Morgunblaðið - 11.01.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.01.1973, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1973 Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, framkvæmdastjóri SH: Loðnusala til J apans 1 grein, sem birtist I dagbl. Visi s.l. þriðjudag og sem telja verður að byggist á viðtali við Bjarna Magnússon, forstjóra fyrirtækisins íslenzka umboðs- salan h.f., er ráðizt að sölu- samtökum frystihúsanna og raunar fleiri aðilum, af mikl- um ofstopa með samsafni full- yrðinga og margháttuðum dylgjum, vegna sölu á frystri loðnu til Japan. Er engu likara, en það séu samantekin ráð sölusamtakanna og opinberra aðila að valda þjóðinni, og þá að sjálfsögðu ekki sizt félags- mönnum sölusamtakanina sem mestu tjóni. Athugulum lesanda mun þó ekki skjótast yfir, að hér liggi fiskur undir steini, enda er ástæðan til þessarar árásar sú, að forráðamenn sölusamtak- anna hafa ekki viljað fela Bjarna Magnússyni forsjá sína um mörkun sölustefnu samtak- anna í uppbyggingu arð- vænlegs og vaxandi framtíðar- markaðar á frystri loðnu til Japan, en tilefni „viðtalsins" nú, er þó annað, sem síðar skal vikið að. Til að skýra þetta mál og þá markaðsstefnu, sem sölusam- tökin hafa tekið, er rétt að rekja megin staðreyndir frá upphafi þessara viðskipta. Árið 1966 og 1967 komu hing að nokkrir fuiltrúar þriggja japanskra fyrirtæka til athug- unar á auknurn viðskiptum milli landanna og þá ekkd sízt á vörukaupum af þeirra hálfu, þar sem við keyptum þá þeg- ar mikið frá Japan, sérstaklega veiðarfæri. Ein af þeim vöru- tegundum, sem til greina kom, var loðna, sem er svipuð og fisktegund, sem þeir hafa lengi sjálfir veitt og neytt, en mjög hefur gengdð á stofninn og veiði minnkað ár frá ári á svip aðan hátt og gerzt hefur með síldveiðar hér. Þetta minnir einnig á síldina okkar að því leyti, að ekki mun ósvipaður munur vera á milli þeirra: loðnu og okkar, eins og á okk- ar Norðurlandssild og Norður- sjávarsíld. Því var það, að þeg ar þessir aðilar komu heim til Japan með sýnishom af loðnu héðan, þá var hún alveg for- dæmd af „sérfræðingum“ þess- ara fyrirtækja, og talin von- laus markaðsvara þar í landi. 1 einu af þessum fyrirtækjum var þó aðili, sem ekki viidi gef ast upp fyrirfram og fékk því framgengt að fyrirtækið keypti árið 1968 500 tonn til að á þetta reyndi í raun. Að því er fyrstu afstöðu sölu samtakanna varðaði, þá er það alveg misskilningur hjá B.M., að þar hefi verið andstaða gegn þessari sölu, heldur var um ýmsa byrjunarörðugleika I framkvæmdaatriðum að ræða, eins og t.d. að tryggja fram- leiðslu á umsömdu magni, þvi sölius&mtökin gera ógjaman samninga við erlend fyrir- tæki, nema við þá sé staðið, auk þess sem sú fjárhagslega ábyrgð fylgdi þessu að greiða „dauðfragt" á því magni til Japan, sem ekki yrði framleitt, en fragtin var á þeim tima hærri liður en söluandvirði vörunnar. Þar sem báðir aðilar lögðust á eibt með að fylgja þessu eft- ir, þá fór þetta allt vel, því bæði framleiddum við tilskilið magn og japanska fyrirtæíkinu tókst að vinna og selja þessa vöru á markaðinum, þóbt enn gætti miikiilar vantrúar á þetta í Japan. Fyrirtækið taldi þetta þó ekki fullreynt og sömdu þeir um, kaup á 750 tonmim ár- ið 1969 og árið 1970 var samið um 1000 tonn. Þess má geta, að þegar hér er komið, voru hvorki B.M. né Norðmenn komnir tii sögunnar sem út flytjendur á frystri loðnu til Japan. Jafnframt og þessi samn ingur var gerður, óskaði hið japanska fyrirtæki einhverrar tryggingar um áframhaldandi viðskipti, enda hafði þessi markaðsöflun verulegan stofn- kostnað i för með sér, bæði varðandi vinnsluaðstöðu á loðn unni í Japan og í dreifingu á markaðinn. Þar sem hér var um brautryðjendastarf að ræða þá töldum við þetta eðlilegt og var samið um að við seldum þessu fyrirtæki okkar fram- ledðslu af loðnu til Japan næstu þrjú ár, að því til- skildu, að samkomulag næðist um magn og verð. Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna og Sjávarafurðadeild S.l.S. töldu hér um svo mikið hagsmunamál að ræða í því, að byggja upp markað fyrir þessa framleiðslu i Japan, að sam- tökin ákváðu að standa sameig inl'ega að þessu máli þetta tírna bil, þótt þau annars keppi um sölu á sinni framleiðslu á öðr- um mörkuðum en þeim, þar sem aðeins er um einn kaup- anda að ræða, þ.e. Austur- Evrópu. Þess má geta, að fyrsta árið sem Norðmenn seldu nokkurt magn af ioðnu til Japan, fengu nokkrir aðilar þar útflutnings- leyfi, en strax árið eftir, eða i fyrra, að fenginni reynslu ákváðu stjórnarvöld þar í landi, að fela einum aðila stjórn þessara mála. Segja má, að þessi starfsemi, sem hófst árið 1968, hafi fyrst farið að skila verulegum ár- angri árið 1971, en það ár seld um við 3.300 tonn og i fyrra var magn okkar kornið upp i 4.200 tonn. Innflutningur á loðnu til Japan hefur annars orðið sem hér segir eftir árum og lönd- um: Eins og hér kemur fram jókst innfliutningur mjög árið 1971 og þegar undirritaður var í Japan seint á því ári voru voru veruleg&r birgðir fyrir- liggjandi hjá innflytjendum og talið vafasamt að þær seldust áður en framleiðsla ársins 1972 kæmi á markaðinn. Áhugi fyr- ir innflutningi var þó nok'kur, en takmarkaður, sem marka má af því, að í viðtölum við stærstu innflytjendur og þar á meðal stærsta kaupanda á norskri loðnu, sem einnig hef- ur verið kaupandi B.M., að sam anlagðar hugmyndir þeirra um innflutning frá Islandi voru mun lægri en það magn, sem samið var um við okkar kaup- anda. Til samanburðar við þær inn flutningstölur, sem áður eru nefndar má geta þess, að við höfum nú samið um söJu á 10.000 tonnum og Norðmenn 6—8.000 tonnum og er þá enn- fremur gert ráð fyrir 3.300 tonna innflutningi frá Rúss- landi og 800 tonnum frá Kan- ada, eða samtals um 22.000 tonn um á móti 10—11.000 tonnurn í fyrra. Frá markaðssjónarmiði er þvi um tvöföldun magns að ræða á einu ári, og þótt B.M. telji Japani einfæra um að „vernda“ sinn heimamarkað, þá teljum við að seljendur hafi í þvi efni einnig veruiegra hags muna að gæta, og þar sem hér er um aðeins tvær þjóðir að ræða, þ.e. okkur og Norð- menn, og miðað við skoðana- skipti, sem þegar eru hafin okkar í milli, þá munum við vilja hafa þar hönd í bagga. Oifit er hér rætt um stopulan sjávarafla, ótryggt verðl'ag þeirra afurða og er þvi sízt ástæða til að bæta þar við ábyrgðarleysi og spákaup- mennsku í okkar markaðsmái- um. Að því e\ framleiðsluhliðina varðar, þá tókst Norðmönnum ekki að afgreiða nema um helm ing þess magns, sem þeir seldu í fyrra. Um okkar reynslu í þeim efnum er það að segja, að við höfum hingað til staðið við okkar samninga, en árið 1970 mátti ekki tæpara standa, enda gekk loðnan illa vestur með landi vegna óhagstæðra skii- yrða. 1 fyrra voru skilyrði aft- ur á móti mjög hagstæð, og hefði mátt framleiða nokkru meira magn en selt var. B.M. telur sig hafa fengið hærra verð á s.l. ári heldur en sölusamtökin. Vegna margra og mismunandi verðflokka er hér erfitt um beinan samanburð, auk þess sem einstök sala eitt ár sannar ekkert í þessum efn um, eða er B.M. búinn að gleyma þvi, að þegar útflutn- ingi loðnu árið 1971 var að ljúka, átti hann símtel við und irritaðan, og óskaði mjög ákveð ið eftir þvi að fá uppgefin skriflega okkar útflutnings verð, til að geta lagt það sem sönnunargagn fyrir kaupanda sinn í Japan. Er hugsanlegt að það hafi þá verið að renna upp fyrir honum, að hans verð væru lægri og var samningur- inn háður einhverri viðmiðun við verð sölusamtakanna ? Hér má geta til skýringar, að þess um málum er svo sniJldarlega fyrir komið hér, að útflutnings leyfi B.M. eru háð því að hann selji ekki fyrir lægra verð en sölusamtökin. Ef B.M. vill nota þá einföldu deilingarað- ferð, sem verðsamanburður hans fyrir s.l. ár virðist byggj- ast á, þá eru til aðrar afurðir en loðna. Stærsti hlúti fram- leiðslu þess frystihúss sem B.M nú selur fyrir er þorskur. Með þessari reikningsaðferð er hægt að sanna, hvenær sem B.M. óskar þess, að árin 1970, 1971 og hálfit árið 1972 haíi það frystihús, sem hann selur fyrir fengið mun l'ægra meðalverð fyrir þessa afurð en fétegsaðil- ar, Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna. Að sjáliflsögðu hiýtur það sjónarmið að vera ofarlega gð flá sem hæst verð fiyrir okkar afurðir á hverjum tíma. Þetta er þó engan veginn einhlítur mælikvarði á mörikun söiu- stefnu. Eif loðnan er tekin sem dæmi, þá er hér um að ræða vöru, þar sem veiðimöguleikar eru miklir og allar aðstæður til árlegrar aukningar fram- ieiðsiuaflkasta með hæfilegri aðlögun, auk þess sem önnur vinnsla loðnunnar gefur mun lægra útfluitningsverðmæti. Við höfum því lagt mikla áherziu á aukningu magnsins, en samt hafa verð hækkað verulega á hverju ári, og má telja að þau hafi verið góð á s.l. ári og mjög hagstæð á þessu ári. Þetta má m.a. marka af því, að ávallt hefur náðst samkomiuJag í Verðlagsráði um verð þessar- ar vöru, sem annars er heddiur sjaldgæfit, enda hafa fuHtrúar sjómanna og útgerðarmanna stutt þessa magnauknimgar- stefnu. Sem betur fer, er aitt útliit fyrir að veruleg árleg aukning geti orðið á þessum markaði í Japan, en það vekur aftiur á móti til umhugsunar um, að þessi vinnsla feilur að verulegu leyti á sama tíma og á sama svæði og okkar vetrar vertíð. Það má ekki ske, að við vanrækjum þá markaði, sem við höfum byggt upp fyrir frystan fisk, vegna ónógra af- kasta við framleiðsluna eða vegna vinnuaflsskorts. 1 því sambandi er skemmst að minnast, hvemig frystihús- in voru svelt af hráefni og framleiðsla þeirra stóð í stað þau ár sem síldveiðin stóð hæst. Þetta er orðið lengra mál en í upphafii var ætiað og verður ekki afsakað með öðru en því, að margir hafa áhuga á að kynnast ýmsum sjónarmiðum í sambandi við þessa nýju fram- ieiðsiu, sem nú er að verða verulegur liður í okkar út- flutningi. Mörgum atriðum hefur þó orðið að siieppa, sérstaklega að því er við kemur markaðsað- stöðunni í Japan og dreifingu vörunnar. Þá hefur heldur ekki verið minnzt á aðrar vöru- tegundir, sem kaupandi ofckar gerir tilraunir með, en þar væri ekki sízt að nefna loðnu hrogn, sem framleidd voru í til- raunasfcyni í smáurn stíl á síð- ustu vertið, en nú verður reynt að framleiða um 200 tonn. Hér er ekki ósvipað vandamál á ferðinni og gilti um loðnuna, þvi þette er ætlað til noktun- ar í stað annarrar vöru, og hér eru fyrirsjáanlegir byrjunarerf iðleikar í framleiðslu. 1 upphafi þessarar greinar var gefið í skyn, að sérstakt tilefni væri til viðtaiis B.M. nú um þessi mál, enda fcemur fram í því, að sömu aðstæður og ágreiningur rífcti árin 1971 og 1972, án þess að leiddi til blaða skrifa. Það nýja í málinu er, að ákveðið hefur verið að breyta því fyrirkomulagi, sem hér hefiur, af einhverjum óskiljanlegum ástæðum verið i gildi í fjölda ára, að ávallt væri að minnsta kosti einum aðila, sem stæði utan sölusam- taka S.H. og S.I.S., veitt leyfi til útfliutnings á frystum fiski. Afturköllun þessa leyfis átti að taka gildi frá síðustu áramót- um, en þótt ekki væri ætlun- in að það næði til loðnu nú, þá hefur B.M. barizt mjög fyr- ir framlengingu þessa teyfis enda mun hann annast um sölu fyrir leyflshafa. Af hálfiu B.M. er þetta moldviðri um loðnu- sölu til Japan vafalaust ætlað sem áróðursatriði í því máli. Hér er ekki tækifæri til að ræða það mál almennfi, en að- eins skal tekið flram, að sölu- samtökin hafa alltaf talið þetta sérstæða leyfi til óþurftar og raunar stundum beins tjóns í marfcaðsstarfsemi fyrir frystar vörur. Því miður hefur ekfci flengizt skilningur á þessu fyrr en hjá núverandi sjávarútvegs ráðherra. Reyfcjavík, 10. janúar 1973. Berklavörn Félagsvist og dans í Lindarbæ föstudaginn 12. jan. klukkan 20.30. Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar leikur. Fjölmennið stundvíslega. Skemmtinefndin. Verð 67 Jeepster 270 Arg. Teg. í þús. 67 Land Rover 220 72 Saab 96 460 67 Toyota Corona St. 230 72 Toyota Corolla 380 66 Volkswagen 100 72 Cortina 310 66 Taunus 17M 185 71 Cortina 295 65 Taunus 17M 175 71 Volkswagen 280 67 Moskwich 70 71 Volkswagen 250 67 Opel Rec. 220 71 Opel Kadett 290 66 Moskwich 60 71 Maveric 525 66 Land Rover 165 71 Comet 580 62 Gipsy diesel 75 71 Skoda 100 L 175 65 Zephyr 4 85 69 Volvo 164 410 63 Dodge Dart Station 175 68 Cortina 190 67 Scout 240 70 Opel Record 420 66 Bronco 190 70 Sunbeam 1500 260 65 Falcon Station 230 68 Opel Caravan 350 67 Cortina 165 71 Volkswagen 1200 190 65 Cortina 80 69 Rambler Ambassador 430 61 Taunus 17M 70 67 Citröen I.B. 19. 260 63 Volkswagen 65 ísland 1970. 1.020 1971. 4.000 1972. 4.800 Noregur 0 2.500 3.000 Rússland 1.000 1.500 2.000 Kanada 50 500 500 Samtals: 2.070 8.500 10.300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.