Morgunblaðið - 07.01.1973, Side 5

Morgunblaðið - 07.01.1973, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JANljAR 1973 5 Heimsókn í Nugata 1 NÚGATA skipasmíðastöð- inni í Niigataborg eiga Islend ingar 4 skip í smiðuan um þessar mundir. Nugata-borg er vestan til á Hansueyju, stærstu og þétt- býlustu eyju Japans, um það bil 4 stunda ferð með lest í norðvestur frá Tokyo. Þótt vegaletngdin sé ekki meiri er loftslag þar þó alit annað en suðvestanmegin fjalla. Við Japanshaf, þar sem borgin stendur, ráða Síberíuvindar ríkjum. Á þessum tima árs er þar votviðrasamt, gengur á með skúrum svona rétt eins og á suðvesturhluta íslands að hausti til. 1 Niigataborg býr um hálf milljón manna, og er borgin allvíðáttumikil, því að flest eru húsin lágreist. Ólíkt Tokyoborg er hún fremur stilhrein og faleg, ibúða- hverfin í japönskum stil með tvilyftum timburhúsum, þar sem efri hæðin er minni en sú neðri. 1 kring um húsin eru örsmáir garðar, sem Jap önum er svo sýnt um að gseða þokka. Síðastliðinn mánuð hefur Magni Kristjánsson verið bú settur í Niigata ásamt konu sinni, Sigríði, en Magni fylg- ist með smíði Bjarts, sem er eign Sildarvinnslunnar í Nes k&upstað. Magni er ungur maður um þritugt og hefur hann verið skipstjóri á Barða NK í 2V2 ár, en Barði er 327 tn skut- togari, sem Síldarvinnslan í Neskaupstað keypti frá Frakklandi. Magni er því vel kunnugur vinnubrögðum um borð í slíkurn skipum og dóm bær á gæði skipanna. Við tökum Magna tali og spyrjum hann um skipasmið- ina. Hann uppiýsir okfcur um það, að skipin 4, sem öll eru eins, séu 462 tn að stærð, lengd þeirra 47 m og mesta bneidd 9,5 m. Aðalvélar eru 2100 hestöfl og ganghraði í reynsluferð 14,1 míla á klst. „Magni, hvernig lízt þér nú á þessi skip?“ „Mér lízt mjög vel á þau í öllum aðalatriðum. Allt er þar af beztu gerð, þó að ekki sé hægt að segja, að um stökkbreytningar sé áð ræða frá eldri skipum. Vinnuað staða og aðbúnaður skip- verja er hvort tveggja mjög gott og hagræðing góð í lest- um. Tveir þriðju hlutar lest anna eru útbúnir fyrir ísað- an fisk í kössum, en einn þriðji hluti eru stiur.“ Við spyrjum Magna, hvort það borgi sig f járhagslega að isa fisk í kassa fyrir innan- landsmarkað. „Undanfarin ár hefur verið greitt 1,50 kr. hærra verð á kg fyrir kassafisk og hef- ur það ekki hækkað þrátt fyrir hækkað fiskverð. Fisk- r KRISTÍN 1 BJARNADÓTTIR skrifar frá Japan urinn er hins vegar allt.önn- ur og betri vara og sjálfsagt að gera ráð fyrir slíkum vinnubrögðum. “ „Hvemig er vinnuaðstaða skipverja?" „1 skuttogurum er varpan dregin inn að aftan að sjálf- sögðu, og kemur fiskurinn inn í lokaðan vinnusal á neðra þilf&ri, þar sem hann er slægður, þveginn og ísað- ur og gengið frá honum i kassana. Öll vinnubrögð eru auðvelduð með færiböndum, svo að vinnslan geti gengið fljótt fyrir sig. Fullur tekur báturinn 160 tn af fiski, 100 tn í kössum og botn í stí- unni.“ „Hvernig er svo aðbúnað- ur skipverjanna?“ „í skipinu eru íbúðir fyrir 18 manns, þar af 8 eins manns kiefar, en hitt tveggja manna klefar. Klefamir eru flestir mjög rúmgóðir og hreinlætisaðstaða með bezta móti.“ Við biðjum nú Magna að segja ökkur frá hvernig smíði skipanna hafi gengið. „Óhætt er að segjs, að hún hafi gengið mjög vel. Kaup þessara skipa voru undirbú- in mjög vandlega í upphafi af hálfu kaúpenda og selj- enda, og dvaldi fjöldi jap- anskra verzlunarfulltrúa á Is landi fyrri hluta árs 1972 við undii'búningsvinnu. Ef nokk- uð er, hefur skort á mann- afla af okkar hálfu til eftir- lits eftir að smiðin hófst. Þetta eru fyrstu skipin, sem Japanir smíða fyrir Evrópu- markað og þeim er ekki allt- af ljós munur á íslenzkum og japönskum aðstæðum. Erf- iðlega gekk t.d. í fyrstu að hafa rúmlengd í skipunum og lofthæð við hæfi Islendinga, en Japanir eru sem kunnugt er smávaxin þjóð. Þá koma upp ýmis vanda- mál, sem leysa þarf eftir að smíði skipanna er hafin og verður ekki gert nema á staðnum. Af hálfu kaupenda var Bolli Magnússon tækni- fræðingur ráðinn eftiridtsmað ur og hefur hann unnið mik- ið starf. Hann hefur hins veg ar orðið að skipta sér niður á tvær skipasmíðastöðvar í Nugata og Muroran á Hokka ido og á milíi þeirra er dags ferðalag i lest, fluigvél og bil.“ „Hvernig er samstarfið við Japani?“ „Það er óhætt að segja, að það hefur verið mjög auðvelt. Þeir hafa verið liprir með all ar breytingar, án þess að því væri samfara mikill kostnað- ur eða seinkun, og þeir hafa verið sanngjarnir og heiðar- legir í viðskiptuim. Má segja, að það sé alveg sérstakt hvað verðið breytist lítið frá und irritun samnings tii afhend- ingar.“ „Og hvernig lízt þér á vinnubrögðin við smíðina?" „Starfsmenn skipasmíða- stöðvarinnar eru bæði fljót- virkir og vandvirkir, enda er öll skipulagning vinnunnar til fyrixmyndar. Talið er að vinnustundir séu helmingi færri hér en í Evrópu á smá- lest. Erfitt er að gera sér i Magni og Sigríður. hugaxlund hve fljótt smíði skipanna gengur, en smíði hvers skips tekur aðeins 6 mánuði. Að vísu hefur afhendingu Bjarts seinkað nokkuð frá upphaflegri áætlun, þar sem áformað var að afhenda hann í lok desember, en það stafar aðallega af yfirvinmu- banni, sem vekamenn gerðu tál að knýja fram hærri bón- usgreiðslur. Hjá Núgataskipa- smíðastöðinni og undirverk- tökum við smíði skipanna vinna um 2500 manns. Þegar vel gengur, eru um 100 manns að starfi í skipiiriu í einu.“ „Hvað geturðu annars sagt Framhald á bls. 31 Hvað mundir þú gera, ef þú ynnir milljón í Happdrætti SÍBS? Allir eiga jú óskir sem geta rætzt, T. d. eigi maður miða í Happdrætti SÍBS. Einmitt nú þegar vinningunum fjölgar. Og vitað er, að meira en fjórði hver miði hlýtur vinning. En það verður að gera eitthvað til að heppnin sé með. Dregið verður 10. janúar. Kaupið miða strax í dag. Umboðsmenn eru um allt land.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.