Morgunblaðið - 03.01.1973, Qupperneq 19
MORGUNRLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1973
19
Sigríður Jónsdóttir
Siglufirði — Minning
Frá Siglufjarðarkirkju var í
gær gerð útför Si'griðar Jóns-
dóttur, sem andjaðist á sjúkra-
húsd Siglufjarðar hinn 27. des-
ember sl. eftir stutta en erfiða
sjúkdómslegu.
Sigríður var fædd 28. sept.
1889 á Stóru-Brekku i Fljétum.
Foreldrar hennar voru hjónin
Anna Kristjánsdóttir og Jón Þor
iáksson bóndi þar. Árið 1900
ffliuttist Sigríður með foreldrum
sínum og systkinuim, þeim Birni,
Ólöfiu og Margréti, að Hóli í
Siglufirði, þar sem þau bjuggu
í 6 ár. Skömimu eftir komuna að
Hóli tóku foreldrar Sigríðar í
fóstur ársgamla stúlku, Sigfús-
ínu Sigfúsdóttur, og urðu þær
Sigríður einkar samrýmdar alla
tíð síðan, þótt aldursmunur
væri nokkur. Eftir dvölina á
Hóli íluttist fjölskyldan á Siglu
nes, en Sigriður var þó að
miklu leyti að heiman næstu ár
in að vinna fyrir sér, m.a. á
Akureyri, i Húnavatnssýsiu og
Reykjavík. Skóianám hennar
varð ekki annað en tveir vetur
í barnaskóla og einn vetur i
K ve n n askól anum í Reykjavík
við hússtjórn og vefnað.
Árið 1917 fluttist Sigríður svo
til Siglufjarðar, þar sem hún
átti heima æ síðan. Starfaði hún
fyrstu árin sem ráðskona á heim
iíi Sören Goos, sem var uimsvifa
mikill atvinnurekandi á Siglu-
firði á þeim árum, en 1924 gift-
isf hún eftirlifandi manni sín-
um, Snorra Stefánssyni, vél-
stjóra og síðar framkvstj. síld-
arverksm. Rauðku. Hófu þau bú
skap sinn í foreldraihúsum
Snorra, Hlíðarhúsi, og þar hefir
heimili þeirra verið alla tið síð
an. Þau Snorri eignuðust eina
dóttur bama, Önnu, en þó var
jafinan mannmargt á heimili
þeirra einkum framan af. Enn-
fremur hefir systir Sigríðar,
Ólaf, átt heimidi í Hlíðarhúsi
ásamt fjölskyldu sinni.
Hafði Sigríður jafnan miklum
heimilisstörfuim að sinna, enda
helgaði hún sig þeim af stakri
natni. Þó gaf hún sér tima til
að vinna að félagsstörfum með
fevenfélaiginu Von, sem um
margra ára skeið hefiir starf-
ræfet barnaheimili á Siglufirði
og unnið að öðrum mannúðar-
málum, og var Sigríður heiðurs-
fétogi þess hin siðustu ár.
Ég kynntist Sigríði fyrst fyr-
ir tæpum 20 árum, er ég varð
tengdasocnur hennar.
Það vakti strax athygli mína,
hve mikla alúð og saimvizíkusemi
hún lagði í öll sín verk, efeki
síður í smáu en stóru, allt var
unnið af ýtrustu vandvirtoni,
enda bar heimiii hennar þess
ljósan vott allit til hinztu stund-
ar. 1 stofuim hennar var innrétt-
ing og húsbúnaður með gömlum
en fáguðum brag, sem nútima-
fólk hefir yfirleitt efeki séð
nema þá tiibúinn á leiksviði,
enda sá ég óbunnuga iðulega
verða forviða, er þeir komu þar
inn. Er aðdáanlegt, að henni
skuli hafa enzt þrek til að sjá
urn heknili sitt og eiginmann
sinn, sem alblindur hefir verið
mörg síðustu ár, svo vel og
lengi sem raun ber vitni.
Sigriður var dul og hlédræg,
og liðu þvi nokkur ár, þar til
ég taldi mig hafa kynnzt henni
svo að þekkja skapgerð hennar
og lífsskoðun. Hún var bók-
hneigð og víðlesin, einkum þó i
ættfræði og henni skyldum bók-
menntum, en fylgdist þó mjög
vel með daglegum fréttum og
var óvenju minnug á menn og
málefni, jafnt frá l'iðnum tíma
sem nýjum. Hún myndaði sér
ákveðnar sjálfstæðar skoðanir,
hvort heldur var í dægurmál-
um, þjóðmálum eða trú-málum,
en var of hæversk til að reyna
að ota þeim skoðunum að öðr-
um.
Samvizkusemi, ósérhlífni,
nægjusemi og fórnfýsi voru þær
meginstoðir, sem hún byggði líf
sitt á. Þessar undirstöður lét
hún aldrei haggast.
Loks er mér ljúft að minnast
þess, að þrátt fyrir meira en 15
ára búsetu mína og einkadóttur
hennar í næsta húsi og þar af
leiðandi tiðan samgang milli
heimilanna, minnist ég þess
aldrei að hafa heyrt hana segja
orð til afskipte af mér eða mín-
um högum, þótt ég hafl sjálf-
-sagt geflð ærin tiiiefni til. Fyrir
þá einstöku tiliitssemi vil ég
minnast tengdamóður minnar
með alveg sérstöku þakklasti.
Blessuð sé minning þessarar
sæmdarkonu.
Knútur Jónsson.
Grlskt orðtæki segdr: „Dánir
menn eru dánir — dönsum og
tökuim framtíðinni með fögnuði."
Efalaust er sá hugsunarháttur,
sem í orðum þessum felst, heil-
næmur frá félagslegu og heilsu
farslegu sjónarmiði. Enguim
hlýzt &f því bót, er sorgin
skradir sálina öllum æðri sem
óæðri tilflnningum, unz hún
stendur ein eftir og umhverfist í
sj'álf.simeðaumkun. En þó. Þó er
um við einungis mannlegar ver-
ur, og enginn, hversu heimspeki
lega og fræðilega sem hann lit-
ur hin ýmsu fyrirbrigði mann-
legrar tilveru, getur hjá þvi
komizt. að greina í lifii sinu og
sál spor, sem nákominn ættingi
eða vinur hefur í þau markað,
og ásamt öðrum áhrifavöldum
rrtóteð skaphöfn hans og dagfar.
Á barns og unga aldri verður
hver og einn fyrir ótaii áhrifa
frá uimhverfi sínu, en oftast er
það ekki fyrr en fullorðins ár-
in nálgast, að skiiningur á áhrif
um þessium tekur að vakna —
skyndilega rennur upp fyrir
hverjum og einum, hvað og hver
hann er í raun og veru.
1 leikriti sínu um mikilmennið
Thomas More, lætur höfundur-
inn, Robert Bolit, Thomas More
spyrja hertogann af Norfolk,
hvort ekki fyrirfinnist i honum
ein einasta sin, sem aðeins sé
Norfolk og ekkert annað. Hér
snertnr Bolt hina stóru spurn-
ingu um það fyrirbæri, sem
nefnt er persónuleiki, og hve
mikið af honum sé í rauninni
manns eigið.
Og nú, þegar elskuleg frænka
hefur kvatt í siðaste sinn, hefi
ég það sterklega á tilfinning-
unni, að allt í fari hennar, skap
höfn og persónuleika, hafli verið
hennar eigið — allir þeir eigin-
leikar, sem hún var búin í svo
ríkuim mædi, hafl verið hún, eig-
inleikar sem heiðarleiki, fórnar-
lund, eljusemi, æðruleysi og
djúp virðing fyrir trúnni og fyr-
ir arfleifð þjóðarinnar, þeim
máttarstoðum, sem menning Okk
ar stendur og fellur með. Þessir
eiginleikar eru líklega þeir, sem
heimur okkar þarfnast hvað
mest á þessum tímum vélrænnar
hugisunar, þar sem „félagslegt
öryggi“, eins og það svo hag-
tega er orðað, er síaukið á
kostnað frelsás, og ofannefndir
mannkostir verða eins og vlnd-
gári í kaffibolia samanborið við
pappírsbrimið. Það er síður en
svo tízíka nú á dögum að flika
tilfinningum sínum eða leyfa sér
að minnast með trega bernsku
og æsbu, en á þessari stundu
kemst ég ekki hjá því að minn-
ast bemskuára minna og allra
þeirra, sem þeim eru tengdir.
Og þær minningar eru — auk
föðurhúsanna — órjúfanlega
tengdar Hliðarhúsi og þeim,
sem það gamla, góða hús hafa
byggt. Þar voru sögur sagðar,
leikið, stutt og styrkt í þeim
vandkvæðum, sem lítið, van-
máttka barn ekki fékk við ráð-
ið, góð ráð gefin og frætt um
undur náttúrunnar, ekki hvað
sízt er þau urpu af sér vetrar-
hulunni í litla skrúðgarðinum,
Fædd 14. september 1917.
Dáin 25. deseniber 1972.
1 dag verður hafin út til greftr
unar frá Fossvogsikirkju frú
Klara Halldórsdóttir kaup-
manns Jónssonar frá Kalastaða-
koti á Hvaifjarðarströnd sem
andaðist jóiadaginn sl. Hún var
eiginmanni sínum, Ingólfl Sveins
syni lögregluþjóni, stoð og stytta
í lífinu, kát og hress alla jafna
þó ekki gengi heil til skógar áð-
ur yflr lyki. Þau giftust 1939 og
varð þriggja barna auðið, en fyr
ir þeirri miklu sorg urðu þau
1964 að sjá á bcfe syninum, Þor-
steini, aðeins 18 ára að aldri.
Önnur börn þeirra eru Rósa
leikkona og auglýsingateiknari
og Halldór flugmiaður.
1 þöglum hópi vina og vanda-
manna, sem sorgin sló á sjálfa
höfuðhátíð kristnin'nar er eink-
anlega að minna á móður hinn-
ar látmu, frú Guðm-undu Guð-
mundsdóttur ekkju Halldórs
kaupmanns. Við fráfall frú
Klöru, sem átti í rikum mæli
beztu eiginleika foreldranna, er
mér tregt um tungu, hafandi
þekkt þau hjón, Klöru og Ing-
ólf, frá fyrstu tíð og ætíð að
góðu. Rík fórnarlund og elska
«1 barna sinna og sólargeislans
á heimilinu, litlu dótturdóttur-
innar, nöfnu sinnar, var góðri
móður hjartans ylur og aðals-
merki. Með trega og söknuði
kveðjum við Klöru á sólhvörí-
um. Þess er ég þó öruggur og
færi í tal með fullvissu, að jóiin
eru ekki einasta með lægstan sól
argang, heldur tímaskipti með
daghækkandi sólargang. Ein-
föld staðreynd og sönn — en
líka huggunarrík.
Lárus Sigurbjörnsson.
í DAG fer fram frá Fossvogs-
kirkju útför Klöru Halldórsdótt-
ur, húsimóðuir að Hamrahlíð 9.
Klara var fædd 14. september
1917 í Reykjavík. Hún var dótt-
ir hjónanna Halldórs Jónssonar
kaupmanns frá Kalastöðum á
Hvalfjarðarströnd og Guðmundu
Guðmundsdóttur er ættuð var
úr Dýrafirði. Auk Klöru áttu þau
hjón tvær dætur og einn son.
Æskuárin liðu i hópi foreldra og
systkina og að skólanámi loknu
hóf hún vinnu við verksmiðj'U-
störf.
Árið 1939 giftist Klara Ingóifi
Sveinssyni lögregluþjóni. Var
með þeán hjónum mikið jafn-
ræði, bæði myndarleg í sjón og
raun, dugmikil og samhent. Þeim
varð þriggja barna auðið. Elztur
er Halldór flugmaður hjá Loft-
leiðum, þá Þorsteinn örn vél-
virkjanemi og yngst Rósa aug-
lýsiingateiknari og leikkona, Þau
hjón urðu fyrir þeirri þungbæru
raun að Þorsteinn örn féll frá að-
eins 18 ára gamall árið 1964. Má
nærri geta hvilíkur missir það
var foreidrum og systkinum að
sjá á bak Þorsteini, sem svo
miklar vonir voru við tengdar.
En harm sinn báru þau af þeirri
stillingu og æðruleysi sem ein-
kenndi dagfar þeirra allt.
Þau Ingólfur og Klara stofn-
uðu fyrst heimili að Mímiisvegi
sem - frænka annaðist af stakri
natni. Og af og til var litið tál
hliðar með glettnisiegum skiin
ingsglampa í augum, er lítii
hönd iæddist inn á mlli rifs-
berjarunnanna til að njóta af
gnægtabúri náttúrurmar, þótt
oft væri það rýrt af veðraham
hins norðlenzka vetrar. Og oft-
ar en ekki struku kinnarnar
mildar, kærleiksrikar hendur,
sem þrátt fyrir önn dagsins og
barning mót oftum náðarlausri
Móður Náttúru, giötuðu aldrei
tengslum sinum við rætur, er
áttu sér aðsetur í hjarta úr
skiru gulli. Þegar tiifinnmgin
um, að „Hin fagra nýja ver-
öld“ Huxleys sé á næsita leiti
og nálgist okkur hraðar en svo,
að við fáum fylgzt með eða
spornað við, getum við aðeins
6. Þegar hið svonefnda smáíbúða
hverfi var skipulagt og tekið til
úthlutunar 1951—1952 urðu þau
þar meðal fyrstu landnemanina.
Reistu þau sér þá smekklegt og
vandað einbýlishús að Heiðar-
gerði 38 og unnu sjálf öllum
stundum að byggingiu þess eins
og þá var siður. Heimilið i
Heiðargerði 38 bar listfengi og
smekkvísi Klöru fagurt vitni
hvort sem á það var litið utan
húss eða imnan. Innan húss mátti
líta listfengar hannyrðir hennar
og fagran blóma- og trjágarð
ræktaði hún utanhúss ag hlúði
þar að viðkvæmum gróðri öll
suimur af alúð og nærfæmi. Voru
þau hjónin mjög samhent við að
byggja upp þetta hlýlega heim-
ili og þar nutu þau og börn
þeirra margra góðra stunda
sem ég veit að Ingólfur og börn-
in minnast nú með þakklæti og
trega.
Milli frumbyggjanna í Heiða-
gerði tókst yfirleitt strax góður
kunnin.gsskapuir eða náin vinátta
sem vel hefur enzt gegnum árin.
Inigólfur og Klara voru mjög vel
látin aí nágrönnumum. Þau voru
jafnan hressileg og hlý í viðmóti.
Ég kom oft á heimili þeirra og
naut þar vinsemdar og gestrisni
sem geymd er í þakklátuim huga.
Börnin í hverfinu voru mjög
hænd að Klöru enda kunni hún
vel að umgangast þau af skilíi-
ingi og nærfærni. Var hennar
og þeirra beggja mjög saknað
er þau höfðu bústaðaskipti fyrir
fiáum árum og fiuttust að Hamra
hlíð 9. Varð þá færra um sam-
fundi en áður eins og gerast vill
í fjölmenni borgarlifsins þegar
annir eru nægar og menn mikla
fyrir sér vegalengdir sem þó
engar eru.
Klara Halldórsdóttir var
ágættega greind. Hún hafði mik-
inn og lifandi áhuiga á tónlist og
áttu þau Ingólfur bæði sameigin
legar unaðsstundir á því sviði.
Börnin hafa erft þennan áhuga
foreldranna i rikum mæli. Hail-
dór er áhugamaður um tónlist
og Rósa hefur ásamt föður sin-
um fengizt nokkuð við lagasmíð,
eins og mörgium mun kunnugt.
Heimi'Mð var hið helga vé
Klöru og því og börnunum helg-
aði hún starfskrafta sína. Þar
átti hún sínar hamingjustundft-.
Og mikill sóiargeisli reyndist
henni dóttiurdóttiirm unga sem
bætzt hafði i fjöiskylduna og var
sannkafflað yndi hennar og eftir-
toeti.
Þótt heiisa Klöru væri ekki
sterk síðustu árin lét hún litt á
sjá og mætti erfiSleikum og van-
heilsu með dugnaði og kjarki.
Meðal annars stundaði hún
reglulega sundstaði borgarinnar
árum saman og lét ekki veðurfar
eða annað afltra sér. 1 sundið
sótti hún styrk -og heiilsugjafa
sem án efa hefur fært henni
auikna starfskrafta og lengt Mf
hennar, þótt enginn megi að lok-
um sköpuim renna.
Nú þegar leiðir skiljast kveð
ég Klöru Halldórsdóttur með
þakkiæti og virðingu. Ég veit að
ég mæli fyrir munn *nargra
óskað þess af öllu hjarta, að
heimurinn megi ala fieiri og
fleiri, sem eiga þá mannkosti,
sem frænka var gædd i svo
rikum mæli, til að bera.
Við syrgjum og söknum
frænku, en hún á sér í hjörtum
ökfear eilífan iverustað, sem
aldrei mun verða sviptur feg-
urð sinni og hreinleika — fyrir
því hefur hún sjálf séð. Guð
blessi minningu þina, elsku
frænka, og styrki þína nánustu,
sem nú sjá þér á bak, — ekki
hvað sízt harin, sem mest hefur
misst, og gefi að fleiri þinir lík-
ar eigi eftir að vaxa og dafna
á jörðu hér og glæða það leiðar
ljós, sem þú og þínir líkar hafa
tendrað í hjörtum okkar, seni
eftir lifum.
Jósep Blöndal.
gamalla kunningja hennar og
nágranna þegar ég bið henni
blessunar á ókominum leiðum.
Hennar er sárt saknað aif vinum
og ættingjum. En mestur er
missir vinar mins, Ingólfs
Sveinssonar og bamanna og að
þeim er að vonuim sárastur
harmur kveðinn við fráfall
ágætrar eiginkonu og umihyggj u-
samrar móður. En minningin
um Klöru er þeim dýrmæt eign
og harmabót á erfiðri skilnaðar
stund og ókomnum tímum. Ég.
færi Ingóltfi, börnunum og öðr-
um, sem um sárt eiga að binda
við fráfall Klöru, innilegar sam-
úðarkveðjur.
Guðimindur Vigfússon.
Það var að morgni jóladags,
að vinur okkar Ingólfur Sveins-
son hringdi. Iiún Klara konan
hans er dáin. Við slíka frétt
stendur maður eftir hijóður og
orðvana. Við dauðanum er mað-
ur alltaf jafn óviðbúinn. En við
förum að dæm i þínu Klara min,
þegar þú varðst að sjá á eftir
syni þinum, sem kippt var burtu
i blóma lifsins. Þá hygig ég að
þú hafir fundið meira tii, en þú
vildir láta aðra sjá, þú og þið
hjón hertuð ykkur upp og héld-
uð ykkar göngu æðrulaus.
Máske hefur það hjálpað þér að
þú trúðir „að sálin vaki þó sofni
líf“, og með þá trú vona ég að
þú nú, hafir hitt drenginn þinn
aftur. Þessar línur eru hinzta
kveðja og þakkir fyrir ánægju-
legar samverustundir bæði á
ferðalögum og á heimiid þínu,
sem þú sýndir slíka umönniyn,
að fátítt er. Þar varð hver hlutur.
að vera á sinum stað, fág»ður
og hreinn. Nú eiga um sárt að
bdnda eiginmaður, börn og li'tla
nafna þin og dótturdóttír, sem
þú annaðist af sömu nærgætni
og gleði og blómin í garðinum
þínum, sem ég hef ekki séð
sýnda meiri nákvæmni og um-
önnun, en þannig vannst þú öll
þín störf.
Eiginmanni, börnum og öðrum
ættingjum sendum við ok!*ar
innilegustu samúðiarkveðjur og
endum þessar línur á orðum
skáldsins:
Er vetrar geisar stormur stríður
Þá stendur hjá oss friðarengii!
bliður,
og þegar ljósið dagsins dvín
oss drottins birta kringum skín.
Far þú í friði, friður Guðs
þig blessi, hafðu þökk fyrir allt
Árdís og Gunnar.
SKILTuTGRAFREm
OG KROSSA.
Flosprent sf Nýlendugötu 14
sími 16480.
Minning:
Klara Halldórsdóttir