Morgunblaðið - 11.01.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.01.1973, Blaðsíða 17
MORiGUNiBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1973 17 Baldur Guðlaugss. - Öryggismál íslands í evrópsku samhengi II: Vígbúnaðurinn á hafinu EINS og rakið hefur verið eru aðild- arriki Atlantshafsbaindalagsins bjart- sýn á, að slaki þau í enigu á sam- stöðu sinni og varnarmœtti, sé von til, að raunhœfir saminmgar geti tek- izt við riki Varsjárbandalagsins um jafnan og gagnkvæman samdrátt herafla I Evrópu. Sá hasngur er þó á fyrirhuguðum samningaviðræðum hvað hagsmuni Islands og annarra ríkja við Norður-Atlaints'haí áhrærir, að allar horfur eru á, að samningarn- ir muni einskorðast við samdrátt her- afla í Mið-Evrópu. Þar rikir hemað- arjafnvægi, en sömu sögu er ekki að segja um ástandið í Norðurhöfum. 1 margar cildir höfðu Bretar og síð- an Bandaríkjamenn aiger yfirráð á Atlantshafi og raunar öllum höfum. Þetta hefur haft víðtæk áhrif á gang manfnkynssögunnar og er skemmst að minnast, hverju það varðaði i heimsstyrjöldinni síðari að ráða At- lantshafi. íslandssagan hefur og mót- azt i rikum mæli af þessum yfirráð- um á hafinu, þótt landanum hafi ekki ávallt verið það fyllilega ljóst. Þegar stofnað var til Atlantshafs- bandalagsins á árinu 1949 voru yfir- ráð Breta og Bandaríkjamainna á Norður-Atlantshafi algjör og mótað- iist öryggismálastefna Dana, islend- inga og Norðmanna að nokkru af þeim aðstæðum. Hornsteinn öryggis- málastefnu þessara landa hefur allt- af verið sá, að á ófriðartímum bærist liðsauki austur yfir hafið. Meðan bandalagsþjóðinnar voru allsráðandi á hafinu, lék enginn vafi á um trú- verðugleika þessarar stefnu. En nú er breyting á orðin. Sovétríkin hafa á síðustu árum ráðizt í stórfeldda uppbyggingu Rauða flotans. Sovézki flotinn skipt- ist i fjóra hluta, og hefur hinn stærsti og öflugasti þeirra, Norður- flotinn, heimkynni í höfnum á Kola- skaiga. Norðurflotinn ræður nú alls yfir 100 þúsund mönnum. Í honum eru um 500 skip, þar aí eru 170 kaf- bátar og eru þeir flestir búnir lang- drægum eldflaugum og um það bil 65 þeirira eru knúnir kjamorku. I Norðurflotanum eru auk þess 30 orrustuskip og tundurspillar, 35 út- hafsfylgdarskip, 25 landgönguskip, 25 eftirlitsbátar búnir eldflaugum og 150—200 minni skip. Þá eru um 40 flugvellir á Kolaskaga og þar eru staðsettar nálægt 300 fluigvéiiar. Hins vegar ræður Norðurflotiinn ekki yfir neinum flugmóðurskipum og vantar sárlega alla flugvalla- og flotaað- stöðu nær vestri, eins og siðar verð- ur vikið að. Svo sem nærri má geta hefur það í för með sér mikla röskun á þessu svæði, þegar floti aí framanigreindri stærð heldur innreið sina. Flotinn hefur smám saman fært sig véstar og hafa ýmsir erlenddr sérfræðingar komizt að þeirri niðurstöðu, að Sovétrikin telji rrú tvimælalaust, að framvarnalína þeirra á Norður-At- lantshafi sé milli Grænlands, íslands og Færeyja. Hin mikla uppbygging sovézka flotans í Norðurhöfum hefur að von- um valdið frændlþjóðum okkar á Norðurlöndum áhyggjum. Á það ekki hvað sizt við um Norðmenm, sem verða hvað áþreifanlegast varir við þessa þróun. í Morgunblaðinu var nýlegia (21. desember sl.) greint frá efni ýmissa norskra skýrslna, sem lýsa vaxandi umsvifuim sovézka flotanis og láta í ljós kvíða vegna hugsanlegs brottflutninigs vamar- liðsins frá Keflavik. Er þvi unnt að stikla á stóru varðandi viðhorf Norð- manna táil sovézka fiotans. í vamarmálciskýrslu norska Stór- þimigsins segir, að Norðmenn hafi gert sér grein fyrir þvi, að eflingu sovézka flotans og annars sovézks herliðs á Kolaskaga á undanförmum árum verði fyrst og fremst að skoða sem lið í framlínuvömium, heims- pólitík og hemaðarstefnu Sovétrikj- anna. Svæðin í norðri hafi fengið aukna hernaðarþýðingu á undanförn um árum og það eigi meðal annars rætur í þróun á sviði vopnatækni, er hafi haft i för með sér, að kjarn- orkukafbátar búnir kjarnorkueld- flaugum hafi fengið vaxandi þýð- ingu i þeirri viðleitni risaveldanna að gera trúanlega þá hæfni sína að geta svarað hættu á árás. En þótt litið sé svo á, að aukin vígbúnaður og aukin urnsvif Rússa á norðurslóðum séu liður i heims- pólitík Sovétríkjanna, hafi aukinn máttur þeirra bein áhrif á varnar- stöðu Noregs. Þróunin í næsta ná- grenni norsku landamæranna og á hafinu við strendur Noregs hafi enn- þá undirstrikað landfræðilega og hernaðarlega legu landsins og hafi það i för með sér, að Noregur geti staðið berskjaldaður, ef alvarlegt hættuástand skapist í Evrópu. Auk þess verði að fullyrða, að erfitt sé að líta svo á, að venjulegt herlið Rússa á norðurslóðum, einkum her- iið þeirra til aðgerða á sjó, landi og i lofti, verðd aðeins skoðað sem liður í heimspólitik Rússa. Noregur og At- lantshafsbandalagið verði að taka tiilit til þessara aðstæðna. Norskir sérfræðingar um öryggis- mál eru flestir þeirrar skoðunar, að staðsetning sovézkra herskipa á svæðinu milli Grænlands, íslands og Færeyja, hafi veikt grundvöll þeirr- ar stefnu Norðmanna, að leyfa ekki dvöl erlenös herliðs í landi siinu og setja traust sitt á, að liðsauki berist í tæka tíð yfir hafið frá bandalags- þjóðunum. Þeir óttast, að Noregur lendi innan áhrifa og yfinráðasvæð- is sovézka flotans, sem geti þá hindr- aðdrætti tiil landsins. Þá er það sameiginlegt áhyggju- efni Norðmanna og forráðamanna jaðarríkja Atlaintshafsbandalagsins í norðri og suðri (að slepptri hinni á- hyggjuiausu rikisstjórn islands), að samnimgar um fækkun herliðs í Mið- Evrópu kunni að leiða til aukins liðs- safnaðar á jaðarsvæðunum. Hafa þau að undanförnu leitað stuðnings annarra rikja Atiantshafsbandalags- ins við þá afstöðu siina, að tryggt verði með samningum við ríki Var- sjárbandalagsins, að samdráttur her- afla i Mið-Evrópu leiði ekki til auk- innar spennu á jaðarsvæðunum. Hefur Danmörku, Noregi, Grikk- landi, Tyrklandi og Ítaliu nú tekizt að tryggja sér beina aðidd að undir- búningsfundunum um samdrátt her- aifla, sem hefjast eins og fyrr segir væntanlega 31. þ. m. Litlar sem engar likur eru á því, samt sem áður, að samið verði um samdrátt herstyrks á norðurslóðum. Til slikrar samningsgerðar munu Sovétmenn alls ófúsir eins og sakir standa, þar sem þeir hafa ótvíræða hemaðaryfirburði á þessum slóðum. Eima von jaðarríkja Atlantshafs- bandalagsins í norðri og suðri er, að það takist að setja það skilyrði fyr- ir samnimgum um fækkun herliðs í Mið-Evrópu, að heraflinn verði ekki fluttur beinustu ledð út á jaðarsvæð- in og þar með aukið enn við þá spennu, sem þar ríkir nú. Svo sem nú hefur verið rakið stainda aðildarriki Atlantshaísbanda- iagsins saman uim viðleitnma til að draga úr spennu í Evrópu og koma samskiptum austurs og vesturs i eðiilegrt horf. Þetta telja þau því að- eins mögulegt, að bandalagið haldi vairnarmætti sínum og varðveiti ó- rofa samstöðu sdna. Einhliða tilslak- anir af hálfu vestrEenna ríkja eru taldar mundu geta stofnað árangri þíðunmiar í tvisýnu. Þetta aknemna viðhorf á þeim mun fremur við um viðbúnað bandalagsrikjanna á norð- urslóðum, þair sem ekkert hemaðar- jafnvægi rikir, heldur Sovétrikim þvert á móti i miklum uppganigi. All- ar einhliða tilslakamir á þeim slóðum veikja þvi ekki eingöngu stöðu bandalagsins i heild, helduir geta þær haft afdrifaríkar afleiðimigar fyrir ör- yggi einstakra ríkja. Það sem nú hefur verið fjallað um er nauðsynlegur bakgrunnur um- ræðna um öryggismá! Íslands. 1 þriðju og siðustu grein verður vi'kið að hlutverki varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli og hugsamlegum af- leiðingum þess fyrir islendinga og aðrar þjóðir, ef því yrði vísað úr landi. Gréta Sigfúsdóttir: Óla Jónssyni til glöggvunar I tilefni ritdóms sem birt- ist í d&gblaðinu Vísi í dag (8.1.), get ég ekki orða bund izit. Gagnrýnandi og forfalla ritstjóri blaðsins gefur mér þar þá eimkunn að ég sé ómerkur reyfarahöfundur, eins og hann raunar gerir í hvert skipti sem ég sendi frá mér bók. Hvað liggur á bak við þetta órcunhæfa mat er ekki gott að vita. Margt get- ur kornið til greima, t.d. hræðsla við að skyggt verði á eittfhvert „goða“ hans, eða sú fæð sem hanm leggur á aðra rithöfunda en þá sem hama að einhverju leyti skapar sjálfur og aðhyllast þrönga bókmenmtastefrtu hans. Það hefur einniig vakið furðu mima að fyrrnefndur gagmrýnandi virðist leggja Almenna bókafélagið í eimelti með því að hella úr skál- um reiði simmar yfir bækur úfigefnar af félaginu eða á vegum þess. Mætti því ætla að í byrjum misheppnaðs rit- höfundarferils gagnrýnandans hafi féLaigið hafnað einhverju handrita hans. Mér er spurn? Eða er skýringin einungis sú að maðurinn er óvenju þröngýnn og grunnhygginn? Þegar ég byrjaði á síðustu skáldsögu minni Fyrir opnum tjöldum, vakti fyrir mér að lýsa aðsteðjandi vandamálum nútimans: mengun umhverfis og hugarfars, dansinum krimg um gullkálfinn, auk þess lang aði mig að gagnrýna eim- hliða og hlutdrægan áróður sigurvegaranna í stríðslok. Auðvitað eru fl'eiri en eim og fleiri en tvær hliðar á hverju máli og himn svokallaði sann leikur afstætt hugtak, sem höfundi ber að gera skil frá óliikum sjónarmiðuim. Ég álít það köflun mina að bera sann leikanum vitni eins og hann kemur mér fyrir sjómir hverju simni er ég skrifa. Það er því fráleitt að af- skrifa mig í bókmenntuim sem reyfarahöfund, til þess vel ég mér of viðkvæim og umdeild málefni til meðferðar. Gagnrýnandimm Óli Jóms- som virðist mér hnepptur í spennitreyju þráhyggju og fordóma. Sumir halda þvi fram að nafngift móti pers- ónuleikann, og fer ekki hjá því að margt megi fimina sam- eiginlegt með Óla íslenzka og nafna hans Óla norska, and- hetju sögunnar Bak við byrgða glugga. Hjá báðum gætir sams konar stöðnumar og sljóieika, og báðir eiga jafnerfitt með að setja sig inn í hugsanaferil annarra. - Sem gagnrýnandi þykist Óli íslenzki hafa mætur á táknrænni túlkun. Þó virðist hann ekki geta skilið tákn- mál skáldrita nema cð „braki í tengslum tákmanna", eins og útlendur gagnrýnandi komst að orði um eftirlætis- skáidrit Óla. Eftir margc.r og langvarandi vangaveltur var honum t.d. ómögulegt að skilja hvað ég átti við með nafni skáldsögu minnar í skugga jarðar, sem hann taldi afþreyingarsögu, þótt hún hafi verið hugsuð og sam in sem póiitisk ádeila. Rýn- andanum til glöggvunar læt ég þess hér með getið að nafn bókarinnar þýðir ein- faldlega það, að mannfólkið leggur út i geiminm með skugga glæpa sim-na og hryðjuverka að veganesti. ÞUNGT FYRIR BR.IÓSTI Þó tekur út yfir skilnimgs- leysi rýnandans á sögulokum skáldsögunnar Fyrir opnum tjöldum. í ritdóminum segir hann: „Af einhverjum ástæð- um er Barböru svo þungt fyr ir brjósti." Barbara (eða Irma) er hugsuð sem pers- ónugervingur nútimamamm- eskjunnar, sem stendur ráð- villt gagnvart umhverfi sínu og er haldin ugg um það sem framtiðin ber í skauti sér. Óli íslenzki virðist taka frásögm- ina bókstaflega og honum tekst ekki að lesa á milli Lín- anna, sem ætti að vera fyrsta skilyrðið fyrir þvi að geta tal izt gagnrýnandi. Rýnandinn leyfir sér að halda því fram að sagan fram fleyti sér á spennandi frá- sögn ólikimdalegrar atburða- rásar. Þeir sem til þekkja, vita að ótrúlegustu atburðir áttu sér stað i Þýzkalandi skömmu fyrir og eftir hrun Þriðja ríkisins, enda hefur sagan við sannsöguleg rök að styðjast. Gögnim sem ég Ólafur Jónsson. notaði við samningu hennar eru heimil hverjuim þeim sem óska mætti að kynna sér þau. 1 tveim síðari skáldisögum minum hef ég verið að fást við tilraum til að gera skáld- söguna aðgengilegri og skemmtilegri með þvi að gefa tesenduim kost á að beita að nokkru ímyndunarafli við lestur bókanna. Það eru fleiri höfundar en ég (og þeir óátaldirX sem færa sér í nyt spennu frásagnar til að ná til lesenda. „Efni sögunnar í heild er í raun ferðasaga mann frá manni“, segir rýnandinn um skáldsögu mina Fyrir opnum tjöldum. Ég leyfi mér að full- yrða að inntak sögunnar er leit að glötuðum verðmætum í tómleika efnishyggjunnar eins og annar gagnrýnandi en Óii íslenzki hefur skiíið til fulls. Óli getur heldur ekki skilið timanna tákn, þ.e. stökkbreytingu, þó að hún hafi gerzt á jafnlöngum tíma og 26 áru-m. Hann fær ekki skilið að glæsibúin heimskon- an í Fyrir opniun tjöldum geti komið heim og saman við lýsingu hinnar fátæku verkamannskonu í Bak við byrgða glugga. Óla hinum is- lenzka sést yfir þá alkunnu staðreynd að aðstæðurnar móta manninn. Og þá minnist ég þess að hann gat ekki fremur kyngt því atriði sögunnar I skugga jarðar að hinar misheppnuðu persónur hefðu allar átt erf- iða æsku, en það var einmitt vísvitandi liður í ádeilu minni á þjóðfélagið. M.Ö.O.: rýn- andinn virðist ekki fær um að skilja efni þeirra bóka sem hann fjallar um nema honum sé gefið það inn með teskeið. Það er engu minni vandi að gæða sögupersónur og umhverfi lífi og lit með ör fáum pennadráttum en eyða í lýsingarnar bálkum af útskýr Framhald á bls. 27.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.