Morgunblaðið - 11.01.1973, Page 4

Morgunblaðið - 11.01.1973, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JANOAR 1973 22-0-22* RAUÐARÁRSTÍG 31 14444 ®25555 BILALEIGA-HVEFISGOTU 103 14444 S 25555 STAKSTEINAR Fyrrverandi stuðningsmönn- um stjórnar- innar f jölgar Stjómarblöðin hafa hamr- að á þvi, að þeir kjósendur sem veittu henni brautar- gengi í síðustu kosnin°rum, standi enn samþjappaðir um hana, þrátt fyrir afgrlöp henn- ar og stjórnleysi. En í Þjóð- viljanum í grær, birtist grein eftir Alþýðubandalagrsmann- inn Olgreir Lútersson. Sýnir sú grein glögrglegra, að óskap- legr óánægrja er ríkjandi hjá stuðningrsmönnum stjórnar- innar, og vonbrigðin algrjör. í grreininni segrir m.a.: „Þess vegrna kom jólagengr- isfeUingin núna eins og is- kalt steypibað yfir flesta kjósendur stjórnarflokkanna, og mörgum varð nokkuð heitt í skapi. Það vakti að visu strax ilian grun hjá mönnum, þegar í hina svonefndu val- kostanefnd voru með öðrum skipaðir sumir helztu gengris- feUingarpostular „viðreisnar- innar“. Hvaða erindi áttu þessir menn, þangað, þegar gerbreyta átti um stefnu frá hægri til vinstri? Nokkrir bændur hér ræddu um gengisfellinguna sín á milli, og stuðningsmaður Al- þýðubandalagsins sagði: Til þessa úrræðis í efnahagsmál- um þurfti minnstan mann- dóm og minnsta stjórnvizku — og mesta óskammfeilni, bætti annar við, hann var stuðningsmaður „Samtak- anna“. Hætt er við að þeir Hannbal og Björn hafi lagt hér stein í eigin götu. Þessir æðstu starfsmenn launþega- samtakanna ættu vel að muna glimumar við gengisfelling- ardraug „viðreisnarinnar". Þeir ættu líka að muna, að þeir unnu sinn Alþingiskosn- ingasigur út á þá áróðurs- klausu, að það væri eina leið- in til að fella viðreisnarstjórn ina. Nú hafa þeir tekið þann draug upp á arminn í jaðri viðreisnar vilpunnar. En sósíalistar og vinstrimenn þakka Bjarna Guðnasyni hans afstöðu í þessu máli. Það mun vera rétt að benda núverandi ríkisstjórn á það, sem þeir gera sér kannski ekki nægilega ljóst, að kjós- endur þeirra vaka yfir hverju skrefi, og við næstu kosning- ar verður hverjum og ein- um þeirra launað í þeim mæli, sem þeir reynast trúir þeirri stefnu, sem þeir glöddu al- þýðu Iandsins með i stjórnar- sáttmálanum.“ Það er liverju orði sann- ara, að nii bíða stjórnarand- stæðingar og stöðugt fleiri fyrrverandi stuðningsmenn stjórnarinnar, eftir því í of- væni að fá tækifæri til þess að sýna stjórnarflokkunum álit sitt á þessari rikisstjóm, á þann hátt, að ekki verði misskilið. BILALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 HÓPFERÐIR spurt og svarad Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hringið í sima 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstndags og biðjið um Lesendaþjóniistn Morg- unblaðsins. Til leigu í lengri og skemmri ferðir 8—34 fa þega bilar. Kjartan Ingimarsson, sími 32716. SKODA EYÐIR MINNA. Shodh LEIGAN AUÐBREKKU 44- 46. SÍMI 42600. FERDABfLAR HF. Bílaleiga — sími 81250. Tweggja manna Citroen Mehari. Fímm manna Citroen G.S. 8—22 manna Mercedes Benz hópferðabilar (m. bílstjórum). Méiflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðiaugs Þorlákssonar, Guðmundar Péturssonar, Axel Einarssonar Aðalstræti 6, III. hæð. Sími 26200 (3 linur). PLASTEINANGRUN GLERULL BYGGINGARVÖRUR KÓPAVOGI Simi: 40990 2Her0imbIaÍ)i& flUCLVSmCflR <2^22480 MIÐNÆTURSÝNINGAK Magnús Ólafsson, Slétta- hrauni 34, Hafnarfirði, spyr: „Hvernig stendur á því, að aðeinis eitt kvikmynidahús er með miðnætursýningar? Er ekki hægt að taka upp þarin háttinin, að kvikmyndahúsin skiptist á um þetta, til dæmis viku í serin hvert?“ Friðfinnur Ólafsson, formað maður Félags kvíkmyndahúsa- eigenda, svarar: „Vafalaust væri þetta hægt, ef kvikmyndahúsin hefðu áhuga, en ég held að áhugi á miðnœtursýningum sé ekki fyrir hendi, nema þá hjá þessu eina húsi. Ég held, að menn hijóti að hafa rnetið helztu þætti þessa máls, og ef þeir hefðu talið einhvem ávinming að þessu, þá hefðu þeir vafa- laust framkvæmt þetta. En með tilliti til þess, að strætis- vagnar hætta að ganga kl. 01 og það er áreiðanlega mjög lítill hópur fólks, sem ekki kemst í kvikmyndahúsin nema svona seint á kvöldin, þá hafa menm væntanlega komizt að þeirri niðursitöðu, að það yrðu ekki roargir, sem sæktu þessar sýningar, og því væri þetta fjárhagsdega óhag- kvæmt. a. m. k. fyrir stór hús.“ BARNAGÆZLUVÖLLUR Jón fvarsson, Vestur- bergi 52, spyr: „Hvenær er væntanlegur barnagæzluvöllur við Vestur- berg í Breiðholti?" Bjarnhéðinn Hallgrímsson í F ræðsl uslkri fsito f u Reykjavík- ur, svarar: „Þessi gæzliuvöllur er á áætlun þessa árs. Sú á- ætlun hefur þó ekki hlotið end anlega afgreiðslu, en ef engin breyting verður þar á, munu framikvæmdir við gerð vallar- ins hefjast i sumar.“ BBEYTTUK HEIMSSÓKN AKTÍMI Sigríður Pétursdóttir, Gilja- landi 23, spyr: „Hver er ástæðan fyrir breyttum heimsóknartima á Bongarsjúkralhúsiiniu?“ Hauknr Benediktsson, fram kvæmdastjóri Borgarsjúkra- hússins svarar: „Á sl. sumri fór fram a'l- ítarleg athugun á ýmsum þátbuím í starfsemi Bargar- spítaiians, m.a. að því er varð- ar áhrif heimisókna á vinrnu- skipulagmingu á sjúkradei'd- um. í ljós kom að heimsókn- artími til sjúkiinga á miðj- um virkum degi truflaði starfsemi hinna ýmsu dehda, þannig að undirbúningur sjúkilinga fyrir aðgerðir var tafsamari, tvíverkmður var við aðhlynningu og starfs- fólk beið óvirkt eftir þvi að heimsóknartLma lyki og >að gæti sinnt störfum sóinium. Með h’iðsjón af vinnuafls- skorti sam fyrir hem.di er, og miklum kostnaði við re'cjt- ur sjúkraihúsa, var tai’.ið sjá'f- sagt að stúga þetta skref 1:1 reynisilu, ekki sizt með hlið- sjón af því að langmestur hliuti sj úklinga Borgarspítal- ans dvelur þar mjög skaimm- an tíma eða innan við 10—12 daga. Sú skamima reynsla sem fengizt hefur, bendir til að ýmislegri hagræðingu verði nú betur við komið en áður. Aðrar deildir spítai’.'ans, þar sem sjúkiingar dveftja lengur, svo sem deildirnar á Skóliavörðustíig og Heilsiu- verndarstöð hafa óbreyttan heimisókna'rt'imia. Til minnis borgarbúuim óskasit minnt á hinn nýja heimsóknartíma, en hann er sem hér segir: Mánudaga — fö.studaga kl. 18.30—19.30. Laugardaga — sunmudaga kl. 13.30—14.30 og 18.30 — 19.00“ LEIHRÉTTING I svari við fyrirspurn um þinglýsingarkostnað, sem birtást i Mbl. í gær, var ranig- hermt það, sem sagt hafði verið uim ákvörðun verðmæt- is fasteigna, þegar gjöldin eru reiknuð. Meginiregian í því saimibandi er sú, að mið- að er við uppgefið kaupverð fasteigniar, en þó aldrei uind- ir fasteiignaimaiti. ÞCRKELL SIGURBJÖRKISSON SKRIFAR LIM Söngur Aðalheiðar Guðmundsdóttur AÐALHEIDUR Guðmundsdóttir söng i Austurbæjarbíói sl. þriðju dagskvöld. Gísli Magnússon lék með á píanóið af fágun og fyllstu tillitssemi. Aðal'heiður hefur óneitanlega fallegá rödd og framkomu á sviði, en skólun er ábótavant og túlkun því „af einni bók“. Fram að hléi söng hún þýzk Lieder eft- ir þá Schumann, Brahms, Wolf og R. Strauss, og náði stundum töluverðri sannfæringu (t.d. í Die Mainacht eftir Brahms). Vafalaust er nokkur dyggð í því að finna hinn eina sanna tón — en Aðalheiður hefur fundið sitt eina sanna tempo, og öll efnis- skráin var undir þeim sama hraða, ekki aðeins lögin, heldur og langar þagnir milli þeirra. Til þess þarf mikla einbeitni, og af henni á söngkonan mikið. ís- lenzku lögin, þau sígildu: Draurnaland Siigfúsar, Ég lít í anda liðna tíð Sigvalda, Vöggu- kvæði Emils, Þei, þei og ró ró Björgvins einkanndust sömu- leiðis af þessu móki, enda ærin tilefnin. Seinast íslenzku laganna var Litla bann með lokkinn bj-arta eftir Fjölni Stefánsson oig þar hefði vel mátt enda sönginn á góð'um tóni, það virtúósitet, sem þeir Ghick og Saint-Saéins krefjast hvarf sem neðanmáls- grein á eftir því, sem undan var gengið. Hátíða- annir MIKLAR annir voru í áætlunar- flugi Loftleiða um hátíðarnar og milli jóla og nýárs. Nú var I fyrsta sinn í sögu félagsins áætl unarflug á nýársdag og var nýt- ingin á öllum flugleiðum félags- ins þann dag i kringum 90%. Athyglisvert þótti einnig, sam- kvæmt fréttabréfi Loftleiða- manna, að ekki dró úr önnum dagana milli jóla og nýárs og mun nýtingin þessa daga hafa verið milli 80 og 90 af hundraði. Utsala Karlmannaföt.......... frá kr. 2975 ■Stakir jakkar ..._.... frá kr. 1500 Stakar buxur__________ frá kr. 875 Terylenefrakkar ......... kr. 1850 ANDRÉS, Aðalstræti 16. Vöruskemma til leigu (í gamla bænum), um 450 fm. Hátt til lofts, innkeyrsla frá báðum endum, jarðhæð. Hentugt sem vörulager. bílageymsla og fleira. Til greina kemur að skipta plássinu eitthvað. Sanngjörn leiga. Símar 25652 eða 17642.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.