Morgunblaðið - 05.12.1972, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.12.1972, Blaðsíða 2
34 MORGUiNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1972 Þá var ég einn nú erum við 60 Rætt við Guðmund Þ. Harðarson um sund og sundmál I síðustu viku voru úrslit- in í Norrænu sundkeppn- inni tilkynnt og kom þá í ljós að um yfirburðasigur ís lending-a var að ræða. Marg- ir menn lögðu hönd á plóg- inn við undirbúning og skipuiag þessarar keppni og einn þeirra var Guðmundur Þ. Harðarson, en hann var framkvæmdastjóri keppninn ar. Guðmundur hefur í nokk ur ár fengizt við þjálfun sundfólks og náð umtals verðum árangri með sitt fólk. Xil að mynda þá hefur Ægir borið sigur úr býtum á ungl- ingameistaramótinu frá 1966, en Guðmundur er ein- mitt þjálfari Ægis. Við rædd um við Guðmund í síðustu viku um sund og sundmál á Islandi og fer það viðtal hér á eftir. NÆB DAUÐA EN I.ÍFI — Hvað varstu gamall þeg ar þú fórst að æfa sund Guðmundur? — Ég var 7 ára þegar ég lærði að synda, en 9 ára þeg- ar ég hóf að æfa með Ægi. 1957 keppi ég i fyrsta skipti á sundmóti, þá 11 ára gam- all. Það var í 50 metra skrið sundi, tíminn var 38.8 og ég var nær dauða en lifi þegar ég kom að bakkanum, saup svo á í síðasta takinu. Þó hélt maður áfram að synda og smátt og smátt batnaði ár angurinn. Ég hélt skrá yfir allar þær æfingar, sem ég sótti, hvað ég synti mikið á hverri æfingu og hverjir tím amir voru í það og það skipt ið. Ég hef mér til gamans, í seinni tíð verið að fletta upp í þessum bókum og athugað framfarir og svoleiðis. TVÖ ÍSLANDSMET — Settir þú einhver Is- landsmet á þínum sundferli? — Þau voru nú ekki mörg, þó setti ég árið 1967 tvö met. Hið fyrra í 200 metra skrið- sundi synti á 2.08.0, Guð- mundur Gíslason átti eldra metið 2.08.6. Seinna met- ið var svo í 1500 metra skrið sundi 19.09.9, eldra metið var 19.12.6. LANDSKEPPNI VID ÍBA — Er eitthvað sér- stakt sund þér sérstaklega eftirminnilegt? — Varla neitt sérstakt sund, nema þá mitt fyrsta keppnissund. En landskeppn in við íra 1968 í Irlandi er mér mjög ofarlega í huga. Ég var þá nýkominn heim frá Ameríku og keppti í 400 m fjórsundi, 200 metra bak sundi og báðum boðsundun- um. Þetta var í fyrsta skipti sem við tókum þátt í lands- keppni með tveimur mönnum í hverri grein og við unn- um með 11 stigum. Við viss- um ekkert um getu Iranna fyrirfram, en sigurinn var okkur sannarlega kærkom- inn. ÞJÁLFUN SUNDFÓLKS — Hvenær snýrðu þér að þjálfun sundfólks? — Ég byrjiaðii að þjálifa hjá Ægi veturinn 1964, en þó æfði ég sjálfur af krafti og því var ekki nein alvara í þjálfuninni. Haustið 1964 fór ég á íþróttakennaraskólann á Laugarvatni og var þá ákveðinn í því að læra meira í sambandi við sund- þjálfun, að loknu námi á Laugarvatni. Ég man það, að ein spurningin á inntökupróf inu inn í íþróttaskólann var um það hvað ég hygðist gera að loknu námi þar. Ég svar- aði henni á þá leið að ég ætl- aði að læra meira á þessu sviði. — Eítir námið á Laugar- Myndin er tekin á Ægisæfingu árið 1969, Guðnmmdur krýpur á bakkanum, en í lauginni má meðal annars sjá Helgu Gunnarsdóttur, Finn Garðarsson, Vilborgu Júlíusdóttur og Ingibjörgu Haraldsdóttur. Guðmundur Gíslason og nafni hans Harðarson ræða um tima þess síðarnefnda. Guðmundur Gíslason tók ekki þátt í keppn- inni að þessu sinni, hann vár tímavörður á braut Guðmundar Harðarsonar og tók því mettímann, en átti sjálfur eldra metið. vatni fór ég að kenna sund og kenndi í sundlaug Vest- urbæjar og þar náði ég i þann kjarna, sem hefur ver- ið uppistaðan i sundliði Ægis. Sumarið 1966 hélt ég til Bandaríkjanna til að kynna mér það nýjasta í sambandi við sundþjálfun. Þá kynntist ég ameriskum sundþjálf- ara að nafni Don Gambrill, sá vildi allt fyrir mig gera. Hann bauð mér að koma til Bandarikjanna og læra meira. DON GAMBBILL — Þessi Gambrill var sér- staklega greiðasamur náungi, hanin hefur ef til vill haldið að ég gæti eitthvað og vilj- að fá mig í skólalið sitt! Ég fór svo út til Bandaríkjanna og dvaldist á Long Beach í Kaliforníu frá því í ágúst 1967 og fram í júní árið eft- ir. Gambrill var einn af þeim sem þjálfaði sundlið Banda- ríkjanna fyrir Olympíuleik- ana í Mexico 1968 og svo aftur fyrir Múnchenleikana í sumar. Það var ómetanieg reynsla að fylgjast með og taka þátt i æfingum þessa fóliks. Meðad þeirra sem ég æfði með þarna úti má nefna Patty Caretto, en hún setti heimsmet í 400, 800 og 1500 metra skriðsundi og Zag Zorn en hann var heimsmet- hafi í 100 metra skriðsundi. NÝB HEIMUB — Breyttust ekki viðhorf þin til sundþjálfunar við það að fylgjajst með þessu fólki? — Jú, blessaður vertu, það opnaðist algjörlega nýr heim ur fyrir mér þarna úti, á öll- um sviðum sundíþróttarinn- ar. Það var sama hvort þaö var í sambandi við tækni, æf ingafjölda, æfingaálag eða skipulag. Þó fannsf mér við vera sérstaklega langt á eft ir, hvað viðkom æfingamagni og sldpulagi. Þegar ég fór utan til Bandaríkjanna þótti það afbragð ef maður synti 4 km á dag og það á tveim- ur æfingum. Á æfingunum hjá Gambrill var aldrei synt undir fjórum kílómetruim á hverri einustu æfingu. BETBI ÁBANGUB — Stundaðir þú nám með þessum æfingum? Hansi í fullu fjöri Hansi Schmidt er kominn á kreik. Eftir keppnisbann sem hann var settur í í fyrravet- nr og átti að vera ævilangt var hann tekinn i sátt hjá þýzka handknattleikssam- bandinu og lék á dögunum sinn fyrsta landsieik eftir bannið gegn Dönum, þar sem hann var jafn atkvæðamik- ill og oftast áður, enda liafði Hansi gætt þess dyggilega meðan hann var í keppnis- banninu að lialda sér í góðu formi. Handknattleikur Hansi Scmidt er nú þrí- tugur að aldri, og hefur cand. mag. gráðu. Hann er fæddur í Rúmeníu, en þegair rúm- enska handknattleikslaindslið ið var á ferð í V-Þýzkaiandi fyrir átta áruim, stakk Hansi af, enda búið að bjóða hcm- um gúll og græna skóga, ef hantn vildi setjast að i Þýzka landi. Fljótlega kom þó í Ijós að böggull fylgdi skiammrifi. Hansi er mjög geðrikur og eiinþykkur, og lenti oft í deil- um við yfirstjóm handknatt- leiksimáila í Þýzflcalandi. Há- marki náðu þær deilur í fyrra, er Hamsi nei’taði að spila með landsliðmu. ef Her- bert Lúbkimg yrði i því. Þá famnst handkna'tt'leikssaim- bandiwu nóg komið og sebti Hansa í bann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.