefði hún verið fyrirsæta af svipnum að dæma. Á öllum götum og torgum Salzburgar hangir stór auglýsing á Cobra- gleraugum og stingur mjög í stúf við hárfínan menningar- arf borgarinnar. Á auglýsing- unni er litmynd af fallegri ungri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.