Morgunblaðið - 05.12.1972, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.12.1972, Blaðsíða 5
36 MORGLTNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1972 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1972 37 Leikkerf i Fram gekk upp og sigur vannst íslandsmeistararnir náðu fljótlega afgerandi forystu í leik sínum við Hauka og sigruðu 23:19 Karl Benefliktsson liandknatt leiksþ.jálfari hafði bæði ástæðn til þess að {fleðjast ogf sýta á Kunmidagskvöldið. I»á vann ann að lið hans — hitt tapaði. IJðin tvö sem Karl þjálfar ern Fram og; Haukar, og: eins ogr fyr- irfram var biiizt við voru það Islandsmeistararnir sem gfengfii með sigur af hólmi 23:19, eftir að hafa náð yfirburðastöðu 14:7 i hálfleik. Þeg:ar svo var komið varð einhverjum að orði að nú ætti Karl að færa sig; á bekk- inn hjá Haukunum og: gefa þeim góð ráð. En Karl sat sem fast- ast hjá Frömuruniim, og það var ekki fyrr en líða tók á sið- ari hálfleikinn sem Haukarnir fundu loks svar við Fram „tak- tikinni“ sem miðaði greinilega öll að því að snúa á vinstri bak- vörð Haukanna og þessi „tak- tik“ heppnaðist vel í leiknum — það var hún sem færði Fram sig ur, ásamt góðri stjórn fyrirliða liðsins, Ingólfs Óskarssonar, sem nú er kominn í sitt „gamla og gi'iða" form. Fráleitt verður þessa leiks lengi minnzt fyrir þann hand- knattleik sem liðin buðu upp á. Hann var ekki mikiis hróss verð ur, og bæði geta þau og hafa gert miklu betur. Hvort það hef ur verið Karl sem lagði á ráðin, eða einhver annar þá virtist svo sem Framliðið kynni vel á Hauk ana og lék liðið ailan tímann þá vöm sem greinilega heppnaðist bezt. Komið var vel út á móti hættulegustu mönnum Hauk- anna, og þeim sjaldan gefið ráð- rúm til þess að byggja upp, eins og þeir gera oftast. Þannig fékk Þórður t. d. a.Idrei svigrúm i Jeiknum, O'g Ótefur. sem var beztur Haukanna átti oft í erf- iðleikum. Þessi varnarleikur Fram varð til þess að horna- menn Haukia fen.gu fríari sjó, en það tókst ekki að nýta sem skyldii. Þó átti hinn mjög svo efnilegi Svavar Geirsson marga möguleika í leiknum, og stund- um fannst manni dómararnir sjá um of í gegnum fingur við Fram arana er þeir voru að brjóta á Svavari á síðustu stundu. Hætt er við að einhverjir hefðu dæmt vítaköst á brot þau sem gáfu að eins aukaköst i þessum leik. HÚSBÓNDI A SÍNU HEIMIEI Sem fyrr segir var það Ing- ólfur Óskarsson sem var greini- lega potturinn og pannan í öllu spili Framliðsins, auk þess sem hann skoraði sjálfur mörk með langskotum, rétt til þess að sanna að hann getur það auð- veldlega ennþá. Ekkert íslenzkt lið byggir eins mikið upp á ..taktik" og Framliðið, og virðist hún vera síbreytileg, eins og hún þarf raunar að vera. Senni- lega hafa fáir leikmenn jafn- mikla reynslu i þannig handknattleik og Ingólfur, enda var hann húsbóndi á sínu heim- ili í þessum leik og sá til þess að ekki væri lagt í neina tví- sýnu meðan leikurinn var enn jafn. Og ungu ménnirnir í Fram- liðinu eru greinilega vaxandi, sérstaklega þeir bræður Guð- mundur og Sveinn. Með meiri leikreynslu verða þeir hand- knattleiksmenn í fremstu röð, og hið sama má raunar segja um Andrés Bridde. Það sem þessa pilta virðist helzt skorta er auk inn líkamsstyrkur. HAUKARNIR SEINIR AÐ Atta SIG Haukarnir voru furðu seinir að átta sig á leikkerfi Framar- anna og finna viðeigandi svör við því. Mörg mörk fengu þeir á sig, er vinstri bakvörð- ur þeirra stóð skyndilega í bar- áttu við tvo Framara, en vitan- lega mátti hann sín einskis í þeirra baráttu. Það var ekki fyrr en undir lok'n að sett var undir lekann, og þá fóru Haukarnir að saxa á hið mikla forskot sem Fram var búið að ná. Þá var Stefáni Jónssyni hald- ið of lengi inn á vellinum. Fljót- lega varð séð að hann var ekki í essinu sínu og reyndi sjald- an þau gegnumbrot sem hann hefur svo oft reynt með góðum árangri. inn var sendur beint til and- stæðings. Þessi hlið leiksins varð þó ekki áberandi fyrr en Fram var búið að ná afgerandi forystu. Meðan barátta var í leiknum, fyrsta stundarfjórðung inn, heyrðu siilík mistök til und- antekninga bæði liðin reyndu að leika af öryggi. í STUTTU MAlI: Islandsmótið 1. deild. íþróttahúsið í Hafnarfirði 3. desember: ÚRSLIT: Haukar — Fram 19:23 (7:14) Brottvísun af velli: Engin. Misheppnað vítakast: Ekkert. Þórður Sigurðsson (nr. 4) og Sigurður Jóakimsson (nr. 5) eiga í liöggi við fvrirliða Fram, Ingólf Óskarsson. Sem fyrr segir var það Ólaf- ur Ólafsson sem var beztur í Haukaliðinu í þessum leik, og átti faliegai' sendingar inn á línu, jafnvel þótt Framararnir reyndu að stöðva þær í tíma. Björgvin Björgvinsson skorar eitt mark'a sinna i leik Fram og Hnuka, ónAkvæmni 1 leik þessum bar töluvert mikið á ónákvæmnii, og hvað eftir aimniaö töpuðu liðin boltanum með röraguim sendingum. Nokkur hraðaupphlaup runnu einnig út í sandinn á þann hátt, að bolt- LIÐ HAUKA: Sigurgeir Sigurðsson 2, Þórður Sigurðsson 2, Sigurður Jóakimsson 2, Stefán .lónsson l, Giiðniiindur Har- aldsson 2, Elías .lónasson I, Sturla Haraldsson 2, Sigurgeir Marteinsson 1, Ólafur Ólafsson 3, Frosti Sænnmdsson 1, Svavar Geirsson 2, Gtinnar Einarsson 1. LIÐ FRAM: Guðjón Erlendsson 2, Sigurður Einarsson 1, Andrés Bridde 2, Sigurbergur Sigsteinsson 2, Pétur .lóhanns- son 1, Ingólfur Óskarsson 3, Giiðniundur Þorbjörnsson 1, Sveinn Sveinsson 2, Guðniiindur Sveinsson 2, Björgvin Björg- vinsson 3. GANGUR LEIKSINS: Mín. llaukar Fram 1. GuÖimindur 1:0 3. 1:1 Björgvin 3. 1:2 Iiifíóhur 4. 6. Ólnfur (v) 1:3 2:3 Siffurbergrur 7. Svavar 3:3 9. í). Svavar 3:4 4:4 (iuðmundur 10. 4:5 Andrés 11. Ólafur 5:5 12. 5:6 Björffvin 14. 5:7 Siffurbergur 15. 5:8 Inffölfur 17. Þðrður 6:8 18. 6:9 Audrés 18. Sturla 7:9 30. 7:10 GuÖmundiir 22. 7:11 Sveinn 25. 7:12 Iiiffólfur 27. 7:13 Sveinn 27. 7:14 Iiiffólfur nAl.ri.EiKim 33. 7:15 Björgvin 34. Svavar 8:15 35. 8:16 Iiiffólfur 36. Stefán 9:16 38. 9:17 Inffólfur 10. Siffurður 10:17 40. 10:18 Siffurður 11. I»óróur 11:18 13. Sigiirffeir 12:18 46. 18:19 Ingólfur 46. Siffuróur 13:19 48. 13:20 Iiiffólfur (v) 48. 13:21 (iuóniuiidur 50. Ólafur ( V ) 14:21 50. Elías 15:21 54. Ólafur ( V ) 16:21 55. 16:22 Björg vin 56. Elías 17:22 57. I»órður 18:22 59. Olafur (v) 19:22 60. 19:23 Pétur Dómarar: Þorvarður Björns- son og Einar Hjartarson. Einar dæmdi vel, en Þorvarður hefði þurft að vera röggsamari. Allt- of mörg brot fóru framhjá hon- um. itjl. Þarna myndaðist engin smáræð sglompa í FH-vörnina, og hinn snjalli linumaður Ármanns, Vilberg Sigtryggsson svífur inn i teiginn og skorar. STAÐAN FH 4 4 0 0 73:67 8 Valur 3 2 0 1 65:49 4 IR 3 2 0 1 57:47 4 Fram 3 2 0 1 57:50 4 Haukar 3 1 0 2 55:55 2 Víkingur - 2 1 0 1 36:42 2 KR 3 0 0 3 44:57 0 Ármann 3 0 0 3 42:62 0 Geh'. Hallsteinsson. } MARKHÆSTU MENN Geir Hallsteinsson FH 30. Bergur Guðnason Val 21. Haukur Ottesen KR 17. Ingólfur Óskarsson Fram 17. Brynjóifur Markússon IR 16. Ólafur Ólafsson Haukum 15. Vilberg Sigtryggss. Ármanni 13. Vilhjálmur Sigurgeirsson ÍR 12. ÞEIR HAFA VARIÐ FLEST VlTAKÖST Geir Thorsteinsson lR 4. Hjalti Einarsson FH 3. Ivar Gissurarson KR 3. Ólafur Benediktsson Val 2. Rósmundur Jónsson Víking 2. Gunnar Einarsson Haukum 2. ÍSLANDSMÓTIÐ 1. DEILD Sigur á bláþræði FH sigraði Ármann 20:19, en Ármenningar voru 1 hraða- upphlaupi er tíminn rann út Einhver óskiljanlegur drimgi var yfir F'H-liðinu á sunnudags kvöldið er það mætti nýliðunum í 1. deild, Ármenningiun, á lieimavelli sínum í Hafnarfirði. Drungi þessi smitaði frá sér, og hinir fjölmörgu áhrofendur sem sjaldan láta sig vanta til þess að hvetja sitt lið í Haínarfirði, létu svo lítið til sín heyra að slíkt er með fádæmuiti- Og heimaliðið, >'11, mátti þakka fyr- ir sigur í leiknum. Ármenning- ar fengu tækifæri tii að jafna og voru í hraðaiipphlaupi er flauta tímavararins gall við. Það hefur oft verið sagt að þegar Geir Hallsteinsson á ekki stjörnuleik, þá sé FH-Iiðið ekki mikið fyrirferðar. Að þessu sinni var Geir í allra daiifasta lagi og virtist það smita út frá sér. Hann skoraði reyndar 7 mörk í leiknum, sem út af fyrir sig er vel af sér vikið — en samt — Geir var ekki upp á sitt bezta, enda engin von til þess að hann eigi alltaf franuirskar- andi leik. Ef ókunnugur maður hefði horft á þennan leik og átt að segja tiil um hvort li.ðið væri nýtt í deildinni og hvort væri iiklegra til að berjaist um Islands mei st arati tilinn, hefði honum senniillega vafizt tunga um tönin. Það var enginn mei.stara- bragur á FH í þessum leik, en það virðist vera þarnntig með FH fli'ðið að nái það eiklki afger- andi forystu þegair i upphafi á móti þeim liðum sem eru lakai-i en það, þá lendir það í himiuim mesta barninigi. Að þessn sthmi karm svo að vera að FH-ingair hafi hreinlega vanmetið Ár- menninga, en á s'liku er alitaf hætta, jáfnvel þótt leikmenn telji sér trú utm það fyriirfram að þeir beri fuMa virðingu fyr- ir andstæðingnum. ÁRMANNSI.IÐIÐ I FRAMFÖR Úrslit þessa leiks ætti að geta gefið Ármienndtngum það sjádfs- traust sem þá vantar greiniiega. Þau sýna Mðiinu það, að það get ur staðið i hvaða liði seim er, og jafnvel sigrað. Mestu muinaði fyrir liðið að Hörður Kristiinis- son gerði núnia tilraunir til þess að skjóta, en hann hefur verið ákaflega tregur til þess að und- anfönnu. Og geta má þess að Skotanýting Harðar í leiknum var með ágætum. Þrátt fyrir tvö misheppnuð vítaköst, sem réðu úrslitum í Ieiknum, var •samt Vilberg Sigtryggsson lang bezti maður Ánmannsliðsins, og raunar eini leikmaðutrinn seim stóð upp úr meðaiimenntskutnni í leik þessum. Vilberg skoraði 6 mörk í lei'knum, en fremur er fátítt að línumaður skitli svo góðri uppskeru, sérstaklega þeg ar hann á í höggi við eitns Isterka vörn og FH-vörnin á að vera. Vilberg sýnir af sér miitkinn dugnað og útsjónarsemi og er einnig góður varnarleik- maður. EITTHVAÐ AÐ H.IÁ FH Erfitt er að gera sér grein fyrir því hvað hrjáir FH-liðið um þessar muindir, en vist er að það hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit, það sem af er mót- inu. Þvi brá raunar fyrir bæði í leik liðsins við IR og eins á móti Fram, en það er eins og eimhvern meisita skorti til þess að tendra bálið. FH-inigar leggja greinitlega áherzlu á að ná upp hraðanum hjá sér, og vel má vera að það sé eimmitt þetta atriði sem stendur í veg- inum fyrir betri árangri. Það kemur neftnilega ekki nógu mik- ið út úr hinu hraða og létta spili liðsinis, en þegar liðið verð ur búið að ná fullu valdi á hrað anum að nýju og flétta einhverj ar ieikbrellur intn í bann, þá ve-rður það erfitt viðureigmar, þar sem ekki skortir á að það hafi yfir nógu góðuim einstakl- ingum að ráða. LIÐ FH: Birgir Björnsson 2, Viðar Simonarson 2, Gils Stefáns- son 1, Árni Guðjónsson 1, Auðunn Óskarsson 2, Jón Gestur Viggósson 1, Geir Hallsteinsson 2, Örn Sigurðsson 2, Magnús Ölafsson 1, Gunnar Einarsson 2, Hörður Sigmarsson 1, Birgir Finnliogason 2. LIÐ ÁRMANNS: Ragnar Gunnarsson 2, Olfert Naaby 1, Jón Ástvaldsson 1, Björn Jóhannsson 2, Ragnar Jónsson I, VII- berg Sigtryggsson 3, Jens Jensson 1, Jón Hermannsson 1, Hörður Kristinsson 2, Þorsteinn Ingólfsson 1, Skafti Halidórs- son 1, Kristján Ingólfsson 1. JAFNT — EN EKKI SPENNANDI Leikur FH og Ármanns var allain tímann mjög jafn, ein náði því aldrei verða spenmatndi. Kann að vera að orsökin til þess hafi legið í þvi að maður trúði því aldrei að FH gæti tap að stigi í þessuim lieik. Mesti munuriinn á liðunum voru þrjú mörk og kom sú staða fjór'um simnuim upp. Einu sitnni voru Ár menniimgar þremur yfir og FH- imgar þrisvar sinnum, síðast er staðan var 17:14 og 14. mínútur voru tit leiksiloka. Þá átti mað- ur von á því að FH-ingar mýndu loks taka afgeramdi for- ystu, en Ármemningar léku af skyntsemi og gáfu ekkert eftir. Þegar skammt var til leiksloka var einum Ármenmingi visað af veili og var það nokkuð órétt- látur dómur, þar sem hann átti ekki upptökin að átökum sem urðu milli hans og FH-imgs. FH tókst hins vegar ekki að nýta það að þeir voru einuim fleiri á vellinum, og þegar lokaminúta leiksitns hófst var aðeins eirns marks munur 20:19, Þá náðu Framhald á bls. 39 ÞEIM HEFUR OFTAST VERIÐ VÍSAÐ AF LEIKVELLI Vilberg Sigtryggssyni Ármarmi í 4 mínútur. Ólafi H. Jomssyni, Val, 4 mín, Auðumi Óskarssyni, FH, 4 mín. Þeir hafa hlotið flest stig í einkunnagjöf Mbl. (leikjafjöldi i svigum). Geir Hallsteinsson FH 12(4) Hjalti Einarsson FH 10 (3) Bergur Guðnason 10 (3) Auðunn Öskarsson 10 (4) Gunnar Einarsson FH 10 (4) Brvnjólfur Markússon ÍR ( (3) Geir Thorsteinsson IR ( (3) Ingólfur Óskarsson Fram 8 (3) Ólafur Ólafsson Haukum 8 (3) Þórður Sigurðss. Haukum 8 (3) Dóniararnir Magnús V. Pétnrsson og Eysteinn Guðmundsson bera saman bækur sínar. Svo virt- ist sem Magnús ætlaði að vísa Vilberg (nr. 6) út af, en Eysteinn inildaði dóminn. Ragnar Gtinn- arsson, Ragnar Jónsson, Hörður Kristinsson og Björn Jóhannesson fylgjast með, en Olfert Naa- by, fyrirlsði Ármanns ræðir við dómarana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.