Alþýðublaðið - 03.08.1958, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.08.1958, Blaðsíða 4
AlþýUub1a 8 i 8 Sunnudag'ar 3. ágúst 1958 Kirkjuþáttur: Guðspjall dagsins: (Lúk. 16,1—13). \ \ V s s V s s s Erfitt guðspjall Ðæmisagan um rangláta ráðsmannmn er saga um út- smoginn fjárglæframann, — svindilbraskara, svikara og stórþjóf, sem lítið virðist hafa til síns ágætís. Það er engin furða, þótt menn hafi spurt sjálfa sig í fullri ein- Iægni, hvernig í ósköpunum Jesús Kristur hafi látið sér detta í hug að gera þennan peyja að dæmi til lærdóms fyrir lærisveina sína. — En hvað um það. Þetta er ekki eina skiptið, sem Jesús geng- ur fram af oss m’eð hispurs- leysi sínu. Sjó^þurð. Atvikið, sem dæmisagan fjallar um, hefir að öllum lík indum gerzt. Ef blöð hefðu vérið gefin út í Jerúsalem á Krists dögum, er ekki ósenni legt, að sagt hefði verið frá því með feitletruðum fyrir- sögnum, og ekki dregið úr hneykslinu. — Maður hefir uhdir höndum eignir annars manns, sem auðsjáanlega hef ir rerið stóreignamaður, og nú berst eigandanum til eyrna, að ekki sé sem ráð- vandlegast farið með eigur hans. Hann hefir engin um- svif. Reikningana á borðið, og svo ferð þú þína leið. — En ráðsmaðurinn deyr ekki ráðalaus. Útlitið er svart, en eitthvað verður til bragðs að taka. Þetta er auðsjáanlega maður, sem orðinn er afvan- ur líkamlegri vinnu, og ,,megnar ekki að grafa“. Kannske hefir hann aldrei snert á reku eða öðrum slík- iim verkfærum. Og ekki er það notaleg tilhugsun, að biðja ölmusu. Einhversstaðar verður hann þó að fá hjálp. þegar hann missir atvinnuna. Aflað vina. Vinalaus getur hann ekki staðið úppi, og auðvitað er auðveldast að afla þeirra með því að gera eitthvað fyrir þá að fyrra bragði. Og hann fer til viðskiptavinanna, Heiðar- leikinn er þeim ekki fjötur um fót, fremur en honum sjálfum. Einn skuldiar 100 Ijvartil af olíu, og sleppur með að borga helminginn. Annar skuldar 100 tunnur hveitis og sleppur með að greiða 80%. — Bærilegur af- sláttur það. — Til þess að dylja „svindlið“, eru reikn- ingarnir falsaðir. — Með þessu er núkið unnið. Nú standa þessir menn í þakklæt isskuld við hann, og ei*u vísir til að veita honum atvinnu. Að öðrum feosti kynni hann líká að koma upp um, að þeir hefðu borgað of lítið. Að hiiiu leytinu er hann búinn að stinga upp í þá, ef þeim dytti í hug að vitna gegn'honum. Tvírætt orðalag í ísl. Biþlíunni- stendur, að „húsbóndinn“ ' háfi hrósað rangláta ráðsmanninum. Einn þrjóturinn dáðist að öðrum. „Þarna lék hann þokkalega á mig“, hefir hann kannske hugsað, „en kænn er hann það má hann eiga“. En frumtext- inn er tvíræður. Gríska orð- ið, sem þýtt er með „Hús- bóndinn,“ getur líka þýtt „Drottinn“, og ef svo er í þessu sambandi, segir guð- spjallamaðurinn berum orð- um, að Jesús sjálfur hafi fund ið eitthvað hrósvert í fari hins svikula braskara. Má þá segja, að engum sé alls varn- að. En hvað hefir þá Jesús séð lærdómsríkt við þennarí mann? Hann er hygginn. Hvað sem um rangláta ráðs manninn má segja, er hann skynsamur maður og raun- hæfur á sína vísu. Hann at- hugar í tíma, hvað sér megi verða fyrir beztu, og gerir sér fulla grein fyrir þvi, að hann verður að hverfa frá ráðsmennsku þeirra auðæfa, er hann hafði haft undir höndum. — Hann áttar sig einnig á því, að meðferð þess ara fjármuna muni ráða miklu um það, hver framtíð bíður hans. — Hann er með öðrum orðum vakandi yfir velferð sinni, þó að hugmynd ir hans um rétt og rangt séu hins vegar allfjarri sanni. — Hann lætur sér ekki á sama standa, hvorki um líðandi stund né það, er við tekur. Eru kristnir menn jafn-vrak- andi? Ráðsmenn yfir niammoní. Hér á jörðinni hefur þú hinn rangláta mammon und- ir höndum, peninga og fjármuni. — Mikið eða Ht- ið eftir atvikum. Þú þykist eiga þetta en í raun og veru ertu aðeins ráðsmaður, sem einhverntíma verður að yfir- gefa jarðneska fjármuni, og fara jafn-„nakinn“ útúr heim inum og þú komst inn í hann. Þú koma skuldaskilin við þann er þér þar að þjóna. Hvernig ráðsmaður hefir þú verið? Hin sanna au^Iegð. Hin sanna auðlegð hvers manns er það, sem hann á í sjáJfum sér, Hvernig hefir farið um sjálfan þig, sál þína hjarta þitt í „viðureign“ þinni við þína kynslóð? — Hefir þú fallið fyrir þeirri freist- Bíllinn | | H i v Garðastræti 6 — Sími 18-8-33 Til söíu Wyllis jeppi 1957 eða í skiptum fyrir Ford ‘55 eða Chevrolet ’55. Bíllinn Garðastræti, 6 — Fyrir ofan skóþúðina — Sími 18-8-33 jl 11 íngu. að verða svikull, ótrúr, miskunnarlaus og óheiðarleg- ur, eins og hirtn rangláti ráðs maður, eða hefir þú vaxið svo af viðskiptum þínum víð heiminn, að óhætt sé að trúa þér fyrir sannri auðlegð? „Gjörið yður vini“. Rangláti ráðsmaðurinn afl aði sér vina — með sinni að- ferð. Til þeirra ætlaði hann að fara, er hann hyrfi frá ráðsmennskunni. Jesús kennir að oss sé ætlað að fara — eftir dauðann — inn í hinar „eilífu tjaldbúðir“, er hann nefnir svo. — Mætum vér þar vinum? Eða höfum vér breytt þannig við mennina, að vér kvíðum fyrir að sjá þá aftur eftir dauðann, þegar allt ligg ur opið fyrir í viðskiptum vor um við þá meðan vér lifum á jörðinni? Eða eigum vér þann heiðarleika, falsleysi og trúmennsku, að vér getum kunnað við oss í því samfélagi sem Jesús Kristur vill veita oss? —Eigum vér það hjarta- lag og það hugarfar, sem lað- ar oss að honum eða hrindir oss frá honum? Meðal allra þeirra vina, sem vér eigum von á að mæta í hinum eilífu tjaldbúðum, er hann hinn bezti og dýrðlegasti. Jesús var mjög „veraldlegur“ Hann áleit ekki jarðneska fjársjóði lítils virði. Hann mat þá meira að segja svo mikils, að hann taldi meðferð þeirra geta átt sinn þátt i andlegri velferð manna. Þeg- ar vér lítum í verzlunarbæk- ur, bankabækur, skattskýrsl- ur og annað þess háttar, hugs um vér oftast um peninga- legan hagnað og gróða, en hann spyr, hvernig manns- sálin sjálf verði úti í þessum viðskiptum. Hefir maðurinn reynzt trúr? Hefir hann þjónað Guði í viðskiptum sínum við mennina ? Og auð- vitað á hann hér ekki við svonefnda auðkýfinga eina saman, því að hver einasti maður fjallar um einhver jarðnesk verðmæti. Þú selyr að minnsta kosti vinnu þína og kaupir daglegar nauðsynj- ar. Enginn getur mútað Guði. Það liggur við, að jafnvel kristnir menn hafi stundum skilið kenningu meistarans þannig, að með heiðarleik í viðskiptum eða trúmennsku í starfi séum vér að múta Guði, eða að minnsta kosti að leggia inn hjá honum sæmilega upphæð, sem ávöxt- uð sé á himneskum banka. Það er varasamt að treysta slíku. Jesús kenndialdreineitt þvílíkt. Það er ekki hægt að spekúlera með sáluhjálp sína. Hitt er annað, að heiðar. leiki, trúmennska og samvizkusemi, einnig í fjár- málum, er vitnisburður um það hjartalag og hugarfar, sem ráðsmönnum yfir eign- um Guðs er eiginlegt, svo sannarlega sem þeir eru hræsnislausir og einlægir í gerðum sínum. Og hin ver- aldlegu viðskipti við mennina á jörðinni eru því eins konar prófsteinn á það, hvort vér viljum vera sannir þjónar Guðs. í sannleika talað stöndumst vér prófið aldrei svo vel, að vér þurfum eigi að treysta meira á náð Guðs en vora eigin verðleika í þjón- ustunni — og erum nær því að vera í sjporum hins rang- láta ráðsmanns, en vér vilj- um viðurkenna með sjálfum oss. f f (Jakob Jónsson:,: ,.. ' og Garðaprestarnir VERIÐ er að koma upp Prestbakka á, Síðu). Séra Pétur byggðasafni fvrir Akranes og Stephensen (bróður séra Hann nærsveitir, nánar tiltekið 'esar Stephensen, er áður get- byggðina sunnan Skarðsheiðár. Safnið verður að öðrum hluta ur). Séra Stefán Stephensen (sterkl. síðar prestur á Mos- sjóminjasafn. Hefur byggða- felli í Grímsnesi). Séra Jón safninu verið valinn staður í Benediktsson (fyrrnefndur, er Görðum, gamla prestssetrinu, byggði Garðahúsið, síðar í þar sem sóknarprestar á Akra- nesi bjuggu hver aí öðrum í aldaraðir, til ársins 1886. Þar er gamalt steinhús.. all- stór bygging, elzta steinsteypt hús í landinu, reist af síðasta sóknarprestinum, er sat í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, föður Helga bónda í Stóra- Botni í Hvalfirði, afa Jóns blaðamanns Helgasonar). Séra Jón Sveinsson (er síðast þjón- aði í Garðakirkju, föður Mar- grétar konu Níelsar Krist- Görðum, séra Jóni Benedjkts-j mannssonar á Akranesi og sjmi. Húsið hefur verið lagað , þeirra systkina). inni með tilliti til byggðasafns ins og er hin æskilegasta geymsla fyrir það. í vissum tengslum við safn þetta er turnbygging, 16 m. Ennfremur er minningu séra Þorsteins Briem ætlaður staður í hinum nýreista helgi- dómi í Görðum, þar eð turn- var uppháflega bundinn há, sem reist var á stæði gömlu naíni hans, með^ því að hef ja kirkjunnar í Görðum, er stóð j kyíí£ingu hans á afmælisdegi þar frá elztu kristni til ársins sara Þorsteins, er hann hefði 1896, ■ er hún var flutt inn í prðið ■ sjötugur, ef honum sjálfan kaupstaðinn. Stendur i úefði enst aldur tiL Að sjálf- hann þar sem kór kirkjunnar sögðu er hans minnst i byggðasafninu. Eg vil nú með línum þess- um beina þeim tilmælum til ættingja og afkomenda nefndra sóknarpresta á Akranesi. að við hér fáum að njóta fyrir- greiðslu þeirra í því hugðar- ir og minna á veru þeirra í | máli okkar, er að framan Görðum. Nöfnin verða skráð ! greinir. með upphleyptu 'letri á þar tilj Margt kemur til greina uni valinn veggflöt í herberginu. val gripa í herbergi turnsins, var. Einni hæð turnsins er ætlað það hlutverk að geyma nöfn allra Garðapresta, sem þjón- uðu i Garðakirkju, og ein- hvern eða einhverja gripi, sem varðveitzt hafa og þeim tengd Gripunum verður komið fyrir nálægt - nöfnunum og hver þeirra skráður á nafn þess, er átti. og sagt frá hverjum hlut eftir beztu upplýsingum. Margir þessara presta hvila í Grafreitnum í Görðum, um- hverfis helgidóm minninganna, sem turninum er ætlað að vera. Þessi turnbýgging var vígð af biskupi landsins 11. júlí s.l. Efst í henni er komið fyrir klukku úr gömlu Garðakirkju. Ennfremur verða settar upp myndir af sóknarprestunum, sem varðveitzt hafa og fáan- legar eru. Þá höfum við hér löngun til að mega varðveita hluti frá þessum prestum, og þá ekki síður konum þeirra á sjálfu byggðasafninu, inni í húsinu, sem stendur nákvæm- lega á þeim stað, sem prests- setrið, hefur alltaf verið, og þetta fólk átti heimili sitt. Sóknarprestar f Görðum, sem koma frekast til greina í þessu efni, eru nokkrir þeir síðustu. Erfiðara mun um vik, er lengra kemur aftvu’. Ég tel hér: Séra Jón Grímsson (föð- ur Ingibjargar, móður Gríms Thomsen, og föður Gríms amt- manns). Séra Hallgrím Jóns- son (föður séra Sveinbjarnar Hallgrímssonar, ritstjóra Þjóð ólfs, Og séra Odds í Gufudal, afa Odds Hallbjarnarsonar, rit- stjóra á Akranesi, og Páls Hall bjarnarsonar, kaupmanns' í Reykjavík og þeirra syst- kina). ■— Séra Hannes Stephensen, þjóðfundar- manninn landkunna frá 1851. (Hann ’sat á Ytra-Hólmi, en eðlilega nátengdur Görðum eigi að síður). Séra Benedikt Kristjánsson {síðar prests og prófasts í Múla í Suður-iÞng- eyjarsýslu og alþingisfor- seta). — Séra Jón Þorvarðs- ar í Vík í Mýrdal, báðir synir Þorvarðar . Jónssonar í Holti uhdir Hyjáf jöílúm* óg ■ síðari' á en ekki eiga skiljanlega allir hlutir þar heima. Eg læt ýkkur um valið. En hvað snertir byggða- safnið í Garðahúsinu, er mikið rýmra með muni. Þar er stað- ur fyrir allt, svo að segja, er snertir líf' og starf fólksins, sem eytt hefur aevidögum á þeim stöðvum, er safnið nær yfir. Eg treysti yður til hins bezta. Vinsamlegast sendið mér myndir af fyrrgreindum prest- um, sem ekki er getið í presta- tali, er miðast við stofnun prestaskólans 1847, ef til eru. Þær munu endursendar, þeg- ar búið er að taka eftir þeim. Að öðru leyti mun ég einnig taka á móti því, með fyrirfram góðu þakklæti, er þér kunnið að láta af hendi til varðveizlu í Görðum, á þeim sögurika og merkilega stað. — Yður öllum kunnum og mér ókunnum, óska ég alls góðs. Með virðingu. Jón M. Guðjónsson, sóknarprestur.. NICOSIA, laugardag. Brezk ar öryggissveitir hafa byrjað einhverjar víðtækustu aðgerð ir gegn hermdarverkamönnum, sem gerð hafa ver.ið á þessu ári. Hefur þjóðveginum milli Fama gusta og Nicosia verið lokað og öll þorp á austuhluta eyjar innar erú vandlega rannsökuð. Brezkur hermaður var skot inn til bana í morgun og í þorpi nokkru fundust bóndi ög kona hans myrt. Hafði. maðurinn verið skorinn á háls, en konan verið barin til bana. j-kj injp •Ú-H

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.