Morgunblaðið - 14.11.1972, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.11.1972, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1972 Rabbað við Stefán Baldursson um leikhúsfræðinám, leiklistar- skóla og sýninguna á Fótataki Leikstjórinn og leikritið MEÐ frumsýningu íslenzka leik- ritsins Fótataks hjá Leikfélagi Reykjavíkur bættist íslenzku leikhúslifi nýr starfskraftur. Stefán Baldursson heitir hann, ungur maður og- tiltölulega ný- kominn heim frá leikhúsfræði- námi i Svíþjóð. Ekki svo að skiija að Stefán hafi verið með öilu óþekktur hér heima áður en hann Ieikstýrði Fótataki í Iðnó. Þvert á móti hefur hann verið harla athafnasamur á síðustu misserum og í fararbroddi ungs leikhúsfólks hérlendis. Hann hefur starfað með og leikstýrt leikhópum ungs fólks og áhuga- manna, þýtt leikrit fyrir leiksvið og útvarp, og annast leikhús- kynningar í útvarpi og sjón- varpi. Hins vegar er Fótatak eldskírn hans hjá atvinnuleik- húsi, og ber mönnum saman um að framlag hans til þeirrar sýn- ingar lofi góðu um framhaldið. Stefán hefur lengi haift áhuga á leikhúsi og leiklist, en ekki treystir hann sér til að tímasetja upphaf hans. „Kannski að áhug- inn hafi vaknað, þegar grimu- klædd ungmenni norður á Hjalt- eyri voru nærri búin að hræða úr mér líftóruna á öskudaginn i frumbemsku,“ segir Stefán, „eða þegar ég sá Gullna hliðið sjö ára og svaf ekki í viku á eftir. Ég gekk í gegnum þessa venjulagu byrjun flests leikhús- fólks — lék í skólasýningum og tók þátt í leikstarfi skáta, þar sem ég lék ýmist gamlar konur eða greiðvikna pilta. Þetta hélt manni við efnið til að byrja með. Nú, þegar ég var kominn í menntaskóla var ég orðinn nokk- uð ákveðinn í þvi að ieggja fyrir mig einhvers konar leikhúsfræði nám. Til að kynnast leiklistinni frá öllum hliðum fór ég um tima í leikliistarskóla Ævars Kvar- an, sem ieiddi síðan til þess að ég lenti í Hamletsýningunni í Þjóðieikhúsinu og horfði upp á him fræigu fjöldamorð þar 38 sinnum. Að loknu stúdemtsprófi lét ég skrá mig í fíluma og satfn- aði peningum í eitt ár áður en ég fór út í þetta leikhúsfræði- nám i Sviþjóð. Meðan ég var úti við nám kom ég alltaf heim á sumrirn til að vinna, og þanniig æxiaðist annað skiptið sem ég kom heim, að óg varð aðstoðar- Mkstjóri hjá Sveini Einarssyni, er hann setti upp Yvonne fyrir Leikfélagið. Síðan i einu slíku hléi vann ég svo að samningu og uppsetningu poppleiksins Óla með Litla leikfélaginu. Hvort tveggja var mér dýrmæt reynsla." Nám sitt stundaði Stefán við Stokkhólmsháskóla og lætur hann vel af vistinni þar. Sem aðalgreinar tók hann leikhús- og kvikmyndafræði. „Þessi leikhús- fræði er orðin nokkuð rótgróin hjá Svíum,“ sagði. Stefán, „en í henni felst svo að segja allt sem varðar leikhús og leikHst. Á hinn bóginn var kvikmyndafræð in alveg ný grein, og var ég í fyrsta hópnum sem lauk prófi í henni við skólann. Við höfðum Aðalfundur Félags einstæðra foreldra verður að Hallveigarstöðum fimmtudag 16. nóvember, kl. 21, stundvíslega. 1. Jóhanna Kristjónsdóttir, formaður FEF flytur ársskýrslu stjórnar. 2. Lesnir reikningar. 3. Lagabreytingar. 4. Skýrt frá undirbúningi byggingar- framkvæmda FEF. 5. Jólakortum félagsins dreift á fundinum. Arni Johnsen skemmtir og félagsmenn annast kaffisölu. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. Stefán nieð leikurum Fótataks að tjaldabaki skömmu fyrir sýningu. (Ljósm. Mbl. Kr. Ben.) yfirleitt ágæta kennara, til að mynda höfuðleikstjóra Svía þá Bergmann og Alf Sjöberg — þeir komu í tima til okkar og gagn- rýndu ýmsa þætti, sem við höfð um æft. Þó held ég, að ég hafi lært mest i ieikstjórn — ef hægt er að segja að maður læri lieik- stjórn — á æfingum á Dramat en. — Meðal annars fylgdist ég þar með Alf Sjöberg i þremur uppfærslum og ein þeirra var makalaust skemmtileg sýning á Túskildingsóperunni. Nú og kæmu einhver erlend stórmenni til Svíþjóðar, var tækifærið not- að og þeir fengnir til að koma til okkar, .þannig fengum við t.d. Arnold Wesker í eitt skiptið og einnig ýmsa kvikmyndaleik- stjóra, sem komu tiil landsins til að vera viðstaddir frumsýningu á myndum sínum, svo sem Francois Truiffaut og Arthur Penn. Já, það vantaði ekki að Sviþjóðardvölin væri lærdóms- rík, ég lærði þarna að borða bæði íslenzka síld og steiktar engi- sprettur úr dós!“ Stefán sneri heim frá námi sumarið 1971. Hann lauk námi um áramótin en strax að námi loknu fékk hann vinnu hjá sænska sjónvarpinu og var þar næstu fjóra mánuðina. „Þetta var geysilega lifandi starf. Ég stairfaði i erlendum fréttum og var dagl'ega i sambandi við 8 Evrópulönd. Ég hafði líka að- stöðu til þess að flakka milli deilda og gat þannig kynnzt leik- listardeiJdinni hjá þeim. Sú starf semi er á ýmsan hátt frábrugðin því sem við eigum að venjast hér heima. Svíar eru að miklu leyti horfnir frá stúdíóupptök- um, enda leikrit þeirra orðin svo mikið þess eðJis; þjóðfélagsádeil- ur sem þeir kjósa að taka í sínu rétta umhverfi til að gefa þeim raunsæjan svip.“ Eftir að heim kom fór Stefán að vinna hjá útvarpinu. Þar hafði hann oftaist unnið á frétta- stofunni í sumarleyfum sínum, en nú hefur hann fært siig um set innan þeirrar stofnunar og vinnur nú í leiklistardeildinni. Fyrstu verkefni hans í ieiklist- inni eftir heimkomuna voru hins vegar að setja upp Músagildru Agötu Christie með Leikfélagi Akureyrar („Þar eiga þeir orðið alveg stórgóða leikara") og um líkt leyti starfaði hann með hópi af ungu fólki sem kallaði sig Leikfrúmuna og hafði það mark mið að ýta á eftir því að hér yrði komið upp ríkisleiklisbar- síkóla. Með þeóm setti Stefán upp Sandkassamn, siem hann hafði þýtt fyrir Leikféliag Akur- eyrar og sýnt var nyrðra árið áð- ur. Stefán lét vel af samvinnunni við þetta uniga fólk og takmarki þeirra. „Þörfin á leiklistarskóla er hróplega brýn,“ segir hann. „Það skapast stór eyðia i leikara- stéttina ef ekki verður eitthvað gert á stumdinni. Hérlendis hef- ur aldrei verið rekinn leiklistar- skóli af alvöru; þetta hefuir að- eins verið viðleitni og misjafn- lega virðingarverð." En nú er timabært að venda okkar kvæði í kross og víkja að hinu eiginlega tilefni þessa spjalls við Stefán — leikstjóm hans á nýju leikriti Nínu Bjark- ar Árnadóttur, Fótataki. „Sveinn Einarsson leikhússtjóri bauð mér að setja upp þetta leikrit. Það var lesið saman í vor; við hitt- uimst 02 ræddum um það í nokkra daga en byrjuðuim svo af fuiHum krafti í hauist.“ — Hvernig er svo leikritið unnið og mótað á æfingum? „Það var mikil samvinna mil'li mín og Nínu og reyndar leikar- anna líka á æfingunum, þar sem hér var um nýtt leikrit að ræða. Við ræddum þetta fram og aft- ur með leikurunuim, og smávægi- legar textabreytingar verða allt- af, þegar farið er að vinna á svið inu. Nú, leikaramir lögðu ýmis- legt gott til málanna, en á milli þess hittumst við Nina og rædd- um um það sem fram kom — og hvað þyrfti að gera hverju sinni.“ „En hver er raunveruliegur þáttur leikstjórans í fullmótuðu leikriti á sviði — t. a. m. hvað hefur hann mikið að segja um gerð leikmynda?“ „Það er erfitt að skilgreina þetta,“ svarar Stefán. „Strax við lestur leikrits hlýtur leikstjórinn að fá ákveðna mynd af því og gera fljótlega upp við sig hvaða Iieið hann teiur heppilegasta til að koma leikritinu yfir til áhorf- enda. Hann verður að hafa nána samvinnu við ieikmynda- teiknarann, sem gerir ytri ramm ann um leikimn, því ekki má þetta tvennt stangast á, ef sýn- ingin á að fá á sig sannfærandi og heillegan stíl og yfirbragð." „Sýningin á Fótakaki hefur nokkuð óvenj ulegan inngang, þar eð allir leikaramir koma fram í upphafi og kynna persón- umar. Hver átti hugmyndina að þessu?" „Upphaflega var þetta nú mín hugmynd, en ég hvarf svo alveg frá henni. Þá vom það leikaram- ir sem tóku í taumama og vildu fá þennan inngang, svo að segja má að hann sé unnin af okkur öllum. Eftir á að hyggja held ég að þetta sé kostur — leikritsins vegna. í upphafi fá áhorfendur nokkra huigmynd og vitmeskju uim allar persónumar og þetta hefur i för með sér að bæði leik- arar og áhorfendur ganga svo- liitið öðru visi að verkinu en ef þetta hefði verið gert án kynn- imgar.“ Hvað var það í byrjun sem Stefáni gazt að við leikritið og boðskap þess? „Hið góða við boðskapinn í leikritinu," svaraði Stefán, „er hversu algiJdur hann er — það er hægt að yfirfæra hann á svo marga þætti mannlegna sam- skipta. Til dæmis hversu illa það bernur oft við umhverfið, þegar manneskja reymir að brjótast út úr því mynstri, sem umhverfið hefur ofið henni. Vafalaust má finna að leikritinu, en á hinn bóginn er það skýrt og hreint, og samtölin Mfandi — það liggur etkki fyrir öllum að skrifa lifandi og eðlileg samtöl." „En er ekki mikill mumur að vinna i atvinnuleikhúsi eða með áhuigahópum?“ „Nei, í rauninni ekki svo mik- ill,“ segir Stefán. „Auðvitað eru ýmsir kostir því samfiara að vinna við atvinnuleikhús og með atvinnufólki — allt skipulag og öll vinna er auðveldari. Hjá áhugafóllki og leikhúsum þess verða leikaramir hins vegar að gera allt — búa til leikmyndir, leggja til búninga og þar fram eftir götum. Það er miaunni ómet- anleg reynsla að hafa gengið í gegnum slíkt og ég get tekið poppleikinn Óla sem dæmi. Þar unnum við saman mjög náið í hálft ár; hittumst daglega, ræddum saman, sömdum og æfðum — reyndum að samræma okkur eins og frekást var unnt. Það er einmitt þetta sem maður saknar i atvinnulelkhúsinu — þar hafa enn ekki skapazt næg tækifæri fyrir leikhópa að semja eigin verk og samhæfa sig í einlægni i markvissri vinnu að verkefninu, sem alllr standa einhuga á bak við.“ Hvað tekur við að Fótataki loknu? Fær ungur leikstjóri nægileg tækifæri hjá leikhúsun- uim? Stefán segist ekki þurfa að kvarta. Hann verður áfram hjá leiklliistardeild útvarpsins og þar hefur hann ærinn starfa við að velja leikrit til flutnings. Og 9em Leikstjóri kveðst hann hafa ýmis verkefni í sigti. „Leikféiaigið hef- ur látið mig fá nýtt leikrit — Kertalog Jökuls Jakobssonar, annað af verðlaunaleikritunum. Eins vill Leikfélag Akureyrar fá miig norður til að setja upp fyrir sig nýtt íslenzkt leikrit — annað má ekki segja um það í biH. Og kannsiki er sitthvað fleira á döf- inni, sem ekki er tímabært að skýra frá.“ Þetta telur hann nægja í bráð. — BVS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.