Morgunblaðið - 03.01.1973, Page 15

Morgunblaðið - 03.01.1973, Page 15
MORGU>rBíLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1973 15 i Skylda vor að varðveita lífríki Islandsmiða — sjálfum oss og öðrum til farsældar Góðir áheyrendur, Tólf eru á ári tunglin greið, segir í gamalli íslenzkri vísu, til ber að þrettán renni, sólin geng- ur sína leið svo sem guð bauð henni. Þess háttar gamlir þokka fullir smámunir rifjast upp um áramót. Fyrir mér rifjast það einnig upp að um þetta leyti árs fyrir fjórum árum beindist meiri athygli að þessu góða gamla tungli en nokkurn tíma áður síð an guðirnir sköpuðu það og vörpuðu því upp á himin til þess að mennirnir gætu talið tímann. Mönnum hafði þá tekizt að fara kringum tunglið og heim aftur til jarðar. Og þess var þá ekki heldur langt að bíða að uppfylltist gamall draumur og spádómur um að mönn- um auðnaðist að stíga fæti á tunglið sjálft. Milljónir manna um allan heim fylgdust einhuga með þessum atburði, og það var ekki siður áhrifarikt en tækniundrið, mánalending- in sjálf. Margir létu sér þó fátt um finnast og sögðu að annað væri meira aðkallandi en að þjóta til annarra hnatta, hin- um fjölmennu og voldugu þjóð- um heims væri nær að beita of- urkröftum sínum að því að gera iífið þolanlegra hér á jarðhnetti vorum en að þreyta kapphlaup um tunglferðir. Öðrum þótti þetta dásamlegasta ævintýri vorra tíma. Nú eru menn einu sinni enn komnir úr langri ferð til tungls- ins. Enn hafa nokkrir menn átt þess kost að horfa á alla jörðina í sama svip, þennan litla hnött, sem svífur í óendanlegum geimnum, reikistjörnuna bláu eða geimskipið Jörð, með sína mörgu og sundurþykku far- þega um borð. Með augum geim faranna horfum vér hinir einn- ig á þessa sömu sýn, og hún ætti að glæða tilfinninguna fyrir því að jörðin er ein og mannkynið eitt, eins og áhöfn á skipi, og getur þá og þegar staðið and- spænis tveimur kostum, að koma sér saman eða farast ella. Það er ekki um fleiri gististaði að ræða, eins og Tómas Guðmunds- son kvað þegar fyrir löngu. Ef tala má um einhvern boðskap eða heimspeki geimrannsókna og tunglferða, þá er það þetta, og það er ekkert lítið. Ejjki veitir af að halda til haga þeim vonarneistum, sem hægt er að koma auga á mitt i öllum þeim hrakspám um fram- tíð manns og heims, sem yfir dynja sýknt og heiiagt. Þær eru að vísu ekki nein tilbúin grýla, háskinn vofir yfir, en þess sjást líka greinileg merki að mann- kynið er að snúast til varnar gegn þeim eyðingaröflum, sem ógna heimkynni þess, jörðinni. Þetta sést bezt af því tákni vorra tíma, sem nefnist umhverf isvernd í víðasta skilningi, það er verndun náttúrunnar í sinum margbreytilegu og samstilltu myndum, sem gerir jörðina að lífvænlegum bústað, og verndun mannaverka og minja fyrri kyn slóða, sem gera hana að skemmti legri og fjölbreytilegri bústað. Þetta á allt að haldast í hendur. Annars skal ég ekki fjölyrða um þetta efni, sem allir eru að tala um alls staðar, og það eins fyr- ir því þótt það sé fullkomlega min skoðun að þetta, með öllu sem því er tengt, sé mesta stór- mál jarðarbúa og muni síð- ar meir verða talin heimssögu- En um leið verður oss íslend- ingum hugsað til þess að vér er- um allt í einu komnir í eins konar landamæratogstreitu. Það er framhald þess sem mest var hugsað og talað um í fyrra, þeg- ar vér heilsuðum nýju ári. Það var þá orðið öllum ljóst að draga mundi til stórra tíð- inda í sögu landsins (á árinu 1972, þeirra að ekki yrði leng- ur beðið með að láta koma til framkvæmda gamla og yfirlýsta ákvörðun þjóðarinnar um að helga sér viðara hafsvæði kring- um landið en vér höfum áður ráðið yfir. Sama markmið vakti fyrir öllum landsmönnum í þessu efni, þótt skoðanir hafi ef til vill verið eitthvað skiptar um leiðirnar að markinu, 'svo sem Nýjársávarp forseta * Islands, herra Kristjáns Eldjárns I leg hreyfing á sama hátt og sitt- hvað annað, sem látið er skipta mannkynssögunni í tímabil. Það verður taiað um hina vistfræði- legu vakningu á tuttugustu öld. Sá er og draumur margra góðra manna, að einnig verði hægt að tala um friðarsókn eða ffiðarvakningu mannkynsins á seinni hluta tuttugustu ald- ar, enda væri sú vakning mjög j nákomin hinni vistfræðilegu j vakningu. Það er að vísu ekki ráðlegt að reyna að gera i sig að spámanni, og verða þá 5 kanski fyrr en varir orðinn eins og skýjaglópur í staðinn. En það : er eðlilegt að beina huganum að I því nú við áramót, að liðna ár- ið hefur verið viðburðaríkt á J marga lund á sviði alheims- jnála og fengið mönnum margt að hugsa. Ef til vill er ofdirfsku- fullt að segja að við þessi ára- móit sé friðvænlégra um að lit- ast í heiminum en verið hefur um nokkurt skeið, enda er kyn- slóð hins kalda stríðs tortrygg- in og marghvekkt og trúir var- lega, þótt teikn sjáist á lofti, sem virðast spá góðu. j Engu að síður hefur þvi verið almennt fagnað, að margt hefur gerzt á síðastliðnu ári, sem í svip hefur orðið til þess að slaka á strengdum taugum hins kalda stríðs milli valdaþjóða heims og höfðingja þeirra. í fbrn um spekimálum segir að hrísi vaxnir og háu grasi séu þeir veg ir manna í milli, sem enginn treð ur. Með töluverðri vongleði hafa menn veitt þvi athygli að for- ustumenn fjölmennisþjóða hafa haft óvenjumikla tilburði á liðnu ári til að troða niður því- líkan ónytjagróður. Þeir hafa farið i kynnisferðir hver til annars og skipzt á vinmælum. Þá sætir það og miklum tíðind- um, að alþýðulýðveldið í austri, með hátt í fjórðung mannkyns að baki sér, hefur setzt á bekk með hinum sameinuðu þjóðum. Haldinn hefur verið góður und- irbúningsfundur undir ráð- stefnu um öryggismál Evrópu. Að ógleymdu því sem einna mest an fögnuð hefur vakið hér á landi, að sáttargerð hefur verið staðfest milli Vestur- og Austur- Þýzkalands. Það var athyglis- vert að hér á landi fögnuðu all- ir glæsilegum kosningasigri þess manns sem er frumkvöðull og höfuðsmiður þessarar sáttar- gerðar, hvar í flokki sem þeir stóðu. Menn höfðu bundið mikl- ar vonir við allt þetta og margt fleira af stórtíðindum liðins árs, og gera það enn, þótt önnur tíð- indi og dapurlegri hafi ekki lát- ið sig vanta. Þess er skemmst að minnast að mönnum virtist frið- argerð í Víetnamstríðinu væri á j næsta leyti. Það átti að vera stærsta jólagjöfin. En hér j brustu vonirnar enn einu sinni. j Enn einu sinni hafa kristnir menn haldið friðarhátíð sína við J dyninn af sprengjunum sem falla austur þar. Það var átak- anleg sönnun þess hversu mikið I skortir enn á að friður 1 sé á jörðu og velþóknun meðal j manna. Sá forni draumur er enn j býsna fjarlægur, en þó er enn I sem fyrri betiur dreymt en 1 ódreymt, eins og fornkveðið er, ! og þrátt fyrir allt verður enn að vona að úr rætist, og þegar á allt er litið byrjar þetta ár á ýmsan hátt með meiri vonum og meira trausti til framtíðarinnar en verið hefur oft áður. eðlilegt er þegar um flókið og vandasamt úrlausnarefni er að ræða-. Einmitt þess vegna var það mikið fagnaðarefni þegar al þingismenn af öllum stjórnmála- flokkum komu sér saman um ágreiningslausa ályktun um út- færslu fiskveiðilögsögunnar. Af j atburðum ársins 1972 hér á j landi kynni sú samstaða að verða lengst í minnum höfð. j Ekkert sigurvænlegra gat j fylgt örlagaríkri ákvörðun að | heiman. Síðan hefur margt í | skorizt og vér erum mik- illi reynslu ríkari. Fiskveiðilög- sagan var færð út hinn 1. sept- | ember og það hefur ekki reynzt neinn leikur að fá hana viður- J kennda. Auðsætt er nú, að það mun þurfa að taka á þolinmæð- j inni. En hvernig sem þessi mál ! skipast, hijótum vér að óska og ; vona á þessum nýjársdegi, að ; , ekki rofni sú samstaða, sem all- j ; ir stjórnmálaflokkar náðu sín í ; j milli hinn 15. febrúar síðastlið- j J inn, hvort heldur blítt eða strítt J oss ber til handa á næstu mán- j uðum eða allan þann tima, sem ; líða kann þangað til takmarki voru er náð. Með kappi og for- sjá mun það nást, þannig er rétt mál rekið. 1 Darraðarljóðum standa þessi merkilegu og skáld- ! legu oi’ð; Þeir munu lýðir lönd- j um ráða, er útskaga áður um byggðu. Ef til vill hefur hinn forni maður ort betur en hann sjálfur vissi. Kanski var hann bara að segja að Norð- menn mundu brjótast til landa á eyjunum fyrir vestan haf. Þó j eru það hans verðleikar að auð- gert er að leggja miklu almenn- ari skilning í orð hans. Þess eru dæmi i veraldarsögunni, að lítt þekktar þjóðir frá löndum sera kalla mætti útskaga, færast all1 í einu í aukana, svo að hrikth í valdastólum þeirra sem höfðu áður jafnvel kallað sig herra heimsins. Ekkert væri þó fráleil ara en að heimfæra eitt hvað slíkt upp á oss íslendinga, sem aldrei höfum ætlað oss að ráða löndum nema þessu eina sem vér tókum ekki frá neinum, og þvi sem vér telium réttilega eiga að fylgja þvi. Það er að segja, vér tókum það ekki frá neinum mönnum, en for feður vorir tóku það frá Rán og Ægi og öðrum harð snúnum náttúruvættum norðurs ins. tóku það í auðn og fjarska og gerðu að mannabústað. Það er þeirra sæmd og hrós og afrek, og síðan niðja þeirra að hafa haldið þar uppi manna- byggð og menningu fram á þenn an dag. Og enn er það ætlun vor að halda áfram að byggja útskaga og teljum oss hafa nátt- úrlegan óg sögulegan rétt til að nýta það bjargræði, sem honum heyrir. Landhelgi fyrri tíð- ar smáskipa, sem damlað var með ströndum fram, er fyr- ir löngu orðin eins og hver önn- ur rökleysa. Oss er nauðsyn að sjá hag vorum og lífi í þessu landi betur borgið, og það er skylda vor og ásetningur að varðveita náttúru landsins og þar með lífríki íslandsmiða sjálf um oss og öðrum til farsældar. Það verður þáttur vor í hinni vistfræðilegu vakningu og endurreisn, sem ég sagði áður að kennd mundi verða við þessa öld. En þó að vér byggjum útskaga, er ekki þar með sagt að vér viijum lifa í einangrun. Það er ekki hægt að vera einyrki meðal þjóða. Eins og allir aðrir hliótum vér að leggja stund á að vera „heimsins góðir borg- arar“, eins og séra Björn í Sauð- lauksdal kvað þegar hann var að rækta fyrstu kartöflurnar á íslandi. Það merkir að vér vilj- um taka þátt i öllu góðu sam- starfi þjóða, og það höfum vér sýnt í verki eftir því sem ástæð- ur hafa ieyft. En það liggur i hlutarins eðli, að af landfræði- legum og sögulegum ástæð- um standa sumir oss nær en aðr- ir. Það er eðlilegt og æskilegt að geta rækt sem nánust menn- ingar- og við.skiptasambönd við næstu nágranna vora. Hug- ur manna flýgur nú víða. Marg- ir, og ekki sízt ungir menn, eru tortryggnir á hin gamal- grónu forustulönd og for- réttindalönd bæði austan hafs og vestan. Áhugi þeirra og sam- úð beinist fast að baráttu og þró un hinna fátæku og fjölmennu þjóða, sem byggja önnur jarð- arhvel. Þetta er eðlilegt og í fullu samræmi við vaxandi tjl- finningu fyrir þvi, á öld hraða og fjarskipta og geimsiglinga, að jörðin sé ein og mannkynið eitt. Enn má vitna i gömlu vísuna. Þeir sem útskaga áður um bvggðu, vanræktir og rændir, skulu fá sinn rétt. Kolbíturinn rís úr öskustó, og sjá, hann er maður og með mannsrétt eins og allir aðrir og getur ráðið og mun ráða löndum eins og hver annar. Það er engin furða þótt menn heillist af að horfa á þetta ævintýri vorra tíma gerast og vilji eiga sinn hlut að þvi. En Framhald á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.