Alþýðublaðið - 30.07.1958, Blaðsíða 5
5'
Miðvikudagur 30. júlí 1958
A I þ ý 3 u b 1 a 3 i 9
!/£TTVAAfGUft
SKEMMDARÆÐI og skríl-
mennska kom áþreifanlega í
Ijós á hestamannamótinu á Þing
völlum um fyrri helgi. — Skríll
ínn gat ekki beðið eftir verzl-
unarmannahelginni en þá slepp
ir hann sér venju,lega lausum.
Menn komu næstum þvi hvaðan
æva af Iandinu á þetta hesfa-
mannamót. Það var mikið starf
að undirbúa það og nauðsynlegt
að fá tekjur af aðgangseyri til
þess að standast kostnaðinn,
enda kostaði aðgöngumiðinn 50
krónur fyrir manninn.
EN TIL ÞESS að aúka íckj-
urnar var auglýstur dansleikur.
Þá var eins og við manninn
mælt. Lausingjalýður flykktist
á Þingvöll í bifreiðum og vit-
anlega var Bakkus meö í för-
inni. Upp frá því var varla líft
á Þingvöllum ' fýrir ólátum,
drykkjuskap og skemmdarverk
nm.
NAUÐSYNLEGT hafði verið
að leiða drykkjarvatn har.da
mönnum og hestum á mótssvæð
ið. Þetta var erfitt viðfangsefni
og var það /íeyst með þeim
íiætti að leiða vatnið í plast-
slöngum. Allt gekk þetta vel
fyrri daginn, en síðari" daginn
stungu skemmdarvargar göt á
slöngurnar og skáru þær jafnvel
sundur á miðri leið til þess að
íá sér að drekka eða til að
blanda. Þeir gátu ekki ómakað
sig þangað sem vatnsbólið var
til þess að fá þar afgreiðslu.
ÞETTA ER aðeins eitt dæm-
ið um óskiljanlega skríl-
mennsku. Ég sé að Skúli Páls-
son á Laxalóni í Mosfellssveit
Skrílslæti á hestamanna-
móti.
Skornar sundur og stungn
ar vatnsslöngur á móts-
staðnum.
Næturhrafnar synda í
fiskitjörnum.
Skyldur sérleyfishafa.
Réttindi farþega.
kvartar undan ágangi og
skemmdarverkum á fiskiræktar
tjörnunum þar. Menn vaða jafn
vel og synda í tjörnunum um
miðjar nætur. Hér er um að
ræða unglinga, sem hvorkj
skeyta um skömm né heiður. i
Það er útilokað að hér geti full- f
orðnir menn verið að verki.
SÉRLEYFISHAFAR hafa
skyldum að gegna við farþega
sína. Upphaflega vildj mjög á
það bresta að þeir gerðu sér
þetta ljóst, en síðan fór þetta að
lagast. Hins vegar virðist enn
skorta nokkuð á að þetta sé orð
ið eins og það á að vera og ber
sérstaklega á því að þeir, sem
hafa sérleyfi á stuttum og fá-
förnum leiðum, vilji fara sínu
fram án tillits til viðskipta-
mannanna og þeirra skyldna,
sem sérleyfinu fylgja.
UM ÞETTA fékk ég bréf i
fyrradag frá S. J. Hún segir:
„Fyrra þriðj.udag. pa,ntaði ég
sæti fyrir mig og 'tvö börn að
Kanastöðum í Austur-Landeyj-
um. Við komhm að Hvölsvelli
kl. 1.30 og þar urðum við að
hírna lengi meðan verið var að
losa bílinn og hlaða hann aftur.
Ef til vill er ekkert við þvi að
segja þar sem sérleyfishafinn
tekur líka' vörúflutni'nga. En
langan tíma tók þetta og allt of
langan tíma að mínu viti. Við
komumst ekkj af stað aftur fyrr
en klukkuna vantaði kortér í
sex.
VIÐ HÉLDUM að nú myndi
ferðin fara að'taka enda fyrir
okkur, en það var ekkj svo
gott, því að bílstjórinn ók að
Voðmúlastöðúm og kvaðst ekki
fara lengra. Ég benti honum á
að þegar ég hefði keypt miðana
fyrir mig og börnin, þá hefði
ég sagzt ætla að kaupa far að
Kanastöðum, en hann kvað sig
ekkí varða neitt um það, hann
væri ekkj skyldugur að fara
lengra, Samkvæmt auglýsing-
um og áætlunum hefur þessi
bifreið fastar ferðir á þriðju-
dögum Og fimmtudögum.
NÚ SPYR ÉG: Er' þetta í
samræmi við reglur þær,- sem
þessi sérleyfishafi á að fara
eftir? Og ef svo er ekki þá
vona ég að nefndin, sem stjórn-
ar sérleyfunum, veitir þau og
hefur eftirlit með þeim, athugi
það hvernig þessi maður og
hans líkar uppfylla skyldur
sínar.“
Hannes á horninu.
Fiugfélag
j Framhald af 8. síðu.
ar félagsins voru alls á árinu
81,413, og er það 14,6% aukn-
íng miðað við árið áður.
Vöruflutningar námu alls 1,
714 léstum, aukning 17,5% og
póstflutningar 195,8 lestir, 3,5
% aukning. Alls voru flugvél-
'ar félagsins á lofti í 9,031 klst.
Starfsfólk félagsins var til
Jafnaðar 220 manns.
! Sem fyrr er sagt, lagðj félag-
jð allmikla áherzlu á kynning-
arstarfsemi erlendis og á bætta
aðstöðu þar.
Rúislandsför
Framhald af 4. síðu.
þyggja 1 millj. fermetra og svo
álíka mikið á hverju ár; þar
éftir. Borgarstjórinn var kát-
ur og viðkunnanlegur maður,
stór og eftir því feitlagmn.
Engin slys urðu á farþegum j
eða flugáhöfnum Flugfélags ís- j
lands á árinu, en eiri flUgvél
laskaðists nokkuð er hún lenti
út af flugbraut á Reykjavíkur-
flugvelli í hálku og snjó.
HALLINN 8,5 MILLJÓNIR
— FYRNINGAR 8
MILLJÓNIR.
Brúttótekjur félagsins námu
á áið 1957 kr. 46,739,288,55, en
heildsjrreksturskostnaður nam
55,261,662,35.
Halli á rekstrinum nam því
kr. 8,522,373,80 að meðtöldum
fyrningum eigna að upphæð
8,052,182,82. Rekstur millilanda
flugs varð að því leyti hagstæð
ari en innanlandsflugsins, að
hagnaður nara um kr. 1,550,
000.00 áður en fyrningar kr.
6,990,000.00 eru teknar . til ^
greina. Hallínn á rekstri inn- ^
anlandsflugsins varð hinsvegar
kr. 2,020,000,00 umfram fyrn-
ngar eigna, sem, námu kr. 1,
061,601,00. I
Þess skal getið, að fargjöld
héldust óbreýtt allt árið. — I
millilandafluginu hafa far-
gjöld tvisvár lækkað síðan 1952
— en í innanlandsifluginu
hækkuðú fargjöld lítilsháttar
árið 1955.
STJÓRN FLUGFÉLAGS
ÍSLANDS.
Að lokinni skýrsl-u forstjór-
ans fór fram stjórnarkjör og
va,r stjórnin öll endurkjörin.
Hana skipa: Guðmundur Vil-
hjálmsson, Bergur G. Gisla-
son, Björn Ólafsson, Jakob
Frímannsson Og Ricnard Thors.
í varastjórn voru kosnir Jón
Árnason og Sigtryggur Kiem-
enzson og endurskoðendur
Eggert P. Briem og Magnús
Andrésson.
Umræður urðu nokkrar á
fundinum um afkomu og fram
tíðarhorfur og voru stjórn fé-
lagsins og forstjóra einróma
þökkuð vel unnin störf í þágu
félagsins.
Þær Hvíl
( ii»ré>fyi»» )
Pétur sigraoi í fimmtarþra
KR hlaut flesta meistara.
í FYRRAKVÖLD var keppt! kring-lukástinu. énda þaúl-
í fjórum greinum, þ. e. 4x100 reyndur fjölþrautarmaður. og
m. og 4x400 boðhlaupi, 5000
m. hlaupi og fimmtarþraut.
Árrnann sigraði með yfirburð-
um í styttra boðhlaupinu, en
í því lengra var keppnin' afar-
hörð.milli Ármanns og KR. en
lauk þó með óruggum sigfi
Ármenninga. Ármann vann
báða bikarana, sem um var
képpt ti] fullrar eignar.
5000. m. hlaupið var ekki
eins skemmtilegt og við var
búizt fyrirfram, methafinn
Kristján Jóhannsson hafði
forystuna nærri allt hlaupið.
Kristleifur og Haukur fylgdu
fast á eftir, en þegar 300 m.
voru í mark tók Kristle'ifur
harðan endasprett, sem Kristj.
án réði ekki við. Tíminn var
sæmilegur.
Keppnin milli Péturs Rögn-
valdssonar og Björgvins Hólm
í fimmtarþraut var mjög
skemmtileg. Pétur tók forust-
una' eftir fyrstu grein, lang-
stökkið, en þar stökk hann
6,71, en Björgvin 6,59 m., sem
er hans bezti árangur í grein-
in'ni. Næsta grein var spjótkast
og þar náði Björgvin 16 stiga
forystu, hann kastaði 58,36, en
Pétur 55,98 m. 200 m. hlaug
var næsta grein og þar hlupu
Björgvin og Pétur hlið við hlið
alla beinu brautina og fengu
sama tíma 23,6 sek., en Bjög-
vin var sjónarmun á undan.
Nú var komið aðkringlukastinu
og þar var Björgvin fremur ó-
heppinn, því að hann gerði
fyrsta kast sitt, sem mun hafa
verið 38 til 39 m. ógilt. Hin tvö
voru léleg eða lengst 32,27 m.
Pétur var mjög öruggur í
kastaði 39,81 m.
Áður en síðasta grein hófst,
sem er 1500 m., var sýnt ao
Pétur myndi sigra og jafnvel
Kristleifur Guðbjörnsson
hafa möguleika á að bæta meí
sitt. Þrátt fyrir góðar tilaunir
tókst það ekki. Björgvin sigr-
aði.j 1500 m. hlaupinu á 4:47,2,
en Pétur hljóp á 4:48,9 mín.
Pétur sigraði því í fimmtar-
þrautinni og varð íslands-
meistari 1958. hlaut 2981 stig;
annar varð Björgvin Hólm meo
2807 stig, * sem er hans bezti
árangur í greininni.
KR hefur hlotið flesta fs-
landsmeistara í ár eða 13, em
ÍR og Ármann 5 hvort. Ennþá-
er eftir að keppa í 10 km.
hlaupi mótsins.
Fyrsfa drengjameistaramóf Reykjavíkur
STJÓRN FÍRR hefur tekið
ákvörðun um, að haldið skuli
Drengjameistaramót Reykjavík
ur dagana 31. júlí og 1. ág. n. k.
Þetta er í fyrsta sinn, sem
slíkt mót er haldið fyrir um-
dæmi FÍRR. Tilgangurinn er
fyrst og femst sá.. að örva efni-
lega og þróttmikla drengi til
þátttöku í hinufn hollu frjáls-
íþróttum. Verður reglugerðinni
fyrir mótið hagað þannig, að
sem mest þátttaka fáist. Þátt-
taka er heimil öllum drengjum,
sem verða 18 ára á árinu 1958
eða eru yngri.
Keppnisgreinar verða öll
venjuleg hlaup frá 100 m. til
1500 m. og 110 og 200 m.
grmdahlaup, köstin öll og
stökkin.
Sigurvegari í hverri grein
hlýtur sæmdarheitið „Drengja
meistari Reykjavíkur“ í þeirri
grein, sem hann sigrar í. Fyrstu
verðlaun verða meistarapen-
ingur FÍRR, 2.—6. maður hlýt.
ur að launum verðlaunaspjald,
sem á er letrað afrek hans og
í keppninni. Hver keppandi
má aðeins taka þátt í þremur
keppnisgreinum sama dag auk
boðhlaups. Reikna skal stig
af 6 fyrstu mörinum í hverri
grein, og hlýtur það félag, sem
flest stig vinnur, að launum
griþ þann, sem gefimn hefur
verið til kepphinnar af ráðinu.
Þá er fyrirhugað, að képpni'
fari fram um meistaratitilinn.
í 10 km. hlaupi Meistaramóts
Reykj.avíkur, en í því hlaupi
vetður keppt um forláta grip,.
tákr.rænan fvrir 10 þús. m.
hlaúpið, sem er langhlaupari
á hlaupi, greyptur í dökka
marmarablötu. sem fest er á
fótplötu úr svörtum marniara.
Gripurinn er gefinn af hinum
kunna íþrótfam'anni, Konráði
Gísl'asýni, sem nú rekur hina
þekktu sportvöruverzlun ,,Hell
as,“ Laugavegi 26, þar sem.
allar nauðsynjar til íþróttaiðk-
ana eru til sölu. Hann var um
lángt skeið útgefandi og á-
tayrgðarmaður íþróttablaðsins,
og er því öllum íþróttaunnend-
um að góðu kunnur. Verð-
laun verður að vinna 3 ár í
röð eða 5 sinum alls til að fá.
hann til fullrar eignar.
Stjórn FÍRR vi] nota þetta
tækifæri til að þakka af heilum
hug þann frábæra höfðings-
skap, sem Konráð hefur sýní.
málefnum íþróttanna, og þann
skilning, sem þar kemur fram
gagnvart hugsjónum þeirra, og
telur, að það sé mjög til fyrir-
myndar. Hún væntir þess og..
að árangurinn komi fram í
mikilli' þátttöku í þeim í-
þróttagreinum, sem keppt verð
úr L og þar verði mörg afrek
unnín.