Alþýðublaðið - 30.07.1958, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.07.1958, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 30. júlí 1958 A 1 ]> ý ð u b 1 a 8 i 8 Þingmannanefndin ræðir við fiskimálaráðherra Ráðstjórnarríkjanna (lengst til vinstri). Péíur Péfursson: Þætfir úr þingmannaför, V. FISKVEIÐA-„SAMBÚ“ EFTIR hádegi þennan sama dag fórum við og skoðuðum fyrirtæki, sem ég vil kalla fisk veiða-„sambú“. Var staðurinn þar sem ,,búið“ var í svo sem 50 km. fjariægð frá Riga. Vildi ég gera tilaun til að lýsa því nokkuð, hvernig þessi útgerð gengur fyrir sig. í>ar er fyrst til að'taka, að í Lettlandi eru 20 fiskveiða- stöfnanir af þessu tagi. Ríkið á öll skip og veiðarfæri, og eru það tvsér „stöðvar“ ríkisins, sem sjá fyrir öllum útbúnaði. Önnur ,,stöðin“ sér um 15 „bú“, dreifðir á smábýlum á stóru svæði, en nú er unnð aö því að færa byggðina saman cg þess vegna v.rðist mikið af húsun- um í kauptúninu vera ný, enda var verið að byggja þarna nokkur hús. Okkur var sagt, að á „búinu“ væru 384 fjölskyldur, en 500 manns væru þátttakendur í ,,búinu“. Samtals væri um 2000 manns áhangandi ,,búinu“ á einn eða annan hátt. Þarna skoðuðum við tvö nýleg íbúðarhús. Þau voru einnar hæðar einbýlis- hús, ca. 90 ferm., mjög snyrti- leg og þægileg, að því er virt st. Isacs-kirkjan í Leningrad. en hin um 5. „Stöðvarnar“ sjá „búunum“ fyrir skipum, útbún aði og eldsneyti, ásamt viðgerð um. Fyrir þetta fá þessar „stöðvar" 30% af verðmæti aflans. F.skimennirnir fá 55% af verðmæti aflans, en ,,búin“ sjálf fá 15%. Það' „bú“, sem við skoðuðum, 'hafði yfir að ráða þremur togurum með.400 ha. vél, tveimur bátum með 150 ha. vél, 8 bátum, ca. 25 tonna og 36 trillum. Við fórum niður að höfn- inni, og voru fáir bátar í höfn, I en þeir, sem þar voru, litu illa út. Sumir þeirra voru raunar j til viðgerðar. Þetta „bú“ var stofnað 1947 og er því orðið rijmléga tíu ára. Áður ’nöfðu1 fiskimennirnjr þarng :verið ist. Svona hús var talið kosta 160—180 þúsund krónur. „Bú- in“ sjáJf létu byggja húsin, en. eigendur endurgreiddu þau á 10 órum. Vá hektari dands fylgd.j hverju húsi. Okkur var sagt, að 38 sjómenn ættu einka bíla og margir ættu mótorhjól. Þótti mikið til þessa koma. Það fer ekki á milli mála, aö. þeir fiskimenn, sem afla vel og fara upp fyrir það mark, sem áætlunin gerir ráð fyrir, hafa ágæta afkomu, miðað við aðr- ar stéttir í Róðstjórnarríkjun- um. 1946 voru sjómenn þarna taldir hafa meðalárslaun 28 þús. krónur, en 1956 voru þeir taldir fá 76 000 krónur að jafn- aði. . .Mér virðist .þeir í.Ráðstjórn- arríkjunum leggja býsna mikið upp úr því, að byggja í hverj- um bæ eða kauptúni áberandi íburðarmikla og stóra menn- jngarhöll. Þarna í ZKULDI, en svo heitir staðurinn, þar sem „búið“ er, er ein slík menning arhölj eða félagsheimili, sem hafði kostað hvorki meira né minna en 8 milljónir króna. Þetta er líka mikið hús og veg- legt, en ekki er hægt að hugsa sér annað en mögulegt hefði verið að komast af með minna hús og nota sumt af peningun- um til einhvers annars. Á veggjum þarna í félags- heimilinu voru stór kort, sem sýndu hvað áætlunin gerði ráð fyrir að hver bátur væri búinn að veiða mikið, og hvernig út- koman væri, hvort þeir væru búnir að ná markinu, eða komnir yfir það. Okkur var sagt, að eftir að fiskimenn væru komnir yfir sitt tiííekna mark, þá fengju þeir tvöfalt verð fyrir aflann eftir það. Fyrst er gerð áætlun fyrir allt „búið“ í heild. Síðan fyrir til- tekinn hóp báta og loks hefur hvert skip sína áætlun. ■Mér skilst, að mikill hlutj af afianum, sem veiðist á heima- miðum, sé smásíld. Árið 1947 veiddust á þessu svæði 500 tonn, en okkur var sagt, að fyrra hefðj aflinn orðið tonn. Mikil bjartsýni Og á- nægja virtist ríkjandj hjá fiskj mönnum, en einhver þeirra valdamanna, sem með okkur var, hafði orð á því, að laun fiskimanna væru alltof mikil. Þessu þyrfti að breyta! Þess skal að lokum getið, að „búið“ sjálft á hænsnabú, refabú með 40 silfurrefum, 30 hesta til landbúnaðarstarfa, 5 vörubíla og 1 fólksbíl. Meðlimir „bús- ins“ kjósa sér stjórn, eftir regl um, sem ég veit ekki hverjar eru, og mér virðist formaður stjórnar vera eins konar fram- kvæmdastjórj búsins. VIÐTAL VIÐ FISKIMÁLARÁÐHERRA Fyrst ég hef hér á undan rætt nokkuð um fiskveiðar á tilteknum stað í Lettlandi, finnst mér rétt að skjóta inn í nokkrum orðúm viðvíkj- andj því viðtali, sem við áttum við fiskimálaráðherra Ráð- stjórnarríkjanna. nokkrum dög- um seinria í Moskya.„ Þessi maður, sem heitir ISHKOV, er að vísU .ékki kallaöur fiskimálá ráðherra nú, heldur aðeins ráð herra, sem veitir forstöðu fiskj málaráðuneytinu. Hvers vegna veit ég ekki, en með þessi mál hefur hann farið síðan 1938. Með honum var einnig A. Zajt- siev, forstjóri fiskirannsóknar- stofnunar Ráðstj órnarríkj anna og kannaðist sá vel við Jón Jónssonforstöðumaimislenzkra fiskirannsókna, og gat þess að íslenzkar fiskirannsóknir væru að mörgu leyti mjög merkileg ar. Ráðherrann upplýsti, að ár- ið 1940 hefði heildarafli í Ráð- stjórnarríkjunum orðið 1 millj. 300 þús. tonn, en árið 1957 hefðj aflinn orðið 2 milij. 800 þús- tonn. Hann kvað 75 000 fiskimenn vinna við ríkisút- gerð, en 100 000 við útgerð „samyrkjabúa". Hann sagði, að samtals ynnu 450—460 þús. manns á einn eða annan hátt við fiskveiðar og vinnslu afla, þar með taldar viðgerðir á smærri verkstæðum. Stærr; viðgerðaverþstæði væru þar ekki meðltalin. Hann gat þess, að þegar Rússar sendu flota sína til fjarlægra miða, sendu þeir alltaf með þeim flutninga- skip og hjálparskip Þá lagði ráðherrann mikla áherzlu á samvinnu sem flestra þjóða á sviði fiskirannsókna og talaði um nauðsyn þess, að viðhalda fiskistofninum á hinum ýmsu miðum. Ráðherrann virtist vera vel kunnugur því, að á ísland’i væru góð og vönduð frystihús os var nokkuð rætt um þau. Enn fremur um framleiðslu fiskimjöls. Hann gat þess, að í Múrmansk hefðu Rússar 25 verksmiðjuskip, þar sem bæði værr frysting og framleitt fiskirnjöl um borð. Hann sagði að fiskiskipaflotj þeirra færi vaxandj dag frá degi, os að lögð vær áherzla á eflingu hans. „Við verðum að auka fiskveiðarnar, en jafnframt að gæta þess, að ofveiðj eigi sér ekki stað, og þar höfum við saméiginlegt vandamál að glíma við,“ sagði Isihkov fiski- málaráðherra að lokum. Um leið og ég kvaddi, tók ég eftir því, .,að á bak við sætj ráöherr- aris héngu tvær stórar myndir; onnur áf Krústjov. —• en hin af Stalin! f LENINGRAD Leningrad er önnur stærsta borg Ráðstjórnarríkjanna, og líklega 10. eða 11, stærsta borg í heimi. Hún er aðeins 254 ára gömul. íbúatalan er um 3 millj ónir. Að vísu hefur mauntai ekki farið fram þar fremuf en annars staðar í mörg ár, en þetta er þó talið vera nálægt sanni. Leningrad er byggð á fjöldamörgum eyjum. enda eru brýn svo hundruðum skiptj í borginni. Okkur var sagt að stærð.borgarinnar vær; 13X28 km. Hún er falleg borg. og það . er einhver vestrænn svipur á henni, sem maður sér ekki á Moskvu. Þjóðverjar um- kringdu Leningrad í síöasf.a stríði og stóð umsátrið í 900 daga. Þeir náðu borginni aldrej á sitt vald, þótt þeir kæmust svo nálægt henni. að aðeins voru sjö eða átta kílómetrar til raiðborgarinnar -Hálfgerð hung ursneyð ríkti í borginn; á þeim árum, og talið er að 5—600 þús. rranns hafi dáið í borginnj á þessum tíma, bæðj vegna bar- daganna og af fæðuskorti. Bvggingar voru skemmdaf’.og i eyðilagðar í stórum stíl og sjást sums staðar merki bardaganna enn þann dag í dag. Verðmæt.ir safnmunir voru fluttir úr borg inni og þeir grafnir i jörð eða sökkt í vatn á méðan á stríðmu stóð. Við komum til Leningrad fyrir hádegi á þriðjudeginrim 8. júlí. Það virtist ekki vera mikil umferð um flugvöllmn, þó að um flugvöll stórborgar værj að ræða. Við vorum sett- ir á ágætt hótel, Hótel Astor- ia, og þar virtust okkur vera þó nokkrir ferðamenn frá Vest urlöndum. Eftir skamma stund fórum við á fund jrfirborgar- stjórans, sem sagði okkur ýmis legt um borgina- og um fyrirætl anir í framtíðinni. Augljóst er, að mikið starf hefur íacrið í að byggja upp eftir stríðið. Hann gat þess, að í ár væra byggðar íbúðir, sem næmu 710 þús. fer- metrum, á næsta árj ætti að Framhald á 5. síðu. Minnismerkið um Pétur mikla.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.