Morgunblaðið - 03.01.1973, Síða 10

Morgunblaðið - 03.01.1973, Síða 10
MORGUNBJLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1973 Áramótaræða Qlafs Jóhannessonar, forsætisráðherra: / ? Engin þjóð reynzt Islendingum betur en Bandaríkjamenn Skulum enn setjast niður með Bretum og reyna að leysa landhelgismálið GÓÐIR íslendingar. Þegar ég lít yfir innlenda at- buxði ársins, sem er að kveðja, verður mér efst í huga það sem gerðist á Alþingi 15. febrúar. Þá samþykkti Alþingi einróma með atkvæðum ailra 60 þingmanna þingsályktunartilöguna um út- færslu islenzku fiskveiðilögsög- unnar í 50 sjómilur. Það var stór dagur. Það var góður dagur. Þá áttu þingmenn og þjóðin öll einn vilja. SMkir dagar eru of sjaldgæíir í sögu okkar. Það er of fátítt, að þing- menn aMr, hvar í flokki, sem þeir standa, sameinist um sjálf- sögð þjóðþrifa- eða nauðsynja- mál, sem þei<r eru í rauninni í hjarta sinu allir sammála um, enda þótt flutt séu af andstæð- ingum. Ég held, að hin hefð- bundna tilhneiging stjórnarand- stöðu til að vera alltaf á móti öllum málum, sem nokkru skipta, er stjóm landsins flytur — og gagmkvæmí — sé ekki heilla- vænleg né þjóðinni til framdrátt ar. Ég tek skýrt fram, að með þessu á ég ekki sérstaklega við núverandi stjórnarandstöðu, heldur alveg eins við þá fyrr- verandi, og yfirleitt stjórnarand stöðu og stjómarflokka á hverj um tima. En þessir stjórnarhætt ir sem ég nefndi hafa verið tiðk aðir hér í of ríkum mæli og of lengi að minum dómi. Ég held, að þjóðin sé farin að líta á sMk vinnubrögð sem sýndarmennsku. Vitaskuld þarf að halda uppi heil brigðri gagnrýni og veita valda mömnum á hverjum tíma hæfi- Segt aðhald. Og auðvitað eru flokkar og flokkastarfsemi óhjá kvæmilegar forsendur lýðræðis- skipulags. En hóf er bezt í hverj um hlut. Það er mín skoðun, að við þurfum á sem flestum svið um að efla þjóðareiningu, að efla samstöðu um góð mál í stað þess að vera sí og æ að blása að glóðum sundurlyndis og ýta undir ágreining. Við erum smá þjóð og okkur veitir ekki af að atanda saman eftir því sem kost- ur er. Og við erum framar öllu öðru íslendingar, en ekki tilheyr andi hinum eða þessum flokkn- um. Það finnum við fyrst bezt, þegar við erum stödd á erlendri grund. Herkostnaðurinn af skefjalausu sundurlyndi og hóf- liítilli flokkabaráttu getur orðið þjóðinni ofviða bæði béint og ó beint. Þvi segi ég það enn og aft ur, að okkar litla þjóð þarf sem oftast að eiga sér mál, eins og landhelgismálið, sem hún getur staðið einhuga að. Hún þarf sem oftast að eiiga sér dag eins og 15. febrúar 1972. í hinni fyrstu ræðu, sem fyrsti forseti íslands, Sveinn Björnsson flutti, eftir að hann var kjörinn forseti, komst hann m.a. svo að orði: „Fyrsta skilyrði til þess að „vinna friðinn" að fengnum um ráðum yfir ölium málum vorum, mætti lýsa með þessum orðum: Vinna og aukin þekking." Mér finnst, að þessi orð hins fyrsta_ forseta séu enn í fullu gildi. Ég get á þesisari stund gert þau 'a-ð mínum. Ég vildi gjarnan mega gera þau að mínum eink- unnarorðum. í firamhaldi af hinum ívitnuðu orðum mælti forseti: „Að sameina kraftana um þetta verður einn af fyrstu prófstein- unurn í framhaldssjálifstæðlsbar áttu vorri. Menn skipa sér í stétt ir og flokka um sarneiginleg hugðarmál. Svo hefur verið og svo mun enn verða. Barátta milli stétta og flokka virðist ó- uanflýjanleg. En þá baráttu verð ur að heyja þannig, að menn missi aldrei sjónar á því, að þeg ar allt kemur til alls, erum vér allir á sama skipinu. Til þess að sigla þvi skipi heilu í höfn, verð um vér aliir að læra þá list að setja öryggi þjóðarheildarinnar ofar öðru. Hér á landi er ekkert gamalt og rótgróið auðvald eða yfirstétt. Heldur ekki kúguð og undirokuð alþýða. Flestir okkar eiga frændur og vini í öllum stéttum þjóðfélagsiins. Oss ætti því að vera auðveldara en ýms um öðrum að vil'ja hver öðrum vel. Að bera ekki í brjósti heitft og hatur, öfund og tortryiggni hver til annars, þótt vér höfum lent í mismunandi stéttum þjóð félagsins. Oss ætti að vera það auðveldara að leggja hver sinn skerf eftir efnum og ástæðum til þess að byggja upp fyrir- myndar þjóðfélag á þjóðlegum grundvelli." Þessi orð hins fyrsta forseta okkar eiga að minum dómi enn þá erindi til þjóðarinnar. Og í fljótu bragði og í önn dagsins get ég ekki orðað það betur, sem ég vil við þessi tímamót beina sérstaklega til þjóðarinnar. Vinnuöryggi, aukin þekking og þjóðareining eru vissulega svo mikilvæg markmið, að vert er að á þau sé minnt og að þeim stefnt. Ég vil taka það fram, að aukin þekking táknar ekki í mínum munni aukna skyldu n ámsskóla- göngu og áframhaldandi tröppu stiga til embættisnáms og lær dómstitla, heldur þekkingarleit í frjálsara formi, bæði á andlegu og verklegu sviði, með margvís- legum valkostum, bæði með skólagöngu, sjálfsnámi og undir Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra handleiðslu og í samtfélagi góðra manna með það að markmiði að gera mann að „góðum dreng og vaxandi", en það mun hafa verið sú einkunn, sem Snorri Sturlu- son gaf bezta. Og höfum það hug fast, að lifsins skóli er þeim, sem hann kunna að notfæra sér, öll um skólum æðri og betri. Vinnan er ekki aðeins nauð- syn, heldur og blessun hverjum heilbrigðum manni. Atvinnu- skortur og iðjuleysi er niður- drepandi, ekki aðeins efnalega, heldur og andlega. Slæpingshátt ur býður ótal ódyggðum heim. Sérhvert starf, hvar í samfélags stiganum sem er, er í raun og veru nauðsynlegur hlekkur í keðju, sem ekki má bresta. Þegar rætt er um þörf á auk inni þjóðareiningu, hlýtur sú spurning að vakna, hvort það form þingræðisskipulags, sem við búum við, og upp er tekið eft ir erlendri fyr'.rmynd, sé endi- lega það eina rétta fyrir smá þjóð eins og okkur. Það er að segja, að það skuli vera meiri httuti þingmanna, hversu lítill sem er, sem ákveður rikisstjórn, fer i raun með framkvæmda- valdið, en minni hlutinn sé þar um áhrifalitill. Gæti ekki komið til álita, að ríkissfjórnin væri spegilmynd af Alþingi öllu, þ.e. að Alþingi kysi ríkisstjórnina beinUnis hlutfallskosningu, svo sem reyndar á sér stað nú um margvísleig ráð og nefndir þess opinbera. Ef til vill hefi ég sér- stakiega farið að hugisa um þetta, af þvi að ég hefi nú setið við báðar hliðar borðsins, ef svo má segja, þ.e. hefi bæði reynt það að vera í stjórn og stjórnar andstöðu. Því fer auðvitað fjarri að ég sé hér að gera um þetta nokkra tillögu. En ekki þykir mér neitt óeðlilegt, að atriði, sem þetta sé tekið til umihuigsunar af þeirri nefnd, sem nú fjallar um endurskoðun stjómarskrárinnar. Sjál'fsagt má flokka hugleiðinigu sem þessa undir „framtíðar músik“. En það ætti ekki að saka, að menn velti henni fyrir sér. ★ Mér þykir ólíklegt, að nokkur neiti þvi, að við höfum almennt lifað við velsæld hér á landi á þvi ári, sem nú er að kveðja. Samt var svo komið, að talið var að nokkuð skorti á skilyrði fyrir rekstrargrundvelli útflutningsat vinnuveganna, sérstaklega sjáv- arútvegsins. Ástæðurnar voru einkum óhagstæðari aflasamsetn ing og meiri tilkostnaðarhækkun en reiknað var með við síðuistu kjarasamninga, og þá alveg sér- staklega með tilliti li'l umsaminn ar kauphækkunar er koma skal 1. marz. Þess vegna var gripið til nokkurrar genglslækkunar, eins og kunnugt er. Gengislækfcun er alltaf að mínum dómi neyðarúr- ræði, m.a. af þvi að hún ýtir undir verðbólguhugsunarhátt. En það er skoðun mín, að hún hafi eftir atvikum verið skásta leiðin, sem samkomulag gat orð- ið um á milli núverandi stjórnar fl'okka. En auðvitað er það frum skylda hverrar ríkisstjómar að reyna að sjá til þess, hvað sem allri gengisskráningu líður, að atvinnuvegir geti óhindrað geng ið oig atvinnuörygigi sé borgið. Ég skal á þessu stigi ekkert full yrða um það, hversu varanleg þessi Iausn reynist, það er undir svo mörgu komið, sem nú verður ekki séð fyrir, svo sem aflabrögð um, markaðsverði, fiskverðs- samningum, verðlagsþróun o.s. frv. Að öðru leyti skal ég ekki hér fara að ræða þetta deilumál. Ef spurt væri um einkenni ís- lenzfcs þjóðtfélags I dag yrðu svör in sjálfsagt margvísleg. En ég held, að ekki gæti hjá því farið, að eitt svarið yrði kröfupólitík- in. Það er t.d. athygUsvert, að varla kemur svo saman smáfund ur, að ekki séu gerðar kröfiur um hitt eða þetta. Hver kannast ekki við orðalag eins og þetta: „Fund- urinn krefst þess.“ „Fundurinn gerir kröfiu til." „Fundarmenn heimta." „Þá er gerð sú krafa.“ „Við krefjumst," o.s.frv. Það er varla hægt að segja, að hér sé ein stétt annarri fremri. Kröf- urnar eru jafnt gerðar af þeim, sem betur mega og hinuim, sem verr standa að vígi. Útgerðar- menn gera kröfur, sjómenn gera kröfur, opinberir starfsmenn gera kröfiur, námsmenn gera kröfiur, svo aðeiins séu nefnd nokkur dæmi af handahófi. Þvi miður eru allar þessar kröfur allt of oft miðaðar við þrengstu stundarhagsmuni þess eða þeirra, seríi i hl'ut á, alveg án til- lits til heildarhagsmuna þjóðfé- lagsins. Og til hvaða aðila eru þessar kröfur gerðar? Langotft- ast allar til hins opinbera. Það er stundum engu líkara en að lit ið sé á hið opinbera sem ein- hverja ófreskju utan og ofan við mannfélagið. Stundum birt- ast í slíkum samþykktum næsta broslegar þversagnir, eins og t.d. þegar rnenn lýsa áhyggjum yfir hrunadansi verðbólgu, en gera jafnframt kröfur á hendur hinu opinbera um fjárveitingar eða aðrar aðgerðir, sem ýta mundu undir verðbólgu. Hitt er fátíðara, að menn geri kröfiur til sjálfs sín. Sumum finnst hér e.t.v. ekki uim áhygigjuefni að ræða. En mér fyrir mitt leyti stendur orðið nokkur stuiggur af kröfuhugar- farinu og ég hel'd, að það sé kom ið út í ötfgar, þó að mér sé auð vitað ljóst, að menn verða oft að ganga tæpitumgulaust eftir sínu. Það væri að minum dóml mikil framtför, ef menn slöbuðu á hin- um skefjalau.su kröfum til sam- íélagsins, en færu þess í stað að gera meiri kröfur til sjálfra sín. Það eru einfölö sannindi, sem við verðum að liifa eftir, þeg ar til Iengdar lætur, að við meg um ekki eyða meiru en við öfl- um. Við getum ekki skipt ann- arri köku en þeirri, sem okkar er. Nauðugir viljugir verðum við að sníða okkur stakk eftir vexti. Það skulium við muna á komandi ári og reyna að fara að hamila gegn krötfiupólitikinni og verð- bóliguihuigarfarinu, sem er undir- rót svo margra meinsemda i okk ar þjóðl'ífi. En til þess þarf sam- taka þjóð. Framifarir á öllum sviðum á ytra borði samifélagsins eru ein kenni á okkar öld. Manni koma í hUig flugsa/mgönguar heims- horna á milli, tunglferðir, orku- beizlun al'ls konar, iðnvæðing, atómvísindi o.s.frv. Vald manns ins yfir náttúruöfliunum og um hverfi sinu er orðið undravert. Mætti um það flytja langt mál. En það liggur við, að maður freistist til að segja, að raunvis- indamennirnir séu farnir að gera kraftaverk. En spurningin er, befur maðurinn á þessari miklu framfaraöltí náð að sama skapi valdi yfir sjálfum sér? Hef ur hann náð valdi yfir sínum innra manni? — ytfir huigsun sinni og skapsrounum? Er hann hamingjusamari? Hefur hann öðlazt meiri sálarfrið? Ég held, að því miður verði að svara þess um spurningum neitandi. Ég held þvert á móti, að í ölduróti al'Ira framfaranna og velmegun- arinnar sé maðurinn rótslitnari, friðlausari, ráðvilltari og reikulli en nokkru sinni fyrr. Það á ekki aðeina við ura ungu kynslóð ina, þó að hún sé viðkvæmari og veikari fyrir, svo sem eðlilegt er. Þess vegna er mönnum nú hætt- ara við en oft áður að viltfast inn á brautir, sem l'eiða til ófarnað- ar og óhamingju og falla fyrir margvislegum freistingum, svo sem ofidrykkju, eiturlyfjum, fjár máiaóreiðu o.s.frv. Þrátt fyrir ytri velsæld er eins og einhver tómleiki hið innra með mannL Maðurinn er ekki i sátt við sjállf an siig og skortir valdið yfir sjálí um sér. Ég held, að þetta sé eitt af stærstu vandamálum nútímans. Ég held, að á komandi ári og í næstu framtíð þurfum við að gefa þessum málum gaum, ekk ert síður en efnahagsmálum og tímanlegri velferð mannsins. Við þurfum að vinna að mannbótum. Skáldið örn Arnarson segir: „Til eru menn, sem vaka og vinna, vanda hrinda erfiðasynda, nætursorta breyta í birtu, bjartan neista úr ösku reiistu. Til er ást og hjálptfús hreysti, hógvær snilld og göíug mildi, önd er leysa áliögbundna undan köldum myrkra- völdum." Það er þörf á mörgum slíkum mönnnm, ekki aðeins í hópi presta og kennara, sem menn I fljótu bragði kynnu að segja, að þetta stæði næst, heldur í hvaða starfsstétt sem er. En á engum er þó skyldan jafn þrýn eins og á móður og föður. Það er oft vandratað fyrir smá þjóð eins og íslendinga i við- sjálli veröld. Þar er sleipt 1 mörgu stigaþrepi. í samskiptum okkar við aðrar þjóðir eigum við að roínum dómi að fyligja þeirri sjálfsögðu reglu, að vera ekki með ýfinigar við neina þjóð að fyrra bragði, eiiga við allar þjóð- ir vinsamleg samskipti, án til- lits til stjórnarforms og þess hverniig þær halda á sínum inn- anlandsmál'um. Það er þeirra mál. Hvenær sem er og hvar sem er hljótum við þó að mótmæla gamalli nýlendustefnu og yfir- drottnun eimnar þjóðar yfir ann- arri. Skoðun okkar og sannfær- inigiu eig'Urn við að láta einarðlega uppi við hvern sem er, vini okk- ar eigi síður en aðra. Þvi aðeins munum við einhvers virtir og til lit til okkar tekið. Við getum ekki alltaf snúið okkur undan oig ekki Iiátizt sjá það, sem er að ger ast í þjáðasamfélaginu. Hitt ligg ur í hliutarins eðM, að á alþjóð- legum vettvangi verðum við fs- lendingar aldrei fyrirferðarmikl- ir. Á þeim vettvangi hafa á ár- inu gerzt mörg tíðindi, sem væfu umræðu verð. Ég ætla þó hér aðeins að nefna þrjú eða fjögur málefni varðandi þjóðasam- skipti, sem mér eru sérstaklega rík í huiga nú við áramótin. Það er mín skoðun og reynsla, að engin þjóð hafi reynzt íslend- ingum betur en Bandaríkja- menn. Þeim mun sárari von- brigðum veldur, að nú skuli hafnar á nýjan leik hinar hrylli- legu loftárásir á Norður-Víet- Nam, eftir að svo virtist sem friður væri á næsta leiti og eftir að Bandaríkjaforseti hafði stiigið hin mikilvægu spor til að bæta sambúðina við Kína og Sovétrík- in. Okkur eru þessar skelfitegu lioftárásir nú með öllu óskiljan- legar. Við hljótum að fordæma þær og mótmæla þeim af öllum okkar sanmfiæringarkrafti. Við íslendingar erum að sjálf- sögðu sártega reiðir við Breta, gamia vinaþjóð, sem við reynd- um eftir getu — og ekki án fórna — að flytja matvæM til í síðari heimsstyrjöld — já einmitt fisk- inn. Mörgum brezkum togarausjó- manninum höfum við bjargað við íslandsstrendur á umliðnum árum og öldum. Nú svara brezk- ir togarasjómenn með formæling um og grjótkasti í íslenzka Kjg- gæzlumenn og tilraunum til ásiigl inga á íslenzk gæzluskip. Auð- vitað geta Bretar látið okkur kenna aflsmunar, en þá mundu þeir fá btett á eina síðu sögu sinnar. Við skulum því enn setj- ast niður og leysa ágreininginn á þann hátt, sem verða má til sóma og gagns fyrir báðar þjóð- ir. Við íslendingar erum bæðl hiyggir og gramir yfir afistöðiu Norðurlandanna til tillögu ís lands og fieiri rikja um náttúru- auðliindir í hafinu á nýatfstöðnu Framhalad á bbt. 16.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.